Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Í kjarasamningum er oftast lagt upp með þann góða ásetning að hækka mest lægstu launin, en árangurinn staðfestir að leiðin til glötunar er vörðuð góð- um ásetningi. Fyrir meir en 40 ár- um var ég bygging- arstjóri hjá Breiðholti hf., sem byggði íbúðir fyrir alþýðuna í efra Breiðholti. Framkvæmdirnar voru líkt og stórt færiband. Á öðrum endanum voru teknir grunnar fyrir hús og á hinum skilað íbúðum. Framleiðslan var ein íbúð á dag og 10 fullbúnum íbúðum skilað á tveggja vikna fresti. Öll helstu stéttarfélög byggingariðn- aðarins komu að færibandinu, sem gekk eins og vel smurð vél þar til kom að því, eins og sagt er, að samn- ingar voru lausir. Skófluliðinu var þá beitt fyrir vagninn, eins og jafnan áður, með því að fara fyrstir í verkfall. Hinir með hamrana, rörtengurnar, múrskeið- arnar, penslana og skrúfjárnin fylgdu á eftir. Fyrst var samið við þá með skóflurnar og lofað að hinir fengju ekki meiri hækkun launa. Þeir voru ekki sáttir við það og var þá brugðið á það ráð að greiða þeim verkfæragjald og gallapeninga. Hjá öðrum stétt- arfélögum var svipaður feluleikur. Prentarar fengu t.d. greitt fyrir að vera ekki veikir. Verkfræðingar hjá hinu opinbera fengu borgaða yf- irvinnu, sem þeir unnu ekki og ýmsir fengu bílastyrki. Seinna, eða í næstu kjarasamningum, voru hlunnindin yf- irfærð á grunnlaunin. Þannig var stöðugt launaskrið. At- vinnurekendur, sem gátu ekki staðið undir hækkunum, veltu þeim út í verðlagið og hið op- inbera hækkaði gjald- skrár. Þannig var kjarabótin tekin fljótt og ekki batnaði staðan við vaxtahækkanir, sem voru og eru olía á verð- bólgueldinn. Svona er þetta búið að vera í hálfa öld og mjög skiljanlegt er að verkalýðsfélög séu ósátt við, að þeim sé kennt um, eins og kemur fram í auglýsingu atvinnurekenda. Þeir með háu launin hrópa að allt fari til fjand- ans, sé samið um meir en 2-5% hækk- un á lægstu laun. Sé litið til baka má vera ljóst að það er vitlaust gefið. Bankarnir eru með hundruð millj- arða í gróða á sama tíma og launþeg- ar missa eignir á uppboð og hrekjast úr landi. Hærri stýrivextir eru meiri gróði fyrir fjármálastofnanir og eignaupptaka hjá skuldurum. Seðla- bankastjóri hótar hækkun stýrivaxta verði samið um meir en 2-5% hækkun lægstu launa. Í Seðlabankanum eru til línurit sem sýna að verðbólgan elt- ir vextina og samt skal hækka stýri- vextina eina ferðina enn í þeim til- gangi að minnka verðbólguna. Sumir geta aldrei lært af reynslunni, hversu borðleggjandi, sem hún er. Seðlabankastjóri telur að með auknum kaupmætti aukist neyslan og þar með þenslan, sem er rétt sé endalaust hjakkað í sömu hjólför- unum. Betra væri að stöðva þensluna með sparnaði. Seðlabankastjóri gæti stuðlað að auknum sparnaði með því að gefa launþegum kost á að opna gjaldeyrisreikning í Seðlabankanum fyrir hluta launa sinna og verð- tryggja um leið sparnað sinn. Hækkun lægstu launa seinustu áratugina hafur farið upp allan launa- stigann og étið upp kjarabótina. Að því leyti á auglýsingin rétt á sér, en það er ekki verkalýðnum að kenna heldur þeim sem komu að samn- ingnum. Lausnin felst ekki í að hækkun lægstu launa sé innan 2-5%. Vænlegri til árangurs væri hækkun skattleysismarka, sem gæti hækkað lægstu launin verulega, en er um leið hverfandi lítil hækkun á þau hærri. Merkilegt að verkalýðsforingjarnir skuli ekki hafa einhent sér í að ná þessu fram og að ég kapítalistinn skuli benda á þetta. Forseti ASÍ kall- ar krónuna ónýtan gjaldmiðil og kennir henni um kjararýrnunina. Heldur því blákalt fram að í ESB með evru væri staðan allt önnur. Hvernig væri evran í dag hefði verið lagt á hana sama vaxtaokrið og á krónuna? Með hreina vinstri stjórn heilt kjörtímabil hefði verið nær að leysa kjaramál og ýmislegt annað til sparn- aðar í stað þess að eyða allri orkunni í að komast inn fyrir hið Gullna hlið ESB, sem svo er ekkert sæluríki. Kaupmáttarhækkun lægstu launa Eftir Sigurð Oddsson » Seðlabankastjóri gæti stuðlað að auknum sparnaði með því að gefa launþegum kost á að opna gjaldeyr- isreikning í Seðlabank- anum fyrir hluta launa sinna. