Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
yfirvalda saman til að bera saman
bækur sínar. Á slíkum fundum var
enginn kátari en Bogi og fáir
kunnu betur að gleðjast við slík
tækifæri en hann. Hann var sér-
lega snjall tækifærisræðumaður
sem flutti ræður sínar blaðlaust og
án þess að hann hefði nokkuð fyrir
því, rökviss og sposkur með
hnyttnum athugasemdum og
kryddaði þannig tilveruna.
Fyrir réttum sex árum kvaddi
hann vinnustað sinn, skattstofuna
á Siglufirði, eftir langt og gifturíkt
starf í meira en fjóra áratugi. Nú
er góður félagi genginn sem fékk
alltof stuttan tíma til að njóta efri
ára eftir starfslokin. Honum fylgja
góðar hugsanir og blessaðar
minningar inn í austrið eilífa. Eft-
irlifandi eiginkonu, Sigurhelgu,
börnum og öðrum ættingjum eru
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Skúli Eggert Þórðarson.
Minningarnar hrannast upp
þegar ég sest niður og skrifa
kveðjuorð til vinar og samherja í
stjórnmálum sem taka yfir meira
en fjóra áratugi. Hann var ham-
hleypa til vinnu áhugamálum sín-
um til framdráttar, ósérhlífinn og
útsjónarsamur. Stjórnmál áttu
mjög vel við skaphöfn hans þar
sem farvegur var fyrir hugsjónir,
framtak og samvinnu með and-
stæðingum sem og samherjum.
Hann var varaþingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn í NLV og
átti von á að verða í baráttusæti á
lista flokksins við alþingiskosning-
arnar 1984, en mál skipuðust á
annan veg og tók hann ekki það
sæti sem honum bauðst á listan-
um. Urðu það örlög mín að fylla
það skarð fyrir Siglufjörð en fram-
boð varð að hafa fulltrúa um allt
kjördæmið.
Hann sat í bæjarstjórn Siglu-
fjarðar fjögur kjörtímabil frá
1970-1986 og þar af eitt sem for-
seti bæjarstjórnar. Þessi ár voru
Siglufirði erfið, síldin hvarf, at-
vinna minnkaði, fólki fækkaði og
leita varð nýrra leiða í atvinnumál-
um. Útgerðarfélagið Þormóður
rammi var stofnað og keyptir nýir
skuttogarar og byggt fiskvinnslu-
hús.
Hitaveita Siglufjarðar var
stofnsett með vatnsvinnslu úr
Skútudal ásamt aðveituæð og
dreifikerfi.
Skeiðsfossvirkjun var stækkuð
með nýrri virkjun við Þverá og
Varastöð stækkuð í Siglufirði.
Við unnum saman á þessum ár-
um og er mér ljúft að þakka það
samstarf sem aldrei bar skugga á.
Á þessum tíma tók Bogi að sér
að skrifa Einherja þegar Jóhann
Þorvaldsson lét af starfi ritstjóra,
síðar var blaðinu breytt í kjör-
dæmisblað.
Um tíma vorum við báðir í land-
stjórn Framsóknarflokksins og
sátum alla miðstjórnarfundi og
flokksþing. Það var aldrei logn-
molla í kringum Boga og þegar
fundum lauk kunni hann svo sann-
arlega að slappa af og taka lagið ef
svo bar undir og eftir var tekið.
Við áttum einnig samleið á öðr-
um vettvangi svo sem í Lions-
klúbbi Siglufjarðar og Stangveiði-
félagi Siglfirðinga þar sem við
fórum saman ánægjulegar veiði-
ferðir sem ég nú þakka fyrir.
Bogi starfaði sem skattstjóri
fyrir NLV í 27 ár og var í því starfi
mjög réttsýnn, vel liðinn og vel
metinn af yfirmönnum sínum.
Bogi hefði ekki komið þessu
öllu í verk ef hann hefði ekki notið
stuðnings eiginkonu sinnar, Sig-
urhelgu Stefánsdóttur, sem studdi
hann með ráðum og dáð og bjó
honum fagurt heimili.
Hann leggur nú í þá ferð sem
við öll þurfum að fara, en við sem
eftir stöndum erum full þakklætis
fyrir þau störf sem hann vann
okkar byggðarlagi við mjög erfið-
ar aðstæður.
