Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingPrófessor útskýrir lágkolvetnamataræði sem hefur verið mikið á vörum fólks undanfarið »23 F rænka mín hjá samtökunum setti sig í samband við mig og bað mig um að hlaupa fyrir þau. Ég hafði satt best að segja ekki hugmynd um hvaða sjúkdóm- ur þetta væri og fyrir vikið leist mér vel á þetta. Ég taldi þá brýnt að vekja athygli á þessu enda virðist þetta vera nokkuð algengur og leiðinlegur sjúkdómur,“ segir hlauparinn Kári Steinn Karlsson, sem skráður er til leiks í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst nk. Kári hyggst hlaupa fyrir Samtök um endómetríósu. Sjúkdóm- urinn endómetríósa, eða legslímuflakk, er krónískur, sárs- aukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Hlauparinn telur mik- ilvægt að vekja vitund fólks um sjúkdóminn, einkum karl- manna. „Mér fannst sem sagt vitundarvakningin ekki síður mikilvæg en það að safna nokkrum þúsundköllum fyrir sam- tökin.“ Ákjósanlegast væri að geta hlaupið fyrir alla Kári Steinn tók fyrst þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann hljóp 10 km níu ára gamall og hefur alltaf tekið þátt þegar honum hefur gefist kostur á. Í seinni tíð hefur hann alltaf hlaupið fyrir hjálparsamtök. „Það hefur alltaf einhver sett sig í samband við mig sem mér þykir auðvitað vænt um. Í ár höfðu fimm eða sex samtök samband við mig og þá hef ég bara haft það að reglu að fallast á fyrstu bónina. Ég er stoltur af því að hlaupa fyrir þessi samtök þótt auð- vitað væri ákjósanlegast að geta hlaupið fyrir öll þessi verð- ugu málefni,“ segir Kári. Í fyrra var Kári á hliðarlínunni þegar á hlaupinu stóð, enda höfðu þá aðeins liðið sex dagar frá þátttöku hans í maraþoninu á Ólympíuleikunum í London. Kári segist spenntur fyrir því að hlaupa á götum Reykjavíkur á ný. „Ég hlakka til enda er þetta skemmtilegasta götuhlaup árs- ins að mínu mati. Það er svo mikil stemning í kringum þetta. Þarna hlaupa einhvern veginn allir, maður hittir fólk sem maður þekkir sem hleypur ekki að jafnaði.“ Eftir tíðindamikið ár í fyrra hefur Kári látið ögn minna að sér kveða í ár, einkum í sumar, en hann segir það vera af ásettu ráði gert. „Ég hef verið að glíma við smávægileg meiðsli og var orðinn þreyttur í hausnum svo ég ákvað að hlaupa aðeins minna en æfi samt mikið. Ég syndi, hjóla og fer í jóga. Þegar það fór að líða á sumarið fór ég að finna fyrir þreytu og þá ákvað ég að vera skynsamur til að lenda ekki í frekari meiðslum og ekki síður til fá hungrið aftur.“ Morgunblaðið/Golli HLEYPUR FYRIR SAMTÖK UM ENDÓMETRÍÓSU Vitundarvakningin ekki síður mikilvæg en þúsundkallar ÓLYMPÍUFARINN OG MARGFALDI ÍSLANDSMEISTARINN KÁRI STEINN KARLSSON HYGGST HLAUPA HÁLFMARAÞON Í REYKJAVÍKURMARAÞONINU HINN 24. ÁGÚST NÆSTKOMANDI FYRIR SAMTÖK UM ENDÓMETRÍÓSU. HANN SEGIST STOLTUR AF ÞVÍ AÐ HLAUPA FYRIR VERÐUG MÁLEFNI Á ÁRI HVERJU. Einar Lövdahl elg@mbl.is Kári Steinn hefur hlaupið lítið í sumar til að fyrirbyggja meiðsli og fá hungrið fyrir hlaupum aftur. Hann segist þó í góðu líkamlegu standi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.