Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 10
Tyrfa Benjamín og Inga María höggva með sveðjum í torfið sem leggja skal.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hér er alltaf kveðið í há-deginu,“ segir GuðjónKristinsson Stranda-maður og hleðslumeist-
ari þar sem hann situr með hundinn
Mána í fanginu í skúr úti á Granda,
umkringdur fólkinu í Þúfnahernum,
eins og hann kallar flokkinn sem
vinnur með honum að því að byggja
skúlptúr Ólafar Nordal, risastóra
þúfu. Hann hefur dreift blöðum
með texta og nótum að nokkrum
stemmum og allir taka undir, líka
listakonan Ólöf, sem er í heimsókn
til að athuga hvernig verkið gengur.
Allt í einu hrópar Guðjón uppyfir
sig og biður einhvern fara út og
stoppa hundinn sem þar virðist vera
kominn í slag við mink. „Þetta er
minkahundur og hann leikur sér að
því að klippa mink í sundur, en við
viljum ekki að hann drepi minkinn
sem er stundum að stjákla hérna af
því að hann heldur niðri rottunum.
Hann er verndari hafnarinnar.“
Stemningin er einstaklega góð í
Þúfnahernum og Ólöf hefur skýr-
ingu á því. „Það er af því að hann
Guðjón er svo bjartsýnn, það er
alltaf sólskin í kringum hann. Alveg
sama hvað veðrið er vont.“ Í beinu
framhaldi vill Guðjón koma því að
að þau Ólöf séu bæði ættuð úr
Hörgárdal og auk þess skyld. „Ólöf
er afkomandi Sigríðar Guðmunds-
dóttur en ég er afkomandi systur
hennar, Rósu Guðmundsdóttur eða
Skáld-Rósu, sem kennd er við
Vatnsenda.“
Steinsmiðurinn er kona
„Þetta var eins og í ævintýr-
unum, ég valdi í upphafi þrjá menn,
hvern í sínu lagi, til að taka að sér
verkið og þegar þeir mættu hér þá
reyndust þeir allir vera bræður,“
segir Ólöf og hlær en Guðjón bætir
því við að auk þess séu synir þeirra
bræðra í hópnum.
„Annars valdi fólkið í Þúfna-
hernum sig sjálft í þennan flokk
sem inniheldur bæði karla og kon-
ur. Við erum til dæmis með unga
fjallakonu frá Sviss, hana Karin,
sem er steinsmiður og sérlega flink.
Við erum líka með Birki Axelsson,
ungan hleðslumann sem er Norður-
landameistari í faginu. Ég er afar
ánægður með fólkið í hernum, ég
segi um það eins og bóndi nokkur á
Ströndum sagði eitt sinn: Hér er
hver silkihúfan upp af annarri.“
Guðjón og tíu manna Þúfnaherinn
hafa verið undanfarna rúma tvo
mánuði að reisa þúfuna stóru, enda
mikið vandaverk. „Við höfum verið
Þúfnaherinn öflugi
reisir risaþúfu
Risaþúfan hennar Ólafar Nordal er næstum tilbúin þar sem hún hefur risið hægt
og sígandi úti á Granda undanfarna tvo mánuði. Ofan af henni sér vítt til allra
átta. Meðlimir Þúfnahersins, sem hefur unnið verkið, láta hörkufrost og vond veð-
ur ekki stoppa sig nokkra stund. Þau kveða rímur í hádegishléinu.
Uppi á toppi Guðjón og Ólöf kunna vel við sig efst uppi á þúfunni.
Mikið verk Verkið er langt komið en til þess þarf stórvirkar vinnuvélar.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Jólamarkaðurinn við Elliðavatn hefur
fest sig í sessi og mörgum finnst ekki
koma jól fyrr en þeir leggja leið sína
þangað. Þar eru seld íslensk jólatré
og fjölbreytt íslenskt handverk. Núna
um helgina verður margt skemmti-
legt þar um að vera, jólasveinninn
mætir í jólaskóginn kl. 11.30 og
skemmtir og Skólakór Álfhólsskóla
syngur undir stjórn Þórdísar Sævars-
dóttur. Andri Snær Magnason les upp
úr bók sinni Tímakistan og á sama
tíma mætir jólasveinn á markaðinn
og skemmtir gestum.
Klukkan 14 verður Barnastund í
Rjóðrinu við snarkandi varðeld og
Huginn Þór Grétarsson les upp úr
bók sinni Fiðrildavængir og Harm-
onikkusveitin Hildarleikur leikur fyrir
gesti á Kaffistofunni. Jólasveinninn
mætir enn og aftur rétt fyrir klukkan
hálfþrjú í Rjóðrið þar sem sungin
verða jólalög og farið í leiki. Snorri
Helgason spilar og syngur fyrir gesti
Kaffistofunnar kl 15 og spákonan
Sveinbjörg Rósa spáir fyrir gestum
frá kl. 11-16.
Á morgun, sunnudag, kemur hinn
síkáti jólasveinn í Jólaskóginn kl
11.30 og skemmtir þar gestum til
15.30 og annar jólasveinn skemmtir
krökkunum í hlaðinu kl. 13 en þá les
líka hún Vigdís Grímsdóttir upp úr
bók sinni Dísusaga á Kaffistofunni.
Barnastund verður í Rjóðrinu kl. 14
við snarkandi varðeld og Kristín
Helga Gunnarsdóttir les upp úr bók
sinni Mói hrekkjusvín, Kúreki í Ari-
sóna. Harmonikkuleikararnir Guðrún
Guðjónsdóttir og félagar spila fyrir
gesti og kl. 15 spilar Strengjatríóið
Norðlingarnir jólalög á fiðlu og selló.
Jólasveinninn mætir í rjóðrið kl.
14.20 og syngur og leikur með krökk-
unum og spákonan Eva spáir fyrir
gestum jólamarkaðarins frá kl. 11-16.
Heldur betur líf og fjör í skóginum!
Vefsíðan www.facebook.com/heidmork
Morgunblaðið/Golli
Varðeldur Í Rjóðrinu verður snarkandi varðeldur sem börnin kunna vel við.
Líf og fjör í skóginum í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Síkátur Jólasveinninn verður á
sveimi í Elliðaárdalnum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Opið verður í dag hjá Kaffi-Seli,
golfskálanum á Flúðum, frá kl.
12-20. Boðið verður upp á ljúf-
fengar pítsur en líka þjóðlega
bjúgnaveislu með hráefni frá
Böðmóðsstöðum. Gréta Gísla-
dóttir myndlistarkona setur upp
vinnustofu í skálanum þar sem
hún ætlar að mála og vera með
verk sín til sýnis og sölu. Bóndi
Grétu, Karl Hallgrímsson, mun
leika ljúfa tóna. Sjá nánar verk
Grétu: www.gretagisla.is.
Bjúgnaveisla
JÓLASTEMNING HJÁ KAFFI-
SELI Á FLÚÐUM
tofrandi jolagjafir
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
VERBENA GJAFAKASSI
Jólatilboð: 6.350 kr.
Andvirði: 7.850 kr.
Sápa 100 g - 680 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.110 kr.
Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr.
.. ‘