Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Það er mikill stuðn-
ingur við það hjá þjóð-
inni að hætta með öllu
eða a.m.k. fresta um
sinn erlendri þróun-
arhjálp, sem kostar
skattgreiðendur millj-
ónafjöld á ári hverju.
Einstaka menn, sem
finnst lítið til um og eru
e.t.v. vanir að eyða
annarra manna fé, telja
það hins vegar alveg al-
veg sjálfsagt þótt á sama tíma ríki
mikil fátækt víða hér á landi og rík-
issjóður tómur og stórskuldugur.
Heyrst hefur að sumir þessara
manna tali í einhverri þrákelkni um
að Ísland eigi ekki að hugsa almennt
um hagsmuni sína heldur einhverra
annarra (?) og nota tímann í að snör-
kringja um hvað Ísland hafi þegið
mikið að utan í gegnum árin sem
einhver rök í málinu. Og rétttrún-
aðurinn og þróttleysið gegn honum
eru á sínum gamla stað.
Syndir veraldar
Víst er heimurinn ljótur og gott
væri ef þjóðirnar lærðu að stjórna
sjálfum sér af skynsemi og rækt en
ekki einhverjum öfgum. Það er um-
hugsunarvert hvort það eigi t.d. að
hjálpa spilltum embættis- og stjórn-
málamönnum í svonefndum vanþró-
uðum ríkjum, sem reiða sig víst orð-
ið á gjafafé erlendis frá en eyða á
sama tíma miklu í valdabrölt sitt,
vopnakaup og skak.
Þróunaraðstoð hér heima
Enginn einn af þessum heimi get-
ur tekið á sig syndir heimsins, en ef
að menn telja að eitthvað sé til fyrir
því að hjálpa fátæku
fólki í útlöndum, þá má
spyrja hvort ekki sé
nær að gera það aðeins
í sérstökum tilfellum
og spara með því
mannskap og umstang
Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands
og helst leggja hana
niður og nota pen-
ingana sem í hana fer
til nauðþurfta? Mér
finnst að stuðningur til
útlanda ætti aðeins að
vera í vörum, sem
framleiddar og keyptar eru innan-
lands og alls ekki og aldrei að senda
beinharða peninga út, sem enginn
veit hvað verður um. Peninga sem
með hinum hættinum gætu styrkt
núverandi og e.t.v. lyft undir nýja
framleiðslu og þannig stuðlað að
bættum lífskjörum hjá okkur sjálf-
um. Með nýju sniði gæti væntanlega
einn ritari í einhverju ráðuneytanna
séð um málið þegar þyrfti.
Fátækir á Íslandi þarfn-
ast líka hjálpar
Það eru því miður margir sem
eiga mjög bágt og búa við örbirgð
hér þótt örlætisfólkið tali gjarnan
um hve ríkt og aflögufært Ísland sé.
Margir eru á götunni eftir kyrkingu
verðtryggingarinnar, aðrir atvinnu-
lausir, sjúkir, aldraðir eða öryrkjar,
hópar sem allir gætu vel þegið svo-
lítið meira örlæti og hjálp, en mér
skilst að milli 5-7 milljarðar væru til
skiptanna ef þróunarsamvinnustof-
unin yrði aflögð. Ölmusan á nefni-
lega líka erindi hér á landi.
Kjaramál
Þótt það sé annar kapítuli þá lang-
ar mig vegna fátæktarinnar að bæta
því við að mér finnst að aðilar vinnu-
markaðarins ættu í þetta skiptið að
semja um kauphækkanir sem ná að-
eins til lægstu launa og fara ekki upp
allan skalann. Það hlýtur að vera
keppikefli að koma til móts við þá
sem langverst eru settir og væri
samt líklega nógu stór biti fyrir fyr-
irtækin að gleypa nú ef myndarlega
væri að staðið. Þá mætti löggjafinn
alveg hugsa til þess að lögleiða lág-
markslaun hér á landi eins og ég hef
áður stungið upp á.
Þvergirðingur eða víðsýni
Þær eru margar meinlokurnar og
mörgum er það erfitt að hugsa úr
fyrir boxið eða að skipta um skoðun
þó praktíkin kalli á. Hleypidóma-
leysi, hagsýni og raunhæfni eru hug-
tök sem koma í huga minn um það,
sem meira mætti iðka. Umhyggja og
velvilji mega alveg vera með. Því
miður hefur fátæktin breitt úr sér
hér á landi og mér finnst það skylda
allra viðeigandi að gera allt sem þeir
geta til þess að vinna bug á henni.
