Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 43
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fleiri en 600 hafa verið drepnir í átökum milli kristinna og músl- ímskra uppreisnarmanna í Mið-Afr- íkulýðveldinu síðustu daga en tals- maður flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, UNHCR, sagði í gær að ástandið í landinu færi enn versnandi. Hann sagði að 159.000 hefðu flúið heimili sín í höfuðborg- inni Bangui en flest drápin hefðu verið framin í norðvesturhluta landsins. 27 múslímar voru drepnir af svo- kölluðum sjálfsvarnar-uppreisnar- mönnum í þorpinu Bohong á fimmtudag en talsmaður mannrétt- indaskrifstofu SÞ fordæmdi í gær árásir sem beindust gegn trúfrelsi fólks og harmaði vítahring árása og hefndarárása í landinu. Mið-Afríkulýðveldið er ríkt af auðlindum en engu að síður fátækt og þar hafa geisað stanslaus átök frá því að múslímskir Seleka-upp- reisnarmenn steyptu forsetanum af stóli fyrr á árinu. Meirihluti lands- manna er kristinn og hefur orðið grimmilega fyrir barðinu á víga- mönnum úr röðum Seleka. Frakkar hafa eflt herafla sinn í landinu en varnarmálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, heimsótti Bangui í gær og varaði við því að átökin gætu enn versnað og að mannúðarkrísa væri í uppsigl- ingu. Á sama tíma og ráðherrann lenti í höfuðborginni bárust fregnir af byssuskothríð í einhverjum hverfum borgarinnar og af glæpa- hópum sem gengju óhindrað um göturnar. Hörmungarástand Þeir sem hafa flúið heimili sín vegna ofbeldisins eru sagðir hafa safnast saman á um fjörutíu stöðum en um 12.000 hafast við í Saint Jo- seph Mukassa-kirkju og 38.000 á flugvellinum í Bangui. Hreinlætis- aðstöðu er víða afar ábótavant og lítið skjól fyrir veðri og úrhellis- rigning hefur gert ástandið enn aumlegra undanfarið. Talsmaður flóttamannastofnun- arinnar, Adrian Edwards, sagði í gær að í Saint Joseph Mukassa- kirkjunni þyrftu 460 á læknisaðstoð að halda, þar af 101 ólétt kona, en þrjár hefðu þegar eignast börn sín, án hjálpargagna. Hann harmaði að neyðaraðstoð hefði náð til tiltölulega fárra, um það bil 3.500 fjölskyldna í Bangui og 3.000 í Bossangoa. „Við biðlum til allra aðila um að hleypa mannúðar- aðstoðinni í gegn og að vernda al- menna borgara,“ sagði hann. Margir hafa flúið til nágranna- ríkjanna síðustu misseri, þar af 1.800 til Austur-Kongó í síðustu viku. Frá því í mars hafa alls 47.000 ferðast þangað frá Mið-Afríkulýð- veldinu. Allt í allt hafa átökin þar orðið til þess að 70.000 hafa flúið til annarra landa síðasta ár. Afríkuríkinu  Ekkert lát á drápum í Mið-Afríku- lýðveldinu  Þúsundir flúið heimili sín AFP Hörmungarástand Konur bíða eftir matarúthlutun matvælaaðstoðar SÞ í flóttamannabúðum í Bangui í gær. Þúsundir hafa flúið heimili sín. COMBATTANT AUSTUR- KONGÓUBANG UI 45.000 15.000 2.500 22.000 5.000 2.500 2.032 13.000 45.000- 50.000 LA COLLINE NGARAGBA Kassia- herstöðin BOY-RABE FOU MISKINE CASTORS KM5 Mannúðarkrísa í Mið-Afríkulýðveldinu 500 m Leikvangur Aðsetur forseta Spítali Dómkirkja Franska sendiráðið Roux-herstöðin Moska Aðsetur þingsins Spítali BANGUI AUSTUR-KONGÓ SUÐUR- SÚDAN K A M E R Ú N TSJAD MIÐ-AFRÍKU- LÝÐVELDIÐ Franskir hermenn M'Poko- alþjóða- flugvöllurinn Bossangoa Flestir af 800.000 íbúum Bangui hafa flúið IDP-búðir Afrískir hermenn Fyrrum Seleka-liðar Heimild: OCHA, hjálparsamtök 112.000 eru á vergangi (IDPs) Matar- og vatnsskortur. Hætta á útbreiðslu sjúkdóma Að minnsta kosti 459 látnir síðan 5. desember FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðu frá því í gær að frændi og fyrrverandi ráð- gjafi leiðtogans Kims Jong-Uns, Jang Song- Thaek, hefði ver- ið tekinn af lífi á fimmtudag, strax að loknum sérstökum her- réttarhöldum yfir honum. Í frásögn ríkisfréttastofunnar KCNA kom fram að Jang hefði framið hryllilega glæpi, þ.á m. til- raun til valdaráns með fyrirlit- legum aðferðum. Þá var hann sagður bera ábyrgð á hungri og fá- tækt þjóðarinnar, sem vekur at- hygli, því það er afar fátítt að stjórnvöld í Norður-Kóreu gangist við því að þjóðin glími við erfið- leika. Jang var Kim til halds og trausts þegar leiðtoginn ungi tók við völd- um en sérfræðingar segja að áhrif hans hafi skapað honum mikla óvild. KCNA lýsti Jang í gær sem úrþvætti og sagði hann hafa svikið leiðtogann og lítillækkað. Áður höfðu stjórnvöld kallað hann eitur- lyfjaneytanda og flagara, og haldið því fram að hann hefði sólundað opinberu fé í erlendum spilavítum. Ríkisfjölmiðlar sýndu myndir af handjárnuðum Jang, þar sem hann mætti til réttarhaldanna í fylgd hermanna. Kínverjar sögðu í gær að aftakan væri innanríkismál Norður-Kóreu en lögðu áherslu á mikilvægi stöð- ugleika í landinu. Stjórnvöld í Suð- ur-Kóreu lýstu hins vegar yfir áhyggjum af þróun mála. NORÐUR-KÓREA Jang Song-Thaek tekinn af lífi Jang Song-Thaek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.