Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eintak af fágætum heiðurspeningi endurreisnar lýðveldis Íslands, lýðveldishátíðarmerkinu, er nú til sölu hjá Safnaramiðstöðinni ehf. í Reykjavík. Peningurinn var gefinn út í tengslum við lýðveld- ishátíðina 1944 og var úthlutað 71 peningi til al- þingismanna, sendiherra erlendra ríkja, embætt- ismanna, forsætisráðherra og forseta Íslands. Á framhlið er skjaldarmerki lýðveldisins og letrað „Lýðveldi endurreist á Íslandi 17. júní 1944“. Á bakhlið er merki lýðveldishátíðarinnar 1944 og undir því er þrykkt 10 k því peningurinn var sleg- inn úr 10 karata gulli. Peningurinn er festur við sylgju úr gulli og hangir í borða í fánalitunum. Heiðursmerkið er auglýst til sölu á vefnum ebay.com og er verðlagt á 3.450 bandaríkjadali eða rúmlega 404 þúsund krónur. Sigurður Pálma- son hjá Safnaramiðstöðinni sagði að lýðveld- ishátíðarmerkið væri eftirsótt af þeim sem söfn- uðu heiðursmerkjum, en það væri nokkuð dýrt vegna þess hversu fágætt það væri. Hann sagði að áhugi á merki sem þessu hlyti að vera staðbund- inn og því alls óvíst hvort það seldist. „Þetta er hlutur sem við sjáum afskaplega sjaldan,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst ekki hafa fengið áður lýðveldishátíðarmerki til sölu og vissi ekki hver hefði fengið merkið upphaflega. Fágætt merki frá lýðveldishátíðinni  Afhent var 71 heiðursmerki í tilefni lýðveldishátíðarinnar 1944  Merkið fengu m.a. embætt- ismenn, alþingismenn, sendiherrar, forsætisráðherra og forseti Íslands  Verðlagt á 404 þúsund Ljósmynd/Safnaramiðstöðin Heiðurspeningurinn Merkið er á stærð við gamla einnar krónu peninginn og því ekki stórt. Klúðursleg merking » Á bakhlið lýðveldismerk- isins er þrykkt „10 k“ undir merki lýðveldishátíðarinnar. Sigurður sagði að þar hefði upphaflega staðið „Made in US“ (Framleitt í Bandaríkj- unum). » Menn voru óánægðir með þessa merkingu á sjálfu lýð- veldismerkinu. Hana mætti skilja sem svo að lýðveldið væri frá Bandaríkjunum! » Peningarnir voru sendir til baka, áletrunin afmáð og þrykkt yfir hana. Talið er að tíu peningar séu til sem ekki var breytt, að sögn Sigurðar. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Erlendir ferðamenn verða áberandi hér á landi um jól og áramót eins og undanfarin ár og bókanir á hótelum ganga vel, að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar. Valgerður Ósk Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Radisson Blu Hót- els Sögu, tekur í sama streng. Hún segir að venjulega hafi verið frekar rólegt á hótelinu um jólin en fleiri bókanir séu nú en í fyrra. „En við er- um fullbókuð yfir áramótin og höfum verið það töluvert lengi,“ segir hún. Helga Árnadóttir segir að erlend- um ferðamönnum hérlendis fjölgi jafnt og þétt á þessum árstíma. „Bók- anir eru betri yfir jólin sjálf en áður og hótelin eru öll full yfir áramótin eins og undanfarin ár,“ segir hún og bætir við að sem fyrr séu það brenn- urnar og flugeldarnir sem laða er- lenda ferðamenn helst að um áramót, en norðurljósin heilli líka og ýmsar skipulagðar ferðir. Skipulögð dagskrá Ferðamennirnir eru nánast frá öll- um mörkuðum. Valgerður Ósk segir að töluvert margir Bretar og Svíar hafi bókað á Radisson Blu Hótel Sögu og auk þess sé mikið um Asíubúa og Rússa. Á aðfangadag og jóladag sé boðið upp á sérstaka hátíðarkvöld- verði og töluvert sé um að gestir á öðrum hótelum og gistiheimilum not- færi sér það. Á gamlársdag sé boðið upp á sérstaka dagskrá. Að loknum hátíðarkvöldverði í Súlnasalnum sé farið í skipulagða ferð á brennu. Síðan taki við skemmtun með smákökum og kakói, fylgst sé með flugeldunum úr Grillinu á miðnætti og loks sé dans- leikur á Mímisbar. Mikið í boði Fyrir um áratug voru sárafáir mat- staðir opnir um jól en á því hefur orð- ið mikil breyting. Eins er meiri af- þreying í boði en áður var. Valgerður Ósk segir að fyrirtæki í ferðaþjónustu bjóði upp á skipulagðar ferðir fyrri hluta aðfangadags og á jóladag. „Fólk fer í norðurljósaferðir, gullna hringinn og þessar sígildu ferðir,“ segir hún og bætir við að al- mennt séu ferðamennirnir búnir að skipuleggja ferðina fyrir komu. Fullbókað vegna flugelda og ljósa Morgunblaðið/Kristinn Nýársbrenna Brennur og flugeldar laða að erlenda ferðamenn.  Enn fjölgar erlendum ferðamönnum hérlendis um jól og áramót  Hótel fullbókuð yfir áramót  Erlendir ferðamenn sækja í brennurnar, flugeldana og norðurljósin auk skipulagðra ferða Eftir stutt hlé hjá kuldabola er reiknað með að aftur frysti í dag. Frost verður allt að 12 stigum um helgina, kaldast inn til landsins. Veðurstofan reiknar með éljum á vestanverðu landinu og snjókomu á morgun austanlands. Rétt er því að hafa rúðusköfurnar áfram við höndina eins og konan á bílastæðinu við Laugar. Því er spáð að á þriðjudag verði austan hvassviðri eða stormur en veður fari hlýnandi. Morgunblaðið/Golli Kuldaboli áfram á landinu Spáð allt að tólf stiga frosti Sjúkratryggingar Íslands og Rauði kross Íslands hafa gert með sér samning sem tryggir til loka næsta árs áframhaldandi rekstur flestra þeirra sjúkrabíla á landsbyggðinni sem átti að taka úr rekstri í janúar á næsta ári. Samkvæmt samningi um sjúkraflutninga sem gerður var árið 2012 til ársloka 2015 átti að fækka bílum á landsbyggðinni úr 77 í 68. Fækkun bíla átti að vera komin til framkvæmda í byrjun næsta árs. Áður var búið að fækka bílum um þrjá og stendur sú ákvörðun óbreytt þar sem fyrir liggur að þjónusta raskast ekki vegna þeirra breytinga. Frestun á fækkun sjúkrabíla tekur til þeirra bíla sem staðsettir eru í Ólafsvík, Búðardal, á Hvamms- tanga, í Ólafsfirði, á Raufarhöfn og Skagaströnd. Sjúkrabílum ekki fækkað um áramót Samið Samkomulag er um rekstur sjúkrabifreiða til ársloka 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.