Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 59

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 59
fjarðar var síldarævintýrið í algleym- ingi. Á sumrin var fjörðurinn fullur af skipum og bærinn svo troðfullur af aðkomufólki að Siglfirðingar týndust í öllu þessum mannfjölda. Ég byrjaði að vinna á síldarplani þegar ég var 14 ára og krakkar og unglingar voru að salta öll sumur. All- ir höfðu meira en nóg að gera. En það átti nú eftir að breytast.“ Kristinn var vélvirki hjá Síld- arverksmiðju ríksins á árunum 1960- 95 og var verkstjóri á vélaverkstæði verksmiðjunnar síðustu starfsárin þar. Hann hóf að reka leigubíl með aðalstarfinu 1965 og var leigubílstjóri á Siglufirði til 1989. Auk þess stund- aði hann ökukennslu á Siglufirði og nágrenni um árabil. Var nokkuð að gera fyrir leigubíl- stjóra á Siglufirði á þessum árum? „Já, það var glettilegur reytingur í langferðum til Akureyrar, á Austfirði og jafnvel til Reykjavíkur, en minna í innanbæjarakstri. Auk þess var alltaf töluvert að gera í ökukennslunni. Þetta hvort tveggja var nú alltaf aukabúgrein sem maður sinnti á kvöldin en aðallega þó um helgar.“ Kristinn varð vélgæslumaður Slökkviliðs Siglufjarðar 1962, starfaði síðan og var slökkviliðsstjóri Siglu- fjarðar á árunum 1991-2003. Kristinn átti mótorhjól á árunum 1955-65. Hann fékk sér svo aftur hjól árið 1997 og hefur þeyst um á mót- orhjóli síðan. Hann hefur farið á hjól- inu víða um heim, m.a. um Flórída í Bandaríkjunum og fór í Evrópureisu árið 2007. Kristinn var meðlimur í mót- or8hjóla8klúbbnum Smölunum en er nú í mótorhjólaklúbbnum Örnum í Reykjanesbæ, Röftum í Borgarnesi og Tíunni á Akureyri. Fjölskylda Kristinn kvæntist 1955 Hönnu Stellu Sigurðardóttur, f. 26.11. 1935, d. 21.12. 1996, skrifstofumanni hjá bæjarfógeta, síðar fulltrúa hjá sýslu- manni á Siglufirði og loks launafull- trúa hjá Siglufjarðarkaupstað. Hún var dóttir Sigurðar Magn- ússonar, múrarameistara á Siglufirði, og k.h., Bjarnveigar Þorsteinsdóttur húsfreyju. Börn Kristins og Hönnu Stellu eru Inga Sjöfn Kristinsdóttir, f. 28.7. 1954, skrifstofumaður, búsett í Reykjanesbæ en maður hennar er Þorgeir Ver Halldórsson flugvirki og á hún fjögur börn; Fríða Birna Krist- insdóttir, f. 9.10. 1955, þroskaþjálfi, búsett í Reykjavík en maður hennar er Jón Gunnar Jónsson skrifstofu- maður og eiga þau þrjú börn; Georg Páll Kristinsson, f. 8.2. 1961, húsa- smíður með eigið verktakafyrirtæki, búsettur í Ólafsfirði en kona hans er Líney Hrafnsdóttir, starfsmaður í Hornbrekku, dvalarheimli aldraðra á Ólafsfirði, og eiga þau þrjár dætur en tvær á lífi. Sambýliskona Kristins er Ester Guðlaug Karlsdóttir, f. 6.10. 1939, húsfreyja. Systkini Kristins eru Soffía Georgsdóttir, f. 15.4. 1931, lyfjatækn- ir, búsett í Hafnarfirði, og Ingvar Georgsson, f. 26.8. 1943, fyrrv. banka- gjaldkeri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Kristins voru Georg Pálsson, f. 21.12. 1908, d. 25.8 1957, bókari og skrifstofumaður á Siglu- firði, og Hólmfríður Ingibjörg Guð- jónsdóttir, f. 9.7. 1907, d. 2.9. 2010, húsfreyja á Siglufirði og síðar versl- unarmaður í Reykjavík. Úr frændgarði Kristins Georgssonar Kristinn Georgsson Ingibjörg Jónadabsdóttir húsfr. á Vatnshóli Árni Árnason b. á Vatnshóli í Línakradal Kristín Árnadóttir húsfr. í Neðra-Vatnshorni Guðjón Helgason b. á Neðra-Vatnshorni í V-Hún Hólmfríður Ingibjörg Guðjónsdóttir húsfr. og verslunarm. á Siglufirði og í Rvík Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. á Gunnarsstöðum Helgi Jónsson b. á Gunnarsstöðum á Strönd Halldóra Halldórsdóttir húsfr. á Hellu Vigfús Vigfússon b. á Hellu á Árskógsströnd Soffía Vigfúsdóttir húsfr. á Akureyri og Seyðisfirði Páll Andrés Pálsson bókari og kaupm. á Akureyri og Seyðisfirði Georg Pálsson bókari og skrifstofum. á Siglufirði Björg Benjamínsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Páll Árnason sjóm. á Seyðisfirði Afmælisbarnið Kristinn Georgsson ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Franch fæddist á Sauðárkrókifyrir einni öld og ólst þarupp. Foreldrar hans voru Jörgen Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Sauðárkróki, frá Horsens í Danmörku, og Guðrún Pálsdóttir Michelsen húsfreyja, frá Draflastöðum í Sölvadal. Systkini Franchs: Karen Edith; Pála Elínborg; Hulda Ester; Rósa Kristín,; Georg Bernharð; Paul Valdimar; Aðalsteinn Godfred; Ottó Alfreð; Elsa María; Kristinn