Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 49

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Gleðin kemur innanfrá Gleðilegt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Full ástæða er til að taka undir orð Sið- menntar í frétta- tilkynningu félagsins nýlega að skólar sem reknir eru fyrir op- inbert fé eigi ekki að vera vettvangur trú- félaga. Þegar Mann- réttindaráð Reykjavík- ur lagði á sínum tíma til að starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga í grunn- og leik- skólum borgarinnar yrði bönnuð bauð ráðið m.a. íslenska bahá’í sam- félaginu að gera athugasemdir við tillögurnar. Við komum þeim sjón- armiðum á framfæri að sjálfstæði skólastarfs í landinu yrði að tryggja með öllum ráðum og það gæti engan veginn talist eðlilegt að aðilar utan skólanna ættu sérstaka kröfu á að starfa innan þeirra. Á hinn bóginn væri mikilvægt að skólar nytu óskoraðs frelsis til að styðja við menntun og upplýsingu nemenda sinna, þar á meðal með almennri fræðslu um helstu trúarbrögð og trúarhugmyndir mannkyns. Í slíkri fræðslu gæti til dæmis falist að bjóða talsmönnum trúar- og lífsskoð- unarhópa að kynna trú sína og skoð- anir auk vettvangsferða nemenda til þess að kynnast starfi þeirra. Við sögðum í þessu svari okkar til ráðs- ins að slík fræðsla víkkaði ekki að- eins sjóndeildarhring barnanna heldur gæti hún einnig komið í veg fyrir þá fordóma sem fáfræði um fjölbreytilega andlega arfleifð mann- kynsins kyndir gjarnan undir. Mikilvægt er að börnum líði vel í skóla og í ýmsum til- vikum getur það orðið til að auka gagn- kvæman skilning og umburðarlyndi að nemendur fái tækifæri til að kynnast sér- stökum aðstæðum ein- stakra skólafélaga sinna, hvort sem þær lúta að trú þeirra, þjóðerni eða fötlun, svo dæmi séu tekin. Kynn- ing, heimsóknir eða vettvangsferðir ættu að vera sjálfsagður liður í þeirri við- leitni skólans. Í endanlegri sam- þykkt Mannréttindaráðs voru til- lögur okkar bahá’ía varðandi heimsóknir og sjálfstæði skóla- starfsins teknar upp nánast óbreytt- ar. Í ljósi ummæla innanríkisráð- herra, Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, á Kirkjuþingi nýlega og fréttatilkynningar Siðmenntar í kjölfar þeirra teljum við ástæðu til að ítreka ofangreinda afstöðu okk- ar. Þekking á trúarbrögðum mann- kyns flokkast ótvírætt undir al- menna grunnþekkingu á menning- arsögu heimsins. Sé staðið að kennslu um trúarbrögð, heimspeki og lífsskoðanir almennt af heil- indum, fagmennsku og hlutlægni ætti hún að vinna gegn vanþekk- ingu og hleypidómum og stuðla að skilningi á ólíkum leiðum til að vinna með lífssýn og þroska. Börn og unglingar fengju þannig að kynnast sem flestum hliðum trúar- og lífsskoðana en skólayfirvöld yrðu sjálf að setja rammann utan um þá kynningu og eiga frumkvæði að henni. Í fyrrnefndri fréttatilkynningu Siðmenntar segir að það sé á ábyrgð foreldra að sjá um trúarupp- eldi barna sinna og slíkt sé ekki hlutverk skólakerfisins. Skólunum ber þó sjálfsögð skylda til að sinna fræðslu um trúarbrögð, siðfræði og lífsskoðanir og stuðla að því eftir föngum að út í lífið fari vel upp- lýstir, ábyrgir, umburðarlyndir og réttsýnir einstaklingar. Markmið slíkrar fræðslu er skjalfest í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna – hún á að miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trú- flokka. Opinber trúfræðsla getur þannig ekki falist í einhliða innræt- ingu einna trúarbragða eða ákveð- inna lífsskoðana. Skólinn þarf að gera meira til að stuðla að umburð- arlyndi í trúmálum og búa nem- endum skilyrði til að afla sér sjálf- stæðrar vitneskju um hin ýmsu trúarbrögð mannkyns, þróun þeirra og áhrif á framvindu mannlífs. Þetta krefst virðingar fyrir sjálf- stæðri leit nemandans að sannleik- anum og að kennarar og leiðbein- endur forðist að reyna að hafa áhrif á þá leit með fortölum eða áróðri hver sem lífsskoðun þeirra er, trú eða vantrú. Skólinn stuðli að umburðarlyndi í trúmálum Eftir Eðvarð T. Jónsson » Trúfræðsla getur ekki falist í einhliða innrætingu einna trúar- bragða eða ákveðinna lífsskoðana. Eðvarð T. Jónsson Höfundur er bahá’íi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.