Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Græjur og tækni
Í
ljósi mögulegra flutninga Kim
Dotcoms til Íslands er ekki úr
vegi að skoða feril þessa nýj-
asta Íslandsvinar aðeins nánar.
Hann er fæddur í Kiel í Þýska-
landi árið 1974 undir nafninu Kim
Schmitz. Hann hefur gengið undir
mörgum nöfnum, meðal annars
Kimble (eftir Dr. Richard Kimble
úr sjónvarpsþáttunum um Flótta-
manninn) og Dr. Evil; en árið 2005
lét hann með lögum breyta eftir-
nafni sínu í Dotcom, til heiðurs int-
ernetinu, sem hefur gert hann að
margföldum milljarðamæringi.
Ungur athafnamaður
Kim Schmitz vakti fyrst athygli
fjölmiðla sem ungur hakkari í
Þýskalandi. Hann var einn viðmæl-
enda í grein um tölvuglæpi í tíma-
ritinu Forbes árið 1992 þar sem
hann stærði sig af því að hafa brot-
ist inn í tölvukerfi NASA, Citibank
og Pentagon, þótt fátt bendi til það
eigi við rök að styðjast. Það er þó
ljóst að hann var fær um að brjót-
ast inn í símstöðvar fyrirtækja það-
an sem hann gat hringt út á þeirra
kostnað. Þetta nýtti hann sér til að
hringja í gjaldtökunúmer sem hann
setti upp í Hong Kong, og svindlaði
þannig út tugi þúsunda evra. Um
svipað leyti starfrækti hann einnig
vefsvæði þar sem notendur gátu
keypt sér aðgang til þess að
skiptast á tölvuleikjum.
Árið 1994 var hann dæmdur fyr-
ir þessa iðju og fleiri tölvuglæpi, og
fékk tveggja ára skilorðsbundinn
dóm. Dómari málsins sagðist telja
að um unggæðingshátt væri að
ræða, enda Schmitz þá ekki orðinn
tvítugur að aldri. Hann nýtti sér
athygli fjölmiðla til að stofna net-
öryggisfyrirtæki sem hann seinna
seldi með ágætum hagnaði, þótt
seinna hafi hann verið dæmdur fyr-
ir fjárdrátt vegna vafasamra fjár-
málagjörninga sem tengdust dótt-
urfyrirtækjum þess. Árið 2001
keypti hann svo hlutabréf fyrir
375.000 í bágstaddri netverslun
sem hét Letsbuyit.com og tilkynnti
að hann hygðist fjárfesta fyrir 50
milljónir evra til viðbótar í fyrir-
tækinu. Við það hækkuðu hlutabréf
fyrirtækisins umtalsvert, en
Schmitz seldi sinn hlut um leið og
innleisti hagnað upp á 1,5 milljónir.
Þegar þýska fjármálaeftirlitið hóf
að rannsaka þennan gjörning sem
innherjaviðskipti flúði Schmitz und-
an réttvísinni til Taílands. Þar á
bæ höfðu menn lítinn áhuga á hon-
um, en hann var handtekinn og
framseldur til Þýskalands í byrjun
árs 2002. Hann gekk að dómsátt og
var dæmdur í tuttugu mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir innherja-
viðskipti, og önnur tvö ár fyrir fjár-
drátt vegna lána sem hann veitti
sjálfum sér í gegnum dóttur-
fyrirtæki áðurnefnds öryggisfyr-
irtækis. Hann flutti í framhaldinu
til Hong Kong, þar sem hann var
áfram viðriðinn ýmsa vafasama
starfsemi.
Megaupload
Árið 2005 stofnaði Kim Dotcom
vefsvæðið Megaupload. Að hans
sögn kviknaði hugmyndin af því
hve erfitt var að senda stórar
tölvuskrár, svo sem myndbönd,
sem viðhengi með tölvupósti. Til að
leysa vandamálið bjó hann til vef
þar sem notendur gátu hlaðið upp
stórum skrám, og sent svo slóð í
tölvupósti á síðu þar sem móttak-
andinn gat hlaðið skránni niður,
ekki ósvipað og Dropbox virkar í
dag, þó vissulega væri það talsvert
frumstæðara. Reyndin varð þó sú
að úr varð stærsta skráarskiptisíða
heims. Notendur hlóðu upp efni án
tillits til höfundarréttar og dreifðu
hlekkjum á þar til gerðum síðum.
