Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 62

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Styrkþegum úr Myndlistarsjóði á árinu 2013 var í gær veitt viðurkenn- ing í Listasafni Íslands að við- stöddum Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráð- herra. Á árinu 2013 bárust Myndlist- arsjóði alls 226 umsóknir um 293 milljónir. Alls hlutu 70 verkefni styrk að upphæð 41,5 milljónir. „Þessi mikli fjöldi umsókna sýnir með skýrum hætti mikilvægi Mynd- listarsjóðs en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar á Íslandi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar. Fyrri úthlutun ársins fór fram í september og sú seinni fyrir skemmstu. Þá var úthlutað alls 21,5 milljónum sem skiptust milli 42 verkefna myndlistarmanna og fag- aðila á sviði myndlistar. Hæsti styrkurinn nam einni millj- ón króna og hlutu alls sex verkefni þá upphæð. Hulda Rós Guðnadóttir fyrir Keep Frozen, sem er útgáfa um rannsókn í myndlist, Ásdís Ólafsdóttir fyrir útgáfu á sérhefti Artnord um íslenska samtíma- myndlist, Bryndís Björnsdóttir fyrir sýninguna Occupational Hazard, Libia Castro og Ólafur Ólafsson til framleiðslu á skúlptúrnum Bosbolo- bosboco #6 (Departure – Transit – Arrival) fyrir 19. Sydney tvíæring- inn, You Imagine What You Desire, og loks Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi fyrir Frontiers in Re- treat. Ljósmynd/Job Janssen og Jan Adriaans Hljóðskúlptúr Bosbolobosboco #4 eftir Libiu Castro og Ólaf Ólafsson frá árinu 2004. Myndin er birt með leyfi listamannanna. 41,5 milljónum úthlutað til 70 myndlistarverkefna Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er það sem við köllum sjón- ræna tónlistarhátíð og þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin,“ seg- ir Curver Thoroddsen, kynning- arstjóri Reykjavík Visual Music - Punto y Raya Festival sem hefst 30. janúar nk. og lýkur 2. febrúar. „Hug- takið „sjónræn tónlist“ er nýlega orðið aldargamalt en það var skil- greint af listgagnrýnandanum Roger Fry árið 1912. Skilgreiningin nær yf- ir myndrænan strúktúr sem er látinn lúta lögmálum tónlistarinnar. Þar sem tónlist inniheldur tímaelementið er því þessi myndræni strúktúr í formi hreyfimynda. Sjónrænt tón- listarverk liggur því einhvers staðar á milli myndlistar, kvikmyndagerð- ar, grafískrar hönnunar og tónlistar. Nú á dögum tengist hún einnig mikið tölvutækni og forritun. Sjónrænt tónlistarverk getur verið hljóðlaust en oftast eru þau samofin tónlist eða lifandi tónlistarflutningi og það er það sem við einbeitum okkur að á tónleikunum í Hörpu. Þar flytja helstu nöfnin í þessum geira verk sín,“ útskýrir Curver. „Hátíðin verður haldin í Hörpu en samhliða henni verður einnig opnuð sýningin Hljómfall litar og línu í Listasafni Reykjavíkur. Á daginn, í Hörpu, verður svo spænska hátíðin Punto y Raya með sýningar á verk- um sem tóku þátt í samkeppni, vinnustofur og lifandi uppákomur líka. Þannig að áhugasamir ættu að geta kynnt sér vel sjónræna tónlist um þessa helgi.