Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Þúfnaherinn Þau láta kuldann ekki á sig fá. F.v. Vignir Óðinsson, Karin Reichmuth, Inga María Brynjarsdóttir, Birkir Axelsson, Ólafur Kjartansson, Benjamín Kristinsson, Kristín Auður Elíasdóttir, Ólöf Nordal, Guðjón Krist- insson, Sigurbjörn Ingvarsson og Gunnar Óli Guðjónsson. Hundarnir Meitill og Máni fyrir framan. hér í öllum veðrum, tólf stiga frosti, roki og rigningu.“ Töfrar grjóts og strengs Forsaga málsins er sú að HB Grandi þurfti að byggja frysti- geymslu við höfnina fyrir fiskinn sem þeir koma með að landi úr frystitogurunum. „En Reykjavíkur- borg var ekkert sérstaklega hrifin af því að fá risastóra frystigeymslu hér á þetta nýja land, sem er uppfylling og blasir við beint á móti Hörpu. En borgin vildi samt ekki missa HB Granda úr Reykjavíkurhöfn. HB Grandi bauðst þá til að setja hér upp listaverk, sem einhvers konar sátt, til að milda þetta. Þeir settu af stað hugmyndasamkeppni um úti- listaverk og tillaga mín um risaþúfu vann,“ segir Ólöf sem er sérlega sátt við framvindu mála. Skúlptúrinn er klæddur torfi en inni í honum er torfbæjarhleðsla. „Þetta er grjót og strengur, gamla íslenska hand- verkið, eins og gömlu torfbæirnir voru gerðir, sem er einstakt í heim- inum. Hvergi á byggðu bóli nema á Íslandi finnast grjót og strengur hlaðin saman. Inni í þessari þúfu er hleðslan í laginu eins og píramídi, sem er galdurinn í þessu. Þetta er stallahlaðið, sama tækni og notuð var við byggingu píramídanna,“ seg- ir Guðjón og bætir við að það sé mik- ið ævintýri að skapa verkið og sjá það verða að raunveruleika. Eins og geirvarta á brjósti Efst á þúfunni, eða litla fjallinu, verður svo lítill fiskihjallur þar sem fiskur verður þurrkaður. „Hjallur- inn verður í svipaðri stærð og mann- eskja og minnir á musteri. Þetta er staður til að fara upp á og núllstilla sig, fara inn í kjarnann. Þegar upp er komið opnast þessi rosalega víð- átta, fjöllin, hafið, himinninn. Fólk finnur fyrir mikilli rýmistilfinningu,“ segir Ólöf og Guðjón bætir við að hann verði bergnuminn þegar hann standi uppi á þúfunni, það sé eins og að ganga inn í aðra veröld. Guðjón hefur líka séð alveg nýja hlið á lista- verkinu: „Úr fjarlægð sýnist hjall- urinn eins og geirvarta á brjósti, rétt eins og Masai-konubrjóst, en þær konur hafa lengri geirvörtur en aðr- ar konur.“ Skúlptúrinn verður af- hjúpaður fyrir jól. Komið er í verslanir nýtt spil sem nefnist Orð af orði. Um er að ræða spil sem bygg- ist í raun á krossgátuþrautinni um samsett og samtvinnuð orð. Eins og í Scrabble mynda stafaplöturnar orð á borðinu og hafa mismunandi tölugildi eftir því hversu algengir stafirnir eru í íslenskri tungu. Að sjálfsögðu er markmið leikmanna að safna sem flestum stigum en spilið er fullt af óvæntum uppákomum og áskorunum. Þessu spili fylgir stundaglas og hafa þátttakendur eina mín- útu í bónusleikjum þar sem færi gefst á að sópa að sér aukastig- um, sem getur komið sér vel und- ir lok spilsins. Ef plöturnar lenda á reit merktum Orð af orði fær leikmaður að leika bónusleik. Hægt er að tengja saman orð eða skipta á stafaplötu úr orði sem fyrir er á borðinu til að mynda úr því nýtt orð. Hér, eins og í öðrum kross- gátuþrautarspilum má ekki búa til nýyrði þó það kunni að vera freistandi. Þess vegna er gott að hafa orðabók við höndina til að unnt sé að ganga úr skugga um að orð sé gott og gilt. Aldur: 7+ Verð: Frá 3.999 kr. Kostir: Æsispennandi spil sem reynir á útsjónarsemi þátttakenda og orðaforða. Snjallt er að hafa bónusþrautareiti. Gallar: Ekki er gert ráð fyrir fleiri leikmönnum en fjórum. Sölustaðir: A4, Bónus, Hagkaup, Elko, Eymundsson og Spilavinir. Spil vikunnar Orð af orði Verðugur keppinautur Scrabble DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.