Við Auður sendum Sigurhelgu
og fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sverrir Sveinsson.
Bogi Sigurbjörnsson var for-
ingi. Hvar sem leið hans lá, hvort
sem var í starfi eða leik, valdist
Bogi til forystu. Það var ekki
vegna þess að hann sækti sérstak-
lega eftir því, heldur hafði hann í
fari sínu kosti sem urðu þess
valdandi að samferðamenn
treystu honum og ráðum hans.
Hann var vasklegur maður og allt
hans fas bar vott um þrótt og
myndarskap.
Bogi var upprunninn úr Fljót-
um, en flutti ungur til Siglufjarðar
og átti þar sitt heimili síðan. Það
er eftirtektarvert hvað margt af
dugnaðar- og hæfileikafólki á ræt-
ur að rekja í þá harðbýlu sveit.
Að námi loknu stundaði Bogi
verslunarstörf í nokkur ár, en síð-
an hóf hann störf á Skattstofu
Norðurlands vestra. Bogi varð
skattstjóri á Norðurlandi vestra
og gegndi því starfi til starfsloka.
Hann var nákvæmur og vandaður
embættismaður. Bogi var fram-
sóknarmaður og fljótlega var
hann þar valinn í forystusveit.
Hann var bæjarfulltrúi á Siglu-
firði um margra ára skeið. Kosn-
ingar haustið 1979 til Alþingis bar
að með skjótum hætti, framboðs-
listi okkar framsóknarmanna var
þá valinn með uppstillingu. Eðli-
legt hefði verið að Bogi skipaði
eitthvert af þremur efstu sætum
listans, en niðurstaðan varð sú að
hann skipaði fjórða sætið, þótt
heppilegra hefði verið að hann
væri ofar. Eftir mikinn kosninga-
sigur okkar, sem ekki hvað síst
var Boga að þakka, varð hann
fyrsti varaþingmaður flokksins í
kjördæminu næsta kjörtímabil.
Eftir að Bogi gerðist skattstjóri
vildi hann ekki taka sæti á fram-
boðslista til Alþingis og taldi það
ekki samræmast embætti sínu.
Hann var þó ötull og ósérhlífinn í
starfi flokksins í kjördæminu sem
áður og lengi formaður kjördæm-
issambandsins. Hann átti einstak-
lega létt með að laða fólk til sam-
starfs og blanda hugsjónabaráttu
með gleði og samhug. Hann hafði
lag á því að gera þing okkar í hér-
aði að ógleymanlegum hátíðum.
Stjórnmálastarf á að vera og þarf
að vera skemmtilegt og stjórn-
málaþátttaka eftirsóknarverð.
Framsóknarmenn eiga Boga
mikla skuld að gjalda.
Bogi átti afbragðskonu, Sigur-
helgu Stefánsdóttur, myndarbörn
og glæsilegt heimili. Foreldrar
Boga voru mannkosta- og greind-
arfólk. Frændgarð mikinn átti
hann á Siglufirði og var hann mik-
ill ættarhöfðingi. Hann var brids-
maður góður eins og margir ætt-
ingjar hans. Myndaði hann sveit
með bræðrum sínum og kepptu
þeir á mótum víða um land með
góðum árangri.
Nú er Bogi Sigurbjörnsson
horfinn af heimi. Við höfum verið
samherjar og vinir meira en hálfa
öld og aldrei borið skugga á.
Flokkur okkar hefur misst einn af
sínum bestu forystumönnum. Ég
minnist hans með mikilli þökk,
virðingu og eftirsjá. Við Sigrún
sendum aðstandendum Boga okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Páll Pétursson.
Ég kynntist Boga Sigurbjörns-
syni skattstjóra á Siglufirði fyrir
18 árum. Á þessum tíma var ég að
ljúka störfum við tímabundið
verkefni og vantaði atvinnu. Ég
var í heimsókn á Siglufirði og var
bent á að ræða við hann. Hann tók
mér ljúfmannlega eins og hans var
vandi og spurði hverra manna ég
væri eins og stundum gengur.
Þegar ég hafði greint honum frá
því hallaði hann sér aftur í stóln-
um, setti hendur á höfðuð eins og
hann gerði svo oft og sagði: „Jáá,
ég vil nú gera eitthvað gott fyrir
pabba þinn.
