Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 18
ÚTSALA Í BETRA BAKI!                !   "  ## " $$$%  % Ú T S A LA • ÚT SA LA •ÚTSALA • Ú T S A L A Allt að 50% afslátturLevanto hægindastólar 20% afsláttur Kr. 111.840 Fullt verð kr. 139.800 LEVANTO leður hægindastóll með skemli Fæst í svörtu, hvítu og rauðu leðri. Einnig til í mörgum litum í áklæði. Verðdæmi Svefnsófar margar gerðir 15%-35% afsláttur SENSEO svefnsófi Afsláttarverð kr. 267.800 Fullt verð kr. 412.000 Verðdæmi Dýnustærð 140x200 cm Stillanleg heilsurúm í sérflokki! 20%-45% afsláttur HOLLANDIA stillanlegt að þínum þörfum! L issabon eða Lisboa eins og Portúgalir kalla litríka höf- uðborg sína er kjörinn staður til að fara í stór- borgarfrí í eina, tvær vikur eða jafnvel mánuði. Til lengri dvalar eru ágætis nýuppgerðar íbúðir til leigu í Chiado-hverfinu. Borgin stendur afar fallega á mishæðóttu borgarstæði meðfram Tejo-ánni. Sumrin eru sólrík og gullnum bjarma stafar af borginni í kvöld- sólinni. Víða eru hentugir útsýn- isstaðir þar sem hægt að virða fyr- ir sér borgina. Í Lissabon mætast tímarnir tvennir á einkar skemmti- legan hátt. Nútíminn er í Parque das Nações Í glænýja hverfinu Parque das Nações sem reist var í tilefni heimssýningarinnar EXPO98 er fjöldi góðra hótela á skikkanlegu verði og verslunarmiðstöðin Vasco da Gama með 164 verslanir, 35 veitingastaði og 10 bíósali. Hand- an götunnar er hin fram- úrstefnulega lestar- og metróstöð Estação do Oriente, en þaðan er jafn hentugt að taka lestir út á landsbyggðina og metrólestina út um borgina. Best er að kaupa dagskort á 6.50 evrur, sem gildir í öll samgöngutæki borgarinnar. Skammt frá er Oceanário, stærsta sædýrasafn Evrópu, þar um 100 tegundir stórra sjávardýra svamla um í rúmlega 5.000 rúmmetra glertanki. Auk þess eru þar 4 minni glertankar fyrir önnur sjáv- ardýr sem þurfa kaldari eða heit- ari sjó. Ýmis önnur dýr er þar líka að finna. Einkum þótti mér skemmtilegt að sjá fjarskyldan ættingja íslensku kríunnar eða In- kakríuna „Larosterna inca“ sem heldur til í Andesfjöllum. Alls er um 450 dýrategundir að finna í Oceanário. Í Baixa eru búðirnar Að upplifa eldri hverfi Lissabon er hinsvegar eins og að skreppa í notalega ferð aftur í tímann. Hús og götumyndir eru frá fyrri öldum og út um allt skrölta krúttlegir gamlir sporvagnar. Hverfið í miðju borgarinnar heitir Baixa (frb. Baísja). Það hrundi alveg til grunna í mesta jarðskjálfta á sögulegum tíma í Evrópu árið 1755. Hverfið var endurbyggt með beinum og breiðum götum og er nú helsta verslunarhverfið. Helsta verslunargatan er Rua Augusta. Þar er mikið götulíf, ýmsir lista- menn og skólabörn skemmta veg- farendum og ekki vantar kaffi- húsin til að slaka á í hitanum. Eftir að búðir loka og myrkur skellur á eru ýmsar óþægilegar verur á sveimi og ekki rétt að dvelja lengi. Hægt að taka hina fornu lyftu Elevador Santa Justa upp í Chiado-hverfið. Lyftuna hannaði Raoul Mesnier du Ponsard sem sagt var að hefði sótt hug- myndir til hins fræga Gustave Eif- fel. Norðan við Baixa er stórtorgið Rossio með nokkrum útiveit- ingastöðum í Parísarstíl. Maður er vart sestur þegar sorglegar afleið- ingar atvinnuleysins birtast manni. Virðulegir eldri menn þenja hljóð- færi af lítilli kunnáttu í von um smáskilding í hattinn. Taldist mér meðalfjöldi betlara per kaffibolla vera þrír. Mannlífið blómstrar í Chiado Skammt norðan Rossio er enda- stöð brekkusporvagnsins Elevador da Gloria sem flutt hefur borg- arbúa upp snarbratta brekkuna frá 1885 upp í Chiado, fyrst með gufu- afli, en rafdrifinn frá 1915. Þar er útsýnisstaðurinn Miradouro de São BORGARFERÐ TIL LISSABON Tvennir tímar HÖFUÐBORG PORTÚGALS ER LITRÍK OG HEILLANDI. GAMLIR TÍMAR MÆTA NÝJUM OG GÖTULÍFIÐ BLÓMSTRAR. Texti og myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Oceanário er stærsta sædýrasafn Evrópu, þar svamla um 100 tegundir stórra sjávardýra í rúmlega 5.000 rúmmetra glertanki. Útsýnisstaðurinn Miradouro de São Pedro de Alcântara, með út- sýni yfir Baixa að kastalanum Castelo de Sao Jorge sem gnæfir yfir Alfama hverfið. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.