Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
✝ Sesselja El-ísabet Jóns-
dóttir fæddist 21.
janúar 1944 á
Hyrningsstöðum í
Reykhólasveit.
Hún lést á heimili
sínu, Skálatúni,
28. nóvember
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Óskar
Pálsson, f. 10.
nóvember 1909, d. 6. október
1989 og Sigríður Ingibjörg
Sveinsdóttir, f. 2. ágúst 1916,
d. 22. maí 1992.
Sesselía ólst upp á Seljanesi
í Reykhólasveit
ásamt bræðrum
sínum. Þeir eru :
Páll Finnbogi, f.
23. október 1932,
d. 16. júní 2007,
Jóhann, f. 7. mars
1935, d. 6. janúar
1977, Sveinn, f. 3.
júní 1937, Magnús
Viggó, f. 30. októ-
ber 1940, Jón
Hjálmar Jónsson,
f. 7. apríl 1954.
Sesselja Elísabet bjó síðustu
43 árin á Skálatúnsheimilinu.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Elsku yndislega Sessa. Hvar
á maður eiginlega að byrja?
Skemmtilegri karakter en þú er
vandfundinn. Þvílík blanda.
Gömul, ljúf, falleg en með kjaft
á við sjóara.
Held að hægt sé að fullyrða
að enginn nema þú hafir getað
kallað okkur illum nöfnum og
fengið koss og knús í staðinn.
Það var ekki annað hægt en að
dýrka þig.
Falleg útgeislun lýsir þér svo
vel og yndislegt var hvernig þú
brostir með augunum. Þú heill-
aðir alla og vissir sko alveg
hvernig átti að nýta þennan eig-
inleika til að fá þínu framgengt.
Kók og Nóa-kropp hljómar ekki
sem hollur og saðsamur kvöld-
matur, en þér tókst oft að láta
mann bjóða þér upp á slíkar
kræsingar í kvöldmat að
ógleymdum öllum kaffibollunum
sem þú að vísu helltir oft niður
ef þig vantaði athygli.
Þú varst einnig svo ljúf og
góð sál. Hvernig þú kysstir alla
og sýndir svo mikla umhyggju,
oft svo mikla að tárin komu líka.
Sérstaklega dúkkunum þínum,
sem fengu tára- og tregafulla
kveðjustund með kossi hvern
einasta morgun. Sama var upp á
teningnum þegar börn komu í
heimsókn. Ljúfa sálin breyttist
þó fljótt í hefðarfrú þegar karl-
menn kíktu í heimsókn, en það
þótti þér nú ekki leiðinlegt.
Okkur er minnisstætt þegar þú
hafðir verið slöpp og ólík þér all-
an daginn svo við hringdum í
lækni. Mætti svo þessi mynd-
arlegi maður og mín reisti sig
upp í stólnum, tók í höndina á
lækninum og hafði aldrei verið
hressari.
Erfitt var að lýsa einkennum
veikindanna fyrir lækninum þar
sem þau virtust hafa horfið um
leið og þú sást þennan mynd-
armann ganga inn. Einnig var
alltaf jafnskemmtilegt að sjá
viðbrögð þín þegar hjón komu í
heimsókn. Konan fékk yfirleitt
dræmar móttökur á meðan karl-
inn fékk konunglegar móttökur
hjá þér. Fátt lét þig hlæja jafn-
mikið og að kasta kubbum og
púðum og þá aðallega í starfs-
fólkið. Söknuðurinn verður mik-
ill að geta ekki sest niður með
þér og litað og sungið fyrir þig.
Það var líka svo gaman að sjá
hvað þér þótti vænt um aðra.
Sást það vel þegar hann Óli
okkar lá á sjúkrahúsi og við fór-
um í heimsókn. Þú varst svo
miður þín og tókst svo fallega í
höndina á honum og sýndir svo
mikla væntumþykju. Það sást
vel hvað ykkur þótti vænt hvoru
um annað. Líka hvernig það
féllu alltaf tár niður kinnar hjá
þér þegar þú tókst utan um
hann. Þú passaðir vel upp á
hann en áttir líka til að kenna
honum um það sem úrskeiðis fór
hjá þér.
Við höfum brallað svo margt
með þér. Þegar við fórum í bú-
staðinn og sofnuðum á dýnu á
gólfinu um miðjan dag og hrut-
um í kór. Bæjarferðirnar, en
það var oft erfitt að komast
áfram þar sem þú vildir taka í
höndina á öllum karlmönnunum
sem gengu framhjá. Þú varst og
verður alltaf einstök og munt
eiga einstakan stað í hjarta okk-
ur.
