Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 34
34 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Á ramót eru hrífandi tími, stund friðar með fjölskyldu og vinum þar sem tækifæri gefst til að líta yfir far- inn veg, meta hvernig til hefur tekist, læra af mis- tökum jafnt sem sigrum, með þá ósk í brjósti að nýtt ár verði gæfuríkt. Áramót gefa líka gott tækifæri til að velta því fyrir sér hvern- ig landsmálin hafa þróast og hvort hægt sé að gera hlutina öðruvísi og betur á vettvangi stjórnmálanna. Það er og á að vera markmið stjórnmálamanna að vinna að því að veita þjóð sinni það öryggi og velferð sem allir þrá og þó að stjórnmálabarátta virðist oft illvíg þá er það engu að síður svo að flestir sem taka þátt í stjórnmálastarfi vinna að sameig- inlegu markmiði. Því að auka hagsæld og hamingju þjóð- arinnar. Flestir geta verið sammála um að á Íslandi eigum við að stefna að því að reka heilbrigðiskerfi á við það sem best gerist í heiminum og að allir eigi að hafa jafnan aðgang að heilbrigð- isþjónustu. Við viljum búa við menntakerfi sem við getum treyst til þess að veita börnum okkar, hverju og einu, menntun sem stenst samanburð við það sem best gerist í öðrum löndum. Öll viljum við búa við lagalegt öryggi þar sem réttur ein- staklingsins er virtur án þess að skaða aðra og flest viljum við samfélag þar sem óskorað traust ríkir til löggæslu og dómstóla. Margir velta því eðlilega fyrir sér hvers vegna mismunandi stjórnmálastefnur geti þá ekki lagfært það sem upp á vantar, án frekari umræðu, ef endamarkið er hið sama? Svo eru þeir til sem telja að litlu skipti hvaða stefna verður ofaná, engin þeirra sé til þess fallin að skila árangri. Slíkar vangaveltur eru eðlileg- ar en raunveruleikinn er engu að síður sá að þjóðfélag er flókið fyrirbæri þar sem óteljandi kraftar virka hver á annan. Fyrir vikið verða álitaefnin óteljandi líka. Sagan sýnir hins vegar, svo ekki verður um villst, að það skiptir sköpum um velferð þjóða hvaða stjórnmálastefna ræður för. Öfgakennd stefna er iðulega boðuð með því að vísa til knýj- andi þarfar til að ná góðum markmiðum. En pólitísk bók- stafstrú hefur aldrei reynst vel til þess fallin að ná hinum góðu markmiðum. Þar reynast skynsemi og rökhyggja best. Stefna sem byggir jafnt og þétt upp þá innviði, áþreifanlega og óá- þreifanlega, sem veita kröftum einstaklinganna og þjóðarinnar bestan farveg. Stefna sem nýtir það afl sem liggur í framtakssemi og hug- kvæmni einstaklinganna en einnig þá miklu verðmætasköpun sem leiðir af samvinnu þeirra og hámarkar með því ávinning samfélagsins alls. Samfélags þar sem öll hin ólíku störf skipta máli. Það er undirstaða framfara. Þegar vandamálin sem samfélag stendur frammi fyrir eru óhefðbundin getur þurft að fara óhefðbundnar leiðir til að leysa þau og þegar vandinn er stór getur það kallað á róttækar lausn- ir. Í slíkum tilvikum getur hið róttæka verið hið rökrétta og skynsamlega. Ný ríkisstjórn vinnur eftir þessu. Fyrstu mánuðirnir eftir kosningar voru nýttir til að koma á stöðugleika og undirbúa skynsamlegar og rökréttar aðgerðir. Við erfiðar aðstæður í rekstri ríkisins hefur verið forgangs- raðað í þágu heilbrigðismála og annarra velferðarmála en um leið er unnið að því að skapa skilyrði sem geta af sér aukna verðmætasköpun, fleiri störf og betri kjör. Árangurinn er þeg- ar farinn að koma í ljós þótt mikið verk sé enn óunnið. Á síðustu mánuðum ársins 2013 jókst hagvöxtur