Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Ég hef verið að velta fyrir mér merk- ingu friðar þessa dag- ana. Ef til vill er það tímabært að hugsa um frið á aðventu. Hvað er friður? Ein- falt svar er að sjálf- sögðu það að friður er staða þar sem ekk- ert stríð ríkir. Þegar við fréttum um að- stæður í Sýrlandi eða Egyptalandi þökkum við líklega öll fyrir að Ís- land er ekki þátttakandi í stríði við aðra þjóð eða að Íslendingar eru ekki klofnir vegna borg- arastríðs. Samt verðum við að segja að þessi skilgreining á friði, að friður sé staða þar sem ekkert stríð sé í gangi, sé frekar óvirk skilgreining. Er sérhvert samfélag án stríðs sannarlega friðsælt samfélag? Ef fólk sem er í valdastöðu kúg- ar ákveðinn hóp manna í sam- félaginu með því að svipta hann mannréttindum, ef það er fólk sem eru fórnarlömb skipulagðs eineltis eða mismunun, eða ef margir unglingar þjást vegna fíkniefnaneyslu, á slíkt samfélag skilið að kallast „friðsælt sam- félag“ þó að jafnvel ofbeldi vegna stríðs sé ekki til staðar? Svarið mun vera „Nei“. Ekki bara „nei“, heldur geta slíkar aðstæður valdið óeirðum og ólátum einhvern tíma í framtíðinni. Friður í virkri merkingu Ef við skilgreinum frið á virkan hátt mun skilgrein- ingin vera eins og: friður er staða þar sem allir í viðkom- andi samfélagi njóta allra réttinda sinna, taki þátt í samfélag- inu á sinn hátt og að allir geti tekið þátt í umræðunni innan ákveðins lýðræð- islegs ramma. Sem sé er þá nauðsynlegt að réttlæti í sam- félaginu stofnist í ríkum mæli, auk þess að stríð sé ekki til staðar. Slík lýsing á friðsælu samfélagi er, eins og auðsætt ætti að vera, næstum því að lýsa hugmynda- fræðilega fullkomnu samfélagi og vissulega er erfitt að láta þann draum rætast. Menn þurfa að vinna í málinu endalaust til að ná friði. Friður eða ást/kærleikur eru hversdagsorð fyrir okkur, en þau hafa þunga merkingu í sér. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hafði orð um frið og réttlæti í þessari merkingu eins og ég hef lýst hér, í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings í nóvember sl. Hún sagðist hafa orðið fyrir áhrifum af guðfræði í Sri Lanka sem hún kynntist á heimsþingi Alkirkjuráðsins sem var haldið í Suður-Kóreu viku fyrir kirkjuþingið. „Öll þráum við frið og gerum okkur grein fyrir því að friður, jafnvægi, næst ekki nema rétt- læti ríki. Við búum ekki við ófrið af því tagi er margir sögðu frá á heimsþinginu í Busan. … Samt er þörf fyrirbæn til Guðs lífsins um réttlæti og frið. Það er ófriður í landi okkar. … Ófriður í þeirri merkingu að margir upplifa óréttlæti, þvingan- ir, afskiptaleysi, ósjálfstæði, ójafnrétti, kvíða, reiði“. „Sambýlis“-guðfræði Í Sri Lanka búa mörg þjóð- arbrot saman og einnig eru í landinu mörg trúarbrögð eins og búddismi, hindúatrú, íslam og kristni. En vegna skorts á rétt- læti í samfélaginu hefur þjóðin lent í borgarastríði fjórum sinn- um frá 1983 til 2009. Í fjórða stríðinu voru fleiri en tuttugu þúsund borgarar drepnir. Að- stæðurnar eru ennþá óstöðugar og uppbygging réttlætis í sam- félaginu virðist vera langt frá því að vera fullnægjandi. Í slíkum aðstæðum hafa margir verið að vinna að því að byggja upp jákvæð samskipti meðal þjóðarbrotanna og trúarbragð- anna í Sri Lanka. Sr. Dr. Rex Jo- seph (d. 2007) var einn af þeim og hann náði áberandi árangri í samstöðu meðal trúarhópa í Sri Lanka. Dr. Joseph líkti „sambúð“ mismunandi þjóðarbrota og trúarbragða við tré eins og Ba- nyan eða Palmya Palm, en þau eru algeng tré í Sri Lanka. Þau eru „sambýlis“(symbiosis) tré og vaxa saman með því að láta greinar sínar strjúka greinar annarra trjáa. Þannig líta tvö tré út eins og eitt tré. Með því að vaxa á þennan hátt geta trén orð- ið sterkari gegn vindum eða stormum. Samt eru þau sjálfstæð hvort frá öðru og þau stela ekki næringu frá öðru tré eða trufla á neinn hátt. Dr. Joseph benti fólki í Sri Lanka á að sambýlistrén væru tákn fyrir það hvernig þjóðin í Sri Lanka ætti að vera. Í ljósi íslensks raunveruleika Ég held að það sé tvímælalaust einnig verkefni okkar á Íslandi að reyna að ná friði í virkri merkingu. Eins og Agnes biskup benti á er ófriður til staðar í þjóðfélagi okkar. Og til þess þurfum við einnig að ná réttlæti í samfélaginu. Án réttlætis er frið- ur aðeins yfirborðsfyrirbæri. Og gleymum ekki „sambýlis- trjánum“. Hér búa líka mismun- andi hagsmunaðilar eins og fjöl- breytileg trú- og lífsskoðunar- félög. Réttlæti má ekki vera réttlæti aðeins fyrir suma eða fyrir mann sjálfan, heldur verður það að vera réttlæti fyrir aðra líka. Munum það, að láta órétt- læti afskiptalaust ógnar friði allra einhvern tíma í framtíðinni. Sköpum frið og lifum saman í honum. Friður sé með oss og gleðileg jól! Friður sé með oss Eftir Toshiki Toma » Ófriður í þeirri merkingu að margir upplifa óréttlæti, þvinganir, afskipta- leysi, ósjálfstæði, ójafn- rétti, kvíða, reiði“. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 HÁR Upplýsingar um sölustaði hjá GÆÐA HÁRVÖRUR Í JÓLAPAKKANN S jir slít ek öflu r Frábært f rir há rsá a rl k l I bble r ai rc on tra eð h Ta ng le ze h sti s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.