Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 42
*Fjármál heimilannaFerðalangar verða að lesa sér til um reglur um þjórfé á hverjum stað Hún Guðrún Björk Kristmunds- dóttir hlær og hváir þegar blaðamað- ur segist vera að leita að hagsýnum neytanda til að ræða við. Guðrún á og rekur Bæjarins beztu-pylsuveldið en hún tók fyrstu vaktina bak við pulsupottinn aðeins 15 ára gömul. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum tvær á heimilinu, ég og labradortíkin Askja. Sonur minn Baldur og hundurinn Kara eru líka viðloðandi heimilið. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Alltaf á ég til jógúrt og sódavatn í ís- skápnum, og vitaskuld líka hundamat í búrinu. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hrein- lætisvörur á viku? Það getur verið mjög misjafnt og ræðst bæði af fjölda heimilismanna hverju sinni og svo hversu dugleg ég er að halda matarboð. Útgjöldin eru yfirleitt á bilinu 15 til 30.000 kr á viku. Hvar kaupirðu helst inn? Melabúðin er uppáhaldsbúðin mín enda fæst þar næstum allt milli himins og jarðar, og þjónustan alltaf frábær Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Góðir ostar eru mitt uppáhald og finnst mér Búrið ákaflega freistandi ostabúð. Freistingin er enn sterk- ari ef hægt er að fá gott rauðvín með. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Til að spara fer ég að sjálfsögðu á Bæjarins beztu, nema hvað! Hvað vantar helst á heimilið? Það sem bráðvantar á heimilið núna er pastavél. Lengi hef ég átt þann draum að eignast slíkan grip. Eyðir þú í sparnað? Ég eyði í sparnað en ekki er um marga valkosti að ræða í þeim efn- um, eins og staðan er núna í þjóð- félaginu. GUÐRÚN BJÖRK KRISTMUNDSDÓTTIR PYLSUDROTTNING Hefur lengi dreymt um pastavél Guðrún á erfitt með að standast góða osta, hvað þá með góðu rauðvíni. Morgunblaðið/Kristinn Aurapúkinn uppgötvaði síðasta vetur að það er ekkert skelfilegt að hjóla í vetrarveðrum. Púkinn er mikill unnandi einkabílsins og þykir hið besta mál að fólk njóti þess lúx- uss að eiga bíl. Honum þykir eðli- legt að gert sér ráð fyrir akandi umferð í borginni. En bíllinn er dýr og hjólið er gott sparnaðartæki. Aurapúkinn bjó síðasta vetur í um 20 mínútna fjarlægð frá vinnu- staðnum og vandi sig á hjólið í til- tölulega mildum haustveðrum. Lærin stæltust og kálfarnir styrkt- ust á nokkrum vikum og fljótlega var púkinn hættur að mæta kóf- sveittur og móður til vinnu. Í allra- verstu veðrunum var hjólinu sleppt, en smá kuldi og vetrarrign- ing reyndust alveg viðráðanleg. Hvort hjólið væri góður kostur fyrir lengri ferð en 20 mínútur aðra leið, eða upp miklar brekkur skal ósagt látið. En sá sem getur vanið sig á að hjóla meira og aka minna hagnast svo sannarlega á því. púkinn Aura- Það er ekki svo erfitt að hjóla Morgunblaðið/Styrmir Kári S itt sýnist hverjum um þann sið að borga þjórfé. Mörg- um þykir „tipsið“ ágætis leið til að þakka fyrir góða þjónustu eða vel heppnaðan kvöld- verð, en öðrum gremst útreikning- urinn, flækjurnar og félagslegi þrýstingurinn sem getur fylgt þjórfénu. Svo er alltaf stóra spurn- ingin: hver á að fá þjórfé og hver ekki? Hvað er of lítið og hvað er of mikið? Og hvað í ósköpunum gerir þjónninn við samlokuna mína næst þegar ég kem hingað, ef ég gleymdi þjórfénu síðast? Það er líka freistandi að reyna að spara smávegis pening á ferða- lögum með því að vera spar á þjórféð, en þeir sem það gera geta í sumum tilvikum verið að fara af- skaplega illa með þjónustufólkið sem oft er