“ Úrval stuttmynda -Hátíðin er haldin í samstarfi við sambærilega spænska hátíð, Punto y Raya. Hvernig kom það til? „Hátíðin er sett saman af Reykja- vík Center for Visual Music en sú miðstöð var stofnuð af Friðriki Steini Kristjánssyni. Hann er ræðismaður Spánar á Íslandi og er sérstakur áhugamaður um sjónræna tónlist. Hann setti saman miðstöð og ráð- gjafanefnd til að vekja þetta fyr- irbæri til vegs og virðingar hérna heima. Friðrik hafði kynnst abstrakt kvikmyndahátíðinni Punto y Raya Festival á Spáni og upp kom hug- myndin um samstarf. Punto y Raya- hátíðin býður upp á heilmikla dag- skrá á hátíðinni hér, 95 valdar ab- strakt-stuttmyndir úr keppni á hennar vegum verða sýndar og há- tíðirnar tvær standa einnig saman að keppni, Live Cinema Competition, og verða úrslit hennar gerð ljós. Sex listamenn koma hingað til lands og flytja fjögur verk sem keppa til úr- slita í keppninni. Einnig verða sýn- ingar á pólskum og austurrískum ab- strakt-kvikmyndum sem Ania Głowiñska og Thomas Renoldner „kúratora“. Svo það verður allt vað- andi í sjónrænni tónlist í Reykjavík þessa helgi,“ segir Curver og kímir. Yfir 100 listamenn -Hversu margir listamenn taka þátt í hátíðinni og geturðu nefnt þá helstu og sagt mér aðeins frá þeim? „Það eru heilmargir listamenn sem tengjast hátíðinni. Fyrir utan þau átta atriði sem verða flutt „live“ á hátíðinni eru þessi 95 sérvöldu verk frá samkeppninni. Ég geri mér ekki grein fyrir hve mörg verk verða á pólsku og austurrísku sýningunum en það verða einhverjir tugir, þannig að talan fer vel yfir hundrað lista- menn. Meðal þeirra helstu er goð- sögnin Rioji Ikeda en hann kemur upprunalega úr raftónlistinni. Hann gerir núna gríðarlega stórar og flott- ar vídeóinnsetningar og svo líka lif- andi flutning á raftónlistar/vídeó- verkum. Ég hef verið það heppinn að sjá svoleiðis flutning hjá Ikeda í Berlín og það hafði alveg ótrúlega sterk áhrif á mig,“ segir Curver og nefnir einnig að listagengið D-Fuse eigi eitt verkanna fjögurra sem keppi til úrslita í Live Cinema Com- petition. Gengi þetta hafi m.a. unnið með tónlistarmönnunum Beck og Steve Reich. „Íslandsvinurinn Max Hattler er einnig í keppninni og mjög áhugavert japanskt listapar sem heitir Usaginingen en það myndi útleggjast einhvernveginn sem „kanínumaður“ eða „mannkan- ína“ á íslensku. Á opnunartónleik- unum verða frumflutt tvö verk sér- pöntuð af hátíðinni. Snillingurinn Anna Þorvaldsdóttir vinnur með Sig- urði Guðjónssyni myndlistarmanni og Bret Battey vinnur verk með Huga Guðmundssyni tónskáldi,“ segir Curver og bætir við að allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Sjónræn tónlistarhátíð  Hátíðin Reykjavík Visual Music - Punto y Raya Festival haldin í fyrsta sinn  Ryoji Ikeda meðal listamanna Ljósmynd/Johannes Dirr Rafmagnað Listamennirnir Max Hattler og Noriko Okaku fremja gjörning í klúbbnum Sucasa í Ulm, Þýskalandi, árið 2010. MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Morgunblaðið falaðist eftir áramóta- grein. Þetta er hún. Gleðilegt ár, vin- ir, og þakkir fyrir að leyfa mér að leika lausum hala á fimmta áratug. Ritskoðun? Aldrei orðið fyrir henni fremur en Íslendingar bombum. Sem útskýrir kannski eftirfarandi: Hún Dimmalimm, dóttir mín, er fædd í útihúsi á Öxarfjarðarvöllum – í