Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook BMW540i 04/2000, ekinn 223 Þ.km, sjálfskiptur, leður og fullt annað. Frábær eigendaferill! Verð 1.790.000. Raðnr.251534 MAZDA 5 Advance, 7manna Árgerð 2012, ekinn 35 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 3.350.000. Rnr.410712 VWTOUAREGV10 diesel 08/2005, ekinn 118 Þ.km, sjálfskiptur, fullbúinn glæsijeppi!. Verð 4.690.000. Raðnr.250830 M.BENZ C230 Kompressor Árgerð 2005, ekinn 145 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Einn eigandi. Lækkað verð 1.690.000. Rnr.400114 DI SE L LÆ KK AÐ VE RÐ Valdir bílar á 100% láni Áttatíu sentimetra hátt líkneski af Mao Tse-tung var afhjúpað í bænum Shenz- hen í Kína í gær, í tilefni 120 ára afmæl- is kommúnistaleiðtogans. Það tók tutt- ugu listamenn átta mánuði að ljúka við styttuna, sem er úr gulli, skreytt eð- alsteinum og hvílir á stalli úr hvítu jaði. Kostnaður við gerð styttunnar nam 16,5 milljónum Bandaríkjadollara, sem þykir úr takti við yfirlýsingar forset- ans, Xis Jinpings, sem hefur lagt áherslu á að draga úr ríkmannlegum veisluhöldum og öðrum munaði síðan hann tók við embætti. Stjórnvöld hafa raunar leitast við að draga úr yfirdrifnum hátíðahöldum í tilefni afmælisins og hefur m.a. verið ákveðið að taka 100 þátta sjónvarps- þáttaröð um Mao, sem sýna átti í des- ember, af dagskrá og sýna þætti um kínverska herinn í staðinn. AFP Afmælis- stytta úr gulli og jaði Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Bandaríkjamaðurinn Robert Levin- son, sem hvarf í Íran fyrir sex árum, var fyrrverandi starfsmaður alríkis- lögreglunnar FBI og stundaði njósn- ir fyrir leyniþjónustuna CIA. Asso- ciated Press og Washington Post sögðu frá málinu á fimmtudag en bandarískir embættismenn hafa haldið því fram að Levinson væri al- mennur borgari sem hefði verið að sinna viðskiptum í Íran þegar hann hvarf. Samkvæmt AP og Washington Post flaug Levinson til ferðamanna- staðarins Kish Island í Íran í mars 2007 til að rannsaka spillingu í land- inu en vonir stóðu jafnframt til að hann gæti aflað upplýsinga um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Te- heran. Fjölmiðlarnir segja að teymi sérfræðinga hafi ráðið Levinson, sjó- aðan alríkislögreglumann með sér- þekkingu á rússneskum glæpasam- tökum, til að safna upplýsingum, þvert á reglur CIA. Þegar bandaríska þingið komst að því hvað hafði átt sér stað var þrem- ur sérfræðingum sagt upp og sjö öðrum refsað. Til að koma í veg fyrir vandræðalega lögsókn greiddi CIA fjölskyldu Levinsons 2,5 milljónir Bandaríkjadollara. Todd Ebitz, talsmaður leyniþjón- ustunnar, sagðist ekki myndu tjá sig um meint tengsl Levinsons við stjórnvöld en þau væru staðföst í því að skila honum örugglega í faðm fjöl- skyldu sinnar. AP fékk fyrst veður af tengslum Levinsons við CIA árið 2010 en sam- þykkti þrisvar sinnum að hætta við birtingu fréttarinnar þar sem banda- rísk stjórnvöld sögðust vera á slóð hans. Það leið hins vegar og beið og aðgerðir til að finna Levinson og frelsa báru ekki árangur. Hvíta húsið fordæmdi fréttastof- una fyrir að birta upplýsingarnar. „Við hörmum að AP skuli hafa valið að birta frétt sem gerir ekkert til að færa okkur nær því að heimta hann heim. Rannsóknin á hvarfi herra Levinsons heldur áfram og við erum öll staðráðin í að finna hann og færa hann örugglega heim í faðm fjöl- skyldu sinnar,“ sagði Caitlin Hay- den, talsmaður öryggisráðsins. Stjórnvöld í Washington og Te- heran áttu í viðræðum um frelsun Levinsons þegar myndir og upptök- ur af honum dúkkuðu upp 2010 og 2011 en Íranar hafa neitað að hafa nokkra vitneskju um örlög hans. Ef Levinson er enn á lífi hefur hann verið í haldi lengur en nokkur annar bandarískur ríkisborgari. Levinson var njósnari fyrir CIA  Hvarf fyrir sex árum  Átti að rannsaka spillingu og afla upplýsinga um kjarnorkuáætlun Írana AFP Leyndarmál Bandaríska þingið vissi af því að Levinson hefði verið á mála hjá leyniþjónustunni en stjórnvöld báðu AP að birta ekki fréttir um málið. Mannshvarf » Líklegt þykir að Levinson hafi verið rænt. » Bandarískir embættismenn segja næstum öruggt að Íranar hafi vitað að Levinson hafði tengsl við CIA. » Fjölskyldu Levinsons bárust myndir í apríl 2011 þar sem hann virðist vera í haldi ótil- greindra aðila. » Eftir að Levinson-málið komst upp setti leyniþjónustan nýjar reglur sem takmarka samvinnu sérfræðinga á veg- um stofnunarinnar og aðila ut- an hennar. Nýgreiningum krabbameina fjölgaði um 11% á alþjóðavísu á fimm ára tímabili og voru 14,1 milljón árið 2012, samkvæmt krabbameinsrann- sóknarstofnun Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO. Tilfellum brjóstakrabbameins fjölgaði um fimmtung. Samkvæmt skýrslu WHO, sem byggist á upplýsingum um 28 teg- undir krabbameins frá 184 ríkjum, fjölgaði dauðsföllum af völdum krabbameins um 8,4% milli áranna 2008 og 2012, þegar þau voru 8,2 milljónir. Algengustu krabbameinin voru lungnakrabbamein, 13%, brjóstakrabbamein, 11,9%, og krabbamein í ristli og endaþarmi, 9,7%. Af þeim sem létu lífið af völdum krabbameins þjáðist fimmtungur af lungnakrabba, 9,1% af lifrarkrabba- meini og 8,8% af krabbameini í maga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að nýgreiningum krabba- meina muni fjölga næstu ár og verða 19,3 milljónir árið 2025, vegna vaxtar og öldrunar jarðarbúa. Í skýrslunni er sérstaklega vakin athygli á snarpri aukningu brjósta- krabbameinstilfella. Árið 2012 voru 1,7 milljónir kvenna greindar með sjúkdóminn og 6,3 milljónir höfðu verið greindar með hann fimm ár á undan. Frá árinu 2008 hefur tilfell- um brjóstakrabbameins fjölgað um meira en 20% og dauðsföllum vegna krabbameinsins fjölgað um 14%. Nýgreiningum fjölgar um 11%  Tilfellum brjóstakrabbameins hefur fjölgað um fimmtung  Spá aukningu AFP Banvænt 522.000 konur létust úr brjóstakrabbameini í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.