Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Margir öryrkjar eiga um
sárt að binda nú þegar líð-
ur að einni helgustu hátíð
kristinna manna, þ.e. jól-
um. Margir eiga ekki í sig
og á og í raun er ástandið
þannig að margir svelta
þegar líður á hvern einasta
mánuð ársins. Vegna þess
að bætur almannatrygg-
inga duga ekki til fram-
færslu og venjulegra út-
gjalda sem fylgja því að
vera manneskja og lifa með reisn.
Neysluviðmið hinna ýmsu aðila hér á
Íslandi eru kolröng. Þau eru ekki í nein-
um takti við raunveruleikann sem við ör-
yrkjum blasir í hinu daglega lífi. Neyslu-
viðmiðin eru illa unnin og í þau vantar
ýmsa útgjaldaliði sem taka sinn skerf af
mánaðarlegri neyslu.
Margir öryrkjar þjást vegna þess að
þeir geta ekki leyst út lífsnauðsynleg lyf
sín. Margir þurfa að velja um það hvort
þeir leysa út lyf sín eða borða. Það er
slæmt vegna þess að þetta hvort tveggja
er jú lífsnauðsynlegur hluti þess að lifa
og funkera rétt í samfélaginu.
Hjálparstofnanir hafa ekki við að af-
greiða umsóknir frá illa stöddu fólki sem
er í svo mikilli neyð oft á tíðum að það
hálfa væri miklu meira en nóg. Mæðra-
styrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands
taka við umsóknum um jólaaðstoð frá
fólki sem kýs að leita aðstoðar en á ein-
hverjum þessara staða er búið að loka
fyrir umsóknir um jólaaðstoð.
Ég get fullyrt það að ástandið og fá-
tæktin hefur aldrei verið jafn mikil og
nú á árinu 2013! Það er skelfilegt að
horfa upp á þetta ástand. Við Íslend-
ingar erum rúmlega 320.000 talsins.
Hvernig má það vera að hér á landi
svelti fólk og eigi ekki fyrir nauðsynj-
um?
Margt fólk er í mikilli örvæntingu og
þetta sama fólk íhugar oft á tíðum
sjálfsvíg vegna þess að það sér enga
aðra leið færa út úr vandanum. Það get-
ur verið sárt að geta ekki gefið sínum
nánustu gjafir eða glatt aðra á hátíðum
eins og jólum.
Ég hef sjálfur reynt
sjálfsvíg vegna þess að ég
hef ekki séð neinar færar
leiðir til lausnar á mínum
vanda. Síðast reyndi ég
sjálfsvíg rétt fyrir jólin
2011, en þá sá ég enga aðra
leið færa. Mér fannst til-
veran einskis virði og fjár-
hagurinn var í molum.
Mér finnst að ríkisstjórn
Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar, forsætisráð-
herra ætti að bæta ör-
yrkjum upp þann skaða sem þeir hafa
orðið fyrir á síðustu mánuðum og árum.
Það er ekki réttlætanlegt að við sem
þjóðfélagshópur í þessu landi séum skil-
in eftir þegar kemur að kjaraleiðrétt-
ingu og bættum kjörum.
Besta jólagjöf mín og hvers öryrkja á
Íslandi í dag frá ráðamönnum Íslands
væri auðvitað sú að bætur myndu
hækka allverulega. Þá gætum við svo
mörg átt miklu betra líf en við eigum í
dag.
Margir öryrkjar eru á strípuðum bót-
um og hafa ekkert annað en bætur frá
Tryggingastofnun. Hafa ekki lífeyr-
issjóði að hlaupa í eða neitt það annað
sem gæti komið til hjálpar.
Hjálpum þeim var gott lag sem sungið
var fyrir sveltandi börn úti í hinum stóra
heimi á sínum tíma. Af hverju getur rík-
isstjórn Íslands rétt þessum börnum
hjálparhönd en svelt þess í stað íslenska
þegna sem svo oft eru kallaðir öryrkjar
og lifa á Íslandi?
Ísland er ríkt land, en samt sveltur
hér fólk!
Eftir Valgeir Matthías
Pálsson
Valgeir Matthías
Pálsson
» Af hverju getur ríkis-
stjórn Íslands rétt þess-
um börnum hjálparhönd en
svelt þess í stað íslenska
þegna sem svo oft eru kall-
aðir öryrkjar?
Höfundur er nemi.
Öryrkjar og jólin –
Velsæld eða ójöfnuð-
ur – Kvíði og depurð
Við Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, lít-
um ekki framlög hins opinbera til
tónlistarhússins sömu augum.
Kannski vegna þess að hún er í
stöðu þiggjandans en ég í stöðu
greiðandans. Skattgreiðandans sem
má sjá á eftir 2.000 milljónum í hús-
ið á hverju ári. Afstaða Steinunnar
Birnu er dæmigerð fyrir þá sem
telja að skattfé sé óþrjótandi upp-
spretta. Fari rekstrarkostnaður
hússins einhverjar milljónir fram úr
áætlun þá sendir hún bara bréf til ráðuneytisins,
ber sig illa og málið er leyst. Ég horfi í krón-
urnar og hugsa mig tvisvar um áður en ég borga
4.900 kr. fyrir miða á tónleika því ég er ekki bara
að borga fyrir þennan miða heldur líka þær
13.000 krónur (2.000 milljónir/156 þúsund skatt-
greiðandi einstaklingar) sem ég kemst ekki hjá
að greiða hvort sem ég nýti mér þjónustu húss-
ins eða ekki. Ég velti því fyrir mér hvað ég er að
fá fyrir krónurnar. Á ég kannski heldur að kaupa
mér geisladisk? Er það nú ekki svolítið klént
þegar stórstjörnu ber að garði og ég á nú þegar
geisladiska með snillingnum? En þegar í boði er
að hlýða á meistarann í flottasta tónlistarsal
landsins, þá læt ég ekki segja mér það tvisvar.
