Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 38

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 38
38 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 V ið lok ársins 2013 horfir margt öðruvísi við en und- anfarin ár. Þrátt fyrir að enn hvessi oft í orðræðu stjórnmálanna er tími linnulausra neyðarráðstaf- ana liðinn. Að því leyti hafa stjórnmálin breyst. En eftir stendur óvissa um stefnumörkun til framtíðar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði áætlun um endurreisn efnahagslífsins í kjölfar hruns, þar sem gert var ráð fyrir að jöfnuði í ríkisfjármálum yrði náð í áföngum. Það kom í hlut ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna að vinna henni framgang og heyja stærstu orrusturnar við gríðarlegan fjárlagahalla. Ef ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks tekst að skila af sér hallalausum fjárlögum bind- ur það ánægjulegan endahnút á bráðaaðgerðirnar. Þrátt fyrir harkalega og fordæmandi orðræðu er það fagn- aðarefni að tekist hafi í verki slík samstaða um það megin- markmið að stemma útgjöld að tekjum og hætta skuldasöfn- un. Það var gæfa íslenskrar þjóðar að sú samstaða náðist. Ef hver ríkisstjórn hefði togað efnahagsstefnuna í ólíkar áttir hefði árangurinn orðið minni. Framtíðin bíður En þegar bráðaaðgerðir eru að baki er eðlilegt að spurt sé hvert skuli stefnt. Ísland er í viðjum hafta og laun okkar hafa hrunið í evr- ópsku samhengi. Flest höfum við væntingar um norræn lífs- kjör og norræna velferð, en laun okkar eru helmingur þess sem fólk í norrænum löndum býr við. Það er því snúið úr- lausnarefni að tryggja norræna velferð með slóvakískum laun- um í landi í höftum. Það eru bara tvær leiðir. Leið aukinnar verðmætasóknar og leið kyrrstöðunnar. Því miður hefur ný ríkisstjórn náð saman um hina seinni, þegar þjóðin þarfnast helst hinnar fyrri. Sú fyrri felst í fjölbreyttri atvinnuþróun. Við eigum lægra hlutfall fólks með framhaldsmenntun á vinnumarkaði en nokk- ur önnur þjóð í Norður-Evrópu. Það er brýnt að bæta úr því og auka fjárfestingu í menntun, tækniþróun og rannsóknum. Þannig hækkum við best launin í landinu – með því að fjölga stöðugt verðmætari störfum fyrir bæði kyn. Sóknarfærin eru hvarvetna. Gamlar og grónar atvinnu- greinar þurfa að geta vaxið og nýjar þurfa að geta sprottið upp. Þess vegna er sjálfsagt að leggja á gjöld fyrir ókeypis not af sameiginlegum auðlindum. Sjávarútvegur er burðargrein fyrir íslenskt samfélag. Það er okkur hollt að læra af þeirri þekkingarsprengingu sem orðið hefur í greininni, eftir að hún fékk tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkaði með EES-samningnum fyrir um tuttugu árum. Gæðin hafa aukist og verðmætin vaxið, þótt magnið hafi minnkað vegna ytri aðstæðna. Opnir markaðir skapa ný tækifæri og opna nýjar leiðir. En nú vantar betri markaðs- aðgang fyrir uppsjávarafurðir og fiskeldisafurðir. Í landbúnaði bíða okkar sambærileg tækifæri, ef okkur tekst að opna greininni markaði. Um allan hinn vestræna heim er stöðugt vaxandi krafa um heilnæm matvæli af hæstu gæðum. Við eigum að geta mætt þeirri þörf, ef við fáum að flytja afurðirnar til annarra landa og skapa eðlilega sam- keppni í vöruþróun hér innanlands. Svona styður hvað við annað. Öll vaxtartækifæri í hefð- bundum greinum byggjast á betri markaðsaðgangi. Hann fæst ekki nema með nýjum samningum við ESB. Þessi tæki- færi verða ekki heldur nýtt nema með ströngum reglum um náttúruvernd, því þær eru forsenda aðgangs að verðmætustu mörkuðunum. Náttúruvernd er ekki andstæða við uppbygg- ingu heldur beinlínis forsenda nýrra sóknarfæra, jafnt í hefð- bundnum greinum og í ferðaþjónustu. Öflugrar utanríkis- stefnu er þörf til að opna markaði. Launin hækka ekki nema með aukinni fjárfestingu í starfsmenntun og áherslu á at- vinnuþróun. Í þekkingargreinum eru líka endalaus tækifæri. Þess vegna leggja allar metnaðarfullar ríkisstjórnir á Vesturlöndum kapp á að styðja við