Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 15
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
eins og verið sé að gera lítið úr
vandanum eða normalisera hann.“
Tinna bætir við að því miður sé
það líka oft algengt að fólk í kring-
um þann sem glímir við ófrjósemi
veigri sér við að tala um þessi mál,
jafnvel þótt það viti að viðkomandi
eigi í erfiðleikum. Og það geti
komið út eins og afskipta- eða
áhugaleysi.
„Fólk veit oft ekki hvernig það á
að vera, hvað það á að segja. Það
vantar að opna umræðuna og það á
líka við um ýmsa aðra sjúkdóma.
Fræðsla er gífurlega mikilvæg
hvað ófrjósemi varðar. Reynsla
mín er reynsla svo margra. Við
verðum að vita í hvernig samfélagi
við búum og að ófrjósemi eykst
með ári hverju, alls staðar í heim-
inum.“
Tinna bætir við að í ljósi þess að
ein af orsökum ófrjósemi sé talin
vera líferni okkar í dag sé nauð-
synlegt að staldra við og gera sér
grein fyrir hvert heimurinn stefni.
„Öll gerviefnin sem við erum í
snertingu við á hverjum degi án
þess að veita því athygli, bæði í
mat og snyrtivörum, allar unnu
kjötvörurnar, allar rafsegulbylgj-
urnar, álagið og streitan sem auk-
inn hraði og auknar kröfur til okk-
ar sjálfra valda. Fæðubótarefnin og
skyndilausnirnar sem eiga að gera
okkur mjó eða stælt á nokkrum
dögum. Allir þessir þættir eru hluti
af lífi nútímamannsins í dag og er
ekki góð þróun. En þetta er veru-
leikinn sem blasir við.“
Hafði fólk í kringum Tinnu glímt
við ófrjósemi? „Ég vissi ekki um
neinn áður en ég fór að glíma við
þetta sjálf. Það breyttist hins veg-
ar þegar ég sagði frá okkar stöðu.
Það voru aðrir í kringum mig sem
höfðu verið eða voru að kljást við
það sama. Það eru svo margir
þarna úti sem eiga í erfiðleikum en
vilja ekki að tjá sig um það. Ég
segi mína sögu því þessi vandi þarf
ekki að vera feimnismál. Með því
að opna okkur með þessa hluti er-
um við að hjálpa umræðunni upp á
yfirborðið. Að einangra sig alveg
gerir hlutina bara helmingi erf-
iðari. Við þurfum öll á öðrum að
halda. Sjálf fann ég hvað mér leið
miklu betur þegar ég ákvað að
segja fjölskyldu og vinum frá
þessu. Það létti á andrúmsloftinu
og svaraði ýmsum spurningum og
vangaveltum sem ég vissi að lágu í
loftinu oft og tíðum.“
Voru lengi að
meðtaka „já“
Hér á landi hætti ríkið nýlega að
niðurgreiða fyrstu glasa- og smá-
sjárfrjóvgunarmeðferðir hjá Art
Medica. Það sama gildir um ferða-
kostnað fyrir þau pör sem búa úti
á landi svo það er langt frá því að
allir, sem dreymir um að eignast
fjölskyldu, geti látið drauminn ræt-
ast.
„Margir hafa minna á milli hand-
anna í dag og því hafa mun færri
tök á að leita sér aðstoðar í dag.
Aðstæður fólks bjóða ekki upp á
það að fólk geti reitt fram mörg
hundruð þúsund krónur sem fyrsta
meðferð kostar með lyfjum. Næstu
þrjár eru sem betur fer ennþá nið-
urgreiddar en margir ráða ekki við
þá fyrstu sem er dýrust og því hef-
ur eftirspurn minnkað á meðan
þörfin eykst. Miðað við annars
staðar á Norðurlöndum er Ísland
aftarlega hvað varðar greiðsluþátt-
töku ríkisins. En það má benda á
að fyrir utan þá hamingju sem það
veitir fólki að eignast börn, sem
aldrei verður metin til fjár, er
greiðsluþátttaka ríkisins í tækni-
frjóvgunum ekki bara kostnaður.
Börn eru fjárfesting til framtíðar
og skila sínu til baka til samfélags-
ins. Ég skora á sitjandi velferð-
arráðherra að sýna fólki sem þarf
á hjálp að halda til að geta orðið
foreldrar þá samstöðu og skilning
að beita sér fyrir því að aftur verði
farið að niðurgreiða fyrstu tækni-
frjóvgunarmeðferðina. Sá óverulegi
kostnaður mun skila sér þúsundfalt
til baka.“
Sögur af fólki sem hafði reynt að
eignast börn í mörg ár og tekist
það á endanum urðu Tinnu hald-
reipi og hún nærðist á þeim.
„Slíkar frásagnir gáfu mér von.
Vonin er það mikilvægasta af öllu í
svona ferli. Að geta haldið í hana
veitir manni þann kraft sem til
þarf til að gefast ekki upp. Ef hún
deyr þá verður þetta óbærilegt. Og
þá er svo gott að vera tvær mann-
eskjur að takast á við þetta saman.