Eins sárt og það er að kveðja
þig, elsku Sessa, getur maður
ekki annað en samglaðst þér að
fá loksins að sofa í friði og ró
þar sem svefn var þitt uppáhald,
enda líkaminn orðinn þreyttur
og lúinn.
Þú snertir hjarta okkar á svo
ótrúlega marga vegu og lofum
við að halda minningu þinni á
lofti, enda ómögulegt að gleyma
svona ótrúlegri konu.
Elsku engill, sofðu rótt.
Telma Sif Sigmundsdóttir,
Eygló Sif Sigfúsdóttir.
Sesselja Elísabet
Jónsdóttir
✝ Þórhallur Vil-mundarson
prófessor fæddist á
Ísafirði 29. marz
1924. Hann lézt á
hjartadeild Land-
spítalans 27. nóv-
ember 2013.
Foreldrar Þór-
halls voru Kristín
Ólafsdóttir læknir,
f. 1889, d. 1971, og
Vilmundur Jónsson
landlæknir, f. 1889, d. 1972.
Systur hans voru Guðrún, f.
1918, d. 2010, og Ólöf, f. 1920, d.
1998.
Þórhallur var kvæntur Ragn-
heiði Torfadóttur, f. 1937, fyrr-
verandi rektor Menntaskólans í
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Anna Jónsdóttir, f. 1912, d.
1992, og Torfi Hjartarson, toll-
stjóri og ríkissáttasemjari, f.
1902, d. 1996. Börn Þórhalls og
Ragnheiðar eru: 1) Guðrún, f.
1961, dósent í íslenskri málfræði
stundaði nám við háskólana í
Ósló og Kaupmannahöfn 1950-
1951.
Þórhallur var kennari við
Menntaskólann í Reykjavík árin
1951-1960. Hann kenndi ís-
lenzka bókmenntasögu við
heimspekideild Háskóla Íslands
1960-1961, var skipaður pró-
fessor í sögu Íslands árið 1961
og var forseti heimspekideildar
árin 1969-1971. Þórhallur var
forstöðumaður Örnefnastofn-
unar frá stofnun hennar árið
1969 til 1998 og formaður ör-
nefnanefndar. Hann átti sæti í
nýyrðanefnd 1961-1964 og Ís-
lenzkri málnefnd 1964-2001.
Eftir Þórhall liggja ýmis
sagnfræðileg ritverk og út-
gáfur. Hann fékkst þó einkum
við nafnfræði síðustu áratugina,
gaf út Grímni, rit um nafnfræði,
1980-1996 og birti margar
greinar um íslenzk örnefni í ís-
lenzkum og erlendum fræðirit-
um. Þá vöktu fyrirlestrar Þór-
halls um náttúrunöfn,
dýrlingaörnefni og önnur
kirkjuleg örnefni, sem hann hélt
við Háskóla Íslands á árabilinu
1966-1995, mikla athygli.
Útför Þórhalls fór fram í
kyrrþey hinn 6. desember 2013.
við Háskóla Ís-
lands, gift Birgi
Guðjónssyni
menntaskóla-
kennara. Þau eiga
eina dóttur, Ragn-
heiði. 2) Torfi, f.
1964, rafmagns-
verkfræðingur.
Hann var kvæntur
Sigríði Helgu
Hauksdóttur, hönn-
uði og myndlistar-
manni; þau skildu. Börn þeirra
eru Egill, Ragnheiður og Vil-
mundur. Unnusta Torfa er
Steinunn Jóhannsdóttir iðju-
þjálfi. 3) Helga, f. 1968, bygg-
ingarverkfræðingur, gift Þor-
steini Þorsteinssyni
jarðeðlisfræðingi. Þau eiga son-
inn Ingólf.
Þórhallur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1941 og cand. mag.-
prófi í íslenzkum fræðum frá
Háskóla Íslands árið 1950 og
Fyrstu kynni mín af Þórhalli
Vilmundarsyni voru á síðari
námsárum mínum í Menntaskól-
anum í Reykjavík. Hann kenndi
mér íslensku og ég hef stundum
velt því fyrir mér hvort kennsla
hans hafi ekki ráðið nokkru um
hvaða leið ég kaus að fara að
loknu stúdentsprófi. Allmörgum
árum síðar leiddi tilviljun – eða
örlög – mig á fund hans í Ör-
nefnastofnun Þjóðminjasafns þar
sem hann réð mig til starfa.
