Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 66

Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 ✝ Böðvar Jóns-son fæddist í Norðurhjáleigu, Álftaveri, 4. febr- úar 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Klaust- urhólum 1. desem- ber 2013. Foreldrar hans voru Þórunn Páls- dóttir húsfreyja, f. 5. september 1896 á Jórvík II, Álftaveri, d. 27. október 1989 og Jón Gíslason, bóndi og hreppstjóri, f. 11 jan- úar 1896 í Norðurhjáleigu, d. 2. apríl 1975. Böðvar var fimmti í röðinni af 13 systkinum, þau eru í aldursröð: Þórhildur, f. 22.12. 1918, d. 14.2. 1996, Júl- íus, f. 26.2. 1920, d. 25.7. 2009, Gísli, f. 7.12. 1921, d. 24.8. 2010, Pálína, f. 23.1. 1923, d. 7.8. 2010, Sigurður, f. 4.11. 1926, d. 9.11. 2009, Guðlaug, f. 22.11. 1927, d. 27.11. 1927, Guðlaugur, f. 21.1. 1930, Jón, f. 2.10. 1931, Fanney, f. 6.3. 1933, Sigrún, f. deildinni Lífgjöf í Álftaveri frá 1950 allt til 1980. Þá veitti Böðvar einnig farsæla forystu og formennsku í Sauðfjárræk- arfélagi Álftavers, allt frá stofn- un þess 1954 til 1997. Böðvar var lengi í stjórn Sæðingastöðv- arinnar í Laugardælum, hann fór ófáar ferðir um héruð Suð- urlands með Hjalta Gestssyni o.fl. að skoða álitlega hrúta fyr- ir Sæðingastöðina. Þá sat Böðv- ar í hreppsnefnd Álftavers- hrepps frá 1982 til 1990, er hreppurinn sameinaðist öðrum sveitarfélögum, í Skaftárhrepp. Böðvar var virkur í kirkjukór Þykkvabæjarklausturskirkju til fjölda ára og seinna Samkór Ásaprestakalls. Einnig átti hann sæti í sóknarnefnd um skeið. Þá söng hann, ásamt bræðrum sín- um, í tvöföldum kvartett, m.a. sungu þeir við útför móður sinnar 1989. Böðvar var vita- vörður Alviðruhamravita til fjölda ára, ásamt Júlíusi bróður sínum, en Böðvar var ágætis smiður bæði á tré og járn. Útför Böðvars fer fram frá Þykkvabæjarklausturskirkju í Álftaveri í dag, 14. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. 27.2. 1935, Sigþór, f. 27.10. 1937 og Jónas, f. 22.11. 1939. Böðvar ólst upp í foreldrahúsum í Norðurhjáleigu og lauk fullnaðarprófi frá Barnaskólanum í Álftaveri vorið l939. Hann fór á vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum 1945- 46 og 1961-63. Var í síma- vinnuflokki sumarið 1946, í byggingarvinnu í Reykjavík veturinn 1946-47. Böðvar átti vörubíl er hann gerði út í vega- vinnu og til fjárflutninga 1949- 1958, en hans ævistarf var bú- skapurinn í Norðurhjáleigu. Þar var hann bóndi alla sína tíð, lengst af í félagi með foreldrum sínum, en síðar með Júlíusi bróður sínum og hans fjöl- skyldu. Böðvar sinnti hinum ýmsu félagsmálastörfum fyrir sveitina sína, Álftaver. Hann veitti formennsku Slysavarna- Elsku Böddi frændi. Þá er komið að kveðjustund. Það er erfitt að kveðja en maður reynir að minnast samverustundanna og rifja upp góðar minningar. Þær tengjast allar Norðurhjá- leigu og Álftaveri enda var þar þitt heimili alla tíð. Ég minnist fjöruferðanna með ykkur afa, þið höfðuð mikla ánægju af að kíkja á fjöruna og gá að reka en okkur systkinunum, sem feng- um oft að fara með, fannst nú ekkert gaman að keyra um og skoða spýtur, vildum heldur at- huga allt dótið sem rekið hafði á fjöruna. Eða þegar við komum til þín yfir sauðburðinn til að hjálpa til. Ég dáðist að því hvað þú varst mikið úti, dag og nótt að fylgjast með að allt gengi nú vel og ærnar hefðu það gott, orðinn 85 ára gamall. Maður gleymdi því oft hve aldurinn var orðinn hár því þú varst alltaf jafn hress og varst ekki að hlífa þér í verkunum. Við reyndum þó að létta þér verkin, t.d þegar við vorum að hreinsa fjárhúsin eftir sauðburð. Við báðum þig um að fara og hvíla þig, við gætum séð um þetta en þú varst með okkur allan tímann með verkfæri í hendi og hættir ekki fyrr en verkinu var lokið. Ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirn- ar og fyrir að hafa þraukað svona lengi við búskapinn í Norðurhjáleigu, því án þín hefði ég ekki getað flutt aftur á æsku- heimili mitt og byrjað búskap eins og mig langaði alltaf til. Ég mun alltaf dást að því en um leið hryggjast yfir þeim aðstæðum sem urðu til þess að þú eyddir seinni árunum í að harka einn í búskap í stað þess að sjá ævi- starfið komast í góðar hendur og lifa áhyggjulausu lífi. En nú er erfiðið búið og ég vona að þú sért kominn á góðan stað um- kringdur ættingjum og ástvin- um sem taka vel á móti þér. Ég geri mitt besta til að halda uppi þínu góða starfi hér í Norð- urhjáleigu og stefni á að ná eins góðum árangri og þú í sauð- fjárræktinni. Ég get aldrei þakkað þér nógu mikið fyrir, Böddi minn, minningin um þrautseigju þína og ósérhlífni mun aldrei gleymast. Sæunn Káradóttir. Þær eru margar minningarn- ar sem koma upp í hugann þeg- ar við hugsum um Bödda frænda. Þar sem við systkinin erum fædd og uppalin í Norð- urhjáleigu eyddum við miklum tíma með honum og nutum því þeirra forréttinda að hafa fengið að kynnast honum náið. Hann unni sveitinni mikið og þekkti þar hverja þúfu. Hann deildi þeirri vitneskju með okk- ur, enda óþrjótandi fróðleiks- brunnur. Hann fræddi okkur um gömlu tímana og gerði það ætíð af mikilli einlægni, en hann hafði stálminni og mundi atburðina eins og þeir hefðu gerst í gær. Böddi var fjárbóndi mikill og mætti segja að sauðfjárræktin hafi átt hug hans allan og lagði hann mikinn metnað í fjárrækt- ina. Þau voru ófá skiptin sem við systkinin eyddum með honum í smalamennsku, hvort sem það voru eltingaleikir við hrútana í Sauðhúsnesi eða á eftir rollun- um uppi í Mýri. Þegar kom að smalamennskunni veðraðist Böddi upp af svokallaðri smala- veiki. Hann hikaði ekki við að skamma okkur ef honum fannst við ekki fara rétt að. Rollurnar kannski stukku í þveröfuga átt og Böddi botnaði bílinn til að komast í veg fyrir þær. Eftir á gat maður ekki annað en hlegið að þessum hamagangi enda hafðist þetta allt saman á end- anum, í mismörgum tilraunum þó. Við systkinin fórum í fjöl- margar afveltisleitir með bæði Bödda og afa. Þeir fóru þá jafn- an á bíl, fyrst rauða Hiluxinum og svo seinna meir bláa Land Cruisernum með miðstöðina í botni, heitt á brúsanum og suðu- súkkulaðið innan seilingar. Við fórum þó oftast á hestunum Nasa, Sóta og Skugga, en þeir síðarnefndu voru frá Bödda. Þegar leggja átti af stað brýndi hann ætíð fyrir okkur að ríða nú ekki of hart svo við kæmumst heil heim. Eftir að við fluttum frá Norðurhjáleigu, árið 2001, nýtt- um við hvert einasta tækifæri til að komast í sveitina að heim- sækja afa, ömmu og Bödda. Það var alltaf jafn gaman að koma þangað og Böddi tók á móti okk- ur með bros á vör. Þegar hann sá bílinn renna í hlað kom hann jafnan út í dyr þar sem hann beið eftir okkur. Þarna stóð hann með hendur fyrir aftan bak, í bláu Terelyne buxunum