bílskúrsjötu – 11. september 2001. Dimmalimm man ekki mannvonsku. Hún fer í háttinn þegar flugeldar bresta á – hnerrar er púðurfnykur berst í hús – og dillar sér í afsök- unarskyni. Hún er mállaus, kol- svartur fjórfætlingur – minnismerki um bombur í New York. Ég hef tekið áramóta-bardagakúnstir landsmanna nærri mér frá blautu barnsbeini – og hafnað þátttöku. Þegar nær dregur sprengitíð sækja á mig ljótar hugs- anir – en kynslóð útlendinga sem man ekki sprengjur fyllir öll húsaskjól eins og skrásetja eigi heimsbyggðina í Reykjavík. Maður flýgur eins og maður er fiðraður. Ég má skjóta hugsunum úti tómið – ekkert síður en aðrir. Og þá er ég ekki byrjaður að tala um saklaus börn í Sýrlandi og Suður-Súdan – hvað þá annað – sem menn eru að sprengja í loft upp. Mér býður við brjálsemi. Fyrst sækja á voðalegar hugsanir YouTube slóðir  WWII The Blitz – Scenes From London During The Blitz 1940/41 3.08 mín.  The 1000 Bomber Raid on Cologne (Köln) – 1942. 8.37 mín.  The bombing of Dresden 1945 – Very Grapic History. 4.25 mín.  Krzysztof Penderecki – Threnody for the victims of Hiroshima – Zaraza Doom- hammer. 10.04 mín. Ég bjó við White Horse Lane í Step- ney 1960. Þar stóð einmana hús á víg- velli líkt og Kölnardómur síðar. Mað- ur lék sér í bardagarústum. Kofasmíð var leikur einn. Barnið var í miðju harmljóði – án þess að vita það. Ég hef verið í Köln og Dresden þar sem fólk fuðraði upp – og forn handrit – eins og í Kaupmannahöfn. Ég hef verið í Hiroshima og lotið höfði fyrir brotum úr Búddha. Hef verið í Varsjá sem var bókstaflega jöfnuð við jörðu svo Stalín handan ár þyrfti ekki að standa í svoleiðis stússi. Fékk þar reyndar leyniþjónustu-skammbyssu í bakið síðar og leiddur afsíðis. Ég var líka handtekinn á torgi hins himneska friðar í Peking og „afvopnaður“. Hef búið á sundurskotnu hóteli í Búkarest eftir uppreisn. Næstum verið sprengdur í loft upp í Jerúsalem ásamt vini mínum frá Ramallah. Ók fram á rústir Menningarmiðstöðvar í Buenos Airies. Og Pendercki spurði mig í Kraká austan járntjalds: Viltu skoða Auschwitz – bara steinsnar? Ég afþakkaði þá hryggðarbyggð. Með heyrnartólunum koma fagrar „concept“-hugsanir YouTube slóðir  John Cage – Klangwechsel Halberstadt – 5.8.2011 1.44 mín.  Beethoven Symphony No. 9 – Mvt. 4 – Barenboim/West-Eastern West-Divan Orchestra 30.00 mín. Lengsta verk tónbókmennta hófst 2001 og lýkur 2640. Fréttamenn og ferðalangar flykkjast til Halberstadt þá örsjaldan skipt er um tón – sem er ekki alveg það sem hinn ljúfi frið- arsinni Cage hafði í huga. Þeim Bar- enboim og Said þótti ástæða til að Ísrael og Palestína ræddu sín mál – og stofnuðu hljómsveit. Beethoven varð fyrir bombu – þegar holdgerv- ingur lýðræðis – Napoleon Bonaparti – krýndi sig keisara 1804. Eftir það hét Napoleon hundur. Beethoven heyrði ekkert lýðræðisþrugl eftir það – gerðist herskár friðarsinni í þögn- inni og maður mannúðar. Hér er marserandi herlúðrasveit að leika bræðralagssöng. Það athugist. Þetta voru hinstu hugsanir hans (1827). Við áramót Rústir Menningarmiðstöð í Buenos Aires, þaðan er Daniel Barenboim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.