Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 ✝ Bogi Guð-brandur Sigur- björnsson var fædd- ur 24. nóvember 1937 að Nefstöðum í Fljótum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 9. desember 2013. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Bogason, fæddur 3. september 1906, dá- inn 8. nóvember 1983 og Jóhanna Antonsdóttir, fædd 9. desember 1913, dáin, 1. nóvember 2004. Systkini Boga eru: Anton, f. 1933, Guðrún, f. 1942, Kristrún, f. 1947, Stefanía, f. 1949, Jón, f. 1950 og Ásgrímur, f. 1956. Bogi kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigurhelgu Stef- ánsdóttur, 26. desember 1960. Hún fæddist í Ólafsfirði 4. nóv- ember 1936. Foreldrar hennar voru Jónína Kristín Gísladóttir, f. 24. ágúst 1895, d. 3. desember 1979 og Stefán Hafliði Stein- Verslunarskólanum í Reykjavík árin 1964-65. Hann starfaði á Skattstofunni á Siglufirði í 41 ár samfellt og þar af sem skattstjóri í 27 ár eða þar til hann lét af stöf- um vegna aldurs 30. nóvember 2007. Bogi var alla tíð mjög virkur innan Framsóknarflokksins og sat m.a. í bæjarstjórn Siglu- fjarðar fyrir flokkinn frá 1970 til 1986 og þar af var hann forseti bæjarstjórnar 1982-1986. Hann var varaþingmaður Framsókn- arflokksins eitt kjörtímabil og að auki gegndi hann hinum ýmsu trúnaðarstörfum innan flokksins allt til dauðadags. Til fjölda ára ritstýrði hann Einherja, mál- gagni framsóknarmanna í Siglu- firði. Bogi var mjög virkur í félags- störfum og var félagi í Bridge- félagi Siglufjarðar, Blak- klúbbnum Hyrnunni, Stangveiðifélagi Siglfirðinga, Skákfélagi Siglufjarðar, Lions- klúbbi Siglufjarðar og seinni árin stundaði hann golf af fullum krafti, auk þess að hafa spilað fótbolta og badminton á árum áð- ur. Útför Boga fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju 14. desember 2013 kl. 14. grímsson, f. 9. maí 1892, d. 19. febrúar 1972. Bogi og Helga bjuggu allan sinn búskap á Siglufirði. Þau eignuðust tvö börn: 1. Krist- ínu, f. 1959, eig- inmaður hennar er Kristján Björnsson. Þeirra börn eru: Bogi Sigurbjörn, f. 1984, Helga Sig- urveig, f. 1988 og Elfa Sif, f. 1994, fyrir átti Kristján þau Örnu og Björn. Barnabörn þeirra eru orðin níu. 2. Sigurbjörn, f. 1964, kvæntur Kristrúnu Snjólfs- dóttur. Þeirra börn eru Tinna Rut, f. 1988, Alex Már, f. 1992 og Bogi, f. 2004. Bogi bjó á Skeiði í Fljótum til 22 ára aldurs en þá flutti hann til Siglufjarðar og hóf störf í Kjöt- búð Siglufjarðar og þar vann hann þar til hann hóf störf á Skattstofu Norðurlands vestra, en áður hafði hann stundað nám í Ég var á ferð og flugi ástin mín, og alltof sjaldan fékk ég notið þín. Þvílíkar tarnir enn ég ekki skil, því miklu minna hefði dugað til. Og vorið leið og við tók sumarið, við áttum samleið, gengum hlið við hlið. Lifðum marga gleði og gæfustund, við örlög grá við áttum seinna fund. Lífið er vatn sem vætlar undir brú, og enginn veit hvert liggur leiðin sú. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. Og þó nú skilji leiðir að um sinn, þér alltaf fylgir vinarhugur minn. Ég þakka fyrir hverja unaðsstund, við munum aftur eiga endurfund. Alltaf fjölgar himnakórnum í, og vinir hverfa, koma mun að því. En þegar lýkur jarðlífgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. (Magnús Eiríksson) Elsku Bogi, takk fyrir allt. Sigurhelga Stefánsdóttir. Síminn hrindi um miðja nótt og ég vissi hvað það boðaði. Bogi bróðir var dáinn eftir að hafa átt við langvarandi veikindi að stríða. Við Bogi höfðum svo til sömu áhugamál utan vinnunnar eins og bridge, tafl, badminton, blak, fót- bolta, veiðiferðir, pólitík o.fl. og því liðu sjaldan margir dagar án þess að við hittumst til þess að gleðjast saman. Við áttum meira að segja fyrsta bílinn minn í sam- eign í 2 ár enda efnahagurinn ekki mikill á þeim tíma, Bogi að byggja og ég námsmaður. Bogi