Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 39
FRÉTTIR 39Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Kaup SF IV slhf., félags í rekstri
Stefnis hf., á öllu hlutafé í Skeljungi
og færeyska olíufélaginu P/F Magn
hafa nú hlotið samþykki viðeigandi
eftirlitsstofnana, eins og fram kom í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
fyrradag.
Fram kemur í tilkynningu frá
Stefni í gær að nýir eigendur munu
taka við rekstri félaganna í janúar
næstkomandi.
„Sátt var gerð við Samkeppniseft-
irlitið sem ætlað er að tryggja sjálf-
stæði Skeljungs og mun hún verða
birt á næstu vikum.
Kaupin voru leidd af framtaks-
sjóðnum SÍA II, sem er í rekstri
Stefnis, en meðal annarra hluthafa
eru lífeyrissjóðir, aðrir stofnana-
fjárfestar og einstaklingar. Nánar
verður greint frá hluthöfum SF IV
þegar nýir eigendur taka við félag-
inu. Fyrirtækjaráðgjöf Arion
banka var ráðgjafi kaupenda í við-
skiptunum,“ segir orðrétt í tilkynn-
ingunni.
Álitlegur
fjárfestingarkostur
„Skeljungur er öflugt og vel rekið
fyrirtæki og nýir eigendur munu
byggja á þeim trausta grunni sem
fyrir er. Með því að ganga samhliða
frá kaupum á öllu hlutafé í P/F Magn
og sameina félögin er enn fleiri stoð-
um skotið undir reksturinn auk þess
sem töluverður hluti tekna verður í
erlendri mynt. Við teljum því sam-
einað félag vera álitlegan fjárfest-
ingakost og fjölmörg tækifæri þegar
horft er fram á veginn,“ er haft eftir
Benedikt Ólafssyni, forstöðu-
manni sérhæfðra fjárfestinga hjá
Stefni, í tilkynningu.
Lífeyrissjóðir og
fjármálafyrirtæki
Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnar-
formaður Skeljungs, segir m.a. í til-
kynningu: „Það er okkur mjög
ánægjulegt að Skeljungur sé kominn
á þann stað að fagfjárfestar sýni fé-
laginu áhuga, séu reiðubúnir að fjár-
festa í því og styðja við áframhald-
andi enduruppbyggingu þess.“
Í tilkynningunni kemur ennfrem-
ur fram að hluthafar SÍA II saman-
standa af lífeyrissjóðum, fjármála-
fyrirtækjum og fagfjárfestum og að
framtakssjóðir á vegum Stefnis hafi,
ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir
yfir 20 milljarða króna í óskráðum
félögum frá árinu 2011.
agnes@mbl.is
Munu taka við rekstri Skelj-
ungs í janúar næstkomandi
SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis hf., eignast allan hlut í Skeljungi
Skeljungur Fyrirtækið er með þeim eldri á landinu, en það var stofnað
1928. Það rekur um 100 afgreiðslutöðvar og þar starfa um 300 manns.
Morgunblaðið/Júlíus
Kostaði um 10 milljarða
» Kaup SF IV slhf., félags í
rekstri Stefnis hf., á öllu
hlutafé í Skeljungi og færeyska
olíufélaginu P/F Magn hafa nú
hlotið samþykki Samkeppnis-
eftirlitsins.
» Nýir eigendur munu taka við
rekstri félaganna í janúar
næstkomandi.
» Fram kom í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins í fyrradag að
kaupverðið á Skeljungi nemur
um 10 milljörðum króna.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-2/
+10-0.
.+-3/4
+2-010
+,-,52
+/+-5/
+-+/14
+21-+5
+41-,.
++,-3+
+0+-.0
++1-.5
.+-300
+2-043
+,-2
+/+-2
+-+//0
+21-42
+4+-+,
.+/-+2+,
++,-,0
+0+-,3
++1-34
.+-44.
+0-1.+
+,-23.
+/.-+,
+-+/,.
+2+-..
+4+-4.
Dýrasta sjónvarpstæki sem hingað
til lands hefur komið var kynnt í
dag í Samsung-setrinu. Tækið er
85 tommu Samsung S9 Ultra HD
snjallsjónvarp. Það er framleitt í
mjög takmörkuðu upplagi en Sam-
sung-setrið mun vera með örfá
tæki í sölu. Tækið kostar 7,8 millj-
ónir króna en dýrustu sjónvarps-
tækin á markaðnum hér á landi
hafa kostað í kringum 2 milljónir
króna.
Tækið er með Ultra HD og Quad
Core örgjörva og er 1.000 Hz. M.a.
er hægt að nota radd- og handa-
hreyfingar til að stjórna því og
mögulegt að flytja efni á milli sjón-
varpsins, spjaldtölvu og snjallsíma.
Nánar á mbl.is
Dýrasta
sjónvarpið
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
nazar.is · 519 2777
LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA!
ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR.
Swim a’hoy!
Hér lærir barnið að
synda í sumarfríinu
Dance Stars
Núna geta bæði þú
og börnin lært að
dansa í fríinu!
Sjóræningja-
klúbbur
Barnaklúbbur með
sjóræningjaskemmtun
Chillout Klúbbur
Griðarstaður Ungling-
anna með allskonar
afþreyingu
10.000kr.
afsláttur á mann
ef þú bókar í
desember 2013*
FJÖLSKYLDUPARADÍS
Eitt okkar vinsælasta hótel með 10.000 m2 sundlaug
Á Pegasos World er ein stærsta
sundlaug Miðjarðarhafsins
og einnig glæsilegur
sundlaugargarður með
frábærum vatnsrennibrautum.
Stutt er á ströndina, en íslenskir
barnaklúbbar og íslensk
fararstjórn er á hótelinu. Ís er í
boði allan daginn og úrvalið í
„allt innifalið“ er ótrúlegt.
Allt innifalið frá 164.000,-
Börn undir 16 ára aldri frá 84.000,-
BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS
* Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar