Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 ✝ Guðrún ElínSkarphéð- insdóttir fæddist á Siglufirði, 25. mars 1940. Hún lést á Dalbæ, dvalarheim- ili aldraðra á Dal- vík, 6. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru þau Elín Sigurðardóttir, f. 1907, d. 1995 og Skarphéðinn Júlíusson, f. 1909, d. 1941. Ella átti þrjá bræður. Gunnar, f. 1932, búsettan í Garðabæ, Héðin, f. 1934, búsett- an í Keflavík og Njál, f. 1937, einnig búsettan í Keflavík. Ella fór í fóstur á Hvoli á Dalvík þeg- ar hún var á þriðja ári, til hjónanna Fanneyjar Stefaníu Bergsdóttur, f. 14 okt. 1901, d. 17. nóv. 1942 og Jóns Emils Stef- ánssonar, f. 4. maí 1902, d. 5 sept. 1994. Ella var fyrir stuttu komin í Hvol þegar Fanney dó og sama ár réð Jonni til sín ráðskonu, Maríu Sigurjónsdóttur. Ella var í Barna- og unglingaskóla Dal- víkur og gagnfræð- ingur frá Skógar- skóla. Hún var í Húsmæðraskól- anum Ósk á Ísafirði haustið 1957. Ella giftist eiginmanni sínum Gylfa Björnssyni, f. 23. júní 1936, þann 31. desember 1958 og eignast þau Jón Emil 22. janúar 1958. Eiga þau fimm barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Bjuggu þau að Bárugötu 1 í 35 ár frá 1960 og frá 1995 að Drafn- arbraut 4 sem var þeirra heimili þar til Ella flutti á Dalbæ 2. febrúar 2011. Útför Ellu fer fram frá Dalvíkurkirkju 14. des- ember 2013 kl. 13.30. Alltaf er það jafn erfitt að setjast niður og skrifa um félaga sem eru farnir frá okkur. Í dag kveðjum við yndislega konu og góðan félaga. Hún Guðrún Elín Skarphéðinsdóttir, eða hún Ella okkar, gekk í Lionsklúbb Sunnu 1. maí 1994 og var hún mikil lyftistöng fyrir klúbbinn og gegndi m.a. hlutverki svæðis- stjóra á svæði 6 í umdæmi 109 b. Ella var víðlesin og sagði okk- ur margar sögurnar og var virkilega gaman að heyra hve létt hún fór með mál sitt. Elsku Ella, hafðu þökk fyrir allt og allt, og vottum við að- standendum innilega samúð. Langar okkur Lionskonur að láta sönginn okkar fylgja sem við hefjum alla okkar fundi á. Nú komum við systur hér saman á fund með sólskin og djörfung í hug. Við ætlum að eiga hér ágæta stund og andríki hefja á flug. Sýnum samtakamátt, berum höfuðið hátt horfum djarfar á framtíðarbraut. Eflum frelsi og frið, veitum líðendum lið og líknum í sérhverri þraut. (Halldór Jóhannesson) Guð blessi minningu Ellu Skarp. Hólmfríður Guðrún Skúladóttir, formaður Lionsklúbbs Sunnu. Guðrún Elín Skarphéðinsdóttir Drottins hægri hönd haldist yfir þér; friður hins æðsta faðmi þig að sér! Verndin vængja hans Verı́ þinn hlífðarkrans; Englar guðs vaki Yfir þér víst til sanns! Guðs góður andi Gleði og náð þér sendi; Sál, líf og æra sé í drottins hendi! (Höf. ókunnur) Fyrir örstuttu hvarflaði ekki að okkur að við ættum eftir að setjast niður á þessari stundu og skrifa þessar línur til að minnast hennar Halldóru Bergþórsdótt- ur, eða Dóru eins og hún var allt- af kölluð. Hennar tími fannst okkur koma alltof fljótt. Er hún Halldóra Bergþórsdóttir ✝ Halldóra Berg-þórsdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1948. Hún lést á heimili sínu 30. nóvember 2013. Útför Halldóru fór fram frá Dóm- kirkjunni 11. des- ember 2013. veiktist á dögunum vissum við að það var bara þessi bless- aða pest sem fylgdi haustinu sem hún mundi rífa úr sér. Þegar á leið og hún var að ná sér kom í ljós að eitthvað ann- að og meira var að sem hún þurfti að takast á við. Hennar beið erfið meðferð sem við vonuðum svo innilega að hún myndi yfirstíga. Strax er við kynntumst Dóru, en það var um svipað leyti og við hjónin hófum samband, eignuð- umst við ævilangan vin sem gott var að eiga að og lifa með. Fyrr á árum eyddum við mörgum stund- um saman við að spila vist og fleiri spil, einnig eru ófáar ferð- irnar til þeirra í sumarbústað í Þjórsárdal þar sem hún undi sér einstaklega vel. Við áttum ófáar gleðistundir þar saman. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá henni og það var auðvelt að fá óstöðvandi hláturskast með henni. Oft var það þannig að við hlógum og hlógum saman án þess að nokkur í kringum okkur skildi af hverju. Það skipti okkur heldur ekki máli. Við skildum það. Dóra var traustur vinur sem gott var að eiga að, einstaklega hlý, og mátti ekkert aumt sjá. Hún og Andrés eignuðust saman þrjú börn en fyrir átti Andrés son sem Dóra unni mikið og leit alltaf á sem son sinn. Hennar er sárt saknað. Elsku Andrés, Andrés yngri, Íris, Bergþór, Jón Þór, tengda- börn, barnabörn, Lóa og systkini Dóru, megi hinn hæsti höfuð- smiður vera með ykkur og styrkja ævinlega. Hvíl þú í friði. Stefán og Guðlaug. Við hittumst fyrst þegar við vorum þriggja ára, í sandkassan- um á Grettisgöturóló. Svo tók við ljúf reykvísk bernska sjötta ára- tugarins með útileikjum á sumrin og það var alltaf sólskin. Á vet- urna var snjór, þá gerðum við engla í snjóinn. Svo flutti Dóra í Sólheimana og það voru viðbrigði þegar besta vinkonan var ekki lengur í næsta húsi. En við heim- sóttum hvor aðra í strætó. Á unglings- og snemmfullorð- insárum fórum við ólíkar leiðir og hittumst sjaldan. En börnin okk- ar færðu okkur saman aftur, á svipuðu reki og þá á þeim aldri sem við Dóra vorum þegar við vorum saman að leika okkur á Grettisgötunni. Þá var gott að eiga Dóru að og strákarnir mínir áttu hjá henni athvarf. Seinni ár- in voru samskiptin strjálli en við vissum alltaf hvor af annarri og oftast var það Dóra sem átti frumkvæðið að því að hafa sam- band. Nú er skyndilega komið að leiðarlokum og eftir standa minn- ingarnar og þakklæti fyrir ævi- langa tryggð og vináttu. Helga M. Ögmundsdóttir. Elsku Dóra vinkona. Sorg mín var mikil þegar ég frétti að þú hefðir kvatt okkur allt of snemma. Yndislegri konu en þig var ekki hægt að finna. Þú varst jafn falleg að utan og innan og góðmennskan ljómaði frá þér. Fjölskyldan þín var þér allt og mikið var gott að þú fékkst að sjá barnabörnin sem þú varst svo stolt af. Við urðum vinkonur sem stelpur og þótt ég byggi í Eng- landi var vinskapur okkar alltaf jafn sterkur. Það var alltaf svo gott að heimsækja ykkur Andrés og þið gerðuð mig svo velkomna. Mér finnst sárt að geta ekki fylgt þér síðustu sporin en ég geri það í kirkju í Englandi. Ég kveð elskulega vinkonu mína með sorg og söknuði. Guð blessi minningu þína. Ég bið algóðan Guð að gefa Andrési, mömmu þinni, börnum og barnabörnum styrk á þessari erfiðu stundu. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jónína Waltersdóttir. ✝ Elísabet Þor-geirsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 12. desem- ber 1931 og lést á Borgarspítalanum 19. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Þorgeir Elís Þorgeirsson sjó- maður, fæddur 26. september 1909, látinn 18. ágúst 1937, og Guðrún Kristjánsdóttir verkakona, fædd 13. október 1910, látin 30. september 1973. Systkini Elísabetar voru: 1. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur, f. 30. apríl 1933, d. 30. september 2003. Kvæntur Vilborgu Dag- bjartsdóttur, kennara og skáld- konu. Sonur þeirra er Þorgeir Elís og sonur Vilborgar og fóst- ursonur Þorgeirs er Egill Arn- aldur. 2. Stúlka, f. 18. júní 1934, d. 23. júlí 1934. 3. Kristján Rós- ant vélstjóri, f. 29. ágúst 1935, d. 5.október 1964. Sammæðra eru: 4. Kristín Rósa, f. 11.febrúar 1942. 5. Sigríður Ágústa, f. 9. september 1944. 6. Kolbrún, f. 20. september 1946. 7. Sigríður Stefanía, f. 18. júní 1949, d. í febrúar 1950. El- ísabet giftist Jóni Gunnari Ásgeirs- syni, tónskáldi og kennara, 11. júní 1955. Hann er fæddur 11. októ- ber 1928. Þeirra börn eru: 1. Þor- geir arkitekt, f. 5. október 1955. 