var foringi framsóknar- manna í Siglufirði í marga áratugi og sat í bæjarstjórn í nokkur kjör- tímabil og var forseti bæjarstjórn- ar um tíma. Hann sat einnig á þingi sem varaþingmaður. Bogi var öflugur fulltrúi Siglufjarðar og landsbyggðarinnar í opinberri umræðu sem ekki veitti af þegar tekist var á um málefni lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis- ins. Oft lét hann forustumenn Framsóknarflokksins hafa það óþvegið þegar honum þótti halla á Siglufjörð eða landsbyggðina þeg- ar teknar voru ákvarðanir um mikilvæg málefni. Ég man vel eft- ir kröftuglegum mótmælum hans á fundum þegar setja átti lög um framsal og leigu á fiskveiðikvótan- um og hefði betur verið hlustað á hann þá og staðan væri þá mun betri í dag varðandi þessi mál. Hann var einlægur andstæðingur ESB-aðildar og hafði einnig mörg varnaðarorð til framsóknarmanna þegar honum fannst þeir hallast of mikið til hægri. Hann varaði ein- dregið við Icesave-samningnum á sínum tíma. Frægt var þegar hann tilkynnti í fréttaviðtali að hann ætlaði að leggja niður fram- sóknarfélagið á Siglufirði ef rík- isstjórnin stæði ekki við gerða samninga varðandi Héðinsfjarð- argöng en til stóð að rifta þeim samningi. Ég heyrði í Boga í síma nokkrum dögum áður en hann lést og var auðheyrt að hann var ánægður með sína menn í Fram- sóknarflokknum eftir að tillögur um skuldaleiðréttingar komu fram og þá fann ég að hugsunin var skýr þótt þrótturinn væri að dvína. Bræðrasveitin í bridge (Bogi, Anton, Ásgrímur og Jón) frá Siglufirði var vel virk á árunum 1970 til 2000 og náði oft ágætum árangri á Íslandsmótum, Norður- landsmótum, svæðamótum og í bæjarkeppnum. Segja má að við bræður færum á bridgemót flest- ar helgar yfir vetrarmánuðina og var þá kappið oft meira en for- sjálnin við að komast á mótin og veður ekki látið hamla för. Oft fóru margir dagar í þessi ferðalög og var Bogi hrókur alls fagnaðar hvar sem við vorum. Fyrir kom að við fengum okkur í tána eftir lang- an spiladag og þar sem við höfðum allir gaman af söng þá þróaðist skemmtunin oft í það að Bogi söng einsöng „Áfram veginn“ og mátti þá vart á milli sjá hvort þarna var á ferð Bogi eða Stefán Íslandi. Elsku Helga, Stína, Bubbi og fjölskyldur. Við Björk vottum ykkur okkar dýpstu samúð og vit- um að söknuður ykkar er mikill. Biðjum góðan Guð að styrkja ykk- ur en minningin um góðan fjöl- skylduföður lifir. Kæri bróðir, takk fyrir allt. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum) Hvíl þú í friði. Jón Sigurbjörnsson Á kveðjustundu hvarflar hug- urinn um farinn veg og hve mikið ég á þér að þakka. Eftir að ég kom af miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins nú á dögunum, þar sem þín var sárt saknað, hef ég verið að hugsa um að hve mörgu leyti ég hef tekið þig mér til fyrirmyndar í lífinu. Ég fór í mína fyrstu brids- keppni með þér 12 ára gamall og eftir það hefur áhugi minn verið mikill við spilaborðið, áhugi minn á stjórnmálum og Lions smitaðist einnig frá þér. Ég man þegar ég vann þig fyrst í skákkeppni er ég var unglingur, þá varst þú búinn að vera á Al- þingi og skák okkar var frestað þess vegna, staðan var sú að þið Gummi Davíðs voruð jafnir, eftir jafna byrjun bauð ég jafntefli þar sem ég sá enga möguleika á hvorn veginn sem var, að skákin myndi vinnast, en þú vildir ekki taka því þar sem þá fannst þér að ekki væri heiðarlega teflt, en við vorum aldir upp við það að gera alltaf okkar besta og vera heiðarlegir í leik. Endaði viðureignin síðan með því að ég vann og þú þurftir að tefla aukaskákir til að verða Siglu- fjarðarmeistari í það skipti, ég man enn hvað mér var létt þegar þú náðir að vinna mótið. Einnig minnist ég þess tíma er þú varst ritstjóri Einherja og ég fékk að vinna með þér að því að safna auglýsingum og hefur sú reynsla nýst mér síðar á