Ég kaupi miðann og bíð svo í mikilli eftirvænt-
ingu í níu mánuði eftir að veislan hefjist. Þá sögu
hef ég sagt hér áður, en ég get fullvissað tónlist-
arstjórann um að ég var langt í frá ein um að
vera óánægð með flutning tónleikanna úr Eld-
borgarsal í Norðurljósasalinn.
Nú ætla ég ekki að halda því fram að ég hafi
meira vit á hljómburði en hljómburðarhönnuðir
Artec í New York, en ég veit hvað það er að vera
með hálsríg í tvo daga eftir tónleika eftir að hafa
teygt mig og reigt til að komast í sjónfæri við
listamann að fremja galdur sinn. Ég er ekki svo
heppin að eiga frátekið sæti á fremsta bekk. Það
er þetta sem ég á við þegar ég segi salinn henta
betur fyrir hnefaleikakeppnir. Flatt gólf og
ómerkt sæti; fyrstir koma fyrstir fá. Tónar hljóð-
færisins berast jú til eyrna áheyrandans en er
það það sem Paul Lewis á við þegar hann segir í
viðtali við Morgunblaðið: „Það er hægt að velta
tónverkum fyrir sér út í eitt en það er orkan,
þetta „eitthvað“ sem myndast í salnum þegar
þau eru flutt, sem segir mest um tónlistina. Það
næst ekki við að hlusta á upptöku. Mér finnst
þetta ekki sambærilegt, upplifun á hljómleikum,
annars vegar, og hinsvegar hljóðrit.“ Hver er sú
orka sem nær til mín eftir að hafa brotnað á
þverhníptu bjargi áheyrenda löngu áður en hún
nær til mín? Hefði ég kannski verið
jafnvel sett sitjandi heima með upp-
tökuna?
Ég ætla ekki að elta ólar við aðrar
athugasemdir Steinunnar Birnu.
Þeim gat hún svarað hratt og örugglega á ein-
faldan hátt með tölvupósti, en ég kemst ekki hjá
að minnast nokkrum orðum á lokaverk tón-
leikanna sem Steinunn Birna nefnir sérstaklega,
Myndir á sýningu eftir Mussorgsky. Deili ég
hrifningu minni með henni. Leikstíll og túlkun
Pauls Lewis var þannig að það var eins og að
hlusta á alveg nýtt óþekkt verk. Verkið kveikti
myndir í huga mér af meistara Emil Gilels sem
ég hef heyrt leika einmitt þetta sama verk á sinn
kraftmikla en kyrrláta hátt. Og þar með var ég,
á augabragði, komin ca. 35 ár aftur í tíma. Upp í
Austurbæjarbíó á tónleika hjá Tónlistarfélagi
Reykjavíkur þar sem ég hlaut mitt tónlistarupp-
eldi undir tónaflóði frá færustu tónlistarsnill-
ingum þess tíma; Rudolfs Serkin, Gerards
Souzay, Emils Gilels og Elly Ameling svo ein-
hverjir séu nefndir. Oftast fyrir troðfullu húsi.
Og þá kem ég að punktinum sem ég vildi koma á
framfæri við tónlistarstjórann. Hvað varð um alla
tónleikagestina sem í áratugi fylltu salinn í Aust-
urbæjarbíói með áþreifanlegri eftirvæntingu?
Gleymdist að næra tóneyra þjóðarinnar eða
hvernig má það vera að eftir að milljörðum hefur
verið varið í byggingu tónlistarhúsa og tónlistar-
menntun ótölulegs fjölda ungmenna, þá fyr-
irfinnst ekki nægur fjöldi áheyrenda með þekk-
ingu á tónlistarheiminum til að taka
sómasamlega á móti þegar snilling ber að garði?
Hugsaði enginn til þess að nýtt tónlistarhús kall-
aði á nýjar kynslóðir áheyrenda klassískrar tón-
listar? Sem vekur aftur spurningar hvort einhver
raunveruleg þörf hafi verið fyrir þessari gríð-
arlegu byggingu ef iPodinn í eyrunum dugar
flestum? Ég ætla ekki að setja út á veru popp-
aranna í Hörpu, þeir borga líka skattana sem
þjóðin axlar vegna hússins, en þarf stjórn hússins
ekki að endurskoða hlutverk sitt þegar klám-
fengnir grínistar eins og Russel Brand eru orðnir
drýgsta tekjulindin?
Af hverju Harpa, þegar
iPodinn í eyrunum dugar?
Eftir Ragnhildi Kolka »Er nauðsynlegt að ís-
lenska þjóðin greiði
2.000 milljónir á ári svo
að sómasamlega sé búið
að klámfengnum grín-
istum?
Ragnhildur Kolka
Höfundur er nemandi í HÍ.
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Golfhermir
DOUBLE EAGLE 2000
Frábær aðstaða til að spila golf.
Þú getur valið um 9 golfvelli,
St. Andrew´s, Coeurd Alene,
Firestone, Pebble Beach,
Druids Glen,
Doral Resort,Emirates.
Haltu sveiflunni
við í vetur
Tryggðu þér fastan
tíma í vetur
Hringdu núna
og bókaðu tíma
–
–– Meira fyrir lesendur
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu flóru sem
í boði er fyrir þá sem stefna
á frekara nám.
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Pöntunartími Auglýsinga:
Fyrir kl. 12, fimmtudaginn
20. desember
Skólar & námskeið
Þann 4. janúar gefur
Morgunblaðið
út sérblað um
skóla og
námskeið
SÉRBLAÐ