Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 39
FRÉTTIR 39Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Kaup SF IV slhf., félags í rekstri Stefnis hf., á öllu hlutafé í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn hafa nú hlotið samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana, eins og fram kom í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í fyrradag. Fram kemur í tilkynningu frá Stefni í gær að nýir eigendur munu taka við rekstri félaganna í janúar næstkomandi. „Sátt var gerð við Samkeppniseft- irlitið sem ætlað er að tryggja sjálf- stæði Skeljungs og mun hún verða birt á næstu vikum. Kaupin voru leidd af framtaks- sjóðnum SÍA II, sem er í rekstri Stefnis, en meðal annarra hluthafa eru lífeyrissjóðir, aðrir stofnana- fjárfestar og einstaklingar. Nánar verður greint frá hluthöfum SF IV þegar nýir eigendur taka við félag- inu. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi kaupenda í við- skiptunum,“ segir orðrétt í tilkynn- ingunni. Álitlegur fjárfestingarkostur „Skeljungur er öflugt og vel rekið fyrirtæki og nýir eigendur munu byggja á þeim trausta grunni sem fyrir er. Með því að ganga samhliða frá kaupum á öllu hlutafé í P/F Magn og sameina félögin er enn fleiri stoð- um skotið undir reksturinn auk þess sem töluverður hluti tekna verður í erlendri mynt. Við teljum því sam- einað félag vera álitlegan fjárfest- ingakost og fjölmörg tækifæri þegar horft er fram á veginn,“ er haft eftir Benedikt Ólafssyni, forstöðu- manni sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, í tilkynningu. Lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnar- formaður Skeljungs, segir m.a. í til- kynningu: „Það er okkur mjög ánægjulegt að Skeljungur sé kominn á þann stað að fagfjárfestar sýni fé- laginu áhuga, séu reiðubúnir að fjár- festa í því og styðja við áframhald- andi enduruppbyggingu þess.“ Í tilkynningunni kemur ennfrem- ur fram að hluthafar SÍA II saman- standa af lífeyrissjóðum, fjármála- fyrirtækjum og fagfjárfestum og að framtakssjóðir á vegum Stefnis hafi, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 20 milljarða króna í óskráðum félögum frá árinu 2011. agnes@mbl.is Munu taka við rekstri Skelj- ungs í janúar næstkomandi  SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis hf., eignast allan hlut í Skeljungi Skeljungur Fyrirtækið er með þeim eldri á landinu, en það var stofnað 1928. Það rekur um 100 afgreiðslutöðvar og þar starfa um 300 manns. Morgunblaðið/Júlíus Kostaði um 10 milljarða » Kaup SF IV slhf., félags í rekstri Stefnis hf., á öllu hlutafé í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn hafa nú hlotið samþykki Samkeppnis- eftirlitsins. » Nýir eigendur munu taka við rekstri félaganna í janúar næstkomandi. » Fram kom í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í fyrradag að kaupverðið á Skeljungi nemur um 10 milljörðum króna.                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-2/ +10-0. .+-3/4 +2-010 +,-,52 +/+-5/ +-+/14 +21-+5 +41-,. ++,-3+ +0+-.0 ++1-.5 .+-300 +2-043 +,-2 +/+-2 +-+//0 +21-42 +4+-+, .+/-+2+, ++,-,0 +0+-,3 ++1-34 .+-44. +0-1.+ +,-23. +/.-+, +-+/,. +2+-.. +4+-4. Dýrasta sjónvarpstæki sem hingað til lands hefur komið var kynnt í dag í Samsung-setrinu. Tækið er 85 tommu Samsung S9 Ultra HD snjallsjónvarp. Það er framleitt í mjög takmörkuðu upplagi en Sam- sung-setrið mun vera með örfá tæki í sölu. Tækið kostar 7,8 millj- ónir króna en dýrustu sjónvarps- tækin á markaðnum hér á landi hafa kostað í kringum 2 milljónir króna. Tækið er með Ultra HD og Quad Core örgjörva og er 1.000 Hz. M.a. er hægt að nota radd- og handa- hreyfingar til að stjórna því og mögulegt að flytja efni á milli sjón- varpsins, spjaldtölvu og snjallsíma. Nánar á mbl.is Dýrasta sjónvarpið Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á nazar.is · 519 2777 LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR. Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! Sjóræningja- klúbbur Barnaklúbbur með sjóræningjaskemmtun Chillout Klúbbur Griðarstaður Ungling- anna með allskonar afþreyingu 10.000kr. afsláttur á mann ef þú bókar í desember 2013* FJÖLSKYLDUPARADÍS Eitt okkar vinsælasta hótel með 10.000 m2 sundlaug Á Pegasos World er ein stærsta sundlaug Miðjarðarhafsins og einnig glæsilegur sundlaugargarður með frábærum vatnsrennibrautum. Stutt er á ströndina, en íslenskir barnaklúbbar og íslensk fararstjórn er á hótelinu. Ís er í boði allan daginn og úrvalið í „allt innifalið“ er ótrúlegt. Allt innifalið frá 164.000,- Börn undir 16 ára aldri frá 84.000,-  BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS * Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.