Frábær maður þótt við séum
auðvitað ekki á sömu línu í pólitík-
inni.“ Þetta svar er mér afar eft-
irminnilegt enda lýsti það mann-
inum á svo margan hátt. Ég hóf
störf hjá honum ekki löngu síðar
og starfaði hjá honum samtals í
fimm ár sem voru mér einkar lær-
dómsrík. Ég ætlaði mér aldrei að
starfa þarna svo lengi og ekki búa
á Siglufirði til framtíðar, en árin
eru orðin býsna mörg svo segja
má að þetta samtal við Boga hafi
verið örlagavaldur í lífinu.
Bogi var mikill embættismað-
ur, gætinn á fé ríkissjóðs eins og
vera bar og lagði áherslu á að farið
væri eftir réttum reglum. En hann
var jafnframt mjög sanngjarn í
öllum samskiptum og oftast tilbú-
inn að teygja sig langt til að ná því
sem hann taldi sanngjarna og
ásættanlega lausn ef svo bar und-
ir. Þetta kom líka fram í samskipt-
um hans við samstarfsfólk sitt,
enda held ég að hann hafi oft
reynst því miklu betur en almennt
er með yfirmenn á vinnustöðum.
Þegar ég hafði unnið hjá honum í
tvær vikur lést faðir minn óvænt.
Bogi reyndist mér ómetanlega þá
á svo margan hátt og veitti mér
ýmis föðurleg ráð sem voru gott
nesti til framtíðarinnar. Reyndar
má geta þess að útför Boga fer
fram réttum 18 árum eftir and-
látsdag föður míns. Bogi lagði
ætíð áherslu á að vinnustaðurinn
væri manns annað heimili og
manni bæri að umgangast vinnu-
staðinn með það í huga. Þetta er
nokkuð sem hefur reynst mér vel
að hafa að leiðarljósi í lífinu. Eitt
af helstu persónueinkennum Boga
var einstök kappsemi. Hún kom
fram bæði í leik og starfi og hann
leit gjarnan á þau verkefni sem
þurfti að leysa sem einhvers konar
keppni þar sem ná þyrfti bestu út-
komunni. Hann starfaði líka í póli-
tíkinni með kappsemina að leiðar-
ljósi. Hann var á margan hátt af
gamla skólanum eins og það er
stundum kallað. Nýtti gamla
tækni við vinnu, eins og ritvél og
penna, og trúði á heiðarleika í
samskiptum við menn og málefni.
Hann var mjög trúr því samfélagi
sem hann lifði í og bar hag þess
innilega fyrir brjósti. Hann lagði
sig líka fram um að vinna að bætt-
um hag Siglufjarðar og framgangi
þeirra mála sem hann taldi mik-
ilvæg. Bogi var jafnan hrókur
fagnaðar í gleðskap og á manna-
mótum og vissi fátt skemmtilegra
en söng og glaðværð. Fallinn er
frá mjög eftirminnilegur maður
sem var stór hluti af litla sam-
félaginu á milli fjallanna í Siglu-
firði. Þar er skarð fyrir skildi. Eft-
ir standa fjölmargar góðar
minningar og þakklæti fyrir
ánægjuleg kynni og margar sam-
verustundir. Ég votta fjölskyldu
hans mína innilegustu samúð.
Halldór Þormar Halldórsson.
Við fráfall Boga Sigurbjörns-
sonar er stórt skarð höggvið í rað-
ir bridgespilara á Íslandi. Skarðið
er samt stærst í Bridgefélagi
Siglufjarðar. Þar var Bogi félagi
og var hann mjög stoltur af félag-
inu sínu sem er elsta bridgefélag
landsins eða 75 ára gamalt í ár.
Bogi var snjall spilari og ófáir
titlar sem hann hefur unnið til um
ævina. Þeir eru svo margir að það
er ekki hægt að telja þá upp hér.
Rétt er þó að geta að Bogi varð Ís-
landsmeistari í sveitakeppni
ásamt bræðrum sínum og bræðra-
sonum árið 1993. Mörg höfum við
haft á tilfinningunni að bræðurnir
frá Skeiði eins og þeir oft eru
nefndir væru fæddir með spilin í
höndunum. Slík var spilagleðin.
