Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Íslensk tunga er á
tímamótum þar sem
fyrirhyggjan getur
skipt höfuðmáli um
framtíð hennar.
Tækniþróun næstu
ára er á fullri ferð í
notkun rafeinda til
tjáskipta og á þeirri
leið er íslenskan á
bjargbrúninni. Verði
henni ekki markaður
vegur mun hún ekki
standast álagið. Þannig er nú til
háttað að sífellt eru að koma fram
tæki til þýðingar á mæltu máli og
er stutt í að á markaðinn komi
farsímar sem túlka jafnóðum hin
ýmsu tungumál og notendur geta
rætt við útlendinga á sínu móð-
urmáli og viðmælendurnir á sínu.
Þá verður stutt í lítil Ipod-tæki
sem túlka talað mál á götum úti
og á kaffihúsum og erlend tungu-
mál verða að hliðargrein í skólum.
Þeir sem vilja kynna sér þetta
geta farið inn á „Google translate“
á netinu og kynnt sér hvernig
þetta gengur fyrir sig í rituðu
máli og séð hve hratt þýðingin
gengur fyrir sig. Þeir munu þá
einnig sjá að íslensk orðanotkun
er þar mjög stirðbusaleg og
vanþróuð þannig að ef skrifa á
bréf á frönsku eða þýsku er betra
að nota enskuna sem grunnmál
því þar á milli er þýðingin þróaðri
en úr íslenskunni.
Þess vegna er um líf og dauða
íslenskunnar að tefla að efla mál-
rækt og leggja allt í sölurnar til
að tölvuvæða íslenskt mál og gera
það fullbúið til að taka þessari
þróun. Til þessa þarf mjög sterkt
inngrip af hálfu hins opinbera,
greina vandamálið og virkja
skólana.
Margir halda að hinir fullorðnu
þrói tungumálið, slípi það og
þroski og skili því síðan til kom-
andi kynslóða. Raunveruleikinn er
hins vegar allt annar. Það eru
börnin sem laga tungumálið að
sínum heimi og bera það með sér
inn í framtíðina, inn í heim þar
sem börnin þeirra verða í óðaönn
að laga tunguna að sinni veröld.
Við, þessi eldri, erum aðeins leið-
beinendur og áhorf-
endur sem í besta falli
getum hvatt og lið-
sinnt um málnotk-
unina, ekki með hroka
vandlætingarinnar
heldur með þekkingu
og gleði væntumþykj-
unnar sem tungumálið
gefur okkur til að
skilja hvert annað á
lífsins leið.
Fólkið sem nú býr í
Suður-Afríku er ættað
frá öllum heimsins
hornum, öllum löndum Evrópu,
Indlandi og öðrum Asíulöndum.
Flestir sem þangað fluttust vildu
halda móðurmáli sínu og menn-
ingu og enskan var þar lögleidd
sem aðalmál. Í byrjun síðustu ald-
ar fóru menn þar að taka eftir því
að unga fólkið var farið að tjá sig
á máli sem hnoðað var saman úr
öllum tungum sem talaðar voru í
landinu og í dag kallast afríkans.
Foreldrar, kennarar og yfirvöld
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð
til að stöðva þessa málnotkun.
Ekkert dugði því að það eru börn-
in sem þróa málið, ekki hinir full-
orðnu.
Við kennum ekki málið með
sjálfsánægðum stjörnum í sjón-
varpi eða reyna að troða okkur
inn í þann heim sem við höldum
að sé þeirra, heldur með því að
tala við börnin eins og jafningja
og kenna þeim að skilja orðin sem
töluð eru. Hlustum á það sem þau
hafa að segja. Þegar þau síðan
skilja orðin til hlítar og hafa náð
góðum tökum á málinu finnst
þeim gaman að því, því allt sem
við kunnum og skiljum er
skemmtilegt.
Málið
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
» Þá verður stutt í lítil
Ipod-tæki sem túlka
talað mál á götum úti og
á kaffihúsum og erlend
tungumál verða að hlið-
argrein í skólum.
Höfundur er fyrrverandi
atvinnurekandi.
Í fjölda ára hafa
margir Íslendingar
óskað þess að geta búið
og unnið í Bandarík-
unum. Því miður hafa
höft og strangar inn-
flytjendareglur í
Bandaríkjunum komið
í veg fyrir að Íslend-
ingar geti flutt til
Bandaríkjanna.
Stórkostlegar breyt-
ingar voru gerðar á innflytj-
endalöggjöfinni í Bandaríkjunum
fyrir rúmum 20 árum. Þessar breyt-
ingar heimila Íslendingum að búa og
vinna í Bandaríkjunum, löglega.
