Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 64
SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2013 „Jú, það er afar gaman að heyra af þessum góðu viðtökum og ánægjulegt að þetta skuli ganga vel. Vonandi að sem flestir skili sér í bíó,“ segir Haf- steinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður en endurgerð ís- lensku kvikmyndarinnar Á annan veg eftir Hafstein var frumsýnd um helgina í bandarískum kvikmyndahúsum. Myndin, með þeim Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum, hefur fengið afbragðsdóma. Á ensku kallast hún Prince Avalanche og leikstjórinn David Gordon Green hlaut Silfurbjörninn fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Berlín Hafsteinn Gunnar segir nokkuð til í þeim orðrómi að leikararnir og leikstjórinn séu væntanlegir hingað til lands í tilefni frumsýningar henn- ar hérlendis. „Það er verið að vinna í því og ef tímaplön ganga eftir munu einhverjir þeirra vonandi koma. Það er ekki útséð með það en góður möguleiki á því.“ Frumsýningardagur liggur ekki fyrir en Hafsteinn seg- ir líklegt að það verði í október. Aðalleikararnir Emile Hirsch og Paul Rudd við for- sýningu mynd- arinnar í New York 31. júlí síðastliðinn. AFP Á ANNAN VEG Í BANDARÍSKRI ÚTFÆRSLU Endurgerðin vekur lukku Prince Avalanche eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, verður frumsýnd hérlendis í haust, mjög líklega í október. „Þeir hjálpa nú lítið til við bú- skapinn, eru óskaplega rólegir og skapgóðir með eindæmum. Ég hef aldrei kynnst svona geðgóð- um skepnum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatns- skarðshólum við Vík í Mýrdal, en hann á tvo hunda af Nýfundna- landskyni – þá einu sem vitað er um hér á landi. Þorsteinn var að leita að hundi enda segist hann ekki geta verið án hunds. „Ég var að skoða ein- hverjar hundasíður á netinu og stoppaði alltaf við þessa tegund. En það var ekkert um þessa hunda hér á landi. Svo barst mér flöskuskeyti, tveggja lítra kók- flaska sem hafði verið ár á leið- inni. Viti menn, flöskuskeytið kom frá Nýfundnalandi. Ég leit á þetta sem skilaboð til mín um að ég ætti að fá mér þessa tegund. Sem ég gerði. Borghildur kom fyrir fjórum árum en Lúkas í vor. Ég veit ekki hvort ég hefji ræktun en möguleikinn er fyrir hendi,“ segir Þorsteinn og hlær. Bæði Borghildur og Lúkas koma frá Noregi og una sínum hag mjög vel í fegurðinni í sveit- inni við Vík í Mýrdal – þrátt fyrir að hjálpa lítið til við búskapinn. GÆLUDÝR VIKUNNAR Rólegir og skapgóðir Þorsteinn ásamt Borghildi og Lúkasi á hlaðinu á Vatnsskarðshólum. Morgunblaðið/Eggert ÞRÍFARAR Uma Thurman leikkona.Sóley Kristjánsdóttir Ölgerðinni.Dóra Jóhannsdóttir leikkona. Frábær tilboð á snjalltækjum Lækkað verð á Nokia Lumia 925 og Samsung Galaxy Note 8.0. Komdu við í næstu verslun Vodafone og kynntu þér málið. vodafone.is Góð samskipti bæta lífið 3GB gagnamagn fylgir* * 3 GB gagnamagn án endurgjalds í 2 mánuði. Eftir það 3 GB á verði 1 GB í 10 mánuði. Án skuldbindingar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.