Þeir hrifu líka aðra með sér. Stór
þáttur í því að Bridgefélag Siglu-
fjarðar lifir er einmitt fyrir þeirra
störf.
Bogi hefur verið formaður
Bridgefélags Siglufjarðar þriðja
hvert ár í áratugi. Þar vann hann
óeigingjarnt starf og var ötull við
að fá nýja félaga í félagið. Síðustu
ár hefur makker Boga verið Ant-
on bróðir hans og náðu þeir yf-
irleitt mjög góðum árangri.
Við félagar Boga í Bridgefélagi
Siglufjarðar erum sannfærð um
að ef þeir kunna ekki bridge í
himnaríki þá verður Bogi ekki
lengi að kenna þeim hann. Eitt er
víst að Boga verður sárt saknað
sem félaga, makkers og frábærs
spilara.
Félagar í Bridgefélagi Siglu-
fjarðar votta fjölskyldu Boga og
öðrum aðstandendum innilegr
samúð.
F.h. Bridgefélags Siglufjarðar,
Margrét St. Þórðardóttir.
✝ Sólveig Sæ-mundsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 27. sept-
ember 1917. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 15. nóv-
ember 2013.
Foreldrar Sól-
veigar voru hjónin
Sæmundur Guð-
mundsson ljós-
myndari, f. 3.8.
1873, d. 9.12. 1955, og Matt-
hildur Helgadóttir, f. 14.9. 1886,
d. 11.6. 1959. Þau skildu og ólst
Sólveig upp hjá heiðurshjón-
unum Jóni Einarssyni og Guð-
rúnu Sigurðardóttur í Leyni-
mýri í Fossvogi.
Alsystkini Sólveigar voru sex
talsins og hálfsystkinin sam-
mæðra þrjú.
Sólveig giftist ung Ólafi Elí-
assyni húsasmíðameistara, þau
skildu.
Börn þeirra eru: 1) Erna M., f.
1939, gift Sigurði Kristjánssyni,
f. 1937. Þeirra börn eru Ólafur
Bjarma, f. 1987, hennar maður
er Davíð Fritzson.
Seinni maður Sólveigar var
Guðmundur Guðmundsson vél-
stjóri, f. 1916, d. 1990. Þau
skildu. Dóttir þeirra er Stella, f.
1957, gift Jónasi Birgi Birg-
issyni, f. 1953. Börn Stellu eru:
Sólveig Erna Sigvaldadóttir
Woo, f. 1974, gift Joseph Woo,
þeirra börn eru Nicholas, f.
2000, Kathrin, f. 2004, og Jack,
f. 2006. Dís Gylfadóttir, f. 1983,
gift Ólafi Þór Antonssyni. Dóttir
Dísar er Edda Sóley Þórisdóttir,
f. 2005. Börn Ólafs úr fyrra
hjónabandi eru Laufey, Daði og
Sóley Erla. Börn Stellu og Jón-
asar eru: Tinna Ásdís, f. 1986,
hennar maður er Róbert Farest-
veit. Þau eiga eina dóttur, Ásdísi
Ericu, f. 2009. Jónas Birgir, f.
1988, í sambúð með Rakel Ósk
Jóelsdóttur.
Sólveig ólst upp í miðborg
Reykjavíkur og sem ung kona
lærði hún kjólasaum og starfaði
mest við það fag. Hún var mjög
listræn og ef tómstundir gáfust
teiknaði hún, málaði málverk og
skapaði ýmislegt í höndunum.
Síðustu fjörutíu árin áður en
hún flutti á Hrafnistu í Reykja-
vík bjó hún á Grensásvegi 58.
Útför Sólveigar fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sveinberg, f. 1959.
Sonur hans er
Steingrímur Jón, f.
1981, kvæntur
Berglindi Ósk Sig-
urðardóttur, þau
eiga Ástu Maríu, f.
2006, og Sölva, f.
2013. Kristján, f.
1961. Kona hans er
Elísabet Kristjáns-
dóttir, börn þeirra
eru Kristján, f.
1989, Sigurður, f. 1992, og
María, f. 1999. Reynir, f. 1965,
kona hans er Þórunn Vigfús-
dóttir, börn þeirra eru Rakel
Ósk, f. 1989, hún á soninn Sturlu
Andrason, f. 2011. Sigfús Már, f.
