Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 59
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Andfugl drepi stamandi sjófugla með stólpum. (13) 8. Fegra fljóð í kvæði. (8) 9. Þrjá danska gat í minn sorgarkaflann sett. (11) 11. Rembrandt að hluta hulinn ryki eftir að þið streittust við. (8) 12. Kyssi Nemó á minn hátt í þvælu. (9) 13. Spurul og hissa verður opinská. (11) 15. Grenja við vanga kraftajötunsins. (9) 16. Í tali ernir missa orku Evrópubúanna. (9) 17. Evrópumaðurinn með pokann. (7) 19. Fljóti neitar karl á sjónum. (12) 21. Rithöfundi haldið gegn vilja sínum. Það er sýnilegt. (8) 23. Kvennabúrið sem brennur í fjallinu. (10) 26. Set stefnu á skrúðgöngu út af pappír. (11) 27. 50 Baltar eru sagðar vera frelsaðar? (7) 28. Óþekktur er alltaf blautari en hárskerinn. (8) 29. Hallar með þokkalega drauga. (10) 30. Lyf fyrir færeyskt þing veldur umbreytingu eftir þvæling til Dans. (14) LÓÐRÉTT 1. Hófleysi göfgar ekki. (5) 2. Vesælasta hjá lækni nær að snúa við. Það er eftirsóknar- vert. (11) 3. Elli D. fær auðinn við andlátið. (11) 4. Umræða um bóg byggir á númeri. (7) 5. Stór kind dó við menntaskólarit sem eru fræðirit. (12) 6. Hinn franski fær líkamshluta með verk. Það eru örkuml. (10) 7. Blanda brúsa af mykju á stórum sveitabæ. (10) 10. Varningi úr atvinnugreininni er mætt með afsvarinu. (8) 13. Af hverju tár? Kvakir á bæ í Borgarfirði. (12) 14. Fyrsta september undrun grandi með fyrsta flokks slæmu andrúmslofti. (14) 18. Á laugardag tæp fær slag yfir tekjum. (11) 20. Svara skransala. (4) 21. Stöð 5 sýnir Astrópíu enda. (8) 22. Kem öðru í númer snáka. (6) 24. Fimm hundruð hnykkja í áfengisneyslu. (7) 25. Pláss tónlistarhúss er aðeins í höfði. (7) Wang Hao – Alexey Dreev Svartur leikur og vinnur. Staðan hér að ofan kom upp í 2. umferð heimsbikarmótsins í skák sem nú stendur yfir í Tromsö í Nor- egi. Staðan sem Alexei Dreev sat frammi fyrir minnir okkur á það að stundum þarf að brjóta hlekki hugar til að finna besta leikinn; að halda opnum huga gagnvart óvæntum möguleikum – það er vandinn. Ekki veit ég hvað braust um í huga Dreev en fyrsta spurning þessa öfluga stór- meistara hefði átt að vera: hverjir eru valkostirnir? Hann kaus að leika 46. … Re1+, hafði vinningsmögu- leika á ýmsum stigum en jafntefli varð þó niðurstaðan. Góður leikur var 46. … Hc3, en sá albesti í stöð- unni er af dýpri gerðinni: 46. … f5!! Eftir 47. Hbxd3 He2+ verður hvítur mát, t.d. 48. Kf1 Hf2+ 49. Kg1 Hc1+ og mátar. Þetta er annað stórmótið sem Norðmenn standa fyrir í ár og vitanlega má rekja þessa fram- kvæmdagleði til frammistöðu Magn- úsar Carlsen; Norðmenn eru að safna sér saman fyrir heimsmeist- araeinvígið sem hann mun heyja við Anand í haust; á næsta ári halda þeir svo Ólympíumótið i skák. Ýmsir gestir okkar frá síðustu Reykjavík- urmótum hafa verið að gera góða hluti. Kínverjinn kornungi Wei hefur slegið út Nepomniachtchi og Shirov, Norðmaðurinn Hammer sló Movsesian úr keppni og sigurveg- arinn frá síðasta Reykjavíkurmóti, Pavel Eljanov, er kominn áfram í 3. umferð. Meðal þeirra sem þurft hafa að snúa heim eru Judit Polgar og landi hennar Peter Leko, sem laut í lægra haldi fyrir Perúmanninum Granda Zuniga og Gata Kamsky. Upphaflega voru 128 skákmenn skráðir til leiks en um um helgina verða þeir orðnir 32. Cori-systkinin frá Perú, Deysi og Jorge, unnu hugi og hjörtu manna á Reykjavíkurmótinu 2010. Jorge Cori var til alls vís er hann mætti Teimo- ur Radjabov í 1. umferð. Kappskák- unum lauk 1:1 en vegna tungu- málaörðugleika kom upp misskilningur varðandi tímasetn- ingu á hraðskákunum, Cori mætti of seint og var dæmdur úr leik. Hann átti betra skilið eins og eftirfarandi vinningsskák ber með sér. Loka- hnykkurinn er bráðsnjall. Eitt það erfiðasta í skák er að bakka með vel staðsettan mann en þegar menn eru í stuði „koma svona leikir til manns“, orðaði það einhver ágætur maður: Jorge Cori – Teimour Radjabov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. He1 Ein vinsælasta leiðin enn í dag komin frá Ivan Sokolov. Radjabov gerþekkir þetta afbrigði. 10. … f5 11. Rg5 Rf4 12. Bxf4 exf4 13. Hc1 h6 14. Re6 Bxe6 15. dxe6 Bxc3 16. Hxc3 fxe4 17. Bf1 e3 18. fxe3 fxe3 19. Hcxe3 a5 20. b5 c6 21. bxc6 bxc6 22. Hd3 Db6 23. Kh1 d5 24. cxd5 cxd5 25. Hxd5!? Vegna hins ógnandi frípeðs á e6 tekur hvítur ekki mikla áhættu þó hann láti skiptamun af hendi. 25. … Rxd5 26. Dxd5 Had8 27. De4 Hf6? Eðlilegur leikur en samt meinleg ónákvæmni. Best var 27. … Hf5. 28. e7! He8 29. Dd5+ Lítur vel út en 29. a4! var mun sterkara. Við hótuninni 30. Bb5 er þá lítið að gera. 29. … Kg7 30. De5 Df2? Hér var eina vonin fólgin í því að draga í land og leika 30. …Db8! með hugmyndinni 31. Dxb8 Hxf1+ 32. Hxf1 Hxb8, e7 peðið fellur og svart- ur á jafnteflisvon. 31. Bb5! Kh7 32. Da1! – Radjabov gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Haltu opnu fyrir því óvænta Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 18. ágúst rennur út föstudaginn 23. ágúst. Vinningshafi krossgátunnar 11. ágúst sl. eru Hallfríður Frímannsdóttir, Sólheimum 14, 104 Reykjavík. Hlýtur hún bókina Ekki þessi týpa eftir Björgu Magnúsdóttur í verðlaun. JPV gef- ur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.