Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í rannsókn Hagstofu Íslands á út- gjöldum heimilanna á árunum 2010- 2012 kemur fram að heimili ein- hleypra eru 37% heimila á höfuð- borgarsvæðinu. Í öðru þéttbýli er hlutfallið 25,2% og 26,1% í dreifbýli, líkt og sýnt er á grafi hér fyrir ofan. Landsmeðaltalið var 32,9%. Til samanburðar var landsmeðal- talið 26,9% á árunum 2000-2002. Ein- hleypur í rannsókninni er sá sem býr einn, óháð hjúskaparstöðu. Síðan sambærileg könnun var fyrst gerð um aldamótin hefur hlutfall heimila einhleypra verið hærra á höfuðborg- arsvæðinu en á öðrum landsvæðum. Samkvæmt rannsókninni er meðal- stærð heimilis 2,4 einstaklingar. Að sögn Heiðrúnar Eriku Guð- mundsdóttur, deildarstjóra vísitölu- deildar á Hagstofunni, veitir Rann- sókn á útgjöldum heimilanna 2010-2012 mikilvægar upplýsingar um neyslumynstur þjóðarinnar. Þær upplýsingar eru notaðar til að áætla vægi einstakra útgjaldaliða þegar vísitala neysluverðs er sett saman, þ.e. þær segja til um hvaða vöruflokkar skuli verðmældir. Ríflega 71.000 í mat og drykk Til dæmis sýna niðurstöðurnar að meðalheimilið varði í fyrra 71 þús- und krónum á mánuði til kaupa á mat og drykkjarvörum. Samsvaraði það 14,4% af útgjöldunum. Athygli vekur að útgjöld vegna hótela og veitingastaða dragast saman um 15% milli ára 2011 og 2012. Af öðrum niðurstöðum má nefna að ef tækjaeign heimila á árunum 2000-2002 er borin saman við tækja- eignina 2010-2012 hafa mun færri heimili heimilissíma nú en áður. Hef- ur hlutfallið lækkað úr 91,7% í 78%. Uppvaskið er á undanhaldi Á hinn bóginn eru uppþvottavélar nú mun algengari, hlutfall þeirra hækkar úr 49,7% í 74,6%. Gamla góða uppvaskið er samkvæmt þessu á undanhaldi á íslenskum heimilum. Þá eru þurrkarar mun algengari 2010-2012 en á árunum 2000-2002. Hlutfall heimila með þurrkara hækkar þannig úr 39,4% í 51,7%. Hlutfall heimila með örbylgjuofna hækkaði einnig, fór úr 79% í 84,7%. Um 27% heimila eru með heima- bíóskerfi en ekki var spurt um slík kerfi 2000-02. 1.772 heimili tóku þátt í rannsókninni og var svörun 49,7%. Einhleypum virðist hafa fjölgað á öldinni  Könnun Hagstofunnar bendir til að fleiri kjósi að búa einir Morgunblaðið/Ómar Þingholtin í Reykjavík Vísbendingar eru um að einhleypum fari fjölgandi. Fjórðungur í einbýli » Þátttakendur í könnuninni voru spurðir um gerð hús- næðis sem þeir búa í. » Sögðust 27% búa í ein- býlishúsi og 13,7% í raðhúsi. » Þá sögðust 19,1% búa í 2 til 5 íbúða húsi og 36,1% í fjölbýli. » Loks sögðust 2,5% búa í herbergi en ekki var vitað um gerð húsnæðis í 1,7% tilvika. » Þá sögðust 55,5% hafa að- gang að bílskúr og hefur hlut- fallið farið hækkandi að sögn skýrsluhöfunda. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Meðalheimilið á Íslandi keypti mat og drykk fyrir 71.000 krónur á mánuði í fyrra. Þetta er ein niðurstaða rannsóknar Hagstof- unnar á útgjöldum heimila 2010-2012. Skal tekið fram að rannsóknin byggist á könnun. Alls tóku 1.772 heimili þátt í rann- sókninni og var svörun 49,7%. Könnunin sem slík veitir því fyrst og fremst vísbendingar. Í grafinu hér fyrir ofan má sjá sundurliðun útgjalda hjá meðalheimili. Tölur eru á verðlagi ársins 