1991, Jónína Kristín, f. 1996, og
Auður Helga, f. 1999. 2) Magn-
ús, f. 1951. Hans börn eru: Ólaf-
ur Pétur, f. 1975, kona hans er
Sunna Hrönn Sigmarsdóttir.
Þeirra börn eru Dagur Kári, f.
2003, og Saga, f. 2010. Petra
Dís, f. 1979, gift Snorra Birgi
Snorrasyni, þau eiga börnin Öx-
ar, f. 2008, og Eyju, f. 2010.
Ég kveð elskulega móður mína
sem lést í hárri elli á Hrafnistu í
Reykjavík 15. nóvember síðastlið-
inn.
Mamma var alla tíð dugleg til
vinnu og vann mikið til að geta séð
fyrir okkur börnunum. Þrátt fyrir
erfiða ævi og mikil veikindi þegar
hún greindist með berkla ung að
árum var hún alla tíð glöð og kát
og sá jákvæðu hliðarnar á öllum
málum, hún hafði alltaf mikið
skopskyn. Mamma kenndi mér að
treysta á Guð og ekki síst á sjálfa
mig, hún elskaði frelsið og sjálf-
stæðið, vera engum háður með
neina hluti. Ég kveð sátt og veit
að hún er komin á betri stað, þann
sem hún kallaði „heim“.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Stella Guðmundsdóttir.
Amma Solla var einstök kona,
mjög sjálfstæð og áræðin. Hún
kenndi börnum sínum og barna-
börnum að láta drauma sína ræt-
ast og ganga í verkin en ekki bíða
eftir að einhver kæmi og gerði
hlutina fyrir mann. Amma var
fyndin og skemmtileg og tók
sjálfa sig ekki of hátíðlega. Það
var alltaf gaman að fá að gista hjá
ömmu, hún var leyndardómsfull
og spennandi amma. Ekki nóg
með að hún leyfði mér að horfa á
dramatískar fullorðinsspólur eins
og t.d. „Á hverfanda hveli“, held-
ur sagði hún svo skemmtilegar
sögur. Þegar það var kominn
háttatími og við komnar inn í her-
bergi sagði amma stundum frá því
að í gamla daga, þegar það var
ekkert rennandi vatn, var hún
sem lítil stelpa send að sækja vatn
í brunninn í kolniðamyrkri. Hún
hélt athygli minni því það var eins
og hún væri að segja mér leynd-
armál, hún sagði svo skemmtilega
frá. Þegar ég var orðin unglingur
fannst mér mjög gaman að taka
vinkonur mínar með í heimsókn
til ömmu og þær kepptust um að
fá að koma með því amma kunni
að spá í spil.
Oftar en ekki sá amma ein-
hverja stráka í spilunum og þá
varð hún leyndardómsfull á svip
og glotti. Þá ískraði í okkur af
spenningi. Oft var mikið til í því
sem hún sagði og við gátum rætt
það fram og aftur næstu daga.
Tvisvar sinnum þegar hún spáði
fyrir mér kom spilið sem táknar
dauðann.
Þá brosti amma og sagði að það
væri nú vonandi bara hún, því hún
væri tilbúin að fara til Guðs. Síð-
ustu ár talaði amma alltaf meira
og meira um Guð og Jesú. Fyrir
fjórum árum tók ég viðtal við
hana, ásamt skólabróður mínum,
fyrir skólaverkefni. Amma tók á
móti okkur, þá 92 ára, með klút á
höfðinu og málningarpensla í
hendinni. Hún hafði verið að
vinna að abstraktmynd þarna um
morguninn áður en við komum.
Við tylltum okkur og amma fór
að segja okkur frá lífi sínu sem
hafði verið viðburðaríkt en oft
mjög erfitt, en amma var svo
þakklát því Guð hafði alltaf hugs-
að um hana. Hún fékk góða fóst-
urforeldra sem hugsuðu vel um
hana og fósturpabbi hennar gaf
henni bestu gjöfina af öllum:
Hann sagði henni frá Jesú og
þannig fór amma snemma að
treysta á Jesú. Amma sagði að
Jesús væri alltaf með henni og
gæfi henni visku og styrk þegar á
þyrfti að halda. Þegar amma var
ung þótti hún hafa góða söngrödd
og hafði fengið inni í söngskóla
þegar hún veiktist af berklum.
