Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef fengið mjög sterk viðbrögð
við þessari útgáfu og því greinilegt að
það var þörf fyrir svona plötu. Það er
greinilegt að verkefnið og hug-
myndin sem slík nær vel til fólks,“
segir Friðrik Ómar sem nýverið
sendi frá sér plötuna Kveðja. Fyrsta
upplagið af plötunni seldist hratt upp
og því liggur beint við að spyrja Frið-
rik Ómar hvort hann hafi átt von á
því. „Nei. Maður vonar alltaf það
besta, en hefur auðvitað enga vissu.
En þetta er afskaplega ánægjulegt
og yndislegt.“
Kveðja inniheldur fjórtán sálma og
saknaðarsöngva, m.a. „Heyr mína
bæn“ eftir Nicola Salerno, banda-
ríska þjóðlagið „Í bljúgri bæn“,
„Kveðju“ eftir Bubba Morthens,
„Draumalandið“ eftir Sigfús Ein-
arsson, „Ave Maria“ eftir Schubert
og „Söknuð“ eftir Jóhann Helgason.
Sjálfur á Friðrik Ómar þrjú frum-
samin lög á plötunni, þar á meðal lag
við kvöldbænina „Vertu nú yfir“ við
ljóð Sigurðar Jónssonar frá Presthól-
um. Gestasöngvarar á plötunni eru
vinir og samstarfsfélagar Friðriks
Ómars þau Guðrún Gunnarsdóttir og
Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Um út-
setningar og tónlistarstjórn sá Þórir
Úlfarsson.
Tónleikaferð í mars
Aðspurður hvort hann hafi lengi
gengið með þá hugmynd í maganum
að gefa út plötu með ofangreindu efni
svarar Friðrik Ómar því játandi.
„Kveikjan að plötunni var að mig
langaði til að halda tónleika með
sálmalögum í sveitakirkjunni minni
sem er í Öxnadal, en það er Bakka-
kirkja sem er elsta timburkirka í
Eyjafirði enda rúmlega 170 ára göm-
ul. Forfeður mínir hvíla allir í þessum
garði og þarna var ég skírður. Þetta
er pínulítil kirkja sem tekur kannski
50 manns í sæti,“ segir Friðrik Ómar
og tekur fram að tónleikahugmyndin
hafi smám saman þróast yfir í plötu.
„Ég fór m.a. að semja lög í þessum
stíl og fékk gullfallega texta frá Ingi-
björgu Gunnarsdóttur og úr varð
þessi fjórtán laga plata.“
Spurður hvort hann sé búinn að
halda tónleika með efni plötunnar í
Bakkakirkju eins og upphaflega stóð
til svarar Friðrik
Ómar því neit-
andi. „Ekki enn,
ég ætla að fara í
tónleikaferð um
landið í mars til
að fylgja plötunni
eftir,“ segir Friðrik Ómar sem
hyggst halda tónleika í þrjátíu
kirkjum víðs vegar um landið á nýju
ári og verða lokatónleikar tónleika-
ferðalagsins í Bakkakirkju. „Enda
eru kirkjur bestu hús til að syngja í.
Ég hef fengið Ólöfu Erlu Ein-
arsdóttur, grafískan hönnuð, með
mér í lið, sem skapa mun magnaða
töfraveröld með myndum sínum sem
sýndar verða meðan ég syng.“
Inntur eftir því hvernig hann hafi
valið lögin á plötunni, sem er hans
sjötta sólóplata, segist hann hafa val-
ið lög sem eiga sérstakan stað í huga
og hjörtum margra. „Ég tileinka
þessa plötu minningu amma minna
beggja. Þær „eiga“ sitt lagið hvor á
plötunni, þ.e. „Húmar að kveldi “ og
„Ave Maria“. Síðan eru þetta sálmar
sem ég hef flutt sjálfur við ýmsar
kirkjulegar athafnir og dægurlög,“
segir Friðrik Ómar og nefnir í því
samhengi lag Billy Joel „She’s Alwa-
ys a Woman“ sem fengið hefur ís-
lenska titilinn „Íslenska konan“ í
texta sem Ómar Ragnarsson samdi.
„Það vill svo skemmtilega til að ég er
skírður í höfuðið á Ómari. Hann hef-
ur samið ógrynni texta á ferli sínum,
en að hans eigin sögn eru tveir textar
í sérstöku uppáhaldi hjá honum og
þetta er annar þeirra. Enda er hann
alveg frábær þessi texti.“
Athygli vekur hversu flauelsmjúk
rödd Friðriks Ómars hljómar á plöt-
unni. Þegar þetta er borið undir hann
svarar Friðrik Ómar: „Platan er lág-
stemmd sem helgast af efninu. Ég
syng í öðruvísi stíl en ég hef gert áð-
ur, þar sem þetta er allt mýkra. Mig
langaði ekki að vera með neinn remb-
ing þó það séu miklar tilfinningar
sem búa að baki textunum, heldur
vildi ég leyfa þessum fallegum mel-
ódíum að njóta sín. Þannig tók ég
sönginn sjálfur upp heima í herberg-
inu mínu,“ segir Friðrik Ómar, sem
þar með er rokinn, enda hefur hann
nóg að gera. Nú á aðventunni kemur
hann ásamt Gretu Salóme, Heiðu
Ólafs og Jógvan fram á 26 jóla-
tónleikum í kirkjum um land allt.
„Greinilegt að þörf
var fyrir svona plötu“
Friðrik Ómar syngur sálma og saknaðarsöngva á Kveðju
Sveitakirkja „Kveikjan að plötunni var að mig langaði til að halda tónleika
með sálmalögum í sveitakirkjunni minni í Öxnadal, “ segir Friðrik Ómar.
Skrásetjari bókarinnar, Haukur
Már Haraldsson, skilar sínu vel. Frá-
sögnin er áhugaverð og þegar komið
er sögu þar sem Mik segir frá starfi
sínu í Afríkulöndum og Króatíu eru
vopnagnýr og neyð á næstu grösum.
Frásögnin gefur líka innsýn í að sitt-
hvað í alþjóðlegu hjálparstarfi er eng-
inn sunnudagaskóli; þó svo tilgang-
urinn sé góður og svipur þess
göfugur.
Sá ágalli er helstur á bókinni að á
stundum er lopinn teygður um of. At-
riðum sem litlu skipta í heildinni er
lýst jafnvel í löngu máli. Ýmis heim-
ilismál eiga lítið erindi í bók. Hér
hefði, eins og gjarnan vill verða í ævi-
sögum, mátt þétta stílinn, tálga, gera
markvissari og jafnvel reyna að
skapa spennu í frásögninni því saga
Mik Magnússonar býður alveg upp á
slíkt. Sögumaður, höfundur og útgef-
andi hafa þó ýmsan háttinn á og bók-
in Við skjótum þig á morgun – mister
Magnússon er þeim sem hlut eiga að
máli til sóma og vegsauka.
Lífshlaup Mikaels Magn-ússonar sem ungur komfrá Skotlandi og settist aðá Íslandi stendur fyllilega
undir heilli bók. Haukur Már Har-
aldsson skráir viðburðaríka sögu
Mik, eins og hann er jafnan kallaður,
en hann skapaði sér nafn hér á Ís-
landi um 1970
sem umsjón-
armaður frétta á
ensku í Rík-
isútvarpinu. Þá
var Mik fréttarit-
ari BBC á Íslandi
og starfaði lengi
að upplýsinga-
miðlun ýmiskon-
ar.
Frásögn Mik um æskuárin í Skot-
landi og Malasíu gefur strax tóninn
um viðburðaríka ævi og það hefur
hún sannarlega verið. Til Íslands
sigldi Magnús með Gullfossi á „vit
ókunnrar framtíðar,“ eins og hann
kemst að orði. Réð sig til starfa í Eyj-
um, stærstu verstöð landsins, og þar
gekk hann til allra verka. Eins og í
ævintýrunum; hann kynntist stúlku á
Íslandi og svo fór boltinn að rúlla.
