Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 74
74 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einbeittu þér að því að taka til á heimilinu og í vinnunni í dag. Kannski hring- ir einhver úr fortíðinni sem birtist þér í minningabroti sem lífgar upp á daginn. 20. apríl - 20. maí  Naut Að hluta til viltu reyna að þóknast öðrum því það er erfitt að vera ekki sam- þykktur. Vertu betri við sjálfa/n þig og þú laðar að þér athyglina sem þú leitar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt einkalífið taki sinn tíma, máttu ekki gleyma starfsskyldum þínum. Ef þér mistekst geturðu huggað þig við það að þú hafir að minnsta kosti reynt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Vandaðu framsetningu þína þannig að hún særi engan en komi til skila þeim atriðum, sem þú leggur áherslu á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hlauptu ekki eftir hverjum hlut sem hugurinn girnist. Nú veistu að heimurinn getur verið sanngjarn og átt því gott með að sinna verkefnum þínum af bjartsýni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert í varnarstöðu án þess að vita nákvæmlega gegn hverju. Heilindi skipta sköpum fyrir ástarsambandið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu varkár þegar þú þarft að tala út. Vertu viss um að þú skiljir hvers er vænst af þér. Mundu ætíð að hlutirnir eru ekki eins og þeir sýnast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gætur lært margt á því að skoða sambönd þín við vini og vandamenn. Betra er að eiga fáa vini en góða. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér hefur tekist vel upp við end- urskipulagningu starfs þíns. Afstaða stjarn- anna minnir þig á, að þú borðar til þess að njóta lífsins betur, í stað þess að lifa til þess að borða betur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samskipti eru leyndamál vel- gengni þinnar núna. Í dag er gáfulegast að njóta meira og gagnrýna minna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Rausnarskapur og trúmennska fylgja þér. Með þolinmæðinni hefst ýmislegt og þú munt njóta árangurs erfiðis þíns í dagslok. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert góð/ur í að hlusta á aðra og vera öxlin sem þeir geta grátið við. Ekki láta feimni ná tökum á þér, viðurkenndu mistök- in og sjáðu fjársjóðinn sem hreinskilnin grefur upp. Hallmundur Kristinsson bregðurá leik í limru: Eiríkur oddviti á Skálum ók eftir vegslóða hálum um þverhnípi bratt. Það er sko satt að þá var nú frúin á nálum. Jón Ingvar Jónsson stenst ekki mátið: Þegar að út af hann Eiki ók, var hann samt enn á kreiki, en lenti í sjó og lífssaddur dó. Hann kafnað’úr köfunarveiki. Jón Ingvar yrkir reglulega um það að hann sé hættur að yrkja. En nú kveður nýrra við. Nú er hann „löngu hættur að yrkja“: Eitt sinn fékk ég eymsl og kvef og illa líðan. Eina vísu orkt ég hef, aldrei síðan. Bjarki Karlsson höfundur verð- launabókarinnar Árleysi alda sem finna má í öllum betri bókabúðum var fljótur að bregðast við: Á þér hef ég tröllatrú (sem telur ýsu) og ætla um þig að yrkja nú enga vísu. Þá Halldór Þorsteinsson: Núna aftur orðinn hress ort þú getur; ég vil hvetja þig til þess og það í vetur. Sigurlín Hermannsdóttir bregð- ur á leik: Hann Áslákur eltist við Jónu og Erlu og Hönnu og Mónu og Grétu og Viggu og Gerðu og Siggu en hann elskaði einungis Skjónu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af eymslum, kvefi og limru um Áslák og Jónu Í klípu „ÞETTA ER INNANTÓMUR SIGUR. ÞAU SAMÞYKKTU AÐ FELLA NIÐUR ÁKÆRUNA UM KYNFERÐISLEGA ÁREITNI, EN BARA EF VIÐ LOSUM OKKUR VIÐ HEITA POTTINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG FANN EINA SVONA Í VIÐBÓT Í VERKFÆRAKASSANUM HANS!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hjartað fær vængi. HJÓNABANDSRÁÐGJÖF VIÐ ÆTTUM AÐ FARA Í BÍLTÚR, GRETTIR. BÍLTÚR ÚT Í SVEIT. VIÐ GÆTUM SKOÐAÐ KÝR! MIÐLUNGS- EÐA VEL STEIKTAR? GERÐIST EITT- HVAÐ MEÐAN ÉG VAR Í BURTU? MAMMA ÞÍN KOM VIÐ. ÉG SKILDI HANA EKKI MJÖG VEL Í GEGNUM ÚTIDYRAHURÐINA. VEIT ÞAÐ EKKI. Æ, LEITT AÐ MISSA AF HENNI. ÁTTI HÚN ERINDI VIÐ OKKUR? Tyggjóklessur á götum borgarinnarfreistuðu Víkverja mikið þegar hann var ungur að árum. Ójá, tyggjó- klessur sem einhver hafði hrækt út úr sér, oftar en ekki fyrir framan sjopp- ur eða aðra staði, þótti Víkverja vera hreint góss. Hann lá á fjórum fótum, pillaði upp jórturleðrið, skellti því upp í sig og tuggði af mikilli áfergju. x x x Tekið skal fram að þetta var áður enVíkverji komst til vits og ára – sem sagt óviti á aldrinum 3 til 4 ára. Svo er honum sagt, að minnsta kosti. Víkverji var hvorki ómálga og né glímdi við teljandi greindarskort á þessum árum – ekki svo neinu nemi að minnsta kosti. x x x Ósjaldan rauk móðir hans upp í ginhans og fjarlægði tyggjóið. Þeg- ar á leið fóru að renna á móðurina tvær grímur og hún spurði hvar hann hefði fengið þetta. Í stað þess að segja satt og rétt frá, að hann hafði tínt þetta klístur upp úr götunni, þá greip hann til þess ráðs að ljúga upp á nágrannakonu sína, miðaldra og blíð- lynda konu. Aumingjans nágrannakonan þurfti að sitja undir ásökunum móður Vík- verja, hvort hún stundaði að gefa af- kvæminu tyggjó. Að sjálfsögðu sór hún þetta af sér. x x x Víkverji var undir vökulu auga for-eldra og systkina í leik í hverfinu. Í eitt skipti hélt Víkverji að hönd hans myndi slitna af búknum. Þá hafði systir Víkverja verið send með hann út í búð. En þar sem gullið á götunni glóði þá teygði Víkverji sig af miklum ákafa niður í götuna til að seilast í sæluna. En sterka systirin hélt, tog- aði, gargaði og gólaði af svo mikilli áfergju að Víkverja var illt í öxlinni í marga daga. Enda fátt vandræða- legra fyrir unglingsstelpu en að dröslast með lítinn sóðakrakka með viðlíka hegðun meðal manna. x x x Á misjöfnu þrífast börnin best.Samnefndri grein var því fagnað í blaðinu um liðna helgi. Enda verður Víkverji ákaflega sjaldan veikur, þar sem ónæmiskerfið var styrkt all- hressilega í æsku. víkverji@mbl.is Víkverji Náðugur og miskunnsamur er Drott- inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. (Sálmarnir 103:8) Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Jólagjöfin fyrir hana Skinnkragar frá 6.995.- Hattar frá 4.995.- Belti frá 5.995.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.