verulega, meðal annars með aukinni fjárfestingu sem mun skila sér í aukinni verð- mætasköpun til framtíðar. Um leið er ríkið hætt að safna skuldum svo að á næstu árum verður hægt að fjárfesta í auknum mæli á öllum þeim fjölmörgu sviðum sem gefa lífinu í þessu landi gildi. Skuldafargið, sem haldið hefur aftur af íslenskum heimilum og þar með samfélaginu öllu í mörg ár, kallaði á umfangsmiklar aðgerðir. Í því tilviki var róttæk lausn skynsamleg og nauðsyn- leg. Nú liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán verða færð niður sem nemur öllum þeim verðbótum sem talist gátu ófyrirséðar á árunum í kringum bankahrunið. Auk þess munu skattaafsláttur og önnur úrræði nýtast til að létta enn frekar á skuldum heim- ilanna, skuldum sem hafa staðið efnahagslegum framförum fyr- ir þrifum. Takist svo að auka kaupmátt launa samhliða aðgerðum til að draga úr skuldavandanum mun staða íslenskra heimila taka stakkaskiptum til hins betra. Við sjáum nú að full ástæða er til að ætla að sú geti orðið raunin. Kjarasamningar sem voru undirritaðir í lok ársins voru hugs- aðir sem grundvöllur stöðugleika svo að hægt yrði að auka kaupmátt og bæta lífskjör jafnt og þétt næstu árin. Það þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að gera í sameiningu og í þeirri vinnu þarf að huga sérstaklega að kjörum þeirra lægst- launuðu og því að millitekjuhópar njóti ávinningsins af betri tíð eftir þær miklu fórnir sem sá hópur var látinn færa á síðast- liðnum árum. Að þessu sinni gefa áramótin okkur Íslendingum tilefni til að vera bjartsýn. Ísland er sannarlega land tækifæranna, hvort sem litið er til þróunarinnar á norðurslóðum, gríðarmikilla og verðmætra auð- linda eða sterkra innviða og samfélagsgerðar sem er til þess fallin að skapa verðmæti á nánast öllum sviðum. Okkar bíður það verkefni að tryggja annars vegar að það tak- ist að nýta tækifærin og hins vegar að afraksturinn gagnist samfélaginu öllu. Það ætti að vera okkur góð hvatning í þeim efnum að þetta tvennt fer jafnan vel saman. Þjóðskipulag sem stuðlar að jafnræði og almennri velferð er best til þess fallið að nýta tækifærin og skapa verðmætin sem standa undir velferð- inni. Við Íslendingar eigum að baki óvenjulega tíma. En eins og Sveinn Björnsson, forseti, sagði í innsetningarávarpi sínu árið 1945 þá er mannlífið sem betur fer svo „auðugt að tilbrigðum, að ekkert er til sem mætti nefna „venjulega tíma“. Ýmsir eru bölsýnir á það sem framundan er, aðrir bjartsýnir.“ Forsetinn benti svo á að við fáum ekki varðveitt trúna á land og þjóð nema nokkurrar bjartsýni gæti. Það að hafa trú á landi og þjóð er svo forsenda þess að bjartsýnin eigi rétt á sér. Sá sem ekki hefur trú á sjálfum sé nær ekki árangri og það sama á við um samfélögin sem einstaklingarnir mynda. Þjóð verður að trúa á sjálfa sig og að hægt sé að gera hlutina öðruvísi og betur. Við Íslendingar höfum fulla ástæðu til að hafa trú á landið og þjóðina og vera bjartsýn á framtíðina við áramótin sem nú ganga í garð. Kæru landsmenn, ég óska ykkur öllum gleðilegs árs, far- sældar og friðar á nýju ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Morgunblaðið/Ómar Horfum bjartsýn til framtíðar Okkar bíður það verkefni að tryggja annars veg- ar að það takist að nýta tækifærin og hins vegar að afraksturinn gagnist samfélaginu öllu. Það ætti að vera okkur góð hvatning í þeim efnum að þetta tvennt fer jafnan vel saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.