Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er mjög stolt og ánægð því ég tel að réttlætinu hafi verið fullnægt í þessu máli. Þetta sýnir íslensku þjóðinni að það tók því að rannsaka það sem gerðist,“ sagði Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu og fyrrverandi ráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Hún hafði fengið fréttir af niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag þar sem kveðnir voru upp þyngstu dómar í efnahagsbrota- málum hér á landi sem sögur fara af. Fjórir fyrrverandi Kaupþings- menn voru dæmdir í allt frá þriggja ára fangelsi til fimm og hálfs árs fangelsisvistar. „Ég var mjög viss um að hópur Ólafs [Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, innsk. blm.] myndi ljúka rannsókninni og gefa út ákæru. Einnig tel ég að Ísland eigi að nýta sér og vera stolt af þeirri staðreynd að það er eina landið sem er raunverulega að saksækja brot- lega bankamenn (banksters).“ Eva Joly tók tæmi af Bandaríkj- unum þar sem sýnt var fram á margskonar misferli, til dæmis hjá fjármálastofnunum á borð við JP Morgan og Goldman Sachs. Þar var refsingin háar fjársektir. „Ég held að það verði engin breyting á vinnu- brögðum fyrr en þeir sem bera ábyrgð þurfa að gjalda fyrir með frelsi sínu og eignum,“ sagði Eva. Telur hún að fangelsisdómar séu mikilvægir í málum sem þessum? „Já, þeir eru mikilvægir,“ sagði Eva. „Ég tel að heimurinn líti til ykkar. Þetta sýnir að það er mögu- legt að efna til alþjóðlegrar rann- sóknar með góðum árangri. Ég vil einnig benda á að þessi alþjóðlega rannsókn hefur farið fram á skemmstum mögulegum tíma. Upp- hafið var 2008 og dómurinn féll fimm árum síðar. Það er nokkuð gott. Það er í rauninni mjög gott.“ Eva Joly kvaðst vera þess fullviss að fleiri mikilvæg mál varðandi efnahagshrunið ættu eftir að koma til kasta dómstóla hér á landi. „Þetta er leið til að segja íslensku þjóðinni að réttlætinu hafi verið fullnægt. Það voru framin afbrot og fólk er dæmt, það kemst ekki upp með þetta. Menn ollu hruninu, það datt ekki af himnum ofan og varð ekki heldur af náttúrulegum orsök- um. Það var manngert,“ sagði Eva Joly. Hún kvaðst telja að ástæða sé til að fagna niðurstöðu héraðsdóms. „Það hefur verið átak fyrir íslensku þjóðina að borga fyrir þessar rann- sóknir. Árangur hefur náðst fyrir tilstilli íslenskra laga og reglna og líka vegna alþjóðlegara sáttmála sem Ísland á aðild að. Þetta er mjög mikilvægt og sýnir stöðu ykkar í heiminum,“ sagði Eva Joly. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eva Joly Hún telur að heimurinn muni líta til Íslands vegna dóms yfir bankamönnum. Það sé eina landið sem raun- verulega sæki bankamenn til saka í tengslum við efnahagshrunið. Telur að réttlætinu hafi verið fullnægt  Eva Joly lýsir yfir ánægju með dóminn í Al-Thani málinu Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, segir að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari verði áfrýjað. Hann segir að það hafi verið auðveld ákvörðun. Hreiðar Már var á fimmtudag dæmd- ur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. „Við erum ósammála forsendum og niðurstöðum dómsins í öllum at- riðum,“ sagði Hörður. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að viðskipti með 5,01% hlut í Kaupþingi hafi verið blekking að stofni til og verulegt fjár- tjón hafi hlotist af. Hörður segir að það sé upplýst í þessu máli að kaup- andi bréfanna, Al Thani, hafi undir- ritað 12,8 milljarða sjálfskuldar- ábyrgð, sem leiddi síðar til þess að hann gekkst undir uppgjör á þessari ábyrgð. „Slitabók Kaupþings er bet- ur sett svo milljörðum skiptir, vegna þessara viðskipta. Slitastjórnar- mennirnir komu fyrir dóm og svör- uðu spurningum um þetta og stað- festu að þetta er rétt.