á lágum launum og reiðir sig jafnvel alfarið á það sem gestirnir láta af hendi rakna. Ef farið er t.d. út að borða með heimamönnum getur það líka verið agalegt feilspor að skilja eftir minna þjórfé en eðlilegt þykir, og þótt til marks um mikla nísku. Breytileiki milli landa Í stuttu máli sagt eru ekki til nein- ar alþjóðlegar viðmiðunarreglur um þjórfé og helst þarf ferðalang- urinn að lesa sér til um venjur og viðmið á hverjum stað. Mikill mun- ur getur verið milli þjóða bæði á því hverjir eiga að fá þjórfé, og svo hversu mikið. Það sem þykir rausnarlegt í einu landi getur verið móðgandi í öðru. Þannig virðist sú regla ekki lengur eiga við í Bandaríkjunum, sem margir Íslendingar hafa fylgt, að 10% þjórfé sé nóg ef farið er út að borða. Í dag er viðmiðið á veit- ingastöðum alla jafna 15-20% af reikningnum fyrir góða þjónustu og ef bæði matur og þjónusta voru framúrskarandi er ekki óalgengt að rausnarlegir gestir gefi þjón- inum 25% þjórfé og jafnvel enn meira en það. Sama gildir um bar- þjóna. Í Bandaríkjunum tíðkast síðan að greiða alls kyns öðru þjón- ustufólki smáræði. Starfsmenn sem leggja bílum gesta eiga von á á bilinu 2-5 dölum fyrir hvern bíl, og meira ef bíllinn er sérlega dýr. Vikapiltar ættu að fá dal á hverja tösku, en þó aldrei minna en tvo dali á herbergi. Sama gildir um að- stoðarmenn á flugvöllum. Herberg- isþernan ætti að fá 2-5 dali fyrir hverja nótt og starfsmaður í gesta- móttöku býst við að fá 5 dali í þjórfé fyrir viðvik eins og að panta leikhúsmiða eða borð á veit- ingastað. Dyravörður á hóteli ætti að fá dal fyrir að kalla á leigubíl. Ekki gleyma salernisverðinum, sem rétt er að greiða 50 sent eða dollar fyrir heimsóknina. Bandaríski leigubílstjórinn vænt- ir þess að fá 15% þjórfé og auka 1-2 dali fyrir að aðstoða með tösk- urnar. Pizzasendlar ættu að fá a.m.k. 10% og rakarar og hár- greiðslumenn 15-20%. Minna gefið utan Bandaríkjanna Í Evrópu eru reglurnar aðrar, og sjaldgæfara að ætlast sé til þjór- fjár. Munurinn er töluverður eftir þjóðum. Algengt er á breskum veitingastöðum að greitt sé 10% þjórfé, og stundum er þjónustu- gjaldi bætt sjálfkrafa við reikning- inn. Breskir leigubílstjórar og hár- greiðslufólk reikna ekki með þjórfé en kunna vel að meta nokkur auka pund, eða að fá að eiga afganginn. Á Norðurlöndunum er síðan nóg að skilja eftir smáklinkið ef farið er á veitingastað, en ef gesturinn vill vera rausnarlegur og þjónustan var góð má skilja eftir smáræði eins og t.d. lítinn seðil. Þegar komið er út fyrir Evrópu og Bandaríkin er reglan yfirleitt að greiða þjónum 10% þjórfé, skilja eftir klinkið eða þá greiða ekki neitt. Austast í Asíu er t.d. mjög lítil hefð fyrir þjórfé en í Suður-Ameríku er 10% reglan al- geng, en með töluverðu svigrúmi þó. Í þessum löndum eru það yf- irleitt bara þjónar og vikapiltar sem fá þjórfé en þó verður að muna að ferðaleiðsögumaðurinn, og rútubílstjorinn ef svo ber undir, á stundum von á eins og 10% þjórfé, eða jafngildi dollars eða evru á hvern farþega eftir atvikum. STUNDUM ER ÆTLAST TIL ALLT AÐ 25% AUKALEGA Hvað á að greiða í þjórfé? ÍSLENDINGAR ÞURFA AÐ AÐLAGAST ÖÐRUM SIÐUM Í ÚTLÖNDUM OG GÆTA SÍN Á AÐ „TIPSA“ HVORKI OF MIKIÐ NÉ OF LÍTIÐ. GAMLA 10% REGLAN Á EKKI LENGUR VIÐ Í BANDARÍKJUNUM Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þjónustustörf eru oft slítandi og erfið og þjórféð svo sannarlega verð- skuldað. Afkastamikill þjónn á þeytingi á tyrkneskum veitingastað. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.