þær. Enginn veit nefnilega hvar næsta stór- tækifæri er. Íslenskir tónlistarmenn skapa verðmæti um allan heim og kvikmyndir skapa gríðarmiklar tekjur. Blómleg menning skapar ómæld verðmæti, sem í fljótu bragði kann að vera erfitt að henda reiður á. Eru útflutningstekjur af Sinfóní- unni? Ég veit það ekki, en án hennar væri dapurt tónlistarlíf í landinu og lítilfjörlegt hér að búa. Alveg óháð því hvort ég fer á tónleika eða ekki. Hverjir myndu leika á jólatónleikum? Hverjir myndu kenna í tónlistarskólum? Svona mætti lengi telja. Ekkert samfélag fær þrifist án mennta og menningar. Og lykilforsenda almennrar velsældar er það sem allir vita en fáir þora að nefna: Lágir vextir og stöðugt gengi. Alvöru- gjaldmiðill. Kyrrstaða gengur ekki Kyrrstöðustefna ríkisstjórnarinnar birtist í forgangsröðun í ríkisfjármálum, þar sem sköttum er létt af þeim allra ríkustu og byrðin er flutt á meðaltekjuhópa og lágtekjufólk. Hún birt- ist í getuleysi til að marka framtíðarstefnu í gjaldmiðils- málum, á sama tíma og hér stefnir í enn eina gjaldeyris- kreppuna í rétt tæpri hundrað ára hörmungarsögu séríslenskrar krónu. Utanríkisstefnan er orðin risminni en dæmi eru um í lýðveldissögunni þegar ráðherrar, sem áður hafa ásakað erlent ríkjasamband um einbeittan vilja til að múta íslenskri þjóð, kvarta sáran yfir að meintar mútur verði aflagðar. Niðurskurði í ríkisfjármálum er fyrst og fremst beint að rannsóknum, þróun og þekkingaröflun og enginn skilningur er sýndur á mikilvægi þess að auka starfsmenntun eða auðvelda langtímaatvinnulausum að komast aftur á vinnu- markað. Það er margsannað mál um allan heim að engin leið er að skapa vöxt og verðmæti með því einu að skera niður ríkisút- gjöld með sama hætti og sláttumaðurinn slyngi í sálmi Hall- gríms, sem reiknaði allt jafnfánýtt og sló jafnt reyr, stör og rósir vænar. Leið niðurskurðar – niðurskurðarins vegna – mun auka á misskiptingu, skaða samfélagsgerðina og draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Leið nýrrar ríkisstjórnar er klaufaleg eftiröpun löngu afsannaðrar hugmyndafræði. Er sátt í boði? Á tímum pólitísks umróts í eftirmála hruns eru tveir kostir til: Það er hægt að efla samstöðu eða næra ótta og óöryggi með því að draga víglínur og bjóða skjól gegn hættum sem leynast handan víglínunnar. Því miður hefur stjórmála- umræðan um of borið merki þess síðarnefnda á líðandi ári. Þar ber ný ríkisstjórn þunga ábyrgð. Hvers vegna þarf það að vera óhugsandi að hafa í senn metnað fyrir Íslands hönd og vera stoltur af íslensku þjóðerni og vilja opna markaði og fullan atkvæðisrétt Íslands í sam- skiptum við aðrar þjóðir? Hvers vegna á ekki að vera unnt að sinna jafnt menningu og heilbrigðisþjónustu? Hvers vegna eigum við að þurfa að svara spurningunni: Hvort viltu þróunarsamvinnu eða heilbrigðisþjónustu? Hvort viltu ríkisútvarp eða spítala? Eins og að með því að slökkva á útvarpinu eða með því að loka skóla í Malaví fái sjúklingur á gjörgæsludeild við Hringbraut nýja lífsvon? Hverjum datt í hug að spyrja þessara spurninga sem eru í eðli sínu svona skakkar? Hvaðan er sprottið það siðferðilega gjaldþrot sem þarf til að spyrja þeirra? Íslensk þjóð á betra skilið en að þurfa að svara þeim. Á nýju ári þurfum við að bera gæfu til að skapa nýja sátt. Sátt um leiðina áfram, um leiðina sem tryggir Íslandi réttan sess sem þjóð meðal þjóða og okkur öllum frelsi frá óstöð- ugleika, verðbólguskotum og verðtryggingu. Sátt, sem leggur grunn að raunverulegri velsæld og menningarlegri fjöl- breytni, sem dugir til áratuga. Ég bið okkur öllum þess að við fáum notið þeirrar gæfu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Ómar Að sameinast um sýn Á nýju ári þurfum við að bera gæfu til að skapa nýja sátt. Sátt um leiðina áfram, um leiðina sem tryggir Íslandi réttan sess sem þjóð meðal þjóða og okkur öllum frelsi frá óstöðugleika, verð- bólguskotum og verðtryggingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.