Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 51
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
fyrir ferðamenn og verkefnið er unnið í nánu
samtali við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og
önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
koma að því líka. Eins Íslandsstofa. Það er
góður samhljómur milli þessara aðila enda
hafa nágrannasveitarfélögin hag af því að
fylgja borginni í þessum efnum. Erlendir
ferðamenn sjá höfuðborgarsvæðið sem eina
heild.“
Einar segir verkefnið spennandi enda hafi
borgin aðra áferð en náttúran og landið.
„Lykilatriðið í þessu sambandi er að við
séum ærleg, „varan“ sem við erum að selja
þarf að vera sönn. Ekki viljum við fá fólk
hingað á fölskum forsendum.“
Einar er staðráðinn í að leggja sitt af
mörkum til að skapa þjóðinni gjaldeyri.
„Markmiðið er að fá hingað til lands góða
gesti. Gesti sem vilja koma oftar og vera
lengur. Það er mikil gerjun í gangi og kröf-
urnar alltaf að verða meiri. Það er gaman að
taka þátt í slíku starfi og finna að mönnum
er virkilega annt um að allt fari vel. Það
skiptir höfuðmáli.“
Ekki komið að þolmörkum
Einar hefur fylgst grannt með umræðunni
um ferðamannapassa enda þótt hún snerti
Reykjavík ekki beint. Og þó. „Við tökum
gjald á söfnum og í eðli sínu er þetta ekkert
ólíkt. Gjaldtaka við náttúruperlur tíðkast
víðsvegar um heim og þykir sjálfsagður hlut-
ur. Aukið álag kallar á aukið viðhald og hver
á að borga það?“
Nokkur umræða hefur verið um þolmörk í
ferðaþjónustu, sumir staðir hér á landi taki
hreinlega ekki við fleiri gestum. Einar segir
þetta ekki eiga við um Reykjavík. „Ég er
sannfærður um að borgin getur tekið við
talsverðum fjölda til viðbótar enda er ferða-
mennska farin að dreifast betur yfir árið en
áður þekktist, eins og við komum inn á áðan.
En auðvitað reynir þetta á samfélagslega
þáttinn.“
Viðhorf borgarbúa til þessa hefur enn ekki
verið kannað en að sögn Einars stendur það
til.
Hann segir borgarbúa á margan hátt njóta
góðs af aukinni ferðamennsku, hún eigi til að
mynda stóran þátt í þeirri blómlegu veitinga-
húsamenningu sem hér er að finna.
Eins og í erlendri borg
Þetta hefur Einar reynt á eigin skinni. Með-
an hann var að búa sig undir starfið hjá Höf-
uðborgarstofu seint á síðasta ári gerðist hann
tvær helgar ferðamaður í borginni. Gisti á
hótelum, snæddi á veitingahúsum, spásseraði
um stræti og neytti menningar og lista.
„Þetta var mjög ánægjuleg upplifun og í
raun alveg eins og að vera í erlendri borg –
nema hvað ég rakst á aðeins fleiri sem ég
þekkti,“ segir hann hlæjandi.
Eitt af því sem heillaði Einar upp úr skón-
um var menningar- og veitingahúsasvæðið
við höfnina, sem iðar nú af lífi. Það er því
engin tilviljun að rík áhersla verður á það
svæði um næstu helgi, þegar Menningarnótt
verður haldin hátíðleg í borginni.
Menningarnótt er stærsta verkefni Höf-
uðborgarstofu. „Ég hef komið að mörgu
stóru gegnum tíðina, svo sem skipulagningu
fimmtíu þúsund manna tónleika á Laug-
ardalsvellinum fyrir einn af bönkunum á því
herrans ári 2007, en Menningarnótt er það
langstærsta,“ segir Einar en tugþúsundir
streyma þá í bæinn.
Hellingur af álfum í Hafnarfirði
Fyrir utan hin föstu verkefni geta verkefni
Höfuðborgarstofu verið af ýmsum toga. Í
maí síðastliðnum komu hingað til lands sex
málsmetandi menn frá Hollywood sem hafa
þann starfa að velja tökustaði fyrir kvik-
myndir. Farið var með þá vítt og breitt um
borgina að skoða áhugaverðar byggingar og
svæði og einnig upp á Hellisheiði og virkj-
anasvæðið í kring. „Við gerðum þeim glaðan
dag og þeir vilja allir koma aftur – eins og
áhöfnin á kútter Haraldi,“ segir Einar sposk-
ur.