Því þegar annar aðilinn missir von-
ina þá er hinn til staðar til að end-
urvekja hana.“
Loks kom að því að óléttuprufan
gaf jákvætt svar, og þrátt fyrir
staðfestingu frá Art Medica um að
þungun hefði tekist prófuðu Tinna
og Dói margar óléttuprufur til við-
bótar. „Við vorum svo lengi að
meðtaka þetta eftir öll „nei-in“,“
segir Tinna og hlær. „Það var
reyndar eitthvað sérstakt við dag-
inn sem við fórum til að setja upp
fósturvísana okkar tvo sem seinna
urðu að dásamlegu tvíburadrengj-
unum okkar. Ég var í sérstaklega
góðu skapi og sló meira að segja á
létta strengi með lækninum. Náði
ef til vill að slappa af. Kannski
hjálpaði það til. Ég veit það ekki
og mun aldrei vita það. Ég gæfi
hins vegar mikið fyrir að fá að vita
það. Hvað hafi orðið til þess að
þetta tókst loksins. Sem betur fer
upplifði ég ekki hræðslu á með-
göngunni. Ég hugsaði með mér að
ég hlyti að vera búin að fá minn
skammt af erfiðleikum í bili. Héðan
í frá yrði þetta allt í lagi. Ég leyfði
mér ekki að vera hrædd, ég var
búin að fá mig fullsadda af ótta og
kvíða. Og þorði að leyfa mér að
njóta.“
Allt í fleirtölu
Er ekki stóreflis vinna að vera tví-
buramóðir? „Það er alltaf mikil
vinna að eiga barn eða börn.
Hversu mikil hún er fer ekki bara
eftir fjölda heldur líka barninu eða
börnunum sjálfum. Hvort þau eru
hraust, vær, sofa vel og þess hátt-
ar. Tvíburadrengirnir okkar eru
ósköp rólegir og meðfærilegir. Það
léttir á álaginu sem er vissulega til
staðar þegar það þarf að gera og
vera tvennt af öllu. Svo þykir okk-
ur það mikil forréttindi að eiga tví-
bura. Það er svo dásamlegt að
fylgjast með þeirra samskiptum og
þroska, hvernig það er að hafa allt-
af einhvern þér við hlið, fæddan
sama dag og þú. Við fáum að upp-
lifa ekki bara fyrsta brosið heldur
fyrstu brosin. Þegar ég gaf þeim
brjóst báðum í einu var undursam-
legt að horfa ekki bara á tvö held-
ur á fjögur lítil augu stara á mann,
einbeitt við drykkjuna. Það var
magnað að upplifa.“
Það leynir sér ekki að Tinna er
þakklát fyrir drengina sína og hún
viðurkennir að hún þakki fyrir þá á
hverjum degi og finnist jafnvel lífið
hafa byrjað fyrir alvöru þegar þeir
komu í heiminn. Þar sem foreldrar
tvíburadrengjanna eru bæði sjálf-
stætt starfandi leikarar gengur
ágætlega að samræma foreldra-
hlutverkið við starfið.
„Ég hef verið meira heima en í
haust byrja þeir í leikskóla þannig
að það verður svolítil breyting á
manns eigin högum. Ég er leik-
aramenntuð og með MBA-gráðu
frá Háskólanum í Reykjavík. Það
er svo margt sem mig langar að
prófa núna og ég er tilbúin sem
aldrei fyrr til að takast á við ný
verkefni.“
Tinna ætlar að hlaupa 10 km í
Reykjavíkurmaraþoninu næstu
helgi fyrir Tilveru, hagsmuna-
samtök þeirra sem stríða við ófrjó-
semi og áheitin eru byrjuð að ber-
ast inn á vefsíðunni
hlaupastyrkur.is.
„Mér finnst mikilvægt að geta
vakið athygli á þessu málefni. Lífið
er oft erfitt, það er bara þannig, og
öll þurfum við að takast á við eitt-
hvað. Við þurfum að hætta að vera
hrædd við að vera öðruvísi en aðr-
ir, finnast við ekki eins fær og aðr-
ir eða ekki eins lánsöm og aðrir. Í
dag lít ég svo á að þessi reynsla
hafi gert mig að örlítið betri mann-
eskju. Hún setti marga hluti í sam-
hengi, kenndi mér margt um sjálfa
mig, færði mig nær ástinni minni
og kannski fyrst og fremst kenndi
mér að meta lífið og gjafir þess
sem aldrei fyrr. Það er ekkert í líf-
inu sem maður getur gengið að
vísu. Þegar maður raunverulega
stendur frammi fyrir því að það
sem flestir líta á sem sjálfgefið er
orðið þinn langstærsti draumur og
dýpsta þrá þá ferðu að hugsa hlut-
ina upp á nýtt.“
julia@mbl.is
Tvíburabræðurnir Jökull Þór og Starkaður Máni Sveinssynir komu í heiminn á síðasta ári og eru miklir félagar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg