Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Þ
að er ekkert grín að standa fyrir
framan Vinnie Jones. Augnaráðið
og líkamstjáning hans er öll
þannig að manni finnst maður
vera í návist mafíuforingja sem
er við það að fara að drepa einhvern. Enda
þegar hann kveikti sér í sígarettu, andar inn
og segir „Ok, let’s go,“ þá varð vandræðaleg
þögn. Þögn sem engan endi ætlaði að taka.
Undirritaður fraus á staðnum og kom ekki
upp einu einasta orði. Svo við byrjuðum bara
á; „How do you like Iceland?“ Maður sá að
Vinnie var ekki hrifinn en eftir stutt andvarp
fór hann allur á flug – sem betur fer.
„Þegar ég fór hingað í Vík frá Reykjavík
varð ég strax heillaður af landinu, þetta eru
ótrúleg fegurð. Þegar framleiðendurnir sögðu
mér að þetta væri þriggja klukkustunda
akstur varð ég ekki beint hrifinn því ég fór
frá Los Angeles til New York og þaðan til
Íslands til að sitja í bíl í þrjá tíma. Ég hugs-
aði margt og sagði margt sem er ábyggilega
ekki prenthæft á Íslandi en þegar bíllinn fór
af stað varð ég strax heillaður. Sat dáleiddur
í þessa þrjá tíma og horfði bara út um
gluggann.“
Jones hefur gífurlegan áhuga á laxveiði og
golfi. Ætlar að nýta frídagana sína um
helgina í veiði og þá hefur hann spilað golf-
völlinn í Vík í Mýrdal. Skammt frá þar sem
kvikmyndin sem hann leikur í er tekin upp.
Hann segist vera með 10 í forgjöf. Engin
ástæða er til að rengja það.
Starfsliðið alltaf áhugasamt
um hvað ég hef fram að færa
Kvikmyndin sem um ræðir, Calculator, er
rússnesk framtíðarmynd og leika Evgeniy
Mironov og Anya Chipovskaya á móti honum
í myndinni sem telst frekar lítil í sniðum mið-
að við Hollywood. Mironov þessi er frægur í
Rússlandi og hann er kallaður Tom Cruise
þeirra Rússa.
„Hann er frábær og mjög góður leikari.
Það eru tvær hliðar á þessari mynd, hann
hefur sína hlið og ég hef mína. Við mætumst
svo og saga okkar tengist.
Ég byrjaði í litlu óháðu kvikmyndunum.
Ég er þolinmóður og ég skil að það þurfi að
breyta og laga og aðlagast í hverri senu.
Leikstjórinn og starfsliðið er að læra og ger-
ir það af mér. Ég hef unnið í Ungverjalandi,
Rússlandi og Kasakstan og starfsliðið er allt-
af áhugasamt um hvað ég hef fram að færa.“
Jones hefur leikið í fjölda mynda, hann
birtist heiminum fyrst á hvíta tjaldinu í mynd
Guy Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking
Barrels, og fylgdu fjölmargar gæðamyndir í
kjölfarið þar sem hann leikur yfirleitt sama
karakterinn. Harðhaus sem er með mottóið,
kýla berja, slá og farðu svo frá. Snatch, Gone
in 60 Seconds, Mean Machine, X-Men: The
Last Stand og Swordfish gerðu Vinnie Jones
svo að stórstjörnu í Hollywood. Hann segir
að allt hreyfist hraðar í litlu óháðu mynd-
unum á meðan allt gerist á hraða snigilsins í
stóru Hollywood-myndunum. „Leikaraliðið er
alltaf mun minna þannig að fólki er ekki
sama um útkomuna.
Þegar ég gerði X-men sat ég stundum í
hjólhýsinu mínu í marga klukkutíma án þess
að gera neitt. Samt var ég búinn í förðun,
búinn að fara í búninginn og sat svo bara í
hjólhýsinu og beið. Stundum liðu dagarnir
þannig. Maður verður pínu týndur í þessum
myndum. Nema þú sért við toppinn eða aðal-
leikarinn. Annars er maður bara eitthvert
númer. Maður fær sínar senur og reynir
bara að stela þeim ef maður getur. Reynir að
láta taka eftir sér. En yfirleitt snýst þetta
allt um stóru strákana og stelpurnar.
Þegar ég gerði Swordfish þá tók ekki lang-
an tíma að fatta að það snérist allt um Halle
Berry, John Travolta og Hugh Jackman.
Restin var bara partur af liðinu. Ég nýt þess
meira að gera svona myndir eins og ég er að
gera núna frekar en eitthvað risaverkefni frá
Hollywood. Óháð kvikmyndagerð er eins og
Wimbeldon, Hollywood er eins og Manchest-
er United. Maður getur orðið týndur. Maður
verður persónulegri við starfsliðið, þekkir alla
í kringum myndina og þetta verður eins og
liðsheild.“
12 rauð spjöld á ferlinum
Margir kannast við Vinnie Jones sem harð-
jaxl úr fótboltanum. Hann var samt ekki
bara harðjaxl. Hann var eiginlega bara gróf-
ur og nánast hættulegur öðrum leikmönnum.
