Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: Virka daga 10 til 18 og til jóla laugardaga frá 11 til 14
Jólavörurnar eru komnar í Álnabæ
Jólagardínur, jóladúkar og jólaefni
Líttu við og
skoðaðu úrv
alið
Ég er af þeirri kyn-
slóð, sem ólst upp við,
að þulir Ríkisútvarps-
ins væru margra
manna makar, frétta-
menn og dagskrárgerð-
armenn fyrir utan þul-
arstarfið. Þannig
öðluðust þeir líka meiri
reynslu af störfum fyrir
útvarp. Menn eins og
Thorolf Smith, Axel
Thorsteinsson, Pétur
Pétursson, Jón Múli Árnason, Jónas
Jónasson og Stefán Jónsson, svo ein-
hverjir séu nefndir. Hlustendur
vöknuðu upp við raddir þessara
manna klukkan sjö á morgnana og
heyrðu þá ljúka dagskránni klukkan
tólf á kvöldin, þegar dagskránni lauk.
Þá var aðeins ein íslensk útvarpsstöð
til á landinu, sem var að öllu leyti í
eigu íslenska ríkisins og ekkert næt-
urútvarp, enda ætlast til að fólk svæfi
á næturnar án slíks áreitis. Þegar
menúett Boccherinis heyrðist í upp-
hafi morgunútvarps þá vissi maður
alltaf, að Axel Thorsteinsson var við
hljóðnemann, en hann las líka stund-
um upp eigin þýðingar síðdegis.
Lengst af var það þó hin þægilega
rödd Jóns Múla, sem vakti mann á
morgnana með orðunum: „Útvarp
Reykjavík, Útvarp Reykjavík, góðan
dag. Ríkisútvarpið býður yður vel-
komin á fætur.“ Síðan sagði hann
okkur hvaða dagur var og hvað var
liðið á morguninn, fór svo að lýsa því,
sem hann hafði séð út um gluggann á
Skúlagötu 4, en hleypti síðan morg-
unbæninni og veðurfréttum að. Þeg-
ar kom svo að fréttatímanum, þá las
hann bæði tilkynningar og fréttir,
eins og allir þulirnir í morgunútvarp-
inu gerðu. Á kvöldin sofnuðu hlust-
endur svo út frá djassþáttunum hans,
ef hann var ekki kynnir á Sinfón-
íutónleikum í Háskólabíói á fimmtu-
dagskvöldum, eða Gunnar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Sinfóníunnar, var ekki með einhvern
fræðsluþátt um klassíska tónlist á
síðkvöldum. Thorolf Smith, Axel
Thorsteinsson og Margrét Indr-
iðadóttir lásu öll upp fréttir í útvarp-
inu og tóku viðtöl við fólk, þótt þau
væru fréttastjórar, enda hafði það
verið lenska, að fréttastjórarnir
gerðu það til jafns við þulina, og hafði
verið frá upphafi. Enginn sagði neitt
við því, þótt þulirnir og fólkið á
fréttastofunni í þá daga gegndu
þannig mörgum hlutverkum í einu og
væru líka dagskrárgerðarfólk að
auki. Fólki fannst það sjálfsagt, en í
dag þurfa allir að vera sérhæfðir á
öllum sviðum, og það,
sem tók ekki nema
nokkra menn, þarf
minnst tíu til fimmtán
manns að gera í dag.
Það er engin furða svo
sem, þótt eyðslan sé
mikil á þeim fjár-
munum, sem fara til út-
varpsins og alltaf vanti
meiri peninga í hítina.
Að ætla hins vegar að
láta alla þulina fara,
eins og stendur til, er
hreinasta glópska og
óvirðing við okkur hlustendur, enda
nauðsynlegir.
Svo kom Rás2, og með henni næt-
urútvarpið, en flestir hlustuðu áfram
á „gömlu gufuna“, eins og aðal-
útvarpsrásin var alltaf kölluð, enda
fjölbreyttara úrval í dagskránni þar,
tónlist og talað orð í bland án alls
glamúrs og æsings, eins og hefur ein-
kennt þær útvarpsstöðvar, sem síðar
hafa komið, eftir að útvarpsrekstur
var gefinn frjáls og mjög mörgum
finnst óþolandi að hlusta á þess
vegna.