Það er alvöru forgangsmál.
Jólin koma
Nú eru hátíðirnar að ganga í garð
og enn eru biðraðir eftir matar-
gjöfum. Mér finnst að menn megi al-
veg hugsa til þessa og kærleiks-
boðskapar jólanna þegar þeir viðra
skoðanir sínar að öðru leyti. Ég vona
samtímis að sem flestir megi eiga
gleðileg jól.
Fátæktin dreifir sér
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson » Ölmusan á nefnilega
líka erindi hér á
landi.
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er Hægri grænn og
fyrrv. forstjóri.
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Jólahlaðborðið okkar er vinsælt og
rómað fyrir fjölbreytni og gæði.
Hjá okkur fá gestirnir jólahlaðborðið beint
á borðið til sín og geta notið kvöldsins.
Fyrir notalegt kvöld á aðventunni
er Veitingahúsið Einar Ben tilvalið
fyrir vandláta.
Hlýlegt umhverfi, notalegir
litlir veitingasalir og einkastofur
fyrir smærri hópa.
25% AFSLÁTTUR
AF JÓLAHLAÐBORÐI
OG GJAFABRÉFUM
Á VEITINGAHÚSINU
EINAR BEN
VIÐ INGÓLFSTORG
Almennt verð: 7.900 kr.
Moggaklúbbsverð: 5.900 kr.
Veltusundi 1, við Ingólfstorg. Sími 511 5090
www.einarben.is
Opið öll kvöld frá 18:00
Tilboðið gildir fimmtudaga og sunnudaga
Borðapantanir í síma 511 5090
Jólahlaðborðstilboðið gildir til 22. des. en hægt
er að kaupa gjafabréfin með afslætti til áramóta.
Villutrú af ýmsu tagi hefur lengi
herjað á kristnina. Sumir prestar
lútersku kirkjudeildarinnar, sem
nefnd hefur verið þjóðkirkja, virðast
í gegnum tíðina hafa verið veikir fyr-
ir villukenningum.
Þar má nefna þekktar villur eins
og „spíritisma“. Þar er boðað að
framliðnir taki þátt í lífi lifenda.
„Nýguðfræði“ þar sem ekki er trú á
kraftaverkum Jesú og ekki heldur
upprisu hans. „Staðgengils-
guðfræði“ þar sem því er haldið
fram að kristnir menn hafi gengið
inn í hlutverk og fyrirheit Gyðing-
anna og Guð hafni Gyðingunum.
„Nýöld“ þar sem guðinn er óper-
sónulegur og lögð er áhersla t.d. á
orku í steinum, en síður þann sem
skapaði alla hluti, m.a. steina. Heiðni
eins og Ásatrú, íslam og áhrif frá
austrænum trúarbrögðum hafa líka
litað trú landsmanna á síðustu ára-
tugum. Sérhæfður hópur öfgafullra
„trúleysingja“ heldur nú uppi and-
kristnum áróðri. Allt gengur þetta
gegn kenningum Biblíunnar og er
því á yfirráðasvæði djöfulsins sem
hefur þann eina tilgang að afvega-
leiða sálir manna og leiða til glöt-
unar.
Sem betur fer á þjóðkirkjan
marga góða presta sem halda sig
trúfastir við kenningar orðsins og
prédika hjálpræðið í Jesú til fyr-
irgefningar synda, en svo verður þó
varla sagt um þá alla.
„Þá kom djöfullinn og sagði við
hann: „Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð
þú að steinar þessir verði að brauð-
um.“ Jesús svaraði: „Ritað er: Eigi
lifir maðurinn á einu saman brauði
heldur á hverju því orði sem fram
gengur af Guðs munni“ (Mt 4:3,4).
Jesús vitnar í ritninguna, orðið er
honum heilagt og þó hann væri
hungraður setti hann trúna ofar til-
finningum.
„Jesús sneri sér við og mælti til
Péturs: „Vík frá mér, Satan, þú vilt
bregða fæti fyrir mig, þú hugsar
ekki um það sem Guðs er heldur það
sem manna er“ (Mt 16: 23). Svona
svaraði Jesús þegar Pétur vildi forða
honum frá krossinum, þá ruglaði
Jesú ekki saman trú og tilfinningum,
hann lét trúna stjórna tilfinning-
unum. Hefði Jesús ekki gert það og
sagt t.d. við Pétur „Ég var að vona
að þú segðir þetta, mig langar ekk-
ert til að krossfestast“, þá ættum við
ekki Krist Jesú sem frelsara frá
syndum í dag.