Hér heima var Mik á fjölmiðlavakt-
inni, en annaðist einnig uppfærslu og
leikstjórn hjá félögum víða um land.
Um 1980 lá leiðin til Afríku, þar sem
Mik átti eftir að búa og starfa lengi,
fyrst á vegum Rauða krossins og síð-
an Sameinuðu þjóðanna við ýmis
hjálparstörf, það er í Úganda og Ken-
ýa. Þegar kom svo fram yfir aldamót-
in var Mik kominn til Júgóslavíu, en
eftir að starfsferli lauk fluttust hann
og seinni kona hans til Suður-Afríku
en eru nú búsett á Spáni.
Skrásetjarinn „Frásögn Mik um
æskuárin í Skotlandi og Malasíu
gefur strax tóninn um við-
burðaríka ævi og það hefur hún
sannarlega verið,“ segir rýnir
um bók Hauks Más Helgasonar.
Vegsauki og
viðburðasaga
Endurminningar
Við skjótum þig á morgun, Mister
Magnússon bbbnn
Eftir Hauk Má Haraldsson.
Ormstunga, 2013. 375 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
um tímans. Þetta
var sannarlega
maður sem mun-
aði um sem lög-
spekingur og
stjórnmálamað-
ur. Nær bókin
fram að þeim
tíma þegar Ólafur
var að komast til
verulegra áhrifa. Honum auðnuðust
þó ekki dagar til þess að færa til
bókar störf sín frá 1971 og fram yfir
1980 en nánast allan þann tíma var
hann í ríkisstjórn og tvívegis for-
sætisráðherra. Í eftirmála Sigfúsar
Inga Sigfússonar er sú saga hins
vegar sögð en fyrri hluti ævi Ólafs
hefur verið í meiri fjarlægð. Bókin
Forystumaður úr Fljótum bætir úr
því, þó svo lýsingar Ólafs á æsku-
dögum séu býsna líkar annarra sem
sagt hafa frá.
Fyrr á þessu ári var þess minnst
að 100 ár voru liðin frá því Ólafur
fæddist. Undir lok ævi sinnar vann
hann að ritun þessara minning-
arþátta sinna – og ber frásögnin
merki þess að hafa verið skráð af
eldri manni fyrir þrjátíu árum. Og sá
skrifaði fallegan stíl og milli línanna
Sakir þeirra forystustarfasem Ólafur Jóhannessonvaldist til og varð kunnurfyrir er verðugt að minn-
ingar hans komi út. Forystumaður
úr Fljótum heitir bókin og er að
stofni til minningar frá bernsku-
árum norður í Fljótum. Sagan gefur
innsýn í aðra veröld; líf í afskekktri
sveit þar sem Ólafur átti „… góð og
hamingjusöm uppvaxtarár … Ég
ólst upp við eftirlæti, gott atlæti og
allmikið frjálsræði“, eins og hann
kemst að orði. Hann lýsir einnig bú-
störfum, leikjum og öðru. Einnig
hvernig lestur bóka leiddi til þess að
hann braust til mennta, fyrst í MA
og síðar lagadeild HÍ.
Ólafur er líklega mörgum gleymd-
ur í dag. Enn sést þó til spora í fönn-
má greina góðan mann sem vildi vel
þótt þungur þætti á bárunni. En
bókin er vel úr garði gerð og er öll-
um sem að henni koma til sóma og
vegsauka.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Forystumaður „… bókin er vel úr
garði gerð og er öllum sem að henni
komu til sóma og vegsauka,“ segir
um minningar Ólafs Jóhannessonar.
Falleg frásögn úr fönn tímans
Endurminningar
Forystumaður úr Fljótum bbbnn
Eftir Ólaf Jóhannesson.
Sögufélag Skagfirðinga, 2013. 232 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Laugavegi 54, sími 552 5201
Fleiri myndir á facebook
Jólakjólar í úrvali
20% afsláttur af öllum vörum
um helgina
Verð áður 16.990 kr.
Nú 13.590 kr.
St. 36-46
Verð áður 14.990 kr.
Nú 11.990 kr.
St. M-XL