Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 51

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Starfsfólk Íbúðalánasjóðs óskar lands- mönnum öllum gleði og friðar á jólum og gæfu á komandi ári. www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S íðumú la 21 · S . 588 9090 · www.e ignamid lun . i s Þverholti 2 · S . 586 8080 · www. fa s tmos . i s Það er hið sjálfsagð- asta mál fyrir sam- félag, – sem lengi hefur verið kristið, – er með kristinn þjóðsöng, – krossmarkið í þjóðfána sínum, – yfir 90% lands- manna í kristnum söfnuðum – og stjórnarskrárgrein um stuðn- ing og vernd kristins siðar, að börn fái kynningu á inntaki kristinnar trúar í skólakerfinu, enda er það beinlínis lagaskylda sam- kvæmt námsskrá í kristnum fræð- um. Gegn þessu hafa unnið andtrú- aröfl sem hafa plantað sér eða verið plantað í borgarstjórn og í s.k. mannréttindanefnd Reykjavík- urborgar og tekið sér vald sem þau hafa ekki tilkall til. Hafa þau þannig beitt sér fyrir því meðal annars, að leikskólar og skól- ar standi ekki að heimsóknum á kirkjustaði fyrir kristnar stórhátíðir og fái ekki fræðslu frá sérfróðum kirkjunnar mönnum um kristið helgihald og heillandi frásagnir af hinni fyrstu jólanótt, aðdraganda hennar og af hinum þekktasta og áhrifamesta allra í gervallri mann- kynssögunni, Jesú Kristi. Aðferðin er þöggunaraðferð af því tagi sem líkja má við, að kristindómurinn skuli settur í skammarkrókinn í skólakerfi þessa annars kristna lands. Það er því fyllilega skiljanlegt, að fregnir berist af því, að kristnir foreldrar séu farnir að grípa til sinna ráða með því að taka höndum saman og hafa forgöngu um að mæta a.m.k. einu sinni fyrir jól með börn sín í leik- skólana til að fara það- an í hópferð í gefandi kirkjuheimsókn, eins og gerzt hefur nú í Graf- arvogsprestakalli. Þetta er í raun neyð- arráðstöfun vegna vanrækslu við- komandi leikskóla á þessu hlutverki, sem hefð var komin á víða (en þeir munu að vísu ekki allir láta s.k. mannréttindanefnd stjórna sér um þetta mál). Ekki vantar, að háðskir vantrúar- menn niðri kirkjunni af þessu tilefni og opinberi vanþekkingu sína á laga- legum grunni hinna réttmætu kirkjuheimsókna úr skólum og leik- skólum. Þeir láta einnig sem þetta hafi alltaf alfarið verið hlutverk for- eldra einna og að þeir geti sem bezt gert þetta sjálfir. En þá er horft fram hjá því, að flestir foreldrar eru bundnir í ca. átta tíma vinnu frá kl. 8 eða 9 að morgni og eiga ekki auðvelt með að komast til þessa, hvað þá að fjársveltar sóknir geti haldið uppi stöðugri fræðslu í desember fyrir stóra sem smáa (jafnvel örsmáa) að- vífandi hópa um rætur kristindóms- ins og ástæður stórhátíða hans. Að kirkjufjandsamleg öfl hafa náð tangarhaldi á stefnu borgarstjórnar í þessum efnum gegnum meirihluta- kjör vinstri flokka í sveitarstjórn- arkosningunum 2009, er tímabundið vandamál, sem kristnir kjósendur eru nú þegar farnir að átta sig á, að vinna þarf á með virkum hætti, ekki óvirkni sem fæli í sér hreina uppgjöf. Og hér þarf að hreinsa til. Hreins- unin þarf að fara fram í fyrsta lagi innan vinstri flokkanna, með gagn- sókn kristinna afla þar, einnig með aðhaldi í prófkjörum þeirra og í formi ágengra spurninga til fram- bjóðenda þeirra, sem fái góða kynn- ingu í fjölmiðlum, og að endingu með útstrikunum kristinna kjósenda þessara flokka á trúarfjand- samlegum frambjóðendum í borg- arstjórnarkosningunum sjálfum eða hreinlega með því að atkvæðin verði greidd öðrum flokki eða flokkum. Þetta allt ber að gera með kær- leika til barnanna okkar í huga, ekki af neinni persónulegri rætni né and- úð á þeim, sem hér þarf að sía úr frá kjöri til borgarstjórnar. Og hér er við hæfi að enda þetta á hvatningu til allra fjölskyldna að gefa sig enn að því að rækta sína kristnu trú og það í samfélagi með öðrum á helgri stund. Leyfið börnum okkar að koma til Krists, bannið þeim það ekki! Eftir Jón Val Jensson » Það er skiljanlegt að fregnir berist af því að kristnir foreldrar grípi til sinna ráða gegn kirkjuheimsóknabanni sumra skóla og leik- skóla. Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur, próf- arkalesari og einn leiðandi manna í Kristnum stjórnmálasamtökum. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.