Við höfum verið svo heppin hér á
Íslandi, að hið eina sanna Ríkis-
útvarp, blessuð gamla gufan, hefur
verið fjölbreytt að efnisuppbyggingu
gegnum tíðina hlustendum sínum til
ómældrar ánægju, enda hlustunin
eftir því. Þegar Ríkisútvarpið var átt-
rætt var það auglýst sem „skemmti-
staður þjóðarinnar í 80 ár“, og ekki
að ósekju, því að það hefur vissulega
staðið vel undir því nafni fram á
þennan dag, enda mótað eftir BBC
og fleiri aldagömlum, góðum útvarps-
stöðvum í nágrenni við okkur. Þannig
á ríkisútvarp líka að vera, og þannig
er ríkisútvarp uppbyggt í öllum vest-
rænum lýðræðislöndum. Blanda af
tónlist, fræðsluþáttum, messum,
kynningum á nýútgefnum hljóm-
diskum og bókum, skemmtiþáttum af
ýmsu tagi, fréttum og veðurfregnum,
auglýsingum, þar á meðal andláts-
tilkynningum, leiklist, barnatímum,
jólakveðjum og svo mætti lengi telja.
Að fara svo að endurskíra þetta RÚV
skil ég ekki, hvað á að þýða, og finnst
það hin mesta sérviska.
Það lýðræðisríki, sem ekki hefur
frjálst og óháð, fjölbreytilegt rík-
isútvarp, stendur ekki undir því
nafni, og því má það ekki gerast að
núverandi útvarpsstjóri fái frið til að
breyta Ríkisútvarpi íslensku þjóð-
arinnar í einhverja einkaútvarpsstöð
sér í vil og hunsa öll lög landsins í því
sambandi, líkast því, sem gerist suð-
ur í álfu. Þá er kominn tími til þess að
fara að skipta um yfirstjórn útvarps-
ins, þegar svo er komið málum.
Á þessum jafnréttistímum, sem við
lifum nú á, væri ekki nema sann-
gjarnt að ráða konu í það starf, enda
er vel hægt að hagræða í útvarps-
rekstrinum með hagfræði hinnar
hagsýnu húsmóður án þess að saxa
alltof mikið af dagskránni, konu, sem
virðir það líka, að þetta er útvarps-
stöð allra landsmanna og þjóðareign,
og er sannkallað ríkisútvarp, en ekki
eign einhvers sérhagsmunahóps með
óljós markmið, sem hlustendur geta
ekki áttað sig á hver eru og kemur
ekkert nálægt markmiðum ríkisfjöl-
miðils í lýðræðisþjóðfélagi. Slíkt má
alls ekki gerast og verður að sporna
við með öllum tiltækum ráðum, eins
og mögulegt er.
Ríkisútvarpið
fyrr og nú
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
» Lengst af var það þó
hin þægilega rödd
Jóns Múla, sem vakti
mann á morgnana með
orðunum: „Útvarp
Reykjavík, Útvarp
Reykjavík, góðan dag.“
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
Höfundur er guðfræðingur og fræði-
maður og dyggur útvarpshlustandi.
Samkomulagið sem
fulltrúar Reykjavík-
urborgar, Icelandair
Group og íslenska
ríkisins skrifuðu und-
ir í Hörpu 25. október
sl. um að fresta lokun
N-S-brautarinnar til
ársins 2022 vekur
litla hrifningu tals-
manna Betri byggðar.
Þetta samkomulag
um að fresta lokun
brautarinnar vekur líka spurn-
ingar um hvort hætt verði við
brotthvarf flugvallarins úr Vatns-
mýri á meðan illa gengur að finna
nýtt flugvallarstæði fyrir höf-
uðborgina sem verður að vera með
minnst þremur flugbrautum.
Vegna veðrabreytinga sem geta
skapað vandræði þvert á allar veð-
urspár er lágmark að brautirnar
liggi í minnst sex áttir. Hug-
myndin um að nýtt flugvallarstæði
skuli vera í 15 km fjarlægð frá
sjúkrahúsum höfuðborgarsvæð-
isins leysir engan vanda og er með
öllu óraunhæf. Fyrir flugmenn á
farþegaþotum Flugleiða sem
fljúga milli Evrópu og Norður-
Ameríku er það mikið öryggis-
atriði að í landinu séu minnst þrír
varaflugvellir þegar of mikil veð-
urhæð veldur því að óhjá-
kvæmilegt er að hætta við lend-
ingu á Keflavíkurflugvelli. Af
þessum sökum hefur stundum
þurft að snúa farþegaþotunum til
Reykjavíkur, Egilsstaða og Ak-
ureyrar.