Nýja innflutningsreglugerðin,
EB-5, heimilar Íslendingum að fjár-
festa 1.000.000 dali í nýju fyrirtæki
og fá skilyrtan búseturétt í Banda-
ríkjunum í tvö ár. Við lok tveggja
ára tímabilsins skoðar innflytj-
endaeftirlitið í Bandaríkjunum hvort
fjárfestirinn hafi raunverulega fjár-
fest í nýju fyrirtæki og búið til 10
launastörf fyrir bandaríska rík-
isborgara eða löglega íbúa í Banda-
ríkjunum.
EB-5-reglugerðin býður einnig
upp á að ef fjárfestingin er gerð í
nýju fyrirtæki á svæði þar sem at-
vinnuleysi er mikið eða í dreifbýli, þá
þarf fjárfestingin ekki að vera meiri
en 500.000 dalir.
Fyrir um það bil 15 árum var
EB-5-reglugerðinni
breytt og heimilað var
að stofna EB-5-
svæðamiðstöðvar, þar
sem íslenskum fjár-
festum er gert mögu-
legt að fjárfesta
500.000 dali í svæð-
isbundnu lánafyrirtæki
sem lánar fjármagn til
fyrirtækja sem skapa
atvinnutækifæri. Með
því að fara þessa leið
getur íslenski fjárfest-
irinn fengið bandaríska
heimilisfesti. Lagaleg og fjárhagsleg
uppbygging svæðamiðstöðvarinnar
gerir mörgum Íslendingum kleift að
fjárfesta í sameignarsjóðum og hafa
litla stjórn á þeim, sérstaklega ef
þeir fjárfesta í sameiginlegum sam-
lagshlutafélagasjóðum. Um leið og
fjárfestingin hefur verið gerð getur
fjárfestirinn dregið sig í hlé frá
bandaríska fyrirtækinu og látið
stjórn verkefnisins, sem ekki er
EB-5-fjárfestar, reka fyrirtækið.
Raunveruleikinn er sá að íslenski
fjárfestirinn þarf að greiða út
500.000 dali fyrir fjárfestinguna
ásamt umsýslufé til EB-5-svæða-
miðstöðvarinnar, áætlað um 65.000
dalir. Til viðbótar við þessi gjöld má
búast við um 30.000 dölum í lög-
fræðikostnað. Þessi fjárfestingarleið
er miklu ódýrari en að stofna eigið
fyrirtæki, þar sem Íslendingurinn
þarf að leggja út fyrir rekstr-
arkostnaði og kostnaði við launa-
uppgjör, þessi kostnaður getur inn-
an fárra ára orðið hærri heldur en
takmarkaða fjárfestingin, 500.000+
dalir, eins og fjallað er um að ofan.
Án nokkurs vafa geta íslenskir
fjárfestar notið EB-5-reglugerð-
arinnar ásamt mökum sínum og
börnum.
Ég mun heimsækja Ísland gegn-
um Skype mánudaginn 30. desem-
ber nk. og fjalla um EB-5-reglugerð-
ina ásamt því að svara spurningum
þátttakenda. Kynningin verður á
Grand Hótel, Reykjavík og hefst kl.
17.
Þar sem við höfum takmarkað
rými óskum við þess að þeir sem
hafa áhuga á að mæta skrái sig með
því að senda e-mail til: gunn-
ar@greining.net.
Geta Íslendingar flutt til
Bandaríkjanna og unnið þar?
Eftir Edward
Beshara »Nýja innflutnings-
reglugerðin, EB-5,
heimilar Íslendingum að
fjárfesta 1.000.000 dali í
nýju fyrirtæki og fá skil-
yrtan búseturétt í
Bandaríkjunum í tvö ár.
Edward C Beshara
Höfundur er stjórnarlögmaður á lög-
mannsstofunni Beshara Professional
Association. Pétur Sigurðsson, lög-
giltur fasteignasali í Flórída, þýddi
greinina.
Ljósmynd/Edward Beshara
Umsókn Myndir sýnir dæmigerða umsókn um EB-5 visa.
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá
.... Hafðu samband
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
SIEMENS
Bakstursofn
HB 33G1541S (stál)
Einnig fáanlegur í
hvítu og svörtu.
Jólaverð:
149.900
SIEMENS
Uppþvottavélar
SN 45M205SK (hvít)
SN 45M505SK (stál)
Jólaverð (hvít):
Jólaverð (stál):
129.900
149.900
kr. stgr.
kr. stgr.
Ap
ríl
20
13
SIEMENS
Ryksuga
VS 59E20
Jólaverð:
19.990 kr. stgr.BOSCH
Safapressa
MES 20A0
Jólaverð:
17.900kr. stgr.
kr. stgr.
Gigaset
Símtæki
A510
Jólaverð:
8.220 kr. stgr.
Vendela
Borðlampar
Hæð: 35,5 sm.
Jólaverð:
8.900 kr. stgr.