Fjölhyggjuguðfræðin greinir ekki
trú frá tilfinningum og setur gjarnan
tilfinningalífið ofar trúnni. Fólk er
sérgott og stofnar nú á dögum fé-
lagsskap um syndir sínar og telur
sig geta breytt boðskap Biblíunnar
til samræmis við lífsstíl sinn. Ný-
mælið er þegar stjórnmálamenn
gerast talsmenn forherðingar og
setja lög sem kúga kirkjuna til hór-
dóms gegn heilögu orði Biblíunnar.
Til eru „útrásar“-prestar sem einka-
væða boðskap sinn og vilja segja
Guði fyrir verkum. Þessir kenni-
menn setja „vatn á bensíntankinn“
og túlka orð Biblíunnar eins og
hjálpræðið í Jesú sé ekki lykill krist-
indómsins. Í stað þess að nota texta
Biblíunnar sem kompás á prédikanir
sínar kenna sumir prestar að Krist-
ur gangi til liðs við syndina.
Það er mikill munur á því að vera
óstyrkur í trúnni og ráða ekki við
syndir sínar, viðurkenna það fyrir
Jesú og þiggja fyrirgefningu Guðs
nýja á hverjum degi og á því að for-
herða sig í trúnni og réttlæta þann
lífsmáta sem brýtur gegn orði Guðs.
Auðmjúkur, óstyrkur maður á hlut-
deild í hjálpræðisverki Krists en sá
sem forherðir hjarta sitt hafnar því.
„Takið því sinnaskiptum og snúið
ykkur til Guðs svo að hann afmái
syndir ykkar." (Post. 3:19) Líkt og
strokleður strýkur rangan staf af
blaði, strýkur blóð Jesú syndir okk-
ar burt. Jesús er syndlaus og gengur
ekki til liðs við sjúkdóma eða syndir.
Hann gerist ekki holdsveikur til að
þóknast holdsveiki frekar en hann
gerist hommi eða lesbía til að þókn-
ast þeim lífsmáta. Jesús gengur ekki
til liðs við anda forherðingar og
hendir orði Biblíunnar á haugana.
Hann læknar sjúkdóma og afmáir
syndir.
Fjölhyggjuprestar genga til liðs
við „nýaldar-guðfræði“ og virðast
bara trúa því sem þeir vilja trúa af
boðskap Biblíunnar. Þrátt fyrir að
múslímar hafni Jesú Kristi sem
frelsara frá syndum segja fjölhygg-
juguðfræðingar að Allah sé sami
Guð og Guð Biblíunnar. Með því af-
neita þeir í raun heilagri þrenningu
og eru með þá villu í einskonar „ný-
aldardæmi“. Franklin Graham pré-
dikaði í fullri Laugardalshöll tvö
kvöld í röð og mörg hundruð áheyr-
enda frelsuðust. Margir erlendir
fjölmiðlar skýrðu vel frá samkom-
unum. Þemað í boðskap Franklins
var í raun: „Allir hafa syndgað og
skortir Guðs dýrð“ (Róm 3: 23), og
út frá því prédikaði Franklin hjálp-
ræðið í Jesú Kristi en það að þiggja
hjálpræði frelsarans er undirstaða
þess að menn megni að láta trú sína
stjórna flókinni tilfinningabaráttu
sinni.
Svo virðist sem sumir þjóð-
kirkjuprestar séu að hanna ein-
hverslags séríslenska útgáfu af
kristni. „Gyðja fréttanna tekur und-
ir og hristir makkann“ frammi fyrir
alþjóð og segir „við Íslendingar er-
um stoltir af“ í því samhengi. Þetta
framúrstefnu-fólk þarf ekki að
hætta sáluhjálp sinni til að finna upp
nýja kristni fyrir mig, ég trúi boð-
skap Biblíunnar.
Trú fyrst, svo tilfinningar, og fjöl-
hyggjuguðfræðin er villa endatím-
anna, um afrakstur hennar má m.a.
lesa í 1. kafla Rómverjabréfs og í 3.
kafla 2. Tímóteusarbréfs.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
Trú og tilfinning-
ar – Fjölhyggju-
guðfræði
Eftir Ársæl Þórðarson » Auðmjúkur,
óstyrkur maður á
hlutdeild í hjálpræð-
isverki Krists en sá
sem forherðir hjarta
sitt hafnar því.
Höfundur er húsasmiður.
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga