Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Kirkjulistahátíð var sett í gær með hátíð-
ardagskrá í Hallgrímskirkju og stendur til 25.
ágúst undir yfirskriftinni Frá uppsprettum til
himindjúpa.
Á hátíðinni verður boðið upp á átta tón-
leika, myndlistarsýningu, listasmiðju
barnanna, fyrirlestur og hátíðlegt helgihald.
Um 400 listamenn koma fram, búist er við
að alls 4000 manns muni sækja dagskrá há-
tíðarinnar í þá tíu daga sem hún stendur.
Þetta er í þrettánda sinn sem Kirkjulistahá-
tíðin er haldin, en segja má að hún sé dótt-
urfyrirtæki Listvinafélags Hallgrímskirkju.
UPPSPRETTUR OG HIMINDJÚP
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
Hörður Áskelsson er listrænn stjórnandi.
Morgunblaðið/Golli
Janne Laine, til vinstri, og Stefán Boulter.
Sýning á verkum listamannanna Janne Laine
og Stefáns Boulter verður opnuð í Listasafn-
inu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 15. Báðir
eru fæddir 1970. Stefán hefur verið virkur
þátttakandi innan hinnar svonefndu Kitsch-
hreyfingar, bæði sem einn af boðberum
hennar og sterkur áhrifavaldur. Heimspeki
listlíkisins (kitsch) hefur haft að leiðarljósi að
skapa hugmyndafræðilegan grundvöll sem
leggur m.a. áherslu á vandað handverk með
aðferðum gömlu meistaranna, húmanísk við-
horf, hluthyggju og fegurð hins ljóðræna.
Laine fæst við náttúruna og nálgast hana með
hefðbundnum og nútímalegum hætti í senn.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
TVEIR Á AKUREYRI
Næst síðasti viðburður
tónlistarhátíðarinnar Engl-
ar og menn fer fram á
morgun, sunnudag kl. 13 í
Strandarkirkju í Selvogi.
Meðal þeirra sem stíga á
stokk á morgun er Hulda
Jónsdóttir, 21 árs fiðluleik-
ari. Hún lauk diplómanámi
frá Listaháskóla Íslands
vorið 2009 og lauk B. Mus. gráðu í Julliard
tónlistarháskólanum í New York síðastliðið
vor. Í haust heldur hún í mastersnám í sama
skóla.
Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona, er
listrænn stjórnandi og framkvæmdarstjóri
hátíðarinnar. Hún segir hátíðina hafa fallið vel
í kramið og ávallt sé fullt út úr dyrum. Upp-
skerumessa hefst í kirkjunni kl. 14 þar sem
séra Svavar Stefánsson, sóknarprestur í
Fella- og Hólakirkju þjónar, kór Þorlákskirkju
syngur og organisti er Hannes Baldursson.
Hulda mun flytja tónlist frá kl. 13.40 til 14
ásamt því að flytja tónlistaratriði í messunni.
Með henni koma einnig fram Gyða Halldórs-
dóttir á orgel og Ragnar Jónsson á selló.
STRANDAKIRKJA
VINSÆL HÁTÍÐ
Hulda Jónsdóttir
Á málþinginu verður sjónum beint að þætti kennslu og hóp-starfs í listsköpun Magnúsar Pálssonar, og velt upp skörunþessara tveggja greina. Lagt er upp með að erindi fræði- og
listamanna opni umræðuna fyrir ólíkum sjónarhornum á þennan lið í
listsköpun Magnúsar.
Samkoman stendur frá kl. 13 til 16 í dag, laugardag. Í Hafnarhús-
inu stendur nú yfir sýningin Magnús Pálsson: Lúðurhljómur í skó-
kassa, og boðar Listasafn Reykjavíkur til málþingsins í tengslum við
hana. Þingið fer fram á íslensku og er öllum opið. Flutt verða fram-
söguerindi og síðan fara fram pallborðsumræður. Þátttakendur eru
Baldvina Sigrún Sverrisdóttir, Gunnar J. Árnason, Hulda Há-
konardóttir, Ingvar Högni Ragnarsson, Kristján Steingrímur Jóns-
son, Jón Proppé og Hanna Styrmisdóttir, sem stjórnar málþinginu
og er sýningarstjóri ásamt Jóni.
Magnús hóf að kenna við Myndlistar- og handíðaskólann 1975 og
kom á fót Nýlistadeild með aðstoð Hildar Hákonardóttur sem þá var
skólastjóri. Í deildinni var sett upp metnaðarfull námsskrá, þó Magn-
ús væri fyrst um sinn eini kennarinn; þar kynntust nemendur helstu
nýjungum í listinni: Bókagerð, vídeólist, gjörningum og hugmyndal-
ist. Magnús stýrði deildinni til 1984 en úr henni útskrifaðist stór hóp-
ur listamanna sem hafa látið mikið að sér kveða síðustu áratugi.
