Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 20
*Heilsa og hreyfingPrófessor útskýrir lágkolvetnamataræði sem hefur verið mikið á vörum fólks undanfarið »23
F
rænka mín hjá samtökunum setti sig í samband við
mig og bað mig um að hlaupa fyrir þau. Ég hafði
satt best að segja ekki hugmynd um hvaða sjúkdóm-
ur þetta væri og fyrir vikið leist mér vel á þetta. Ég
taldi þá brýnt að vekja athygli á þessu enda virðist þetta
vera nokkuð algengur og leiðinlegur sjúkdómur,“ segir
hlauparinn Kári Steinn Karlsson, sem skráður er til leiks í
hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst nk. Kári
hyggst hlaupa fyrir Samtök um endómetríósu. Sjúkdóm-
urinn endómetríósa, eða legslímuflakk, er krónískur, sárs-
aukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr
innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og
valda þar bólgum og blöðrumyndun. Hlauparinn telur mik-
ilvægt að vekja vitund fólks um sjúkdóminn, einkum karl-
manna. „Mér fannst sem sagt vitundarvakningin ekki síður
mikilvæg en það að safna nokkrum þúsundköllum fyrir sam-
tökin.“
Ákjósanlegast væri að geta hlaupið fyrir alla
Kári Steinn tók fyrst þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þegar
hann hljóp 10 km níu ára gamall og hefur alltaf tekið þátt
þegar honum hefur gefist kostur á. Í seinni tíð hefur hann
alltaf hlaupið fyrir hjálparsamtök. „Það hefur alltaf einhver
sett sig í samband við mig sem mér þykir auðvitað vænt
um. Í ár höfðu fimm eða sex samtök samband við mig og
þá hef ég bara haft það að reglu að fallast á fyrstu bónina.
Ég er stoltur af því að hlaupa fyrir þessi samtök þótt auð-
vitað væri ákjósanlegast að geta hlaupið fyrir öll þessi verð-
ugu málefni,“ segir Kári.
Í fyrra var Kári á hliðarlínunni þegar á hlaupinu stóð,
enda höfðu þá aðeins liðið sex dagar frá þátttöku hans í
maraþoninu á Ólympíuleikunum í London. Kári segist
spenntur fyrir því að hlaupa á götum Reykjavíkur á ný.
„Ég hlakka til enda er þetta skemmtilegasta götuhlaup árs-
ins að mínu mati. Það er svo mikil stemning í kringum
þetta. Þarna hlaupa einhvern veginn allir, maður hittir fólk
sem maður þekkir sem hleypur ekki að jafnaði.“
Eftir tíðindamikið ár í fyrra hefur Kári látið ögn minna
að sér kveða í ár, einkum í sumar, en hann segir það vera
af ásettu ráði gert. „Ég hef verið að glíma við smávægileg
meiðsli og var orðinn þreyttur í hausnum svo ég ákvað að
hlaupa aðeins minna en æfi samt mikið. Ég syndi, hjóla og
fer í jóga. Þegar það fór að líða á sumarið fór ég að finna
fyrir þreytu og þá ákvað ég að vera skynsamur til að lenda
ekki í frekari meiðslum og ekki síður til fá hungrið aftur.“
Morgunblaðið/Golli
HLEYPUR FYRIR SAMTÖK UM ENDÓMETRÍÓSU
Vitundarvakningin ekki síður
mikilvæg en þúsundkallar
ÓLYMPÍUFARINN OG MARGFALDI ÍSLANDSMEISTARINN KÁRI STEINN KARLSSON HYGGST HLAUPA HÁLFMARAÞON Í REYKJAVÍKURMARAÞONINU HINN
24. ÁGÚST NÆSTKOMANDI FYRIR SAMTÖK UM ENDÓMETRÍÓSU. HANN SEGIST STOLTUR AF ÞVÍ AÐ HLAUPA FYRIR VERÐUG MÁLEFNI Á ÁRI HVERJU.
Einar Lövdahl elg@mbl.is
Kári Steinn hefur hlaupið lítið
í sumar til að fyrirbyggja
meiðsli og fá hungrið fyrir
hlaupum aftur. Hann segist þó
í góðu líkamlegu standi.