2012. Séu útgjöldin 2010 og 2012 borin saman kemur í ljós að heimilin vörðu um 4% meira til kaupa á mat og drykk árið 2012 en þau gerðu 2010. Útgjöld vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkuðu um 9,4%. Hækkunin var 21% í liðnum húsgögn, heimilisbúnaður og fleira, 9,6% til heilsugæslu, 21,3% til ferða og flutninga og 14,6% vegna pósts og síma. Athygli vekur að könnunin bendir til að út- gjöld heimila vegna kaupa á áfengi og tóbaki standi nánast í stað á tímabilinu. Loks má nefna að vægi húsnæðis, hita og rafmagns hækkar úr 27,2% árið 2010 í 27,8% árið 2012. Meðalútgjöld jukust um 32 þúsund eða um 7%. Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2010-2012 Á verðlagi 2012 *Miðað er við að 2,4 séu í heimili. Heimild: Hagtíðindi Hagstofu Íslands 2010 2011 2012 Neysluútgjöld - meðaltal á heimili í þúsundum ámánuði* 456 484 488 Matur og drykkjarvörur 68 74 71 Áfengi og tóbak 16 16 15 Föt og skór 25 24 23 Húsnæði, hiti og rafmagn” 124 125 136 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 20 24 24 Heilsugæsla 16 20 18 Ferðir og flutningar 64 67 77 Póstur og sími 14 16 16 Tómstundir og menning 52 56 54 Menntun 5 6 4 Hótel og veitingastaðir 22 26 22 Aðrar vörur og þjónusta 31 31 30 Samtals 456 484 488 Meðalútgjöld á heimili eftir árum og bakgrunnsþáttum 2010-2012 Á verðlagi ársins 2012 í þúsundum króna Meðalútgjöld eftir heimilisgerð 2010 2011 2012 Allir 456 484 488 Einhleypir 269 304 336 Hjón/sambýlisfólk án barna 501 510 548 Hjón/sambýlisfólk með börn 603 630 642 Einstæðir foreldrar 362 393 401 Önnur heimilisgerð 608 659 598 Mánaðartekjur ólíkra tekjufjórðunga Á verðlagi ársins 2012 2010 2011 2012 Allir 456 484 488 1. fjórðungur 362 384 403 2. fjórðungur 392 437 447 3. fjórðungur 438 508 485 4. fjórðungur 585 611 667 Heimili eftir heimilisgerð Hlutfall í hundraðshlutum Höfuðborgar- Annað Dreifbýli Alls svæðið þéttbýli Allir 100 100 100 100 Einhleypir 37 25,2 26,1 32,9 Hjón/sambýlisfólk án barna 14,6 21,6 27,1 17,7 Hjón/sambýlisfólk með börn 30,4 36,8 34,1 32,3 Einstæðir foreldrar 11,4 10,2 3,7 10,3 Önnur heimilisgerð 6,6 6,2 9 6,8 Ráðstöfunartekjur heimila 2011 og 2012* Á mánuði í þúsundum króna Meðaltal Meðaltal Breyting 2009-2011 2010-2012 % Allir 513.754 533.419 3,8 Einhleypir 283.850 290.347 2,3 Hjón/sambýlisfólk án barna 546.586 557.729 2 Hjón/sambýlisfólk með börn 709.592 763.539 7,6 Einstæðir foreldrar 394.927 388.820 -1,5 Önnur heimilisgerð 745.273 773.192 3,7 *Tekjur áranna 2009-2011 eru allar á verðlagi ársins 2011, tekjur 2010-2012 eru á verðlagi ársins 2012. Tekjur eru verðuppfærðar með vísitölu launa. Meðalútgjöld heimilis eru 488 þúsund krónur  Hagstofan birtir niðurstöður könnunar á neysluvenjum heimilanna á tímabilinu 2010 til 2012 AFGREIÐSLUTÍMI Í DESEMBER Laugardagur 14. des. 11–16 Sunnudagur 15. des. 11–16 Mánudagur 16. des. 10–18 Þriðjudagur 17. des. 10–18 Miðvikudagur 18. des. 10–19 Fimmtudagur 19. des. 10–19 Föstudagur 20. des. 10–19 Laugardagur 21. des. 11–19 Sunnudagur 22. des. 11–19 Mánudagur 23. des. 10–19 ÞÚ FINNUR BÓKINA Á FISK ISLÓÐ Fiskislóð 39 | 101 Reykjavík Sími: 575-5636 | forlagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.