Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 18
ÚTSALA Í BETRA BAKI!                !   "  ## " $$$%  % Ú T S A LA • ÚT SA LA •ÚTSALA • Ú T S A L A Allt að 50% afslátturLevanto hægindastólar 20% afsláttur Kr. 111.840 Fullt verð kr. 139.800 LEVANTO leður hægindastóll með skemli Fæst í svörtu, hvítu og rauðu leðri. Einnig til í mörgum litum í áklæði. Verðdæmi Svefnsófar margar gerðir 15%-35% afsláttur SENSEO svefnsófi Afsláttarverð kr. 267.800 Fullt verð kr. 412.000 Verðdæmi Dýnustærð 140x200 cm Stillanleg heilsurúm í sérflokki! 20%-45% afsláttur HOLLANDIA stillanlegt að þínum þörfum! L issabon eða Lisboa eins og Portúgalir kalla litríka höf- uðborg sína er kjörinn staður til að fara í stór- borgarfrí í eina, tvær vikur eða jafnvel mánuði. Til lengri dvalar eru ágætis nýuppgerðar íbúðir til leigu í Chiado-hverfinu. Borgin stendur afar fallega á mishæðóttu borgarstæði meðfram Tejo-ánni. Sumrin eru sólrík og gullnum bjarma stafar af borginni í kvöld- sólinni. Víða eru hentugir útsýn- isstaðir þar sem hægt að virða fyr- ir sér borgina. Í Lissabon mætast tímarnir tvennir á einkar skemmti- legan hátt. Nútíminn er í Parque das Nações Í glænýja hverfinu Parque das Nações sem reist var í tilefni heimssýningarinnar EXPO98 er fjöldi góðra hótela á skikkanlegu verði og verslunarmiðstöðin Vasco da Gama með 164 verslanir, 35 veitingastaði og 10 bíósali. Hand- an götunnar er hin fram- úrstefnulega lestar- og metróstöð Estação do Oriente, en þaðan er jafn hentugt að taka lestir út á landsbyggðina og metrólestina út um borgina. Best er að kaupa dagskort á 6.50 evrur, sem gildir í öll samgöngutæki borgarinnar. Skammt frá er Oceanário, stærsta sædýrasafn Evrópu, þar um 100 tegundir stórra sjávardýra svamla um í rúmlega 5.000 rúmmetra glertanki. Auk þess eru þar 4 minni glertankar fyrir önnur sjáv- ardýr sem þurfa kaldari eða heit- ari sjó. Ýmis önnur dýr er þar líka að finna. Einkum þótti mér skemmtilegt að sjá fjarskyldan ættingja íslensku kríunnar eða In- kakríuna „Larosterna inca“ sem heldur til í Andesfjöllum. Alls er um 450 dýrategundir að finna í Oceanário. Í Baixa eru búðirnar Að upplifa eldri hverfi Lissabon er hinsvegar eins og að skreppa í notalega ferð aftur í tímann. Hús og götumyndir eru frá fyrri öldum og út um allt skrölta krúttlegir gamlir sporvagnar. Hverfið í miðju borgarinnar heitir Baixa (frb. Baísja). Það hrundi alveg til grunna í mesta jarðskjálfta á sögulegum tíma í Evrópu árið 1755. Hverfið var endurbyggt með beinum og breiðum götum og er nú helsta verslunarhverfið. Helsta verslunargatan er Rua Augusta. Þar er mikið götulíf, ýmsir lista- menn og skólabörn skemmta veg- farendum og ekki vantar kaffi- húsin til að slaka á í hitanum. Eftir að búðir loka og myrkur skellur á eru ýmsar óþægilegar verur á sveimi og ekki rétt að dvelja lengi. Hægt að taka hina fornu lyftu Elevador Santa Justa upp í Chiado-hverfið. Lyftuna hannaði Raoul Mesnier du Ponsard sem sagt var að hefði sótt hug- myndir til hins fræga Gustave Eif- fel. Norðan við Baixa er stórtorgið Rossio með nokkrum útiveit- ingastöðum í Parísarstíl. Maður er vart sestur þegar sorglegar afleið- ingar atvinnuleysins birtast manni. Virðulegir eldri menn þenja hljóð- færi af lítilli kunnáttu í von um smáskilding í hattinn. Taldist mér meðalfjöldi betlara per kaffibolla vera þrír. Mannlífið blómstrar í Chiado Skammt norðan Rossio er enda- stöð brekkusporvagnsins Elevador da Gloria sem flutt hefur borg- arbúa upp snarbratta brekkuna frá 1885 upp í Chiado, fyrst með gufu- afli, en rafdrifinn frá 1915. Þar er útsýnisstaðurinn Miradouro de São BORGARFERÐ TIL LISSABON Tvennir tímar HÖFUÐBORG PORTÚGALS ER LITRÍK OG HEILLANDI. GAMLIR TÍMAR MÆTA NÝJUM OG GÖTULÍFIÐ BLÓMSTRAR. Texti og myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Oceanário er stærsta sædýrasafn Evrópu, þar svamla um 100 tegundir stórra sjávardýra í rúmlega 5.000 rúmmetra glertanki. Útsýnisstaðurinn Miradouro de São Pedro de Alcântara, með út- sýni yfir Baixa að kastalanum Castelo de Sao Jorge sem gnæfir yfir Alfama hverfið. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.