Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 22

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Kæru landsmenn! Óskum ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á komandi ári Við óskum þér GLEÐILEGRA JÓLA Hafðu það hátíðlegt í glæsilegum nærfötum frá Change Eve l yn k r. 1 2 .980 Thelma k r. 1 2 .980 S i lk inát tk jó l l k r. 6 . 490 *þú greiðir aðeins fyrir dýrasta settið. AF ÖLLUM NÆRFATASETTUM* 2 1fyrir Scarlet t k r. 18 .980 CHANGE smárAliNd • sími: 5545600 • CHANGE.Com Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Þetta er bara vegna þess að það náðust ekki samningar við rétt- hafa sem okkur þóttu viðunandi,“ segir Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Skjásins, en sjón- varpsstöðin SkjárGolf verður lögð niður um áramótin. Í staðinn ætl- ar Skjárinn að hefja útsendingar á íþróttastöðinni SkjárSport sem mun sýna meðal annars frá þýsku og hollensku knattspyrnunni. „Fótboltinn er auðvitað það sem er vinsælast svo við ætlum að byggja svolítið á því. Við munum líka hefja árið á því að sýna æf- ingamót sem handboltalandsliðið tekur þátt í sem lið í undirbún- ingi þess fyrir Evrópu- meistaramótið sem hefst þann 13. janúar.“ Áhugasamur kúnnahópur Friðrik segir stöðina hafa verið nokkuð vinsæla, en að það sé til- tölulega takmarkaður hópur sem sé til í að kaupa eina stöð sér- staklega eins og SkjárGolf. „Þetta verður alltaf bara viðbót- arstöð. Þetta er hins vegar mjög áhugsamur kúnnahópur,“ bætir Friðrik við. Golfið yfir á 365 365 mun þann 3. janúar setja í loftið nýja golfstöð. Fyrirtækið hefur tryggt sér sýningarréttinn að öllum helstu risamótum í golfi, þar á meðal Ryder Cup, Masters og PGA-mótaröðinni. Skipta golfi út fyrir knattspyrnu  Golfið færist yfir á nýja golfstöð 365 Mynd/AFP Kylfingur Tiger Woods og félagar færa sig á milli sjónvarpsstöðva Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það telst vart til tíðinda að lægðir gangi yfir Norður-Atlantshaf í desembermánuði en sú lágþrýstitíð sem hófst um 12. desember síð- astliðinn hefur einkennst af óvenjudjúpum lægðum, sem hafa valdið talsverðum usla í norður- og vestur- hluta Evrópu en með þeim þrálátar norðan- og norð- austanáttir hérlendis, með fannfergi á Norðurlandi og Vestfjörðum. Einar Svein- björnsson veðurfræðingur segir útlit fyrir heldur ró- legra veður á nýja árinu en þó verður vindasamt af norðaustri fyrstu dagana, ef spár ganga eftir. „Það er ekkert óeðlilegt og ekkert óalgengt að það komi kaflar með rosatíð að vetrarlagi, með stormum þar sem vindur er á milli norð- urs og austurs og það snjói mikið um norðan- og austanvert landið. En það sem er kannski sérstakt og óvenjulegt er hvað lægðirnar sem hafa verið hérna á Atlantshafi hafa verið margar mjög djúpar. Þetta hafa ekki verið neinar venjulegar lægðir, heldur hafa þær hver á fætur annarri farið undir 950 hektó- pasköl og sumar verið óvenjukrappar að auki,“ segir Einar. Hann segir lægðirnar hafa reynst einkar illskeyttar og valdið miklum gauragangi og víðtæku tjóni á Bretlandseyjum, í Færeyjum og í sunnanverðri Skandinavíu en Ísland hafi verið meira baksviðs, ef svo má að orði kom- ast; verið í jaðrinum og fengið snjóinn en ekki blotann sem fylgir. Hann minnist svipaðra kafla fyrir um 20 árum, nokkurra vetra upp úr 1990, þegar óvenjumikill lægðagangur, með afar djúpum lægðum, var á Norður- Atlantshafi en Einar segir lægðakaflana frek- ar einkennandi fyrir veðurfar í heimshlut- anum en að þeir séu til marks um einhverja ákveðna veðurþróun. „Ég held að þetta sé í raun og veru bara hluti af óreiðu veðurkerfanna á norðurhveli jarðar. Það hittist stundum þannig á að ískalt heimskautaloft liggur sunnarlega yfir Kanada og streymir þaðan óheppilega í veg fyrir miklu hlýrra loft sem er að koma að sunnan. Þegar þannig hittist á losnar mikil orka úr læðingi í formi djúpra lægða og getur gerst síendurtekið um skeið þar til loftstraumarnir breytast, sem gerist alltaf á endanum. Þá sjáum við oft að kalda og hlýja loftið er ein- angrað hvað frá öðru. Þá er tíðin rólegri í heildina hér sunnan við okkur en getur verið illskeytt Kyrrahafsmegin á norðurhvelinu,“ segir hann. Róast á nýju ári Einar segir lægðirnar oft koma tvær til þrjár í syrpu, svo geri stundum hlé í örfáa daga, áður en næsta syrpa gengur yfir. Munstrið sé orðið þekkt og ástandið geti var- að í nokkrar vikur. „En ef maður horfir á spárnar núna er ekkert ósennilegt að þetta róist eitthvað á nýja árinu. Það verða áfram lægðir en það er varla tilefni til þess að þær verði nokkuð verri en venjulegar janúar- lægðir. Annars er ómögulegt að geta sér til um það,“ segir hann. Einar segir menn hafa verið duglega við að draga ályktanir um veðurbreytingar og því sé gjarnan haldið fram að nú sé önnur tíð en var í „gamla daga“. Breytileikinn í veðrinu sé þó það mikill á þessum slóðum að erfitt sé að bera kennsl á langtímasveiflur. „Í raun og veru skiljum við ekki breytingar sem kunna að verða og munu verða til lengri tíma. Við skynjum þær sennilega ekki á einum manns- aldri,“ segir hann. Óvenjudjúpar desemberlægðir  Lægðirnar á Norður-Atlantshafi í desember voru óvenjudjúpar  Margar undir 950 hektópasköl- um  Þáttur í óreiðu veðurkerfa norðurhvels jarðar  Skynjum ekki breytingar á einum mannsaldri Morgunblaðið/Ómar Veður Lægðirnar ganga gjarnan yfir í syrp- um, tvær til þrjár í senn, með hléum á milli. Einar Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.