2. Arnþór, sellóleikari og tónlist- arkennari, f. 20. ágúst 1957. Börn hans eru: Gunnar, f. 1987, Anna Elísabet, f. 1991, Hlín, f. 1993 og Kristín Amalía, f. 1999. 3. Guðrún Jóhanna, fædd 1966, tónmenntakennari og söngkona, gift Stig Rasmussen. Útför Elísabetar fór fram í kyrrþey frá Guðríðarkirkju þann 29. nóvember 2013 að ósk hinnar látnu. Elísabet, eða Ella eins og hún var kölluð af sínum nánustu, lést á landspítalanum í Fossvogi 19. nóv- ember s.l. eftir löng og erfið veik- indi. Hún datt og lærbrotnaði í lok september og komst ekkert á fæt- ur sem heitið getur eftir það. Það voru erfiðir tveir mánuðir fyrir hennar nánustu sem skiptust á að vera hjá henni eins mikið og þeir gátu. Við systur vorum mjög nánar alla tíð, þó að tíu ár hafi verið á milli okkar. Ekki síst eftir að ég flutti suður fyrir 12.árum og við urðum síðan nágrannar hér á Prestastígn- um, eða þar til að þau hjón fluttu í Eirborgir fyrir rúmu ári síðan. Ég vil þakka henni og mági mínum fyr- ir alla þá elskusemi, sem þau hafa sýnt mér og minni fjölskyldu alla tíð.Ég á eftir að sakna þess að hitta hana og fá þau hjón í annað hvort fiskibollur eða kaffi og pönnukök- ur, en það var eitt það besta sem var hægt að gefa henni. Ég ætla að kveðja hana með þessu fallega ljóði sem ég held mikið uppá. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég vil þakka Hjúkrunar og starfsfólki á deild 4. B fyrir um- hyggjusemi og notalegt viðmót gagnvart henni og ekki síður okk- ur sem vorum hjá henni síðustu vikurnar. Elsku Jón, Þorgeir, Arnþór, Gunnar, Anna Lísa, Hlín ogg Kristín Amalía. Mín ósk er sú að þið fáið styrk til að takast á við sorgina og læra að lifa með henni- .,Blessuð sé minning minnar kæru systur Elísabetar Þorgeirsdóttur og megi hún hvíla í friði. Rósa Skarphéðinsdóttir. Elísabet Þorgeirsdóttir erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU STEINDÓRU HILDIÞÓRSDÓTTUR, Austurmýri 13, Selfossi. Sendum þakkir til starfsfólks Fossheima og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sigurður Kristinn Sighvatsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Kristinn Ólafsson, Hilmar Sigurðsson, Hulda Guðmundsdóttir, Hjalti Sigurðsson, Ragnheiður Jóna Högnadóttir, Helgi Þröstur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts AÐALSTEINS VALDIMARSSONAR frá Hvallátrum í Breiðafirði, Kirkjuvöllum 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fá heimahlynning og líknardeild Landspítalans, Kópavogi. Guðfinna Vigfúsdóttir, Ásta Valdís Roth Aðalsteinsdóttir, Andreas Rolf Roth, Snædís Gíslín Heiðarsdóttir, Ragnar Ó. Guðmundsson, Jens Valdimarsson, Ella Margret Roth, Ian Arthur Roth, fjölskylda og aðrir aðstandendur. ✝ Við færum innilegar þakkir öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR BRAGADÓTTUR, Ólafsgeisla 4, Reykjavík. Hjartans þakkir til starfsfólks á krabbameinslækningadeild 11E, Landspítala, fyrir frábæra umönnun og alúð. Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Reynir Sigurðsson, Sigurður Reynisson, Bragi Reynisson, Kristín Smáradóttir, Ástþór Bragason, Bjarki Bragason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, KJARTANS JENSSONAR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir eru sendar ættingjum og vinum sem veittu aðstoð í veikindum hans og við undirbúning útfarar. Ásta Kristín Þorleifsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LÁRU J. ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Sigurjón Jóhannsson, Gyða Hauksdóttir, Árni Jóhannsson, Dagfríður Jónsdóttir, Magnús Finnur Jóhannsson, Margrét Nanna Jóhannsdóttir, Karl Ísleifsson, Jóhann Jóhannsson og ömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.