lífsleið- inni. Mér varð hugsað til mömmu þann dag sem þú kvaddir, hún var svo oft búin að segja að hún vildi vera komin hinumegin á undan okkur til að taka á móti okkur þeg- ar kallið kæmi og þitt kall kom á 100 ára afmælisdeginum hennar. Við Gurra og Gunnar sendum Helgu, Stínu, Kristjáni, Bubba, Kristrúnu og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð fylgja ykkur. Þinn bróðir, Ásgrímur. Það er erfitt að setjast niður og skrifa fátækleg orð í minningu föður okkar. Okkur þótti ákaflega vænt um hann og betri pabba gát- um við ekki hugsað okkur. Hann var mjög traustur maður, ráða- góður, réttsýnn og heiðarlegur. Hann var mikill fjölskyldumaður og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til þegar við leituðum til hans ef eitthvað bjátaði á hjá okk- ur. Í veikindum þeirra beggja, mömmu og pabba, kom í ljós hversu samheldin þau voru og hef- ur mamma núna misst sinn besta og traustasta vin. Pabbi var mjög trúaður maður og þrátt fyrir ríka spilahefð í fjölskyldunni þá mátt- um við aldrei snerta spil á að- fangadagskvöld. Í minningargrein sem hann skrifaði um móður sína segir hann frá því hve ríka áherslu hún lagði á það að vera heiðarleg- ur og hjálpa þeim sem minna máttu sín og það hafði hann að leiðarljósi. Sterk bönd voru á milli pabba og móður hans og við trú- um að það hafi ekki verið tilviljun að hann kvaddi þennan heim 9. desember sl. en þann dag hefði móðir hans orðið 100 ára. Afa- börnin voru mjög hænd að honum og oftar en ekki þegar hann koma til okkar þá tók hann í spil við þau en þá var ekkert gefið eftir. Að spili loknu var góðum sigri fagnað á viðeigandi hátt hvort það sem það var afinn eða afabörnin sem fóru með sigur af hólmi og því greinilegt að þau voru búin að læra af honum hvernig fagna á sigrum. Hann hafði mörg áhuga- mál, en þau voru heldur færri hjá okkur systkinunum. Stína var með honum í bridge en Bubbi var með honum í stangveiðinni. Í stangveiðinni áttum við marg- ar góðar stundir við Fljótaá. Fyrstu ferðina fór ég með honum sem barn og síðast veiddum við saman sumarið 2012 en þá var hann farinn að veikjast en kom þó og tók nokkur köst. Seinna þegar hann treysti sér ekki í veiðina þá hringdi síminn um leið og veiði- tíma lauk og þá þurfti að gefa skýrslu um hver veiðin hefði verið, hvaða veiðistaður gaf mest, „var það á snældu?“ spurði hann svo gjarnan ef veiðin var góð. Ég var svo heppinn að fá að starfa á skattstofunni hjá pabba í 22 ár og því með honum í leik og starfi og var það ómetanlegt. Í bridgefélaginu störfuðum við einnig saman til fjölda ára og átt- um þar margar góðar stundir. Í bridge kom berlega í ljós hversu mikill keppnismaður hann var enda góður spilari og fáir sem kunna að fagna góðum sigrum betur en hann. Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú gafst okkur og biðjum góðan Guð að geyma þig og ætlum að kveðja þig með þessu ljóði: Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá á bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörð- um. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. (Sigurður Hansen) Sigurbjörn og Kristín. Elsku afi, ég sakna þín svo mik- ið. Þú varst alltaf svo góður við okkur þegar þú tókst okkur með að veiða og tefla og spila. Þegar við komum upp á spítala var ég alltaf svo spenntur að hitta þig. Kveðja, Bogi Sigurbjörnsson. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Tinna Rut og Alex Már. Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskugga þröng. Ökubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng. Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferða leiðum þess er leitar að óminni’ og frið. (Þýð.: Freysteinn Gunnarsson) Takk fyrir allar samverustund- irnar, elsku vinur og frændi. Þín verður sárt saknað. Birkir Jón Jónsson. Í dag kveðjum við föðurbróður minn og framsóknarmanninn Boga Sigurbjörnsson. Bogi var foringi, leiðtogi og mikill keppn- ismaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann átti farsæl- an feril sem skattstjóri fram yfir sjötugt, þegar hann fór á eftirlaun. Bogi var einn mesti framsókn- armaður landsins og starfaði fyrir flokkinn í áratugi af mikilli hug- sjón og ástríðu, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar nú til dags. Hann var mikill Siglfirð- ingur og um árabil bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Siglu- firði, varaþingmaður og ekki síst formaður Framsóknarfélags Siglufjarðar um margra ára skeið. Eitt erfiðasta verkefni Boga var að takast á við þá ákvörðun rík- isstjórnar Íslands að hætta við gerð Héðinsfjarðarganga, þvert á gefin loforð, þar sem Framsókn- arflokkurinn var annar ríkis- stjórnarflokkanna. Það var keppnismanninum Boga afar erf- itt að sætta sig við og má segja að vægast sagt hafi hann tekið flesta ráðherra flokksins ærlega í gegn og lesið þeim hraustlega pistilinn. Þá tók Bogi þá erfiðu ákvörðun í viðtali á RÚV að tilkynna það í beinni útsendingu að hann hygðist leggja niður Framsóknarfélag Siglufjarðar, ef ekki yrði snúið frá þessari ákvörðun. Mun þetta hafa verið einn af vendipunktunum, sem leiddu til þess að í stað þess að blása göngin af var þeim ein- ungis frestað um 2 ár. Þá var Bogi mjög góður bridge- spilari, sem sannast með því að hann var stórmeistari, sem er við- urkenning um hæfileika hans í þessari íþrótt. Hans uppáhalds- sögn var án efa 3 grönd, en í þeim samningi var hann snillingur í úr- spili og fengu andstæðingar hans oft að kenna á útsjónarsemi hans við spilaborðið. Eftir góð spil hjá Boga var alltaf mjög erfitt að spila gegn honum, þar sem hann lét andstæðingana gjarnan vita hversu flott spil þetta hefði verið hjá honum og þurfti þá harðan skráp til að þola slíkt mótlæti. Í marga áratugi var Bogi formaður stjórnar Bridgefélags Siglufjarð- ar þriðja hvert ár. Í þrjá áratugi hefur Bridgefélag Siglufjarðar farið í fjárleitir í Nesdal, Siglunesi og Skútudal til fjáröflunar fyrir fé- lagið og þar var Bogi ávallt mætt- ur fremstur í fylkingu. Að öllum öðrum ólöstuðum, þá hefur enginn unnið jafn fórnfúst starf fyrir fé- lagið. Auk þessa var Bogi mjög virk- ur í öðrum félagsstörfum, s.s. stangveiði, blaki, badminton, knattspyrnu, golfi og skák. Í veið- inni vildi hann veiða mest meðal félaga sinna, í íþróttunum vildi hann vinna, þetta viðhorf hans var í raun ekki flóknara en þetta. Það má segja að Bogi hafi í raun verið einn af hornsteinum þessa samfélags bæði í starfi og með framlagi sínu til félagsmála. Bogi barðist ávallt manna harðast í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur, keppnisskapið var hans séreinkenni og fagnaðarlæti hans eftir góða sigra munu lifa í minn- ingum okkar um ókomin ár. Elsku Helga, Stína, Bubbi og fjölskyldur, við Rúna vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Minning um góðan mann lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ólafur Jónsson. Þegar síminn hringdi kl. 2.30 að nóttu og sagt var að vinur minn og frændi væri dáinn fannst mér myndast tómarúm. Þrátt fyrir að ég væri búinn að vita lengi að það væri tímaspursmál um lokin vegna þess sjúkdóms sem hann glímdi við. Það var svo erfitt að hugsa þér að þessi kraftmikli og virki maður væri allur. Leiðir okk- ar Boga hafa legið lengi saman. Hann bjó hjá foreldrum mínum á Laugarveginum þegar hann kom í Gagnfræðaskólann á Siglufirði, en þá var fjölskylda hans búsett á Skeiði í Fljótum. Svo unnum við saman nokkur sumur á síldar- plani. Margar góðar stundir höf- um við átt í skákinni og blakinu þar sem oft var glatt í góðra vina hóp en um leið mikil keppni og þar leyndi sér aldrei sá mikli keppn- isandi sem í Boga bjó. Á hverju sumri í mörg ár fórum við saman í