Stofnunin var síðan sameiginleg-
ur starfsvettvangur okkar í rúma
tvo áratugi, allt þar til hann lét af
störfum.
Þegar ég lít um öxl sé ég að ár-
in í Örnefnastofnun við hlið Þór-
halls og undir hans stjórn hafa
verið mér afar lærdómsrík. Ís-
lensk örnefni, uppruni þeirra og
tilurð, voru honum meira en
áhugamál – nær væri að segja
ástríða – og varla hægt annað en
hrífast með. Vinnan í stofnuninni
og samstarf okkar við heimildar-
menn víðs vegar um land opnaði
augu mín fyrir því hvílíkan fjár-
sjóð við höfðum í höndum og um
leið jókst skilningur minn á heim-
ildargildi örnefna um menningu
og sögu þjóðarinnar á ótal svið-
um. Meðal verkefna var útgáfa
og frágangur texta til prentunar
og í þeirri vinnu var ekki slegið af
kröfum um nákvæmni og vand-
virkni og hefði eflaust mátt kalla
smámunasemi – en er það ekki
einmitt hún sem gerir gæfumun-
inn svo hnökralaust verði og í
rauninni öllum hollt að temja sér
sem fást við slík verkefni? Ör-
nefnastofnun var alla tíð mjög fá-
mennur vinnustaður og þegar
svo er verður samband og sam-
skipti öll nánari en þar sem fjöl-
mennara er. Ég varð þess stund-
um vör í samtali við ýmsa sem
þekktu til Þórhalls að þeir höfðu
efasemdir um hversu gott væri
að vinna undir stjórn hans og
vissulega hentaði það ekki öllum.
Þórhallur var ekki allra og þeir
dagar komu að honum var
þyngra í skapi en ella. En annað
kom á móti og fær miklu meira
rúm í minningunni þótt hér verði
ekki rakið. Nefna má þó ótalda
kaffitíma sem teygðist úr þegar
Þórhallur, nýkominn úr ferða-
lagi, sagði okkur ferðasöguna
eins og honum einum var lagið.
Það voru skemmtilegar stundir.
Þórhallur vildi starfsfólki sínu
vel, hvort sem um var að ræða
kaup og kjör eða einkahagi, og
hluttekning hans og vinarþel var
gegnheilt ef áföll urðu. Ragnheiði
og fjölskyldunni allri votta ég
innilega samúð og þakka góð
kynni. Að leiðarlokum kveð ég
Þórhall Vilmundarson með virð-
ingu og þökk fyrir það sem ég
lærði í löngu samstarfi okkar.
Jónína Hafsteinsdóttir.
Látinn er einn góður bekkjar-
bróðir okkar. Þórhallur var einn
af þeim sem útskrifuðust sem
stúdentar úr Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1941. Hann hafði
verið í máladeild, en við flestir
strákarnir vorum í stærðfræði-
deild. Þannig vorum við ekki í
sömu kennslustofu. Hann var
mun yngri en flest okkar í þess-
um árgangi, því hann var bráð-
þroska og mikill lærdómsmaður.
Eftir stúdentspróf hóf hann
nám í íslenskum fræðum við Há-
skóla Íslands, og lauk þaðan
cand. mag.-prófi. Varð hann síð-
an mikill sérfræðingur í örnefna-
fræði og gerðist forstöðumaður
Örnefnastofnunar.
Við bekkjarsystkinin fórum
nokkrum sinnum í ferðalög sam-
an. Eitt sinn var haldið upp í
Borgarfjörð og komið í heimsókn
í sumarbústað minn við Laxfoss í
Norðurá. Þórhallur var leiðsögu-
maður í þeirri ferð og var óspar á
að segja sögu þeirra örnefna á
svæðum, sem sáust á leiðinni.
Þegar að bústaðnum kom hafði
ég gaman af að ræða við hann um
örnefni staðarins við fossinn.
Við héldum upp á 70 ára stúd-
entsafmæli okkar fyrir tveimur
árum. Þá gaf Ragnheiður Torfa-
dóttir kona Þórhalls töflu til
minningar um Elísabetu Björns-
son, bekkjarsystur okkar. Var
þessi gripur settur á hús það sem
gefið hafði verið Menntaskólan-
um í Reykjavík í nafni hennar.
Við þrír bekkjarfélagar, sem
eftir stöndum úr árganginum,
sendum aðstandendum Þórhalls
okkar bestu samúðarkveðjur.
