Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Matur og drykkir 1 meðalstór banani, vel þroskaður 1 dl frosið eða ferskt mangó 1/4 gúrka 2-3 stilkar af grænkáli, má líka vera væn lúka af spínati safi úr ½ stk. límóna 1-2 cm langur bútur af engifer, rifinn 1-2 dl vatn, má bæta við meira ef þarf Allt hráefnið, utan grænkálsins, er sett í blandarann og blandað vel saman. Að lokum er grænkálið sett út í drykkinn og aftur blandað vel. Næringargildi í einum drykk: 167 kcal, 3 g prótein, 37 g kolvetni, 0 g fita Brómberjadrykkur 1,5 dl létt kókosmjólk (má einnig vera rísmjólk eða létt- mjólk) 1 dl grísk jógúrt 1 dl frosin brómber 1/2 banani, vel þroskaður og gott að hafa hann frosinn 1 tsk. akasíuhunang nokkur blöð af myntu Kjókosmjólkin sett í blandarann ásamt myntu, hrært vel og smakk- að til. Meiri myntu bætt við ef þarf. Öðru hráefni bætt við og blandað vel saman. Næringargildi í einum drykk: 319 kcal, 9 g pró- tein, 29,3 g kolvetni, 18,5 g fita. Grænn heilsudrykkur með engifer og lime V eturinn 2012 var Hildur Halldórsdóttir lífeindafræðingur og Ak- ureyringur í fæðingarorlofi og ákvað þá að prófa sig áfram með blandarann og næringarrík hráefni í drykkjargerð. Í fyrstu ákvað hún að halda utan um uppskriftirnar fyrir sig persónulega á síðu á Facebook, sem vatt upp á sig og á endanum var hún komin með þúsundir fylgjenda. „Ég fékk svolítið nóg af einhæfri fæðu í fæðingarorlofinu, maður greip í brauð með osti alla daga og ákvað því að prófa mig áfram með næringarríka drykki. Þegar ég fór að leita að upplýsingum og upp- skriftum að heilsudrykkjum þótti mér bæði vanta upp á úrvalið af slík- um uppskriftum á íslensku og eins voru upplýsingar um næringargildi drykkjanna fábrotnar. Þær upplýsingar finnst mér að þurfi að fylgja því blöndurnar geta verið mjög hitaeiningaríkar og það er gott að vita hlut- föll næringarefna í því sem maður lætur ofan í sig.“ Hildur segir dætur sínar einnig afar ánægðar með framtakið og ekki sé verra ef drykkirnir séu bleikir að lit. „Ég nota ýmiss konar hráefni, oft avókadó, því það gefur drykkjunum góða áferð og inniheldur auk þess holla og góða fitu. Oftast reyni ég að blanda drykkina þannig að þeir dugi í heila máltíð en einnig er ég með talsvert af uppskriftum sem henta sem millimál.“ Á Facebook má finna síðu Hildar undir heitinu Heilsudrykkir Hildar. Auk þess sem Hildur gefur lesendum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins uppskrift að bráðhollum og bragðgóðum grænum drykk lætur hún fylgja með uppskrift að einni vinsælustu drykkjaruppskrift sinni. „Nei, ég drekk nú sjálf ekkert endilega heilsudrykk alla daga en mjög oft og er dugleg að bæta inn upp- skriftum.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hildur Halldórsdóttir blandar græna drykkinn í eldhúsinu. Bleikir drykkir af öllum gerðum eru svo í miklu eftirlæti hjá dætrum hennar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HEILSUDRYKKIR Á AKUREYRI Var orðin leið á brauðáti HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR LÍFEINDAFRÆÐINGAR VAR ORÐIN LEIÐ Á EINHÆFU MATARÆÐI Í FÆÐINGARORLOF- INU OG ÁKVAÐ ÞVÍ AÐ FARA Á STÚFANA AÐ KYNNA SÉR HEILSUDRYKKJAGERÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Gott er að setja svolítið aukalega af engiferrót. Límónu- safinn gerir drykkinn ferskan. Græni drykkurinn hentar vel sem heil máltíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.