Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 9
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Borðplötur
í öllum stærðum og gerðum
• Swanstone
• Avonite
• Harðplast
• Límtré
Smíðað eftir máli
og þínum óskum
Washington Post fjallaði í vikunni um ritverk
sem gerist á Íslandi en lítið hefur farið fyrir í
umfjöllun hérlendis. Það er breskur verð-
launarithöfundur, Sarah Moss, sem skrifar
bókina, en hún kom út á síðasta ári vestanhafs.
Bókin fær prýðisdóma á vefmiðli dagblaðsins í
vikunni.
Titill verksins er Names for the Sea: Stran-
gers in Iceland og byggir Moss frásögnina á
Íslandsdvöl sinni árin 2009-2010 en þá ákvað
hún að flytja hingað til lands ásamt fjölskyld-
unni.
Gagnrýnandi Washington post segir frásögn
rithöfundarins veita góða innsýn í hvernig það
var að búa á Íslandi á þeim tíma, sem hafi
greinilega ekki verið auðvelt í ljósi efnahags-
kreppunnar. Áhugasömum er bent á að hægt
er að nálgast bókina á Amazon.com en í gær,
föstudag, voru einungis sjö eintak þar eftir í
augnablikinu. Þá má nefna að Moss hefur
einnig skrifað bækurnar Night Waking og
Cold Earth en sú síðarnefnda fjallar um dvöl
hennar á Grænlandi fyrir nokkrum árum.
Bók um
Íslandsdvöl Sjónvarpsþáttur vefsíðunnar fótbolti.net er
sendur út á föstudögum bæði á rás 17 á af-
ruglurum og á heimasíðu þeirra, fótbolti.net.
Hefur Sólmundur Hólm stýrt þættinum með
góðum gestum og er þátturinn mjög lifandi.
Sólmundur er með puttann á púlsinum á sam-
félagsmiðlinum Twitter sem segja má að sé
aukagestur í þættinum. Hlustar á og tekur
eftir hvað notendur eru að segja um þáttinn.
Eitthvað var tæknin að stríða Sólmundi og fé-
lögum í síðasta þætti því útsending á vefsíð-
unni lá niðri og náðist aðeins þátturinn á af-
ruglurum landsmanna.
Umræður þáttarins snerust um enska bolt-
ann og bikarúrslitaleikinn. Gestir að þessu
sinni voru þeir Henry Birgir Gunnarsson og
Sigurbjörn Hreiðarsson. Skyndilega öskraði
Sólmundur með sinni þrumandi röddu. „Er
ekkert hljóð á okkur á rás 17,“ þannig að
gestir þáttarins hrukku við og settu upp
undrunarsvip.
Kom í ljós að einn notandinn á Twitter
hafði kvartað undan hljóðleysi og tók Sól-
mundur athugasemdina alvarlega með til-
heyrandi látum. Hann hljóp víst aðeins á sig
því notandinn áttaði sig síðar á að það var
ekkert að hljóðinu í útsendingunni, viðkom-
andi hafði bara verið með sjónvarpið sitt án
hljóðs.
Hljóð á rás 17
Sólmundur Hólm lét í sér heyra í beinni útsend-
ingu á fótbolti.net.
Morgunblaðið/Ómar
Komandi sunnudag verðurstofnfundur ungmenna-félags Pírata haldinn í
Stúdentakjallaranum. Stefán Vign-
ir Skarphéðinsson situr í und-
irbúningshóp að stofnun félagsins.
„Meðalaldur flokksins er um 34
ár og því gætu tæp 69% flokks-
ins einnig setið í unghreyfingu,
sem er kannski ekki gáfulegt. Við
ákváðum að setja mörkin við 30
ár, sem lækkar mögulegan fjölda
niður í 42%,“ segir Stefán. „Með
því að lækka meðalaldurinn sem
hefur verið kallað eftir, erum við
að setja ákveðið fordæmi.“
Píratar eru upprunalega frá
Svíþjóð en fyrr í mánuðinum fóru
fjórir einstaklingar frá Pírötum
hér á landi á ráðstefnu þar sem
Evrópusamtök ungra Pírata voru
stofnuð, Young Pirates of Eu-
rope. Ungu Píratarnir hefðu vilj-
að taka þátt í samtökunum en
fyrst þarf að stofna formleg ung-
mennasamtök hér á landi. Píratar
virðast því vera víða.
„Píratar eru gríðarlega stórir í
Svíþjóð en hafa þó ekki komist á
þjóðþing þar ennþá, enda er tölu-
vert hærri þröskuldur þar. Hins
vegar eru þeir á ríkisþingum í
Þýskalandi og Píratar náðu inn í
öldungadeild á tékkneska þinginu.
Við erum þó einu Píratarnir sem
hafa náð inn á þjóðþing og er
því mikið litið upp til okkar.“
Starfa vel saman
Stefán segir að ávallt hafi hugs-
unin verið að Píratar myndu
festa sig í sessi sem stjórn-
málaflokkur. „Það var alltaf hugs-
unin frá því að við stofnuðum Pí-
rata á sínum tíma að þetta yrði
alvöru stjórnmálaflokkur. Það er
alveg að sýna sig og sanna
núna,“ segir hann en Píratar vilja
fara óhefðbundnar leiðir hvað
varðar uppbyggingu á stjórn-
málaflokki. „Við ætluðum aldrei
að fara þessa hefðbundnu leið að
flokksuppbyggingu með þann
flata strúktúr sem er enn til
staðar.“
Píratar voru stofnaðir á þessu
ári og er því ungur stjórn-
málaflokkur en að sögn Stefáns
gengur flokksstarfið vel. „Mjög fá
okkar hafa verið í stjórnmálum
áður en við virkum vel saman
sem heild.“
Áhersla á málefni unga
fólksins
Að sögn Stefáns mun ungmenna-
félag Pírata leggja ríka áherslu á
málefni ungs fólks. „Það sem ein-
kennir þetta félag umfram önnur
ungliðafélög er að við erum ekki
að fara að álykta um þjóðmál.
Félagið mun einblína á málefni
ungs fólks og verður áhersla lögð
á samstarf við aðrar ungliða-
hreyfingar hér á landi og erlend-
is. Reynsla þeirra sem hafa eitt-
hvað starfað í ungliðahreyfingum
og koma að þessari stofnun er sú
að litlu er komið í verk ef ávallt
er verið að álykta um þjóðmál.“
Öllum er frjálst að mæta á
stofnfundinn en aðeins meðlimir
Pírata hafa atkvæðarétt. Um er
að ræða fyrsta aðildarfélag Pírata
en fleiri koma til með að vera
stofnuð. gunnthorunn@mbl.is
UNGLIÐAHREYFING STOFNUÐ
Stefán segir að stofnun ungmennahreyfingar sér aðeins byrjunin en fleiri aðildarfélög koma til með að vera stofnuð.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Píratar
þenjast út
PÍRATAR ERU VIÐ ÞAÐ AÐ STOFNA UNGMENNAFÉLAG
SEM VERÐUR FYRSTA AÐILDARFÉLAG FLOKKSINS. TALS-
MAÐUR SEGIR ÞETTA AÐEINS BYRJUN Á FREKARI STÆKKUN
EN STEFNT ER AÐ ÞVÍ AÐ STOFNA FLEIRI FÉLÖG.