Næstu ár kenndi Magnús við ýmsa listaháskóla jafnframt því að
starfa að eigin listsköpun. Á sama tíma fór hann að semja ýmiss kon-
ar gjörninga og endurnýja kynni sín af leikhúsinu. Verk af þessu tagi
hafa verið gildasti þátturinn í listsköpun Magnúsar síðan og má sjá
nokkur þeirra á sýningunni sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi.
Við samningu gjörninga sinna notar Magnús ýmsar aðferðir og má
rekja sumt til leikhússstarfa en margt kann frekar að tengjast
reynslu hans af kennslu og hópstarfi.
LÚÐURHLJÓMUR Í SKÓKASSA
Málþing
um Magnús
Magnús Pálsson myndlistarmaður á heimili sínu við Þingholtsstræti.
Morgunblaðið/Einar Falur
MAGNÚS PÁLSSON VERÐUR Í BRENNIDEPLI Á MÁL-
ÞINGI Í HAFNARHÚSINU Í DAG, LAUGARDAG.
Menning
F
riðrik Karlsson er einn þeirra sem
koma fram á Jazzhátíð Reykja-
víkur sem hófst á fimmtudaginn
og lýkur 22. ágúst. Hljómsveit
Friðriks heldur tónleika í kvöld,
laugardagskvöld, í Silfurbergi í Hörpu og
eru það fyrstu tónleikar hans hér á landi í
sautján ár.
Spurður hvað fékk hann til að taka þátt í
hátíðinni segir Friðrik: „Ég hef búið í
Bretlandi síðastliðin sautján ár en hef samt
alltaf verið með annan fótinn á Íslandi. Á
þeim tíma hef ég ekki haldið neina tónleika
hérlendis undir eigin nafni og datt því í
hug að það væri góð hugmynd að gera
þetta núna. Ég setti því saman hljómsveit
og tel þetta vera tilvalið tækifæri til að
koma fram á skemmtilegri hátíð. Það er til
svo mikið af frábæru tónlistarfólki á Íslandi
svo þetta verður örugglega mjög gaman,“
segir hann.
Unnið með stórum nöfnum
Friðrik hefur löngum verið kenndur við
hljómsveitina Mezzoforte en hefur síðustu
ár starfað í Bretlandi sem gítarleikari, upp-
tökustjóri og útgefandi. Friðrik hefur unnið
með fólki eins og Madonnu, José Carreras
og Ronan Keating svo eitthvað sé nefnt,
ásamt því að vinna að stofnun útgáfufélags
í Bretlandi. „Ég er búinn að vera að vinna
í Bretlandi sem hljóðversgítarleikari og
mikið í raunveruleikasjónvarpsþáttum eins
og X-Factor. Svo hef ég gert sólóplötur í
Bretlandi sem ekki hafa verið gefnar út á
Íslandi. Í Bretlandi er útvarpsstöð starf-
rækt sem heitir UK Jazz Fm radio og er
mjög vinsæl. Lögin mín hafa mikið verið í
spilun þar og því er gaman að geta notað
það efni hér á landi,“ segir Friðrik en á
tónleikunum mun hann flytja efni af fyrri
sólóplötum ásamt nýju efni með eigin
hljómsveit.
Spilar með gömlum félögum
Hljómsveitin sem kemur fram með Friðriki
um helgina mun spila tónlist í svipuðum stíl
og Mezzoforte er þekkt fyrir, þ.e. blöndu af
djass, rokki og fönki. Hljómsveitin sam-
anstendur af Róberti Þórólfssyni á bassa,
Pétri Grétarssyni á slagverk, Sigfúsi Ótt-
arssyni á trommur og Þóri Úlfarssyni á
hljómborð. „Við erum búnir að vera að æfa
saman undanfarið og þótt mjög gaman.
Þetta eru gamlir félagar og við höfum
þekkst í langan tíma. Mér þótti þeir henta
vel í verkið og þetta hefur bara komið
mjög vel út,“ segir Friðrik.
Ferðaðist um alla Ástralíu
Friðrik lauk nýverið hljómleikaferðalagi um
Ástralíu með enskri uppfærslu af Jesus
Christ Superstar sem fékk frábærar við-
tökur en Friðrik hefur á síðustu árum ver-
ið nokkurs konar hirð-gítarleikari Andrews
Lloyds Webbers og Nigels Wrights sem
starfar sem tónlistarstjóri Andrews og Sim-
ons Cowells. Sýningin var sett upp í öllum
helstu borgum Ástralíu. „Það var uppselt á
JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR
Fyrstu tón-
leikarnir
í sautján ár
TÓNLISTARMAÐURINN FRIÐRIK KARLSSON KEMUR FRAM Á JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR AÐ ÞESSU SINNI. HANN HEFUR BÚIÐ OG STARFAÐ Í
LONDON Í 17 ÁR, UNNIÐ ÞAR MEÐ MÖRGUM HEIMSFRÆGUM LISTA-
MÖNNUM EN BÍÐUR SPENNTUR EFTIR AÐ STÍGA Á SVIÐ HÉR HEIMA.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is