sínum, grænu ullarsokkunum, með hálsklútinn sinn og að sjálf- sögðu lét hann derhúfuna góðu ekki vanta. Hann var mjög áhugasamur um það sem við vorum að gera, hvernig gengi í skólanum, vinnunni, íþróttum o.s.frv. Hann og afi voru nánir og á hverjum degi skiptust þeir á að rölta yfir hvor til annars til að fá fréttir og fannst okkur sko ekki leiðinlegt að sitja hjá þeim og hlusta á það sem þeir höfðu að segja. Þær gleymast seint allar sögurnar sem þeir sögðu okkur með sínum frábæru frásagnar- hæfileikum. Þegar þeir komust á flug var þetta hin mesta skemmtun og þarna sátum við öll saman með bros á vör og tár- in í augunum. Já, hann Böddi var heldur betur góður og skemmtilegur karl. Fyrir okkur var hann svo miklu meira en bara Böddi frændi, hann var í rauninni eins og afi okkar og okkur þótti vænt um hann sem slíkan. Elsku Böddi, takk fyrir allar ómetanlegu stundirnar sem við áttum saman. Við kveðjum þig með söknuði. Hvíl í friði. Júlíus Arnar, Helga, Valgerður, Elín Erla og Bergsteinn. Nú hefur kvatt þennan heim nágranni okkar og fjölskylduvin- ur til margra ára, Böðvar Jóns- son frá Norðurhjáleigu. Böðvar var um margt orðinn saddur líf- daga, þótt búskaparhugurinn hafi átt hann allan meðan kraft- ur var til. Eftir standa minn- ingar um einstakan samferða- mann. Böðvar var Álftveringur og umfram allt Skaftfellingur, þar sleit hann barnsskónum og þar liggur hans ævistarf. Hann var sagnamaður góður, ættfróð- ur og víðsýnn. Sinnti hann af áhuga og dugnaði hvers konar félagsstarfsemi í sveitinni og var oftar en ekki hvatamaður í verk- efnum sem kröfðust samvinnu sveitunganna. Umfram allt var Böðvar bóndi sem sinnti af mikilli natni og eljusemi umhirðu um bústofn sinn og þau gæði sem af landi hans komu. Hann var forvíg- ismaður og hvatamaður að korn- rækt í Álftaveri, sem og margs konar jarðabótum í ræktun landsins. Ennfremur var Böðvar í hartnær fimm áratugi formað- ur fjárræktarfélags Álftavers- hrepps, lá þar áhugi hans og metnaður. Náði hann um margt aðdáunarverðum árangri á því sviði í félagsbúskap með bróður sínum Júlíusi og hefur erfðaefni úr ræktun þeirra dreifst um allt land síðustu þrjá áratugina með sauðfjársæðingahrútum sem teknir hafa verið til notkunar á landsvísu. Natni Böðvars lýsti sér einnig í mikilli og góðri um- hirðu hans um rekavið á Þykkvabæjarklaustursfjöru, var það ósjaldan hin síðari árin sem hann kom af fjöru ásamt bróður sínum Júlíusi og færði heimilis- fólki í Hraungerði nýjar fjöru- fréttir. Var þá lýst nákvæmlega staðsetningu á hverjum rafti, staur eða tré af alkunnri frá- sagnarlist. Sérlega eftirminnilegt er hversu orðheppinn Böðvar var með afbrigðum í tilsvörum. Hann fór aldrei um ævina til út- landa, hafði eitt sinn á orði að hann vissi ekki hvernig það væri með þessar hræður sem aldrei hefðu farið til útlanda, „það verður líklega bráðum farið að telja okkur með hrafninum“. Einu sinni sem oftar var verið í girðingarvinnu. Gekk þá ungur vinnumaður fram á skrokka af tveimur kálfum sem lagðir höfðu verið út til tófuveiða að vetr- arlagi. Fannst vinnumanninum þetta einkennilegar beinagrindur og sneri sér að Böðvari hvað þetta gæti verið. Var hann að vanda fljótur til svars og sagði hvell- hátt „ísbjarnarhúnar“. Sneri vinnumaðurinn sér þá aftur að skrokkunum og til baka í enn frekari spurningatóni en áður, „getur það verið?