Sturla Friðriksson,
erfðafræðingur.
Látinn er í hárri elli Þórhallur
Vilmundarson prófessor. Með
honum er genginn einhver frum-
legasti og stórbrotnasti gáfumað-
ur 20. aldar meðal Íslendinga.
Kynni undirritaðs af Þórhalli
hófust haustið 1962, en þá var
hann nýlega byrjaður að kenna
við heimspekideild Háskóla Ís-
lands. Í fyrstu kenndi hann tíma-
bundið íslenskar fornbókmennt-
ir. Minnisstætt er að um þetta
leyti setti hann á fót meðal nem-
enda úrvinnsluverkefni sem
vörðuðu Svínfellinga sögu í Sturl-
ungu og fór m.a. fram leit að höf-
undi sögunnar. Aðalkennslusvið
Þórhalls varð hins vegar fljótlega
Íslandssaga seinni alda, og tók
hann þar við keflinu af Þorkeli
Jóhannessyni prófessor og há-
skólarektor. Áhugi Þórhalls og
rannsóknir tengdust þó ekki sér-
staklega við þennan hluta ís-
lenskra fræða, heldur nafnfræði,
ekki síst örnefni, enda stýrði
hann Örnefnastofnun Þjóðminja-
safns frá 1969. Þórhallur var
manna áheyrilegastur í kennara-
stóli og yfirleitt sem ræðumaður,
enda hafði hann fádæma góð tök
á íslenskri tungu og kunni ein-
staklega vel að beita röddinni.
Frásagnarlist hans og eldmóður
höfðu einatt mjög mikil áhrif á
nemendur. Þeim var hann jafnan
mjög hliðhollur og hvatti þá
óspart til dáða, enda litu þeir
ávallt mjög upp til hans.
Eftirminnilegt er að í nóvem-
ber 1963 við upphaf Surtseyjar-
goss stóð Þórhallur fyrir því að
taka á leigu flugvél, líklega svo-
nefndan þrist, fyllti hana af nem-
endum sínum og síðan var farið í
útsýnisflug yfir gosstöðvarnar
við Vestmannaeyjar. Þegar
þangað kom sáu farþegar að ný
eyja var rétt að byrja að mynd-
ast. Forystuhæfileikar Þórhalls
og alhliða áhugi á landinu og um-
hverfi þess komu þarna skýrt
fram.
Á árunum laust fyrir og um
1970 setti Þórhallur fram hina
umtöluðu náttúrunafnakenningu
sína og flutti um hana röð opin-
berra fyrirlestra í Reykjavík, við
einstaklega góða aðsókn, enda
fyllti hann þá Háskólabíó í nokk-
ur skipti. Um þessi efni talaði
hann einnig víðar um land, t.d.
var hann í febrúar 1982 fenginn
til að halda örnefnafyrirlestra í
fæðingarbæ sínum Ísafirði. Við
undirbúning fyrirlestranna hafði
Þórhallur ferðast fram og aftur
um allt land á jeppa sínum og tek-
ið ógrynni af góðum ljósmyndum
sem hann sýndi síðan máli sínu til
stuðnings. Kenning hans var tví-
mælalaust sú djarflegasta og
frumlegasta sem forystumaður í
íslenskum fræðum kom fram
með um langt árabil. Með til-
komu kenningarinnar vaknaði
upp nýstárleg og gagnleg um-
ræða um uppruna fjölda örnefna.
Jafnvel var nú tekið að draga til-
vist einstakra landnámsmanna í
efa, og þótti sumum það reyndar
mikil goðgá.
Undirritaður varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa Þórhall
Vilmundarson sem leiðbeinanda
við gerð lokaritgerðar við Há-
skóla Íslands og í framhaldinu
aðstoðaði hann mig dyggilega við
að fá styrk til dvalar í Noregi árið
1971. Fyrir alla hans hjálp,
hvatningu og vináttu er ég mjög
þakklátur. Ekkju hans, Ragn-
heiði Torfadóttur, og börnum
þeirra eru hér með sendar inni-
legar samúðarkveðjur.
Björn Teitsson
Þórhallur Vilmundarson, ís-
lenskufræðingur með meiru, er
látinn. Við kunningjar hans í
spjallhópnum á Kaffi París kveðj-
um þann dreng að afloknu sínu
farsæla æviskeiði.