Erlendir blaðamenn leita líka mikið til
stofunnar, eins er þeim boðið hingað með
markvissum hætti. Einar segir áhugasvið
þessa fólks eins misjöfn og það er margt og
er reynt að koma til móts við þarfir hvers og
eins. Óskirnar eru af ýmsum toga, eins og að
leita að álfum í Hafnarfirði. Spurður hvernig
það hafi gengið glottir Einar við tönn: „Það
sást hellingur.“
Hátíðir skipa sífellt stærri sess í borgarlíf-
inu eins og glöggt kom fram á fundi sem
skipuleggjendur hátíða á höfuðborgarsvæð-
inu, forsvarsmenn ferðaþjónustunnar og
Reykjavíkurborg héldu í Hörpunni í vikunni.
Eitthvað er um að vera alla mánuði ársins og
flestum hefur hátíðum þessum vaxið fiskur
um hrygg. Einar fagnar þessu. „Hátíðir eru
stöðugt að verða ríkari þáttur í útgeislun
borga. Það á við um allan heim og ánægju-
legt að Reykjavík láti ekki sitt eftir liggja í
þeim efnum.“
Einar vekur athygli á því að viðburðir séu
ekki bara skipulagðir innan borgarkerfisins,
heldur leiti fjölmargir aðilar til Höfuðborg-
arstofu vegna hugmynda sem þeir vilja
hrinda í framkvæmd. „Það er hlutverk okkar
að greiða götu þessa fólks, leiðbeina því og
ráða heilt. Það felst ekki síst í því að hjálpa
mönnum að velja réttar helgar, þannig að
viðburðurinn drukkni ekki í flóðinu.“
Að skapa og fægja
Einar gekk um árabil undir nafninu „um-
boðsmaður Íslands“. Hann kveðst vera búinn
að loka þeim kafla í sínu lífi – alltént að
sinni. „Núna er ég bara umboðsmaður
Reykjavíkur,“ segir hann. „Minn vettvangur
er Höfuðborgarstofa og hér mun ég svala
þörf minni fyrir að skapa og fægja. Það er
mitt fag. Mín köllun.“
Stefnan sem Höfuðborgarstofu hefur verið
mörkuð er skýr. Spurður hvort hann búi eigi
að síður ekki að einhverjum hugmyndum
sem hann langi að koma á framfæri kinkar
Einar kolli. „Ég er alltaf með hugmyndir,
allskonar hugmyndir, og langar að koma
ýmsu að. Ég get til dæmis nefnt að ég er vel
tengdur inn í klassíska tónlistarheiminn í
Bretlandi gegnum vinkonu mína Kiri Te Ka-
nawa og langar að nýta þau sambönd í þágu
Reykvíkinga. Ég hef rætt við fólk ytra sem
er mjög spennt að koma hingað, bæði til að
halda tónleika og sækja þá. Orðspor Hörpu
vex hratt, ekki bara í Bretlandi heldur um
allan heim.“
Einar nefnir einnig frekara samstarf við
Yoko Ono. „Friðarsúluverkefnið er af-
skaplega vel heppnað og ég er sannfærður
um að vinna má frekar út frá því.“
Í þriðja lagi segir hann þá Jakob Frímann
Magnússon lengi hafa gengið með þann
draum í maganum að setja á laggirnar popp-
minjasafn á Íslandi. „Popp er sú listgrein
sem hefur borið hróður þjóðarinnar lengst,
alla vega á umliðnum árum. Allt frá Syk-
urmolunum til Of Monsters and Men. Það er
af ýmsu að taka.“
Þannig mætti lengi halda áfram enda er
Einar Bárðarson alltaf opinn fyrir góðum
hugmyndum. Það er hans eðli.
Einar Bárðarson, forstöðumaður
Höfuðborgarstofu: „Sumir hlógu
bara upp í opið geðið á mér þegar
ég var orðinn opinber starfsmaður
en mig langaði að prófa eitthvað
nýtt. Þetta var tækifærið.“
Morgunblaðið/RAX
Allt getur gerst á Menning-
arnótt. Á síðasta ári steig
Hollywood-stjarnan Rus-
sell Crowe óvænt á svið í
miðborginni. Hvað gerist í
ár?
Morgunblaðið/Eggert