Hún náði sér ágætlega af berkl-
unum en draumurinn um að verða
söngkona varð að engu.
Þegar við spurðum ömmu
hvort hún syrgði þann draum ekki
horfði hún hissa á okkur og sagði
að það þýddi nú ekki að velta sér
upp úr því og syrgja eitthvað sem
aldrei varð. Það væri nú bara só-
un á tíma og orku. Á náttborðinu
hennar ömmu lá stækkunargler
sem hún notaði til að lesa í Biblí-
unni.
Amma sagði að Biblían væri
eina bókin sem maður þyrfti að
eiga því í henni væru konungasög-
ur, ástarsögur, dramatískar,
hetjusögur og frásagnir af Jesú.
Amma sagði að Jesús væri vinur
hennar og hún segði við hann á
kvöldin að hann mætti sækja
hana þegar hann vildi.
Nú er amma farin til Guðs og
ég sendi mömmu, Magga og Ernu
samúðarkveðjur.
Dís Gylfadóttir.
Elsku amma Solla.
Nú er komið að kveðjustund
okkar, þeirri síðustu. Þegar hug-
urinn leitar til baka kemur upp sú
stóra mynd sem amma Solla var í
lífi mínu og hversu mikils virði
hún var mér.
Alltaf gat ég skotist upp í
strætó nr. 11 og heimsótt ömmu á
Grensás og ef ég vildi taka vin-
konu með mér þá mátti ég það. Að
koma til hennar var eins og að
koma inn í ævintýralegan fallega
skreyttan helli þar sem tíminn var
stopp.
Við áttum okkar yndislegu
stundir saman, og fyrir jólin héld-
um við okkar litlu jól. Þá tók hún
fram uppáhalds-jólaskrautið mitt
sem var stytta af jólasveini að
kyssa konu, trekkti það upp og þá
spilaði dósin lagið: Ég sá mömmu
kyssa jólasvein. Undir þessu und-
irspili sátum við og borðuðum pip-
arkökur og höfðum það notalegt í
litla eldhúsinu hennar.
Amma var hugmyndarík og
með eindæmum hæfileikarík
kona. Það var alltaf eitthvað um
að vera hjá henni. Hún var ýmist
að sauma, mála, segja mér sögur,
kenna mér bænir eða spá í spil
eða kaffibolla. Gleymi aldrei
vonda bragðinu af kaffinu sem ég
þurfti að drekka hjá henni til að fá
að heyra spá mína í kaffibollan-
um.
Hjá ömmu gat ég gramsað eins
og ég vildi í ævintýralegu fötun-
um og skartinu hennar og leikið
mér um alla íbúð í því.
Svo þegar þreytan lagðist yfir
þá setti amma iðulega spóluna
Annie í tækið og þá spólu horfði
ég margoft á. Sú mynd mun alltaf
minna mig á ömmu Sollu.
Amma var góður hlustandi og
dugleg að hvetja mig áfram í líf-
inu.
Elsku amma mín, nú færðu
hina hinstu ró. Við minnumst þín
ætíð með ást og hlýju.
Svífðu hátt yfir skýjabreiður,
yfir fjöll og hálendi. Fljúgðu hátt,
til þess sem þín bíður.
Hvíl í friði, elsku amma, og
takk fyrir allar þínar stundir sem
ég átti með þér. Þín
Petra.
Elsku amma Solla. Nú þegar
ég er búinn að kveðja þig vakna
margar góðar minningar. Sem
krakki heimsótti ég þig oft á
Grensásveginn og tókstu alltaf
hlýlega á móti mér með faðmlagi.
Við brölluðum ýmislegt á þessum
tíma og þú varst fljót að átta þig á
áhuga mínum á að laga hluti. Þú
varstu oft með eitthvað sem ég
þurfti að laga og var ég þá fljótur
að finna verkfærakassann í eld-
hússkápnum og vinda mér í verk-
ið.
Þú hafðir einstakt lag á að
segja ævintýralegar sögur af þér í
útlöndum og áttir það til að hrífa
mig með þér á vit ævintýranna.
Ég mun ávallt geyma þær góðu
minningar sem ég á um þig.
Guð blessi þig, amma mín.
Ólafur Pétur.
Sólveig
Sæmundsdóttir