“ Böðvar var félagsvera og fór nánast daglega síðustu árin ann- aðhvort til Víkur eða í kaffi til nágranna sinna. Voru þá skegg- rædd heimsmálin, pólitíkin, veðrið en umfram allt búskap- urinn. Margar ánægjustundir áttum við með Böðvari þar sem hversdagsleg dægurmál voru krufin til mergjar. Hafði Böðvar þann eiginleika að sjá iðulega grátbroslegar hliðar á athöfnum samferðamannanna án þess að nokkurn tímann hrykki af hans vörum hnjóðsyrði um aðra. Með Böðvari hverfur á braut eftirminnilegur persónuleiki sem markaði djúp spor á umhverfi sitt og samferðamenn. Það er með þakklæti sem við kveðjum Böðvar Jónsson í hinsta sinn. Í Guðs friði. Eggert Þröstur Þór- arinsson og Oddur Þórir Þórarinsson. Böðvar Jónsson ✝ Guðlaug RósaGunnlaugs- dóttir fæddist 9. mars 1929 á Kvía- bekk í Ólafsfirði. Hun lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 7. desember 2013. Guðlaug stundaði nám við Mennta- skólann á Akur- eyri á árunum 1944-1947 og Hús- mæðraskólann á Laugalandi veturinn 1948-1949. Guðlaug giftist Gunnlaugi Magnússyni húsasmíðameistara árið 1950 en hann lést 2. desember árið 2007. Þau bjuggu í Ólafsfirði öll sín hjúskap- arár, eignuðust 2 börn, Inga Vigni og Róslaugu, 5 barnabörn og 12 barnabarnabörn. Guðlaug tók þátt í ýmsum fé- lags-og nefnda- störfum og braut m.a. blað í sögu Rauða krossins, varð fyrst kvenna til að leiða deild innan Rauða kross Íslands og var hún for- maður Ólafsfjarðardeildar í 33 ár. Útför Guðlaugar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 14. desember 2013. Komin er kveðjustund. Mín gamla góða vinkona hefur feng- ið hvíldina eftir langvinn og erf- ið veikindi. Við vorum bekkjasystur í Menntaskólanum á Akureyri í þrjá vetur, á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari og bjó hún heima hjá mér þriðja vet- urinn. Guðlaug, eða Gulla eins og ég hef alltaf kallað hana, var rauð- hærð, há og grönn, brosmild og afburðagóður námsmaður. Hún hafði óvenju góða tilfinningu fyrir málfræði, íslenskum orð- tökum og málsháttum. Við lærð- um saman í þriðja bekk, vet- urinn sem við vorum að undirbúa okkur undir gagn- fræðaprófið, þegar við vorum 16 ára gamlar. Þá hlýddum við hvor annarri yfir endalausar sagnbeygingar og ártöl og dáð- ist ég oft að því hvað hún var fljót að tileinka sér námsefnið enda hafði hún einstakt minni. Um vorið fengum við mán- aðar upplestrarfrí því prófað var í nær öllu því námsefni sem við höfðum lært í þrjá vetur, svo mikill lestur var framundan. Hún bauð mér með sér heim til Ólafsfjarðar og þegar við stigum upp úr mjólkurbátnum Drangi, sem var aðalsamgönguleiðin um Eyjafjörð á þeim tíma, hafði ég aldrei séð annan eins snjó. Það sást varla í húsin því þau voru bókstaflega á kafi í snjó. Þarna sátum við innisnjóaðar og gát- um lítið annað gert en að læra, sem skilaði sér svo sannarlega með góðum árangri um vorið. Foreldrar Gullu voru yndis- legt fólk og tóku vel á móti okk- ur og hlúðu að okkur þennan eftirminnilega mánuð. Stundum fórum við í bíó um veturinn þegar við áttum pening og sáum rómantískar dans- og söngvamyndir. Mér er mjög minnisstætt þegar við fórum og sáum myndina „Á hverfandi hveli“ hve Gulla var í miklu upp- námi á eftir. Þetta situr í minn- ingunni vegna þess að síðar meir áttaði ég mig á því hve til- finningalega þroskaðri hún var, þó