“ Hörður benti á að slitastjórn hafi heimild til að rifta gerningum sem þessum og það hafi verið gert í ýms- um málum eins og fram hafi komið í fréttum. Þeir hafi hins vegar sagt fyr- ir dómi að það hafi ekki komið til álita að rifta þessum viðskiptum, enda hafi þau verið hagfelld fyrir bankann. „Samt er skrifað inn í þennan dóm að þetta hafi verið blekking og að þetta hafi leitt til fjártjóns fyrir bankann. Þetta er bókstaflega rangt.“ „Sigurður er mjög ósáttur við dóm- inn og telur hann vera rangan,“ segir Ólafur Eiríksson, verjandi Sigurðar Einarssonar en sigurður var dæmdur í 5 ára fangelsi. Hann hefur ákveðið að vísa málinu til Hæstaréttar. egol@mbl.is Ætla að áfrýja Al Thani-dómnum  „Ósammála öllum forsendum dómsins“ Morgunblaðið/Rósa Braga Dómsuppsaga Verjendur í Al Thani-málinu voru viðstaddir dómsuppsögu í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sakborningar mættu ekki sjálfir. Samningur Evu Joly, fyrrver- andi rannsóknardómara í Frakklandi, við embætti sér- staks saksóknara var undirrit- aður í mars 2009. Hún veitti embættinu ráðgjöf og eins sér- fræðingar á hennar vegum, m.a. um meðferð réttarbeiðna milli landa og eins um tengsl við erlenda sérfræðinga á ýms- um sviðum. Eva Joly lét af störfum fyrir embætti sérstaks saksóknara haustið 2010 þeg- ar hún ákvað að fara í forseta- framboð í Frakklandi. Gro Eva Farseth fæddist í Noregi 1943. Hún flutti tvítug að aldri til Parísar og giftist Pascal Joly. Hún notaði mið- nafnið sitt og tók upp ættar- nafn eiginmannsins. Eva Joly las lögfræði með vinnu og varð rannsóknadóm- ari. Hún sérhæfði sig í efna- hagsbrotum og leiddi rannsóknir stórra efnahags- brotamála. Sérstakur ráðgjafi EVA JOLY, FYRRVERANDI RANNSÓKNARDÓMARI Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, segir að dómurinn í Al Thani-málinu sé upplýsandi fyrir ákæruvaldið. Dómurinn geri vinnu embættis sérstaks saksóknara markvissari í þeim málum sem eru enn til meðferðar. „Í dómnum er í reynd fallist á kröfur og málatilbúnað ákæruvalds- ins. Dómurinn er langur og ítarlega rökstuddur. Forsendur hans eru nokkuð skýrar og þar af leiðandi er hann upplýsandi fyrir ákæruvaldið og gefur skýrar vísbendingar um til hvaða atriða dómstóllinn horfir. Það gerir okkar vinnu markvissari í þeim málum sem við erum rannsaka,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að það yrði að hafa í huga, þegar talað væri um fordæm- isgildi dómsins, að ekki væri kominn dómur í Hæstarétti í þessu máli. „Mér finnst þó dómurinn vera mjög í samræmi við fyrirliggjandi dómafor- dæmi hvað varðar umboðssvikaþátt- inn, eins og t.d. í Exeter-málinu. Sá kafli í Al Thani-dóminum sem snýr að markaðsmisnotkun er mjög at- hyglisverður og mjög gott að fá hann,“ sagði Ólafur, en stór mark- aðsmisnotkunarmál eru til meðferð- ar hjá dómskerfinu. egol@mbl.is Upplýsandi dómur fyrir ákæruvaldið  Ánægður með dóminn í Al Thani-málinu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fang- elsi, þar af níu mánuði skilorðs- bundið, fyrir skilasvik með því að hafa tekið til sín mestan hluta lagers eftir að félag sem hann átti og rak hafði verið úrskurðað gjaldþrota. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða þrotabúinu skaðabætur. Hann var sýknaður af bókhalds- broti þar sem ósannað var að bók- haldið hefði verið á ábyrgð hans þeg- ar það hvarf. Maðurinn var hins vegar dæmdur til að greiða 2⁄3 hluta alls sakarkostnaðar. Í ákæru var maðurinn sakaður um hafa frá því í desember 2009 til loka febrúar eða byrjun mars 2010 skotið undan eða ráð- stafað stærst- um hluta óseldra birgða félagsins. Sölu- verðmæti þeirra var áætl- að rúmar 46 milljónir kr. Fram kemur að maðurinn hafi skert rétt lánardrottna félagsins til að öðlast fullnægju ef eignum félags- ins og miðaði háttsemi hans að því að eigur þrotabús félagsins kæmu lán- ardrottnum þess ekki að gagni. Tók birgðir gjald- þrota fyrirtækis  Eigandi dæmdur fyrir skilasvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.