Hann var rekinn út af í ensku deildinni 12
sinnum en átti trúlega að fá fleiri rauð á sín-
um ferli. Einu sinni fékk hann gult spjald eft-
ir þrjár sekúndur. „Ég hef trúlega verið eitt-
hvað yfirspenntur því varla var ég of seinn.
Það voru bara þrjár sekúndur liðnar.“
Vinnie Jones lék lengst af með Wimbeldon
á sínum ferli. Stoppaði stutt hjá Leeds,
Chelsea, Sheffield United og QPR. Hann var
hluti af hinu fræga gengi, „The Crazy gang,“
sem saman stóð af Dennis Wise, John Fas-
hanu, Vinnie og Lawrie Sanchez. Þeir spiluðu
svokallaða leið eitt upp völlinn og báru ekki
virðingu fyrir neinum.
Jones var alltaf harðjaxlinn inni á vellinum
og hikaði aldrei þegar þurfti að fara í tækl-
ingu. Hann varð fyrst frægur fyrir ljósmynd
sem birtist af honum þegar hann greip um
hið allra heilagasta á Paul Gascoigne sem þá
lék með Newcastle. Þar virtist hann kreista
af öllum lífs og sálar kröftum þannig Gasco-
igne engdist um.
Flestir muna eftir honum sem harðjaxli úr
boltanum en því ber að halda til haga að
Wimbeldon með Vinnie Jones innan borðs
vann FA-bikarinn eftir frækinn sigur á Liv-
erpool. Er það eini titill Vinnie Jones á ferl-
inum.
Nútímafótboltamenn
eru rokkstjörnur
Fótboltamenn nútímans eru langt frá Vinnie
Jones. Nú til dags þykir flott að fiska og
þykjast vera meiddur. Hann er ekki alveg
tilbúinn að segja sína skoðun á nútímafót-
boltamanninum sem greiðir sér, er með tattú
og band í hárinu og spilar í bleikum, bláum
eða grænum skóm. Slíkt gæti komið honum í
vandræði og því nennir hann ekki. En hann
fékkst þó til að segja smá. „Það var ekki jafn
mikið fylgst með leikmönnum í gamla daga.
Núna eru leikmenn nánast eins og rokk-
stjörnur – þeir eru ekki fótboltamenn. Þeir
geta ekki fært sig eitt um eitt skref þá er
kominn ljósmyndari eða blaðamaður í andlitið
á þeim. En skipulagið í kringum liðin er
betra en það var og þetta er orðið miklu fag-
legra sem er betra. Þetta var allt að koma
þegar ég hætti í kringum aldamótin. Erlendu
leikmennirnir voru að koma inn hjá Chelsea
og ég held að dagarnir þar sem menn spiluðu
leik og fóru svo út í góðan drykk um kvöldið
séu liðnir.“
Fótboltafréttir í sumar hafa verið litaðar af
þremur mönnum. Luis Suarez, Gareth Bale
og Wayne Rooney. Allir vilja eða vildu kom-
ast burt frá sínum félögum en Vinnie segir
að grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin.
„Ég var í Ástralíu um daginn og sá leik Liv-
erpool við Melborne. Ég er andlit Warrior
sem sér Liverpool fyrir búningum. Suarez
kom inn á og ég sá að hausinn var ekki rétt
skrúfaður á. Hann var langt frá því þar sem
hann vildi vera.
Rooney virðist vera að upplifa það sama.
Ég sá í fréttum um daginn að Moyes sagði
að hann væri ekki til sölu. Ég hef gengið í
gegnum þetta sem fótboltamaður. Ég var þá
hjá Wimbeldon og hafði spilað vel. Birm-
ingham vildi kaupa mig og allt svona tal,
þetta ruglar mann í ríminu. Það gerir það.
Ég vildi fara, fleiri áhorfendur, meiri pen-
ingur og ég endaði eins og þeir. Að æfa einn,
lenti upp á kant við stjórann og í rúmar sex
vikur var hausinn ekki í lagi. En svo sá ég
þetta var ekki til neins, náði fókus sturtaði
Hollywood er eins
og Manchester
United
EINN HELSTI FAUTI ENSKU KNATTSPYRNUNNAR, HARÐHAUSINN VINNIE JONES, HORFIR NÚ
MEIRA Á GOLF EN FÓTBOLTA. HANN VILL FREKAR LEIKA Í LITLUM, ÓHÁÐUM MYNDUM SEM
MINNA HANN Á GAMLA LIÐIÐ HANS, WIMBLEDON, EN STÓRUM HOLLYWOOD-MYNDUM
SEM HANN LÍKIR VIÐ STÓRLIÐIÐ MANCHESTER UNITED.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Vinnie skartaði þessum forláta Íslandsgrifflum á settinu.
Viðtal