Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Hlutirnir fara ekki alltaf eins og
við ætlum. Tinna Hrafnsdóttir
leikkona hefur brugðið sér í
mörg hlutverk en árið 2006 tók
hún ákvörðun, sem hún hélt að
væri einföld, um að takast á við
móðurhlutverkið.
Í einlægu viðtali í blaðinu í
dag lýsir hún þeim fimm árum
sem tóku við þar sem hún og
unnusti hennar reyndu að eign-
ast barn en gátu ekki sökum
ófrjósemi.
Þau voru orðin vonlítil um að
geta nokkurn tímann eignast
barn en á síðasta ári fæddi Tinna
svo tvíburadrengina Starkað
Mána og Jökul Þór sem komu í
heiminn eftir svokallaða smásjár-
frjóvgun.
Tinna ákvað að koma í viðtal og
segja frá sinni upplifun af því að
glíma við ófrjósemi því hún vill
opna umræðuna, ófrjósemi eigi
ekki að vera feimnismál. Vandann
þurfi að ræða upphátt og opin-
skátt, enda sé ófrjósemi að aukast
hér á landi og annars staðar í
heiminum.
Tinna bendir á þann mikla
kostnað sem fylgir því að reyna
að eignast börn með aðstoð tækn-
innar. Hún bendir á að margir
ráði ekki við að greiða þann
kostnað sem meðferðunum fylgi
en annars staðar á Norðurlönd-
unum sé fyrsta tæknifrjóvgunin,
sem er dýrust, niðurgreidd.
Hún skorar á velferðar-
ráðherra að beita sér fyrir sams
konar niðurgreiðslu til tilvonandi
foreldra hér á landi.
„Börn eru fjárfesting til fram-
tíðar og skila sínu til baka til sam-
félagsins,“ segir Tinna í viðtalinu.
Það er alltaf jákvætt þegar
hægt er að tala um hlutina, þótt
þeir séu ekki eins og við héldum
að þeir yrðu. Þótt þeir séu ekki
alveg nákvæmlega eins og þeir
„áttu“ að vera. Við ráðum ekki
alltaf hlutverkum okkar á sviði
lífsins.
RABBIÐ
Enga feimni
Eyrún Magnúsdóttir
Jamaíkumaðurinn Usain Bolt er ekki kallaður „Eldingin“ að ósekju. Hann hefur margsýnt fram á það að hann er fótfráasti maður í heimi, nú síðast á
heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum á dögunum. Þess utan merkir nafn hans, Bolt, elding á enskri tungu. Það að raunveruleg elding skyldi birtast á
himni laust eftir að Bolt rann sitt skeið í Moskvu er stórmerkileg tilviljun – og ekki síður að Olivier Morin ljósmyndara AFP-fréttastofunnar skyldi ná
þeim báðum á sömu mynd, það er eldingunum. Morin viðurkennir að hann hafi gælt við þennan möguleika fyrir hlaupið enda hafi himinninn yfir leikvang-
inum verið búinn að belgja sig í um tuttugu mínútur á undan. Hann trúði þó ekki sínum eigin augum þegar þetta raunverulega gerðist. „Einstakt augnablik
á 25 ára ferli,“ sagði hann, „enda þótt ég reyndi að endurtaka leikinn næstu 50 árin eru líkurnar hverfandi. Þetta var hrein heppni.“
AUGNABLIKIÐ
AFP
TVÖFÖLD ELDING
USAIN BOLT VAR EKKI FYRR KOMINN Í MARK SEM ÖRUGGUR SIGURVEGARI Í 100 METRA HLAUPI KARLA Á HEIMS-
MEISTARAMÓTINU Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM Í MOSKVU EN ELDING BIRTIST Á HIMNI. ÞAÐ ÞÓTTI VIÐ HÆFI.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? KÍTÓN, nýstofnað félag ís-
lenskra kvenna í tónlist, heldur tónleika.
Hvar? Viðeyjarstofu, Viðey.
Hvenær? Sunnudag 18. ágúst kl. 16.00.
Nánar: Miðaverð 2.700 kr. Sigling er
innifalin.
Tónhvörf í Viðey
Hvað? Tónleikar
með David Byrne og
St. Vincent.
Hvar? Háskólabíó.
Hvenær? Sunnudag
18. ágúst kl. 20.00
Nánar: Parið spilar aðeins á völdum
tónleikastöðum í Evrópu.
Eyrnakonfekt
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Tónleikar til
heiðurs Arvo Pärt.
Hvar? Hallgríms-
kirkja.
Hvenær? Sunnudag
18. ágúst kl. 20.00.
Nánar: Tónleikarnir
eru helgaðir eistneska tónskáldinu Arvo
Pärt en efnisskráin spannar stóran hluta
höfundarferils hans.
Eistneskir tónar
Hvað? Tónleikar á
Jazzhátíð Reykjavíkur,
Dave Brubeck-In Me-
moriam.
Hvar? Fríkirkjan í
Reykjavík.
Hvenær? Sunnudag
18. ágúst kl. 20.00.
Nánar: Miðar fást á midi.is og kosta
2.000.
Djass í Fríkirkjunni
Hvað? Fatamarkaður
Ungmennaráðs UN
Women.
Hvar? Kaffibarnum.
Hvenær? Laugardag-
inn 17. ágúst frá 15-18.
Nánar: Ungmennaráðið ætlar að safna
pening fyrir starfið og vekja athygli á UN
Women. Hægt er að gefa fötin sín til
ráðsins sem verður með bás á staðnum
eða borga 1000 krónur fyrir eigin bás.
Selja föt fyrir málstaðinn
Hvað? Borgunarbikarinn
Hvar? Á Laugardalsvelli
Hvenær? Laugardag 17. ágúst kl. 16.00
Nánar: Fram og Stjarnan í úrslitaleik í
bikarkeppni karla í knattspyrnu.
Úrslitaleikur
* Forsíðumyndina tók Árni Sæberg