Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
B
orgarastyrjöld geisar í Sýrlandi. Líb-
anon er sundurtætt. Hugrakkur
kóngur heldur Jórdaníu á floti enn
sem komið er. Friður á milli Ísrael
og Palestínu er jafnfjarlægur og
endranær. Sumri hallar eftir vor í
Túnis. Afganistan verður brátt skilað aftur til talíb-
ananna og þeir sem þar dreyptu á dropum frelsis og
nútíma lífs, ekki síst konur, horfa framan í ógn og
skelfingu. Pakistan, sem hélt verndarhendi yfir
Osama bin Laden í rúman áratug, er kraumandi
pottur og innhald hans er ekki kræsilegt. Þar og í
endurnýjuðu ríki talíbana handan landamæranna
hefst framleiðsla hermdarverkamanna brátt á ný.
Klerkar stjórna enn Íran og mjakast landið hægt en
örugglega í átt til kjarnorkusprengjunnar og þess
oflætis og sjálfstrausts sem henni fylgja, þrátt fyrir
efnahagsþvinganir og brotthvarf Ahmadinejad af
forsetastóli. Og bílsprengjur farga óbreyttum borg-
urum í Írak enn sem fyrr.
Og svo er það Nílarland
Enn brenna eldarnir í Egyptalandi, þremur árum
eftir fall Mubaraks. Sjálfskipuð samviska heimsins,
Bandaríkin, sem tóku sér það hlutverk vegna þess
að enginn annar reis undir því, er sögð hafa lokað
alþjóðlegu neyðar- og næturvaktinni með kjöri
Obama sem forseta. Fullyrt er að forsetinn hafi
beðið Mubarak að stíga til hliðar er mótmæli fóru
vaxandi og þegar hann tók ekki þeim tilmælum hafi
egypski herinn fengið skýr skilaboð úr Hvíta hús-
inu. Það leysti ekkert. Herinn ákvað að gera lýð-
ræðislega tilraun um leið og réttað væri yfir Mub-
arak herbróður á sjúkrabörunum. En
lýðræðisstiklingar þurfa frjóan jarðveg til að skjóta
rótum. Eina aflið sem tilbúið var í þessa lýðræð-
istilraun á þessu augnabliki var Bræðralag músl-
íma. Það var óneitanlega sérstætt því lýðræð-
isskipan er ekki keppikefli eða endamark þeirrar
hreyfingar. Lítill vafi er á að Morsi hafi verið rétti-
lega kjörinn fyrsti lýðræðislegi forseti Egyptalands.
En málinu lauk ekki þar. Stjórnkerfi, sem byggist á
lýðræði, var ekki til staðar og sú agaða stjórnskipun
með aðhaldsstofnanir, sem lýðræðislega kjörnir
valdamenn búa við annars staðar, var ekki fyrir
hendi.
Morsi forseti hóf að breyta stjórnarskránni á átt
að stefnumiðum Bræðralags múslíma. Þegar honum
óx ásmegin gaf hann út tilskipun um að óheimilt
væri að andæfa sjónarmiðum forsetans og steig síð-
an fleiri skref í þá veru. Þeir, sem höfðu bundið við
það vonir að lýðræðisleg glufa væri að opnast í
Egyptalandi, sáu að nú stefndi óðfluga í illt efni. Og
þótt það væri beiskur biti að kyngja, þá blasti við,
að herinn einn var fær um að grípa í taumana. Og
þótt ráðamenn, jafnt í Bandaríkjunum sem Evrópu,
væru hættir að standa vaktina og komnir í alþjóð-
legan frígír önduðu þeir léttara á golfvöllunum, þeg-
ar aftur tók að glitta í herinn í Kaíró.
Vissu þeir ekki betur?
En pólitískt óraunsæi einkenndi því miður alla
þeirra afstöðu. Engu var líkara en þessir valdamenn
hafi trúað því, að Bræðralag múslíma, sem var búið
að koma sér fyrir í sjálfri forsetahöllinni í Kaíró og
það með eins lögmætum hætti og skilyrði voru til,
myndu hverfa frá nýfengnum völdum vandræða-
laust.
Áskoranir voru birtar í helstu höfuðborgum þar
sem skorað var á deiluaðila að setjast niður og finna
lausn. Bræðralag múslíma sagðist aðeins sætta sig
við eina lausn. Hún væri sú að Morsi yrði skilað aft-
Her kann á byssudót og
dreka en ræður ekki
endilega við framhaldið
Reykjavíkurbréf 16.08.13