Morgunblaðið - 31.12.2013, Side 28

Morgunblaðið - 31.12.2013, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tvær sprengjuárásir, sem kostuðu á fjórða tug manna lífið í rússnesku borginni Volgograd, eru mikið áfall fyrir Vladímír Pútín Rússlandsfor- seta sem hafði heitið því að afstýra hryðjuverkum í landinu í tengslum við vetrarólympíuleikana sem hefj- ast í borginni eftir tæpar sex vikur. Að minnsta kosti fjórtán manns létu lífið í Volgograd í sprengjuárás á strætisvagn í gær, tæpum sólar- hring eftir að minnst sautján manns biðu bana í árás á lestastöð í borg- inni. Tugir manna særðust í árásun- um, margir þeirra alvarlega. Engin hreyfing hafði í gær lýst hryðjuverkunum á hendur sér. Talið er líklegt að íslamistar, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Norður-Kák- asushéruðum Rússlands, hafi staðið fyrir ódæðisverkunum. Einn af leið- togum þeirra, Doku Umarov, hótaði hryðjuverkum í Rússlandi til að trufla eða hindra vetrarólympíu- leikana á myndbandi sem dreift var á netinu í júlí. Umarov er frá Tétsníu, fer fyrir hreyfingu sem nefnist Kák- asus-emírsdæmið og er sá hryðju- verkaforingi sem rússnesk yfirvöld leggja mesta áherslu á að handtaka. Tétsenar hófu uppreisn gegn rúss- neskum yfirvöldum eftir hrun Sov- étríkjanna árið 1991 og Borís Jeltsín, þáverandi forseti Rússlands, sendi um 40.000 hermenn til Tétsníu árið 1994 til að reyna að bæla uppreisnina niður. Hermennirnir voru kallaðir heim tveimur árum síðar eftir mann- skæð átök og lýst var yfir vopnahléi í sjálfstjórnarlýðveldinu. Tétsneskir uppreisnarmenn héldu þó áfram árásum í rússneskum borgum, urðu t.a.m. nær 300 manns að bana í sprengjutilræðum í Moskvu og tveimur borgum í sunnanverðu land- inu í september 1999. Vladímír Pútín var þá forsætisráðherra og hann hét því að binda enda á uppreisnina með því að senda hermenn til Tétsníu. Hernaðurinn gegn uppreisnarmönn- unum mæltist vel fyrir meðal Rússa og er talinn helsta skýringin á sigri Pútíns í forsetakosningunum í Rúss- landi árið 2000. Um 300.000 Tétsen- ar, þeirra á meðal margir óbreyttir borgarar, og 15.000 rússneskir her- menn biðu bana í átökunum. Hern- aðinum lauk árið 2009 og stjórn Pút- íns lýsti því yfir að stríðinu væri lokið. Stuðningsmenn rússnesku stjórnarinnar stjórna nú Tétsníu með harðri hendi og uppreisnin hef- ur færst þaðan til sjálfstjórnarhér- aðanna Dagestans og Ingúsetíu. Sagðar fá fé frá wahabítum Sprengjuárásirnar í Volgograd eru mikið áhyggjuefni fyrir Pútín að mati Julie Wilhelmsen, sérfræðings í málefnum Rússlands við norsku utanríkismálastofnunina NUPI. Hún bendir á að vinsældir Pútíns hafa að miklu leyti byggst á loforð- um hans um að binda enda á hryðju- verkin og segir að hann hafi raun lýst yfir sigri í stríðinu gegn hryðju- verkamönnunum. „Pútín stafar mikil hætta af árásunum síðustu daga, þær kippa fótunum undan pólitísk- um loforðum hans í mörg ár,“ hefur Aftenposten eftir Wilhelmsen. Nokkrir fréttaskýrendur í Moskvu sögðu í gær að vegna mikils öryggisviðbúnaðar í Sochi væru litl- ar líkur á því að hryðjuverkamenn gætu gert sprengjuárásir á íþrótta- mannvirki í tengslum við ólympíu- leikana. Meiri hætta væri á mann- skæðum hryðjuverkum á öðrum stöðum í Rússlandi. „Við vitum ekki hvar næsta árás verður gerð, en við vitum að hún verður gerð,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Alexei Mala- shenko, fræðimanni við Carnegie- miðstöðina í Moskvu. Hann segir að Rússum stafi ekki aðeins hætta af íslömskum