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Jafnt á toppnum í Hafnarfirði Mánudaginn 9. desember voru spil- aðar 5. og 6. umferðir í Aðalsveita- keppni Bridsfélags Hafnarfjarðar. Staða efstu sveita eftir 6 umferðir af 11 1. Bland.com 81,20 (Ingvar Guð- jónsson, Guðjón Einarsson, Gunn- laugur Sævarsson, Kristján Már Gunnarsson, Arnór Ragnarsson) 2. Gabríel Gíslason 78,58 (Gabríel, Halldór Svanbergsson, Gísli Stein- grímsson, Sigurður Steingrímsson, Gunnar Björn Helgason) 3. Miðvikudagsklúbburinn 75,36 (Magnús Sverrisson, Halldór Þor- valdsson, Guðlaugur Sveinsson, Her- mann Friðriksson, Hlynur Angantýs- son) Eldri borgurum boðið til spilamennsku og veitinga Mánudaginn 16. desember verður hlé á aðalsveitakeppninni og verður spilaður jólatvímenningur. Eldri borgurum í Hafnarfirði er sérstak- lega boðið til spilamennsku en allir spilarar eru velkomnir og verður boð- ið upp á fríar veitingar og ekki inn- heimt keppnisgjald. Spilamennska byrjar kl. 18:30. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í Hraunseli, Flatahrauni 3. Bridgefélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 10. desember var spilaður tvímenningur með þátttöku 32 para. Meðalskor var 312 og efstu pör í NS: Sverrir Jónsson - Sæmundur Björnss. 407 Jón Hákon Jónss. - Sigtryggur Jónss. 366,1 Friðrik Jónsson - Björn Svavarss. 358,5 Stígur Herlufsen - Sigurður Herlufsen 356,2 Bjarnar Ingimars. - Friðrik Hermanns. 343 AV Oddur Jónsson - Óskar Ólafss. 382 Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 365,8 Tómas Sigurjs.- Jóhannes Guðmanns. 359,5 Bergljót Gunnarsd. - Sveinn Snorras. 359,5 Óli Gíslason - Magnús Jónsson 348,9 BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í Hraunseli, Flatahrauni 3. Spilamennska byrjar stundvíslega kl. 13:00 og spilaðir eru einsdags tví- menningar. Hjördís Sigurjóns sigraði í Kópavogi Aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs lauk s.l. fimmtudag með sigri sveitar Hjördísar Sigurjónsdótt- ur. Hjördís og félagar þurftu að glíma við bronssveit Björns Halldórssonar í lokaumferðinni og héldu velli þannig að sveit Guðlaugs Bessasonar náði ekki að höggva nærri toppsætinu. Lokastaða efstu sveita: Hjördís Sigurjónsdóttir 186,03 Guðlaugur Bessason 174,39 Björn Halldórsson 159,20 Vinir 145,83 Þorsteinn Berg 140,24 Félagið þakkar öllum 14 sveitunum fyrir þessa frábæru þátttöku. Fimmtudaginn 19. des. verður spil- aður jólatvímenningur með allskonar glaðningi á borðum. Allir sem þá verða komnir í jólaskap velkomnir. Gjöfin hennar Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen Opið alla daga til jóla: mánudaga til laugardaga opið kl. 11-18, sunnudaga opið kl. 13-17. Nýtt kortatímabil Glæsilegt úrval af velúrsloppum, silki- og bómullar- náttfatnaði Póstsendum • Erum á facebook Sveitakeppnin í Gullsmáranum vel hálfnuð Eftir 8 umferðir af 13 í sveita- keppni félagsins,er staða efstu sveita: Sveit Sigurðar Njálssonar 158 Sveit Þórðar Jörundssonar 150 Sveit Arnar Einarssonar 143 Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 137 Sveit Ormarrs Snæbjörnssonar 137 Sveit Guðrúnar Gestsdóttur 129 Næsta mánudag 16. desember, verða svo spilaðar 3 umferðir í keppn- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.