Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 53
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Ragnheiður er ný íslensk
ópera eftir Gunnar Þórð-
arson og Friðrik Erlingsson.
Frumflutt í Skálholtskirkju í
gær en flutt aftur laugardag og sunnu-
dag. Þóra Einarsdóttir fer með
hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
2
Árleg töðugjöld í Gamla
bænum í Laufási á sunnudag.
Þar eru reglulega haldnir
starfsdagar þar sem sýnd
eru á lifandi hátt hin ýmsu handtök
sem tengjast búskaparháttum fyrri
tíma, s.s. við sumarstörf, heyskap,
handverk og matargerð. Dagskráin
hefst í Laufáskirkju kl. 13.30.
4
Tríóið Aftanblik sem skipa
Gerður Bolladóttir sópran,
Victoria Tarevskaia sellóleik-
ari og Katalin Lorincz píanó-
leikari flytur úrval síðrómantískra
sönglaga á Gljúfrasteini í Mosfellsdal
á morgun, sunnudag, kl. 16.00.
5
Nú stendur yfir í Bergi,
menningarhúsi, á Dalvík sýn-
ingin Glæman av fjøllum eða
Ljósið frá fjöllunum eftir
færeyska listmálarann Øssur Mohr.
Verkin eru 27 talsins, allt olíumálverk,
langflest máluð á árinu 2013. Mynd-
irnar hafa sterka tengingu við fær-
eyska málarahefð og sýna gjarnan
heimaslóðir listamannsins, Fuglefjord.
3
Rúmlega 20 listaverk á sýning-
unni Undir berum himni
verða skoðuð undir leiðsögn
sýningarstjórans, G.Erlu;
Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, á morg-
un, sunnudag. Safnast saman kl. 16.00
við Listasafn ASÍ, Ásmundarsal.
MÆLT MEÐ
1
Guðbjörg Ringsted opnar yfirlitssýn-ingu á verkum sínum í sal Myndlist-arfélagsins á Akureyri í dag, laug-
ardag, kl. 14. Innan skamms verða 30 ár frá
því hún hélt fyrstu einkasýninguna í heima-
bænum, höfuðstað Norðurlands.
Guðbjörg hóf nám í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1978 og útskrifaðist úr
grafíkdeild 1982. „Teikningin heillaði mig,“
segir hún, og fyrstu árin vann hún aðallega að
gerð grafíkmynda og teikninga auk þess sem
hún kenndi; fyrst myndmennt við Dalvík-
urskóla og síðan við Listaskóla Rögnvaldar
Ólafssonar á Ísafirði á meðan fjölskyldan bjó
þar, en eiginmaður Guðbjargar, Kristján Þór
Júlíusson ráðherra, var á sínum tíma bæj-
arstjóri bæði á Dalvík og Ísafirði áður en
hann tók við sama embætti á Akureyri.
Síðustu ár hefur Guðbjörg eingöngu fengist
við málverk. Hún skipti um gír árið 2007.
„Það má segja að Jónas heitinn Viðar hafi ýtt
mér í gang með málverkið. Hann hafði orð á
því 2006 að ég yrði að fara að sýna aftur á
Akureyri, og bauð mér að halda sýningu í
galleríinu sínu í Listagilinu,“ segir Guðbjörg.
Nefndur Jónas Viðar féll frá fyrir fáeinum
dögum, langt um aldur fram, aðeins 51 árs.
Viðfangsefni Guðbjargar síðustu ár hefur
verið íslensku útsaumsmynstrin af þjóðbún-
ingi kvenna þar sem mynstrin öðlast sitt eigið
líf, eins og hún orðar það. „Þetta er mjög fín-
legt, eins og í kopargrafíkinni; ég hef mjög
gaman af því að vinna við hið fínlega.“
Eftir að Jónas bauð Guðbjörgu að sýna
hafði hún heilt ár til að undirbúa sig. „Ég var
að vinna teikningar þá og hugsaði mér að
sýna þær, en í rými með jafn stóran glugga
og hjá Jónasi glampar mjög á gler, svo verk-
efnið þróaðist þannig að ég sneri mér að mál-
verkinu; fór í rauninni að mála teikningarnar
mínar.“
Á sýningunni má sjá verk unnin með fjöl-
breyttri tækni. „Hér kennir ýmissa grasa, ég
notaði til dæmis mismunandi tækni í grafík-
inni, gerði einþrykk og alls kyns tilraunir.“
Spurð um tilurð sýningarinnar, segir lista-
konan: „Mér fannst bara kominn tími til að
sýna það sem ég var hér áður fyrr. Margir
hér á Akureyri og reyndar víðar þekkja ekk-
ert til gamalla verka minna.“
Þann 8. september verða liðin 30 ár frá því
að Guðbjörg opnaði fyrstu einkasýninguna á
Akureyri og yfirlitssýningin stendur til 1.
september þannig að þessi tími hentaði vel.
Sýning Guðbjargar Ringsted í sal Myndlist-
arfélagsins stendur til 1. september.
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS Á AKUREYRI
Mikið fyrir hið fínlega
GUÐBJÖRG RINGSTED Á AKUREYRI
HEFUR LENGI LAGT STUND Á
MYNDLIST. HENNI FANNST ORÐIÐ
TÍMABÆRT AÐ SÝNA FÓLKI HVAÐ
HÚN HEFUR VERIÐ AÐ FÁST VIÐ
SÍÐUSTU ÞRJÁ ÁRATUGI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Guðbjörg Ringsted við nýlegt verk.
allar sýningarnar en áhorfendafjöldinn var
á bilinu tíu til fimmtán þúsund manns á
hverri sýningu. Þetta var mjög gaman en
ég hef aldrei áður komið til Ástralíu. Þetta
er mjög stórt land og því tók það svolítinn
tíma að ferðast á milli borganna en ferða-
lagið tók okkur um einn mánuð,“ segir
Friðrik en bætir þó við að honum finnist
skemmtilegra að spila fyrir framan lítinn
hóp en stóran. „Þegar þú ert að koma
fram fyrir svona stóran hóp þá nærðu
engu sambandi við áhorfendur. Þetta getur
verið voða gaman fyrst eins og mín upp-
lifun var í Ástralíu en svo saknar maður
tengingarinnar við áhorfendur. Svo er það
oft þannig að glamúrinn hrynur af þessum
stjörnum sem draga mikinn fjölda að þeg-
ar maður kynnist þeim. Þetta er nefnilega
oft fólk með stórt sjálfsálit sem vill að allt
snúist um þau,“ segir Friðrik.
Friðrik Karlsson steig á svið með Paul
Brown (til vinstri) og Jack Magnet
Quintet á Jazzhátíð í fyrra en verður
sjálfur með tónleika á hátíðinni í ár.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
* „Í Bretlandi er útvarpsstöð starfrækt sem heitirUK Jazz Fm radio og er mjög vinsæl. Lögin mínhafa mikið verið í spilun þar og því er gaman að geta
notað það efni hér á landi,“