ferðalag fjórar fjölskyldur á fjór- um bílum og á öllum áfangastöð- um var fótboltinn tekinn fram og spiluðu börn og fullorðnir og aldr- ei var gefið eftir í leiknum. Margar góðar stundir áttum við saman í veiði. Fyrirtæki sem ég rak ásamt fleirum, Tréverk H/F, naut ómet- anlegra krafta Boga, aldrei bar skugga á samstarf okkar. En okk- ar mesta samstarf var eflaust í pólitíkinni þar sem við vorum með líkar skoðanir og unnum mikið saman. Bogi var í bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Framsóknar- flokkinn í 16 ár og ég tók við af honum sem bæjarfulltrúi. Það var líka gaman og gefandi að vinna með Boga í pólitík á landsvísu, þar sem við eignuðumst marga góða félaga og margar góðar minning- ar. Þar kom fram hjá Boga þessi sterka réttlætiskennd, lengi var hann búinn að berjast fyrir því að afnema eða breyta verðtrygging- unni. Hann horði upp á það í sínu starfi að fólk úti á landi sem átti eignir sem hækkuðu lítið en voru með verðtryggð lán áttu alltaf minna og minna þó að staðið væri í skilum. Ég heyrði í Boga í síma 30. nóv. eftir kynningu á skuldaleið- réttingu heimilanna. Hann sagði: „Flott, Sigmundur er snillingur.“ Það er kannski bara eðlilegt að myndist tómarúm við fráfall svo náins, góðs og heilsteyps manns. Minningin um góðan dreng mun lifa. En mestur er þó missirinn hjá konu hans og afkomendum. Helgu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Ég votta mína innileg- ustu samúð. Skarphéðinn Guðmundsson. Hann kom til starfa á skattstof- unni á Siglufirði tæplega þrítugur að aldri. Starfið þar átti við hann og það varð hans ævistarf. Hann varð fljótt einn af sérfræðingun- um sem skattstjórinn reiddi sig mest á og með árunum þekkti Bogi Sigurbjörnsson til allra starfa á skattstofunni. Svo fór að hann var skipaður í embætti skattstjórans í Norðurlandsum- dæmi vestra árið 1980. Það var mikilvægt og ábyrgðarmikið starf. Allt var það leyst með miklum sóma og gegndi Bogi embætti skattstjóra í 27 ár. Á þeim tíma upplifði hann gríðarlegar breyt- ingar í skattframkvæmd hérlend- is. Alltaf fylgdist hann vel með allri þróun mála og tók virkan þátt í að koma á nýjum skattkerfum, svo sem þegar staðgreiðsla og síð- ar rafræn skattskil voru tekin upp. Bogi var í hópi þeirra emb- ættismanna sem einna lengst hafa starfað sem skattstjórar hér á landi. Engan skugga bar á þann langa embættisferil. Bogi Sigurbjörnsson var eftir- minnilegur maður og setti svip á skattstjórahópinn. Á flestum fundum ríkisskattstjóra með skattstjórum lét hann til sín taka og tjáði mönnum skoðanir sínar umbúðalaust. Hann var fylginn sér en málefnalegur og tillitssam- ur við félaga sína. Það sópaði að honum og málflutningurinn gat verið hvass og jafnvel beinskeytt- ur ef því var að skipta. Í skatt- framkvæmdinni var hann at- kvæðamikill og verkmaður góður, harðsnúinn og ósérhlífinn. Alltaf var hann vakinn og sofinn við allt sem hann tók sér fyrir hendur og tileinkaði sér tækninýjungar eftir því sem tímar liðu fram. Hann var réttsýnn embættismaður sem lagði áherslu á jafnræði aðila. Tók upp mál á hverjum fundi sem hann taldi að betur mætti fara. Glöggur og naskur á þegar ekki var allt eins og til var ætlast. Þau voru mörg samtölin við hann í gegnum árin. Hann lagði áherslu á að veita framteljendum góða þjónustu og var sérstaklega um- hugað að dreifðari byggðir lands- ins nytu hennar til jafns við þétt- býlið. Við sameiningu embætta í árslok 2009 kom hann á framfæri eindregnum skoðunum sínum um að skattstofan á Siglufirði yrði áfram starfrækt þótt í breyttri mynd yrði. Þar kom hann fram hreinskiptinn og afdráttarlaus eins og á árum áður. Á þau sjón- armið hans og fleiri var hlustað og tekið tillit til. Þegar álagningu hvers árs var að ljúka komu starfsmenn skatt- Bogi Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.