Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 47
þessu niður í klósettið og náði áttum.
Steven Gerrard hjá Liverpool daðraði við
Chelsea þrátt fyrir að vera fæddur og uppal-
inn hjá Liverpool. Svo er það bara þannig að
grasið er ekki grænna hinum megin og menn
gera sér grein fyrir því á endanum.
Ég finn til með Liverpool að vissu leyti
með þetta Suarez-mál því stjórinn er frábær
maður og hefur hag liðsins að leiðarljósi. Það
er í raun skömm að þetta hafi gerst en ef
þetta væri ég myndi ég selja og fá ný andlit
inn.
Stuðningsmenn Liverpool hafa alltaf stutt
Suarez, við eigum eftir að sjá hvernig stuðn-
ingsmenn Manchester United bregðast við
Wayne Rooney. Hann hefur ekkert spilað
fyrir framan áhorfendur síðan þetta byrjaði
allt saman. Þetta er ekki gott fyrir neinn.
Klúbbinn, félagið, aðdáendur eða liðsfélagana.
Ég myndi segja: Ef þú vilt fara þá drullaðu
þér í burtu,“ segir hann og horfir beint á
blaðamann svo tíminn virðist standa í stað.
Mest langaði mig að standa upp og drulla
mér í burtu.
Horfir frekar á golf en fótbolta
Viðtalið er tekið í húsbíl sem Jones hefur að-
gang að á meðan dvöl hans hér á landi stend-
ur yfir. Tom Cruise, Russel Crowe og Sean
Penn hafa allir notað hann og setið þar sem
blaðamaður situr – eða svo segir Jones.
Ákveðinn sæluhrollur fer um blaðamann við
að heyra það. Hann er með stórt sjónvarp
þar sem hann nær öllum íslensku stöðvunum.
Aðspurður hvort hann hafi ekki horft á ís-
lenska boltann sem var kvöldið áður en við-
talið fór fram er svarið einfalt. „Nei. Ég vinn
til 23 á kvöldin. Þegar maður er búinn fer
maður bara í sturtu – hringir heim og er bú-
inn á því. Í Los Angeles þar sem ég bý horfi
ég ekki mikið á fótbolta. Ég er búinn að gera
þetta allt og nenni ekki mikið að vera horfa á
leiki. Ef Chelsea er að spila við Man Utd og
leikurinn er sýndur á sama tíma og eitthvert
golfmót er á hliðarrás, þá horfi ég á golf-
mótið.
Þegar ég spilaði var ég ástríðufullur leik-
maður. Ég elskaði leikinn og allt í kringum
hann. Núna er ég meira eins og … Æi, ég er
búinn með þetta, höldum áfram með lífið.
Þegar maður er á kafi í leiknum finnst manni
ekkert annað vera til í heiminum en fótbol-
ti.En þegar maður stígur út úr þessum heimi
þá opnast margar dyr. Dyr lífsins og ég opn-
aði þær upp á gátt. Á bak við þær fann ég
golf, laxveiði, kvikmyndir og fjölskylduna,“
segir Jones.
Alltaf haft áhuga á að
koma til Íslands
Jones er búinn að leigja á hér á landi þar
sem hann og nokkrir æskufélagar hans ætla
að veiða yfir helgina og njóta lífsins. „Vinur
minn á fimmtugsafmæli á laugardag og ég
flýg með hann hingað og við ætlum að fara
að veiða saman. Við erum búnir að þekkjast
síðan ég var fimm ára. Leigjum á sem Eric
Clapton og Susan Sarandon hafa verið í und-
anfarið. Held meira að segja að við tökum við
af Susan. Þegar ég fer á staði til að taka upp
myndir hef ég alltaf skoðað og leitað uppi
laxveiðiá og golfvelli.
Þessi mynd kemur í veg fyrir að ég spili
golf,“ segir hann og hlær. Það er víst betra
að hlæja með.
Hann hefur þegar spilað völlinn í Vík sem
hann segir að sé upp á 10. „Glæsilegur völl-
ur, lítill strandarvöllur. Fegurðin við að búa í
Los Angeles er að ég get spilað golf alla
daga. Maður fiskar reyndar lítið þar í borg,
þá þarftu að ferðast töluvert. En borgin er
golfparadís.
Ég hef alltaf haft áhuga að koma til Ís-
lands og veiða. Vinir mínir hafa verið að
veiða hérna og alltaf hvatt mig að koma. Ég
sagði fyrir tíu árum að ég myndi trúlega
enda hérna að leika í einhverri mynd og
hérna erum við. Ég fæ þrjá daga í frí og við
veiðum alla helgina en síðan vinn ég í fjóra
daga við að klára myndina og er þá búinn.
Farinn heim.“
Næsta verkefni með
Stallone og Schwarzenegger
Vinnie getur ekki stoppað lengi heima hjá
sér því hann þarf að klára mynd með Sylves-
ter Stallone og Arnold Schwarzenegger, Es-
cape Plan. Þá er hann að fara til Madrídar
að kynna nýja þætti sem hann gerði í Rúss-
landi um erfiðustu störf þess lands. Hann
segir að sér líði stundum eins og sígauna.
„Þættirnir verða sýndir á Discovery. Hafa
verið seldir til 172 landa.
Leikarastarfið er ekki beint fjölskyldu-
vænt, ég meina, ég er hér í þrjár vikur, þetta
eru bara símtöl fram og til baka. Manni líður
eins og ferðalang allan tímann. Pínu eins og
sígauni. Maður býr hálfpartinn í ferðatösku.
Ferðast á milli hótela. Þetta er ekki alveg
eins mikill glamúr og einhverjir halda.
Ég hef verið að heiman í tvær til þrjár
vikur, komið heim, sturtað úr töskunum, sett
nýtt hreint í og haldið út aftur.“ Hann hefur
búið í Los Angeles með konu sinni og tveim-
ur börnum síðastliðinn áratug, í næsta húsi
við við Quinten Tarantino. „Við höfum ekki
enn rifist,“ segir hann um samskipti sín við
leikstjórann.
Jones leikur bara í hasarmyndum. Þannig
er hann bara. Ekkert væl eða þras, múður og
mas. Aðspurður hvort hann þurfi nokkuð að
leika, hvort hann sé ekki bara að leika sjálfan
sig segir hann eftir smá umhugsun. „Ég
gerði einu sinni fótboltamynd. En þetta eru
allt öðruvísi myndir sem ég kann vel við.
Sum hlutverk meira en önnur eins og geng-
ur. Sum hlutverk eru skemmtileg, sum eru
leiðinleg.
Ég kann að meta þegar maður lifir sig inn
í hlutverkið og fær að taka þátt í hasarnum
eða að fara með góðar línur. Stundum rúllar
þetta bara og ekkert gerist, maður man varla
eftir myndinni.
En það er ekki eins og ég sé að gera
Shakespeare,“ segir hann alvarlegur en und-
irrituðum verður á að hlaða í góðan og há-
væran hlátur. Augnaráðið bendir til þess að
viðtalinu sé þar með lokið. Við kveðjumst
með föstu handabandi.
Vinnie Jones lét bíða eftir sér í
þrjá og hálfan tíma fyrir mynda-
tökuna. Gaf ljósmyndarnum svo
35 sekúndur til að smella af.
Morgunblaðið/Eggert
* „Þegar maður er ákafi í leiknum finnstmanni ekkert annað vera
til í heiminum en fótbolti.
En þegar maður stígur út
úr þessum heimi þá opn-
ast margar dyr.“
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47