Ég man fyrst eftir honum þar í
kringum 1996 er ég skrifaði
Kjallaragrein í DV um hópinn,
þar sem ég skilgreindi hann sem
fastagest. Þótti honum það þá
vera heldur orðum aukið. Þó hef-
ur hann síðan verið nógu nálægur
hópnum til að okkur hafi þótt
málefnalegt að heyra fréttir af
honum, og að ræða hugmyndir
hans um örnefnasmíð; t.d. götu-
heitið Ólafsgeisli.
Mér þykir við hæfi að kveðja
hann með ljóði úr fjórtándu ljóða-
bók minni, Lífljóðum (2013), þar
sem fjallað er um annan örnefna-
grúskara. Heitir það: Úr ferða-
bókum Roberts Graves; og hefst
svona:
Ég lagði það reyndar á mig
að heimsækja bústað Menntagyðjanna
á Helikon-fjalli; Keili;
(í Helikon-fjallgarðinum í Bóetíu
á Kórintuskaga, hjá Spörtu.)
Þar var ofarlega að finna þorp
þar sem gyðjur ferðamannaiðnaðarins
bjóða mönnum enn að súpa
af þeirri djúpu lind Melanippe;
sem ég skil nú sem Dökku hryssuna.
en þær trúa ekki lengur sjálfar
sínum eigin spádómum
um innri sýn þessarar drykkju.
Svo fór ég niður í hið neðra þorp:
Þar rennur lækur einn tær,
Hippokrene; eða Huppukrani.
Þar sýndist mér að huppur myndu
löngum hafa teygað sopann.
Og mér komu í hug fögur nöfn
fornra kvenna svosem Hippólýtu,
og Xanthippu: merina björtu?
Tryggvi V. Líndal.
Þórhallur
Vilmundarson
✝ Gunnar Jóns-son fæddist á
Húsavík 23. mars
1962. Hann lést 29.
nóvember 2013 á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga. For-
eldrar hans voru
Jón Sveinbjörn
Óskarsson frá
Klömbur, f. 20.
september 1924, d.
14. apríl 2001 og
Anna Sigríður Gunnarsdóttir
frá Bangastöðum, f. 11. sept-
ember 1930, d. 11. janúar 2011.
Systkini Gunnars eru: 1.
Óskírður drengur, fæddur
andvana 7.11.1952. 2. Hildur, f.
26.7. 1955, búsett í Reykjavík.
3. Óskírð stúlka, fædd andvana
23.8. 1956. 4. Óskar, f. 4.6.
1960, d. 19.2. 1990. 5. Har-
aldur, f. 5.11. 1965, búsettur á
Höfn í Hornafirði. 6. Einar, f.
7.9. 1967, búsettur í Mývatns-
sveit. 7. Davíð, f. 7.9. 1967, bú-
settur á Húsavík. Dætur Gunn-
ars eru Hrafnhildur Anna, f.
20.10. 1983, dóttir Ásdísar Kol-
brúnar Jónsdóttur,
f. 20.3. 1957, sonur
Hrafnhildar Önnu
og Kristjáns Sam-
úelssonar, f. 23.6.
1979, er Elvar
Ingi, f. 16.6. 2009,
þau eru búsett í
Svíþjóð, og Eygló
Dögg, f. 22.2.
1986, dóttir Hildar
Halldórsdóttur, f.
8.9. 1966, dætur
Eyglóar Daggar og Þorgríms
Jóelssonar, f. 2.1. 1986, eru
Erla Rut, f. 24.9. 2007 og Hild-
ur Lilja, f. 26.11. 2013, þau eru
búsett á Húsavík.
Gunnar lauk sínu skyldu-
námi frá Hafralækjarskóla en
fór svo strax að vinna á vélum
og vörubílum hjá hinum ýmsu
verktakafyrirtækjum svo sem
Arði hf. og Sniðli hf. en stofn-
aði svo sitt eigið verktakafyr-
irtæki, Alverk ehf., árið 1996
og starfaði þar til dánardags.
Útför hans fer fram í dag
frá Grenjaðarstaðarkirkju kl.
11.
Gunni.
Við eigum minningar um brosið bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Þótt við berum harm í hjarta,
oss huggun verði í sorg og neyð
að inn í veröld yndisbjarta
þér engill dauðans fylgdi á leið, -
að bak við nótt og feigðarfjöll
við finnumst þó um síðir öll.
(Guðmundur Frímann)
Elskulega fjölskylda Gunna.
Ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Linda.
Gunnar
Jónsson
virðing reynsla & þjónusta
allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann