Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 24
*Heimili og hönnunHjón í Hlíðunum ætluðu að endurnýja baðkarið en enduðu með að taka alla íbúðina í gegn »26 Mig langar í ... ... Í garðinn Mig langar í stórt tré og rólu eða jafnvel hengistólinn hennar Nönnu Ditzel. Hann er örugglega jafn þægilegur og hann er fallegur. ... Í stofuna Flaglinestolen eftir Wegner er draumamublan mín! Ég geri mér ekki miklar vonir um að eignast hann en í villtum draumi sit ég í honum og spekúlera. Óska hér með eftir slíkum stól ef ein- hver vill nauðsynlega losna við hann. ... Í barnaherbergið Mig langar í leikfimirimla inn til sonarins. Ég held að hann og vinir hans hefðu gaman af þeim og svo ímynda ég mér að hinir í fjölskyldunni tækju þar léttar og skemmtilegar leikfimiæfingar af og til. ... Í útópískri veröld Heimsfriður og harmonía fyrir alla - eða hús eftir Sigvalda. ... Á baðherbergið Þar vantar mig þang í gluggann eða Algue, hönnun Bouroullec-bræðranna frá 2004. Mér finnst þetta alltaf jafn fallegt og hef átt svona lengi, mig langar bara í meira og meira. ... Í eldhúsið Nú er kominn tími á nýja eldhús- innréttingu. Bráðabirgðabúggíið þar er alveg að gera okkur gráhærð. Vonandi vann ég í Lottóinu í gær. ÓLÖF JAKOBÍNA ERNUDÓTTIR HÖNN- UÐUR ER MIKIL SMEKKMANNESKJA. ÓLÖF ER INNANHÚSSARKITEKT AÐ MENNT OG STARFAR SEM STÍLISTI OG BLAÐAMAÐUR Á TÍMARITINU GEST- GJAFANUM OG VINNUR EINNIG AÐ ÝMSUM HÖNNUNARVERKEFNUM, MEÐAL ANNARS POSTULÍNU SEM ER SAMSTARFSVERKEFNI HENNAR OG GUÐBJARGAR KÁRADÓTTUR EN ÞÆR HLUTU HÖNNUNARSTYRK AURORU FYRR Í SUMAR. ÓLÖF HEFUR EINSTAKT AUGA FYRIR FALLEGUM MUNUM EN SUNNU- DAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS FÉKK AÐ HEYRA HVAÐ HANA LANGAR Í INN Á HEIMILIÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ... Í svefnherbergið Ég væri til í ný rúmföt, maður á aldrei nóg af fallegum rúmfötum. Ég gæti t.d. alveg hugsað mér þessi frá HAY, eins og svo margt annað frá þeim framleiðanda. ... Í forstofuna Ég var að kaupa mér fjóra Dropit snaga frá Normann Copenhagen en þeir eiga að fara upp við fyrsta tækifæri. Mér finnast þetta skemmtilegir snagar sem mætti jafnvel nota sem veggskraut – hálfgerð synd að fela þá með yfirhöfnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.