svo að við værum jafnaldra. Þremur árum síðar giftist hún Gulla sínum og bjó honum fal- legt heimili í Ólafsfirði og eign- uðust þau þar tvö mannvænleg börn. Nokkur sendibréf frá henni frá þessum tíma hef ég varð- veitt með hennar fallegu rithönd en síðan hafa skrautrituð jóla- kortin hennar borist mér um hver jól. Á seinni árum hef ég haft tækifæri til að heimsækja hana til Ólafsfjarðar nokkrum sinnum þar sem við höfum setið og skoðað gamlar myndir og rifjað upp gamlar minningar af sam- veru okkar í MA. Síðan hafa símtölin okkar haldið við vináttu okkar, sem aldrei hefur borið skugga á, í rúmlega sextíu ár og fyrir það er ég mjög þakklát. Að lokum sendi ég börnum hennar og ástvinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minningin um einstaka og hæfi- leikaríka konu lifa í hjörtum ykkar. Hvíl í friði, mín kæra vin- kona. Erla Jónsdóttir. Guðlaug Gunnlaugsdóttir var miklil merkis- og sómakona og nú þegar hún hefur kvatt okkur og er vonandi búin að hitta hann Gulla sinn koma fram margar ánægjulegar samverustundir í minningunni. Amma Gulla eins og hún var alltaf kölluð í fjöl- skyldunni var mjög sterkur per- sónuleiki og mikill karakter og lét til sín taka bæði innan fjöl- skyldunnar og eins í félagsmál- um og ýmsum áhugamálum sín- um. Yfir henni var mikil reisn og virðuleiki og hún hefði vel sómt sér á meðal hefðarfrúanna í Downton Abbey sem við horf- um alltaf á í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Amma Gulla kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, sagði sínar skoðanir umbúðalaust um leið og hún vildi öllum vel og hafði endalausan áhuga á fjölskyld- unni sinni, barnabörnunum og barnabarnabörnunum og meira að segja öðrum börnun sem stóðu henni fjær. Þegar Björg- vin var lítill heimsóttum við ömmu Gullu og afa Gulla oft á Hornbrekkuveginn, sérstaklega stundum snemma á laugardags- morgnum. Þá var vel tekið á móti okkur, alls konar kökur og kræsingar dregnar fram og spjallað vítt um heima og geima. Svo var horft á íþróttir og þá iðulega enska boltann en þau hjónin höfðu mikla ánægju af því að horfa á íþróttir og sér- staklega fótbolta. Þegar ég heimsótti Gullu á Hornbrekku sl. haust þá var ekki að sökum að spyrja að hún sat þá og horfði á enska boltann. Þá var United að spila og Gulla sagði að sér litist ágætlega á Moyes, hann væri örugglega góður maður en það yrði nú erfitt að taka við af Ferguson og líklega yrði þetta nú eitthvert ströggl á þeim í vetur en vonandi fengi Moyes sinn tíma. Amma Gulla hefði vel getað leyst af Gumma Ben. og Hjörvar Hafliða sem sérfræðingur í enska boltanum á Stöð 2 og víst er að ekki hefði íslenskt málfar beðið hnekki við það. Gullu var mjög annt um tungumálið okkar og bjó yfir miklu valdi á bæði rituðu og mæltu máli. Þá hafði hún ein- staklega fallega rithönd og mað- ur hefði vel getað sett jólakortin frá henni í ramma og hengt upp á vegg, svo fallega voru þau skrifuð. Amma Gulla og afi Gulli hafa nú vonandi fundið hvort annað á ný og Gulla farin að hafa orð fyrir þeim báðum í himnaríki líkt og hún gerði svo fallega í þeirra hjónabandi. Rós- laugu, Inga og allri fjölskyld- unni sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Minningin um góða konu lifir. Páll Guðmundsson. Guðlaug Rósa Gunnlaugsdóttir ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.