Megaupload stækkaði hratt, og
þegar mest lét, árið 2011, skömmu
áður en vefnum var lokað í um-
fangsmikilli lögregluaðgerð, er talið
að allt að 4% af allri netumferð í
heiminum hafi verið tengd
Megaupload. Gagnamagn í umferð í
gegnum síðuna var þá nær 1,5
terabæti á sekúndu, og gagna-
magnið sem síðan hýsti er talið
hafa verið um 50 petabæti (rúm-
lega 6 milljónir gígabæta). Vefurinn
hafði um 50 milljónir heimsókna á
hverjum degi og var um tíma 13.
mest heimsótta vefsvæði heims.
Þessa gríðarlegu umferð nýtti Kim
Dotcom sér til þess að selja auglýs-
ingar á vefnum sem skiluðu honum
gríðarlegum tekjum, auk þess sem
fjöldi notenda greiddi fyrir áskrift
að Megaupload sem fylgdu sérstök
fríðindi. Alls er talið að fyrirtækið
hafi hagnast um 180 milljónir
Bandaríkjadala af rekstri síðunnar.
Eins og gefur að skilja stóð tals-
verður styr um þessa starfsemi á
meðal höfundarrétthafa, ekki síst í
Hollywood, en í ákæru sem gefin
hefur verið út á hendur honum í
Bandaríkjunum er fjárhagslegt tjón
höfundarrétthafa metið á 500 millj-
ónir Bandaríkjadala. Sjálfur hefur
Dotcom alltaf haldið því fram að
hann hafi engin lög brotið, hann
hafi einungis smíðað gagnageymslu
í skýinu, og get ekki borið ábyrgð á
því hvernig notendur nýti sér hana,
og að starfsmenn Megaupload hafi
brugðist skjótt við öllum tilmælum
um að fjarlægja efni sem sann-
arlega væri varið höfundarrétti, ef
beðið væri um það.
Handtaka á Nýja-Sjálandi
Dotcom flutti til Nýja-Sjálands árið
2009 þar sem hann býr í dag ásamt
eiginkonu sinni og fimm börnum.
Ýmislegt hefur komið fram í fjöl-
miðlum þar í landi sem tengist
komu hans til landsins, og margt
bendir til að fé hafi verið borið á
réttar hendur til að liðka fyrir
flutningunum. Þar hélt hann starf-
semi sinni áfram, allar götur fram
til 2012.
Eftir að ákæra var gefin út á
hendur honum og öðrum lykil-
SKÚRKUR Í NETHEIMUM
Mega-
Ísland
TÆKNIHEIMURINN ER FULLUR AF LITRÍKUM PERSÓNU-
LEIKUM. EINN SÁ ALLRA LITRÍKASTI ER KIM DOTCOM SEM
STUNDUM HEFUR VERIÐ LÍKT VIÐ SKÚRK ÚR JAMES BOND
MYND. HANS BÍÐUR NÚ MÁLSÓKN Í BANDARÍKJUNUM EF
HANN FÆST ÞANGAÐ FRAMSELDUR, ÞAR SEM HANN Á
YFIR HÖFÐI SÉR ALLT AÐ 55 ÁRA FANGELSI FYRIR BROT Á
HÖFUNDARÉTTI. Í VIKUNNI LÝSTI HANN ÞVÍ YFIR AÐ
HANN HEFÐI HUG Á ÞVÍ AÐ FLYTJA HLUTA AF STARFSEMI
SINNI TIL ÍSLANDS, VEGNA FYRIRHUGAÐRA LAGABREYT-
INGA Í NÚVERANDI HEIMALANDI SÍNU, NÝJA-SJÁLANDI.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Kim Dotcom er þekktur fyrir áhuga sinn á hraðskreiðum bílum. Hann á
myndarlegt safn ofurbíla, meðal annars Lamborghini bifreið með einkanúm-
erinu GOD.
AFP