Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 23
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 L ágkolvetnamataræði hefur verið mikið á vörum fólks undanfarið og heitar umræður skapast um hvort slíkt mat- aræði sé hollt og gott fyrir alla eða einfaldlega misskilið. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í nær- ingarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og deildarstjóri á næringarstofu Landspítala, segir lágkolvetnamataræði geta haft ýmsar aukaverk- anir og jafnvel slæmar af- leiðingar ef því er fylgt eins og lagt er upp með. Óraun- hæft er að ætla að það leiði til góðs að heil þjóð tileinki sér slíkt mataræði. „Það sem næringarfræð- ingar eru helst að gagnrýna varðandi þennan kúr er þegar fólk sem er í kjörþyngd eða í vægri ofþyngd að reyna að ná af sér ein- hverjum fimm kílóum velji svo umdeilda leið- ir,“ segir Ingibjörg. „Ég myndi aldrei ráð- leggja manneskju að fara á lágkolvetnafæði án eftirlits læknis og mikilvægt er líka að fylgjast með næringarástandi fólks til langs tíma þar sem fæðuflokkum sem veita okkur mörg mikilvæg næringarefni er sleppt. Marg- ir eru þó þeirrar skoðunar að valdir ein- staklingar gætu notið góðs af slíkum kúr í ákveðinn tíma. En mikilvægt er að árétta að þarna erum við að tala um meðferð fyrir einstakling sem er orðinn lífshættulega feit- ur. Ennþá er mjög lítið vitað um lang- tímaáhrifin og eftirlit heilbrigðisstarfsmanna þar af leiðandi ennþá mikilvægara sé þessi leið valin.“ Varasamt að hampa beikoni og smjöri Eins og flestum er kunnugt snýst lág- kolvetnamataræði um það að útiloka nánast allt kolvetni úr fæðunni og inn- byrða frekar fitu, jafnvel mettaða fitu. Slíkt telur Ingibjörg mjög varasamt og þó svo að kolvetnaskerðingin leiði til þyngdartaps til skamms tíma og hafi þannig ef til vill jákvæð áhrif á efnaskiptin sé varasamt að tileinka sér fæðuvenjur sem rannsóknir hafa ein- dregið bent til þess að séu slæmar heilsunni til langs tíma. „Offitumeðferð er langtíma- meðferð,“ segir Ingibjörg. „Reykt og salt beikon getur aldrei talist hollt miðað við þá þekkingu sem við búum yfir í dag.“ Tískutrend tröllríður öllu „Það er búið að innleiða þetta fæði á Íslandi sem eitthvert tískutrend. Vitnað er í rann- sóknir sem sýna fram á að þetta virki mjög vel og engin ástæða til að rengja niðurstöður þeirra rannsókna,“ segir Ingibjörg. „Hins vegar er nauðsynlegt að benda á að offitu- meðferð er einstaklings- miðuð meðferð, unnin í teymisvinnu ým- issa heilbrigðis- stétta, en að inn- leiða og ráðleggja meðferðarúrræði við offitu fyrir heila þjóð er alveg galið.“ Ingibjörg hefur þó grun um að megnið af Ís- lendingum sem telja sig vera á eða eru að reyna að fylgja lágkol- vetnamataræði sé í raun bara á fínu megrunarfæði. „Fólk er þá kannski búið að taka út gos, sælgæti og skera niður hvítt brauð, hamborgara og pítsur og er í raun þá að fylgja heilbrigðara mataræði en áður og kallar það lágkolvetnamataræði þar sem kol- vetnamagnið er lægra en það var áður en átakið hófst enda búið að taka út óæskileg fínunnin kolvetni. Ég segi þá bara, haldið því áfram!“ segir Ingibjörg og hlær. Allir fæðuflokkar mikilvægir „Nauðsynlegt er að gera greinarmun á op- inberum ráðleggingum um fæðuval sem eru settar fram í þeim tilgangi að hvetja fólk til þess að tileinka sér mataræði sem minnkar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum í for- varnaskyni annars vegar og meðferð- arúrræðum hins vegar. Ýmsir sjúklingahópar þurfa á sérfæði að halda, sem ekki eru alltaf í takt við ráðleggingarnar eins og við þekkj- um þær og eru settar fram fyrir almenning. Enn og aftur erum við að tala um ein- staklingsmiðaða næringarráðgjöf. Hver fæðuflokkur er mikilvæg uppspretta lífs- nauðsynlegra vítamína, steinefna og annarra hollefna svo sem trefja. Ef sneiða þarf framhjá einhverjum fæðuflokki vegna veik- inda eða sjúkdóma þá er nauðsynlegt að fá ráðleggingar hjá næringarfræðingi eða næringarráðgjafa um það hvernig tryggja megi nægjanlegt magn þessara efna og þar með næringarástand til langs tíma. Það að ráðleggja stórum hluta þjóðarinnar að til- einka sér lágkolvetnamataræði mætti líkja við að ráðleggja allri þjóðinni að taka blóð- þrýstingslækkandi lyf. Við verðum að varast að yfirfæra einstaklingsmiðaða næring- armeðferð yfir á fjöldann og engar forsendur eru fyrir því að senda alla eða stóran hluta þjóðarinnar á lágkolvetnamataræði.“ Ávextir eru ríkir af kolvetn- um og henta því lágkol- vetnamataræði ekki vel. Morgunblaðið/Arnaldur LÁGKOLVETNAMATARÆÐI „Beikon verður aldrei hollur matur“ LÁGKOLVETNAMATARÆÐI HEFUR VERIÐ MIKIÐ Í UMRÆÐUNNI UNDANFARIÐ ENDA ORÐIÐ ÁKVEÐIÐ TÍSKUFYRIRBÆRI EN INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, PRÓFESSOR Í NÆRINGARFRÆÐI, SEGIR VARASAMT AÐ HEIL ÞJÓÐ FARI Á SAMA MATARÆÐI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ingibjörg Gunnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.