Pálmi og Aage Valtýr. Eftirlifandi eiginkona Franchs er Guðný Guðrún Jónsdóttir, fyrrv. verslunarstjóri, en börn þeirra eru Ingibjörg Ásthildur; Guðrún Rósa; Lilja Dóra; Frank; Frank Úlfar; Hlynur Jón, og Anna Birna. Franch lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík, lærði úrsmíði hjá föður sínum og stundaði framhaldsnám í Den Danske Urmagerskole í Kaup- mannahöfn. Franch starfaði hjá Carl Jonsén, konunglegum hirðúrsmið í Kaup- mannahöfn og bauðst sú nafnbót. Við hernám Þjóðverja neyddist hann til að afþakka störf hjá virtum úrafyr- irtækjum í Berlín og Genf en kom heim í Petsamoferðinni 1940. Hann rak eigin úrsmíðavinnustofu á Sauð- árkróki 1940-43 og síðan í Reykjavík og var framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins Franch Michelsen ehf. 1943-92 er sonur hans tók við rekstrinum. Franch var meistari 12 úrsmiða, fylgdist vel með nýjungum á því sviði, starfaði um árabil fyrir Úrsmiðafélag Íslands og var sæmdur gullmerki þess, sinnti trúnaðarstörfum fyrir Kaupmannasamtök Íslands, var for- maður ASKÍ, var sæmdur gullmerki KÍ, stofnaði skátafélagið Andvara og var formaður þess, tók Gilwell- foringjaþjálfun í Danmörku og kom á Gilwellskólanum á Íslandi, var land- gildismeistari St. Georgsgildisins, sat í stjórn BÍS, var sæmdur Skáta- kveðjunni úr gulli fyrstur íslenskra skáta, gullmerki BÍS, Þórshamr- inum, gullbjálka St. Georgsgildisins og gullmerkjum sænska skáta- sambandsins. Franch lést 7.6. 2009. Merkir Íslendingar Franch Michelsen Gamlársdagur 95 ára Hjörtur Einarsson 90 ára Steinunn Pétursdóttir 85 ára Erla Kristjánsson Helgi Héðinsson 80 ára Bára Vestmann Guðlaug Jóhannsdóttir 75 ára Auðrún Sjöfn Valentínusdóttir Ásgeir L. Guðnason Ásta Axelsdóttir Guðný Björnsdóttir Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir 70 ára Anna Sigurðardóttir Ágústa Sveinsdóttir Ármann Þráinn Alfreðsson Árný Freyja Alfreðsdóttir Einar Haraldur Esrason Guðfinna Gunnarsdóttir Hannes Sigurðsson Ingibjörg E. Daníelsdóttir Ingi Þór Bjarnason Kristín Einarsdóttir 60 ára Bryndís Ólafsdóttir Guðbrandur Björnsson Inga Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Ingibjörg J. Ingólfsdóttir Margrét Einarsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Steingrímur Ari Arason 50 ára Dagný Albertsdóttir Halldóra N. Gunndórsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Sigþrúður Elínardóttir Sæunn Gísladóttir 40 ára Aðalheiður Björk Gylfadóttir Árni Sigurður Pétursson Birgir Sigurðsson Björk Þorvaldsdóttir Guðrún Anna Antonsdóttir Guðrún Hauksdóttir Haukur Jóhann Hálfdánarson Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir Jaroslaw Ganiec María Krista Hreiðarsdóttir Sigurður Rúnar Freysteinsson Sóley Snædís Stefánsdóttir Sólveig Olga Sigurðardóttir Stefán Þór Jónsson Steinunn Rósa Guðmundsdóttir 30 ára Freyja Hólm Ármannsdóttir Hrafn Guðmundsson Sigríður Sigurjónsdóttir Sigurborg Benediktsdóttir Willem Adriaan De Beer Nýársdagur 90 ára Gunnar Sigurðsson 85 ára Ársæll Hannesson Halldór Bjarnason Tómas Á. Tómasson 80 ára Elísabet Eszter Csillag Þorsteinn Júlíusson 75 ára Anný L. Guðmundsdóttir Fanney Árdís Sigvaldadóttir Sigrún Guðveigsdóttir Svanhildur Óskarsdóttir 70 ára Anna Margrét Hákonardóttir Árný Bjarnadóttir Bragi Steingrímsson Friðrik Jónsson Ríkarður Bergstað Jónasson Sigurbjörg Eyjólfsdóttir Ævar Lúðvíksson 60 ára Emil K. Thorarensen Eybjörg Einarsdóttir Hafsteinn Linnet Margrét Sigurðardóttir Maria Matyszczyk Sveinn Karlsson Þórarinn E. Þórarinsson Þórey Einarsdóttir 50 ára Annika Poulina Olsen Bragi Gunnarsson Dagný Þórunn Jónsdóttir Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir Helena Hólm Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir María Einarsdóttir Ólafur Kolbeinsson Sigmar Ármann Sigurðsson Sigurður Orri Steinþórsson Slavko Viktor Velemir Teresa Mieczyslawa Mazur Vilhjálmur Árni Ásgeirsson Þórhallur V. Vilhjálmsson 40 ára Arnar Þór Jónsson Fanney Dóróthe Halldórsdóttir Fexhrie Poroshtica Gopal Debnath Ivo Bartkevics Kolbrún Mjöll Hrafnsdóttir Mieczyslawa Ewa Bogalecka Þór Guðnason 30 ára Berglind Ólafsdóttir Ellert S. Breiðfjörð Sigurðarson Eva Ósk Elíasardóttir Liis Vitsut Rasha Brikhan Snorri Birgisson Valgerður Guðmundsdóttir Yasmin Hamada Til hamingju með daginn Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gleðileg jól Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.