hryðjuverkahreyfingum, heldur einnig af hugsanlegum árás- um „einfara“ sem geti búið til sprengjur eftir leiðbeiningum á net- inu. Einn fréttaskýrendanna í Moskvu, Alexander Konovalov, telur líklegt að íslamskar hryðjuverka- hreyfingar reyni að fremja hryðju- verk í tengslum við vetrarólympíu- leikana til að sýna mátt sinn og öðlast virðingu fjárhagslegra bak- hjarla íslamista. „Þeir vilja gera eins mannskæðar árásir og mögulegt er til að vekja sem mesta athygli,“ hef- ur AFP eftir Konovalov. Nokkrir rússnesku fréttaskýrend- anna sögðu engan vafa leika á því að ofstækismenn úr röðum wahabíta í Sádi-Arabíu og fleiri arabalöndum hefðu stutt íslömsku hryðjuverka- hreyfingarnar í Rússlandi fjárhags- lega. Þeir hvöttu rússnesku stjórn- ina til að grípa til aðgerða gegn wahabítum og öðrum öfgamönnum í arabaríkjunum. Stjórnin var einnig hvött til að herða viðurlög við hryðjuverkum og láta fangelsa skyldmenni hryðju- verkamanna ef þau vissu af hryðjuverkaáformum en létu hjá líða að skýra yfirvöldum frá þeim. 1.000 km RÚSSLAND Sochi MOSKVA KASAKSTAN ÍRAN MONGÓLÍA KÍNA JAPAN Volgograd Sprengjuárás í aðallestastöð Volgograd á sunnudag Sprenging í strætisvagni í gær Óttast fleiri mannskæð hryðjuverk  Sprengjuárásir í Volgograd mikið áfall fyrir Pútín forseta sem hafði lofað að afstýra hryðjuverkum í tengslum við vetrarólympíuleikana í Sochi  Íslamistar í Rússlandi sagðir fá peninga frá arabalöndum EPA Sorg Stúlkur í Volgograd kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í borginni. Eftirlitið hert » Pútín forseti hefur fyrir- skipað aukinn öryggisviðbúnað í rússneskum borgum vegna sprengjutilræðanna. » Borgin Sochi hefur verið gerð að sérstöku öryggis- svæði. Flygildi fljúga yfir borg- ina allan sólarhringinn til að taka myndir af númeraplötum grunsamlegra bíla og andlitum fólks sem lögreglan telur ástæðu til að fylgjast með. » Enginn fær að fara inn í Sochi nema með sérstökum öryggispassa og engum bíl verður hleypt inn í borgina meðan vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Kappaksturshetjan Michael Schu- macher barðist fyrir lífi sínu í gær á sjúkrahúsi í frönsku borginni Gre- noble þar sem honum var haldið í öndunarvél eftir skíðaslys. Læknar hans sögðu á blaða- mannafundi í gær að Schumacher hefði slasast lífshættulega. Schu- macher, sem varð sjö sinnum heims- meistari í Formúlu 1-kappakstr- inum, fékk alvarlega höfuðáverka þegar hann datt á skíðum í Meribel í Frakklandi í fyrradag. Læknirinn Jean-Francois Payen sagði fréttamönnum að þurft hefði að skera Schumacher upp strax til þess að létta þrýstingi af höfði hans. „Því miður er hann með áverka á heila,“ segir Payen. Féll í dá Stephan Chabardes, einn lækna Schumachers, sagði á blaðamanna- fundinum að ökuþórinn hefði verið í miklu uppnámi þegar hann var flutt- ur á sjúkrahúsið í fyrradag. Handleggir hans og fótleggir kipptust til og virtist hann ekki hafa stjórn á þeim. Þá gat hann ekki svar- að spurningum læknanna. Ástand hans versnaði skyndilega og stuttu síðar féll hann í dá. Schumacher gekkst því næst und- ir aðgerð og er nú haldið sofandi í öndunarvél. Chabardes sagði einnig að hefði Schumacher ekki verið með hjálm þá væri hann ekki á lífi. Fjölskylda Schumachers er hjá honum á sjúkrahúsinu í Grenoble. Hann verður 45 ára á föstudaginn kemur. Schumacher berst fyrir lífi sínu  Með áverka á heila eftir skíðaslys AFP Sigursæll Schumacher fagnar sigri í Formúlu 1 í ágúst 2004.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.