Síðustu þrjá áratugina hafa
glatast of mörg tækifæri sem
hefði mátt nota til að flýta fram-
kvæmdum við Sundabraut og mis-
læg gatnamót á Reykjavíkursvæð-
inu. Blóðugt er að fá fréttir af
eftirgjöf forsætis- og innanrík-
isráðherra sem hafa viljandi sam-
þykkt árás borgar-
stjóra og formanns
borgarráðs á sjúkra-
flugið með því að loka
NA-SV-brautinni
næstu áramót. Það
snýst um að þeir sem
hafa borgina á sínu
valdi telji sjálfsagt að
öryggi sjúkraflugvélar
með fárveikan mann
innanborðs skuli um
ókomin ár stefnt í
sjálfheldu örfáum
mínútum fyrir áætl-
aðan lendingartíma.
Með lokun NA-SV-brautarinnar fá
andstæðingar sjúkraflugsins óá-
reittir að leika sér með fleiri
mannslíf án þess að innanrík-
isráðherra, borgarstjóri og for-
maður borgarráðs taki það nærri
sér. Íbúar Skerjafjarðar sem and-
mæla lokun flugbrautarinnar og
leggjast gegn íbúðarbyggð í
Vatnsmýri hafa miklar áhyggjur
af auknum umferðarþunga. Í sjón-
varpsfréttum Stöðvar tvö 18. nóv-
ember lýsti forsætisráðherra yfir
andstöðu sinni gegn því að NA-
SV-brautin yrði tekin undir íbúð-
arbyggð eftir að hafa undirritað í
Hörpu samkomulagið við Jón
Gnarr og Dag B. Eggertsson. Að
loknu falli núverandi borg-
arstjórnar næsta vor er nú talið
fullvíst að löng saga verði af þessu
nýja samkomulagi sem forsætis-
ráðherra, innanríkisráðherra og
forstjóri Flugfélags Íslands náðu
við borgarstjóra og formann borg-
arráðs ef óhjákvæmilegt verður að
framlengja notkun N-S-braut-
arinnar til ársins 2030 eða 2040 á
meðan nýtt flugvallarstæði utan
höfuðborgarinnar finnst ekki.
Skammarlegt er að siðblindir og
pólitískir öfgahópar skuli halda til
streitu kröfunni um lokun NA-SV-
brautarinnar í þeim tilgangi að
beina sjúkrafluginu utan af landi
til Keflavíkur. Þótt árás þeirra á
lífæð allra landmanna heppnist
þýðir það ekki að andstæðingar
flugvallarins í Vatnsmýri standi
um ókomin ár uppi sem sigurveg-
arar þegar fyrirsögnin Endalok
innanlands- og sjúkraflugsins birt-
ist á forsíðum dagblaðanna. Þá
verður stuðningsmönnum núver-
andi flugvallar í Vatnsmýri á höf-
uðborgarsvæðinu og landsbyggð-
inni enginn hlátur í huga þegar
þeir heyra í fjölmiðlum skelfilegar
fréttir um að Flugfélagið Ernir og
Flugfélag Íslands sjái sína sæng
upp reidda. Í kjölfarið myndu von-
sviknir íbúar höfuðborgarsvæð-
isins og landsbyggðarinnar svara
fyrir sig með þeim skilaboðum að
Jón Gnarr, Dagur B. og núverandi
borgarstjórnarmeirihluti eigi
margt ólært og skuli nú gera
hreint fyrir sínum dyrum. Sam-
komulagið sem náðist um að loka
NA-SV-brautinni næstu áramót
mun snúast upp í pólitískan
skrípaleik sem innanríkisraðherra
tekur þátt í. Þá sannast það fljót-
lega að allar forsendurnar fyrir
áframhaldandi rekstri flugfélag-
anna næstu áratugina standast
aldrei. Nú spyrja vonsviknir
landsmenn sem sitja eftir með
sárt ennið hvort innanríkis-
ráðherra sé á blindgötum. Kostn-
aðurinn við að finna nýtt
flugvallarstæði utan höfuðborg-
arinnar verður íslenska ríkinu of-
viða. Áætlað er að hann geti orðið
25-30 milljarðar króna, sem erfitt
er að útvega.
Er innanríkisráðherra
á blindgötum?
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Samkomulagið sem
náðist um að loka
NA-SV-brautinni næstu
áramót mun snúast upp
í pólitískan skrípaleik …
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.